Þjóðviljinn - 11.08.1988, Síða 3

Þjóðviljinn - 11.08.1988, Síða 3
FRETTIR Ríkisstjórnin Gengisfall afgangsstærð Steingrímur Hermannson: Yfirlýsing Matthíasar sýnir ekki samlyndi á stjórnarheimilinu. Hefáhuga á að kallafulltrúa verkalýðshreyfingarinnar á okkarfund á er verðbólgan ekki stórt vandamál ef ég er jafn stórt vandamál og hún, sagði Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra um þá yfirlýsingu Matthíasar Á. Mathiesen sam- gönguráðherra í sjónvarpsfrétt- um, að ríkisstjórnin ætti við tvö jafnstór vandamál að etja, verð- bólguna og yfirlýsingagieði utan- ríkisráðherra. „Ég vil að það komi fram að ég tel þessa heimsókn Þorsteins til Bandaríkjanna mjög eðlilega. Það var kominn tími til þess að hann þægi þetta boð Bandaríkja- forseta. Það eru ýms mál í sam- skiptum þjóðanna sem þarf að koma á hreint, einsog t.d. að af- nema vísaáritun til Bandaríkj- anna og fá úr því skorið að Bandaríkjamenn ætli ekki að fljúga með plútóníum yfir ís- lenska lofthelgi.“ - En ekki sýnir þessi yfirlýsing Matthíasar Á. Mathiesen mikið samlyndi á stjórnarheimilinu? „Nei, því miður sýnir þetta ekki samlyndi. Þetta er bara ein- hver titringur í Matthíasi, ég þekki hann vel. Við Framsóknar- menn erum að undirbúa okkur af fullum heilindum fyrir þær efna- hagsaðgerðir sem gripið verður til um næstu mánaðamót, einsog forsætisráðherra hefur verið að tala um, og ég efast ekki um að hann nýti tímann vel þegar hann kemur aftur frá Bandaríkjunum og standi við þær yfirlýsingar." - Nú er Framsókn að kalla til sín hina og þessa aðila til þess að móta tillögur í efnahagsmálum. Eruð þið búnir að taka að ykkur hlutverk ríkisstjórnarinnar. „Nei, einsog ég sagði þá erum við að búa okkur undir að taka á þessum málum í samráði við hina flokkana í ríkisstjórninni í lok mánaðarins.“ - Þið hafið kallað til ykkar full- trúa atvinnurekenda en fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar eru hafðir útundan. „Það er ekki rétt. Okkar menn í verkalýðshreyfingunni hafa ver- ið með okkur allan tímann og ég hef fullan hug á að kalla aðra full- trúa verkalýðshreyfingarinnar á fund okkar.“ - í sjónvarpinu var talað um að forstjóranefndin svokallaða hefði það í sínu valdi hvort ríkis- stjórnin stæði eða félli. „Þetta var mjög undarleg frétt. Menn geta haft mismunandi skoðanir á því hvernig nefndin er skipuð en ég veit að þessir menn vinna vel. Það er hinsvegar ekki í þeirra valdi hver framtíð ríkis- stjórnarinnar verður.“ - í sömu frétt kom fram að Sjálfstæðismenn vilja 15-20% gengisfellingu. „Það var haft eftir einhverjum ónefndum heimildarmanni. Sjálfur vil ég ekki tala um gengis- fellingu á þessu stigi málsins. Hún er afgangsstærð.“ En þolir efnahagslífið þessa bið? „Þorsteinn gaf frest fram til mánaðamóta og ég reikna með að hann standi við það.“ -Sáf Kartöflur SÍM fær Gullaugaö Fjármálaráðherra afsalaði í gær fyrir hönd ríkissjóðs eignum Grænmetisverslunar landbúnað- arins til Sölusamtaka íslenskra matjurtaframleiðenda, SÍM. Um er að ræða húseign Græn- metisverslunarinnar við Síðu- múla, svokallað Gullauga. Kaupsamningur vegna eignar- innar var undirritaður sumarið 1986 af þáverandi fjármálaráð- herra og landbúnaðarráðherra en þeir settu þau skilyrði fyrir útgáfu afsals að þeir aðilar í kartöflurækt sem ekki höfðu þá gerst aðilar að SÍM samþykktu söluna og hags- munir þeirra yrðu tryggðir. Þessi skilyrði hafa nú verið uppfyllt. Forstióranefndin Öll ráö dýr Víglundur Þorsteinsson: Okkur œtlað að gera tillögur um bœttan hagfyrirtœkja sem ekki eru verðbólguhvetjandi. Það er ekki léttur leikur Engin stefna hefur enn verið á- kveðin um úrræði í efnahags- málunum og enginn ágreiningur um leiðir því komið fram hjá nefndinni, sagði Víglundur Þor- steinsson forstjóri um störf fors- tjóranefndarinnar svokölluðu. Nefndin hittist tvisvar á dag í Rúgbrauðsgerðinni, klukkan átta á morgnana og klukkan 16 síðdegis. „Fyrirmælin sem við vinnum eftir setja okkur mjög þröngar og stífar skorður. Okkur er ætlað að gera tillögur um bættan hag útflutnings- og samkeppnis- greinanna en taka jafnframt ákveðið mið af óskum um lága verðbólgu. Það er ekki léttur leikur.“ Að sögn Víglundar er nefndin enn að skoða vandamálið og reyna að átta sig á stærð þess. „Menn eru að reyna að átta sig á heildardæminu og hvaða kostur er sá skásti til þess að taka á vand- anum. Kostirnir eru fleiri en einn og fleiri en tveir en við erum ekki enn komnir inn á eina braut í þeim efnum. Við erum að leita leiða til þess að grípa á vandanum með samræmdum aðgerðum sem jafnframt stuðla að friði í þjóðfé- laginu.“ - Með skipan forstjóranefnd- arinnar er ekki beint verið að leita eftir samvinnu við verka- lýðshreyfinguna. „Við sjáum hvað setur í þeim efnum.“ - Nú er Framsókn með aðra nefnd í gangi sem vinnur að til- Iögum um úrbætur í efna- hagsmálunum. Óttist þið ekki að það geti komið til árekstra þarna á milli? „Ég veit það ekki. Það hefur ekki gerst enn og fulltrúi Fram- sóknar í nefndinni vinnur af heilum hug með okkur.“ - Hvaða önnur úrræði en geng- isfellingu sjá menn í stöðunni? „Það vil ég ekkert segja um enn.“ - En er gengið út frá gengisfeli- ingu sem nauðsyn í stöðunni og því bara verið að velta því fyrir sér hversu stór hún verði? „Engin svör.“ ^Sáf Þorskkvótinn Litið eflir af þorski Útgerðarmenn reyna að treina sér kvótann í lengstu lög. Minna eftir nú en var á sama tíma í fyrra Heldur minna er eftir af botnfiskkvóta togara nú en var á sama tíma í fyrra og munar þar mest um minni þorskkvóta nú en þá sökum meiri þorskafla á fyrri helmingi ársins. Hjá Útgerðarfélagi Akur- eyringa hf. á Akureyri eiga togar- ar fyrirtækisins, sem eru sex að tölu, eftir um 4800 tonn af heildarbotnfiskkvótanum sem var í upphafi ársins 19.200 tonn. Samtals eiga þeir eftir þorsk- kvóta uppá 1700 tonn. Sfldarvinnslan hf. í Neskaup- stað gerir út þrjá togara á sóknar- marki og sagði Jóhann Sigurðs- son útgerðarstjóri að þeir væru langt komnir með þorskkvótann í ár og minna væri eftir af honum en á sama tfma í fyrra. Þrír togarar eru gerðir út hjá Þormóði ramma hf. á Siglufirði og að sögn Róberts Guðfinns- sonar framkvæmdastjóra er svip- aður tonnafjöldi eftir nú og var í fyrra af botnfiskkvótanum og sagði hann ástandið vera þokka- legt. Engin starfsemi hefur verið í frystihúsi fyrirtækisins frá 25. júlí sl. vegna sumarleyfa en byrjað verður á fullu 15. ágúst nk. þrátt fyrir glórulausan rekstur. Tveir togarar fyrirtækisins eru á sjó en einn í slipp í Englandi. -grh Bandaríkjamenn sem hingað koma í innkaupaferðir eru miklu færri í ár en undanfarin ár. Þá eru bandarískir laxveiðimenn miklu færri en áður. Ferðamenn Könum fækkar enn Konráð Guðmundsson, Hótel Sögu: Erum aðeins með 20% þeirra viðskipta sem við höfum haft við þá síðustu ár. Þeim hefurfækkað um 3.615 manns síðustu þrjá mánuði. Á sama tíma hafa 5.536fleiri ferðamenn komiðfrá Norðurlöndunum Bandarískum ferðamönnum hefur fækkað hér um 3.998 manns fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Síð- ustu þrjá mánuði, maí, júní og júlí, hefur þeim fækkað um 3.615 manns borið saman við sömu mánuði í fyrra. I nýliðnum júlí komu hingað 4,397 Bandaríkja- menn en á sama tíma í fyrra voru þeir 6.295. Á sama tíma fjölgaði ferðamönnum frá Norðurlöndum og Evrópu. í maí, júní og júlí komu hingað til lands 5.536 fleiri ferðamenn frá þessum löndum en á sama tíma í fyrra. Þessar tölur benda eindregið til þess að hér sé eitthvað að gerast og geta alls ekki talist eðlilegar hvernig sem á þær er litið. Áróður gegn íslandi og íslend- ingum vegna hvalveiða okkar eru að koma hér fram að einhverju leyti. Að sögn Konráðs Guð- mundssonar, hótelstjóra á Hótel Sögu, verða þeir mikið varir við þessa fækkun bandarísku ferða- langanna. „Við erum með samn- inga við tvær stórar ferðaskrif- stofur í Bandaríkjunum og miðað og Evrópu við undanfarin ár erum við nú að- eins með um 20% þeirra við- skipta sem við höfðum. Banda- ríkjamenn hafa mikið dvalið á hótelum hér í Reykjavík og þetta kemur auðvitað mest niður á þeim. Miklu færri laxveiðimenn koma nú frá Bandaríkjunum en áður og er lélegri veiði í fyrra og of dýrum veiðileyfum um að kenna. Þá virðast svokallaðir verslunarhópar sem hingað hafa komið vera detta upp fyrir hvort sem það er háu verðlagi að kenna eða áróðri Greenpeace- samtakanna,“ sagði Konráð Guðmundsson. í maí, júní og júlí í ár komu 9.809 Bandaríkjamenn en á sama tíma í fyrra voru þeir 13.424. Norðurlandabúar voru 20.956 en voru í fyrra 18.327 þessa mánuði. Frá Evrópu komu 24.966 ferða- menn en voru 22.059 frá sömu löndum í fyrra. í Evróputölunum eru eftirtalin lönd (tölurnar sýna fjölda ferðamanna í maí, júní og júh' í ár): V-Þýskaland; 9.947, Stóra-Bretland; 4.694, Frakk- land; 3.174, Sviss; 2.533, Austurríki; 1.466, Italía; 1.453, Holland; 1.329 og Belgía; 370. Ferðamönnum fækkar aðeins frá Austurríki og Belgíu og svipaður fjöldi virðist koma frá Stóra- Bretlandi og í fyrra en að öðru leyti er um að ræða fjölgun ferða- manna frá helstu þjóðum Evrópu sem hingað sækja. Þessa þrjá mánuði voru Svíar flestir frá Norðurlöndunum eða 7.232, Danir; 7000, Norðmenn; 4.591 og Finnar voru 2.133. Mið- að við sömu þrjá mánuði í fyrra fjölgaði sænskum ferðamönnum hér um 1.113, dönskum um 614, norskum um 358 og finnskum um 544. Engar aðrar stórvægilegar breytingar hafa átt sér stað í þess- um málum. Þó komu tæplega 200 færri ferðamenn frá Asíulöndum í maí, júní og júlí í ár heldur en í fyrra eða 609 manns. Frá Afríku komu 94, Suður- og Mið- Ameríku 139 og lengst að komnir voru 317 ferðamenn frá Nýja-Sjálandi og Ástralíu. -gís. Fimmtudagur 11. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.