Þjóðviljinn - 11.08.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.08.1988, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Washington og Keflavík Loksins er Þorsteinn Pálsson forsætisráöherra farinn til Washington. Undirbúningur ferðarinnar hefur tekið langan tíma. Eins og menn muna var allt til reiðu í maílok en þá þurfti forsætisráðherra að leysa efnahagsvanda íslendinga og sló ferðinni á frest. Efnahagslausnirnar frá í vor hafa dugað skammt og enn þarf að grípa til aðgerða. Engu að síður hefur forsætisráðherra fundið sér stund milli stríða og notað hana til að heimsækja þá sem stýra löndum í Bandaríkjun- um og vilja svo gjarnan stýra heiminum öllum. Það var eins og við manninn mælt; um leið og Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra var sloppinn burt af landinu, upp- hófst Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra í fjölmiðl- um með kvartanir um að ekki væri það nú nógu gott að skilja ríkisstjórnina eftir verkstjóralausa. Sjálfstæðisflokkurinn tefldi þá hið snarasta fram Matthíasi Mathiesen samgöngu- ráðherra og gat hann upplýst þjóðina um að næst verðbólg- unni væri yfirlýsingagleðin í utanríkisráðherra mesti vandinn sem ríkisstjórnin ætti við að glíma. Allt er sem sagt óbreytt á stjórnarheimilinu þótt Þorsteins Pálssonar njóti ekki við um hríð. Þótt verslun og viðskipti okkar við Bandaríkin hafi um hríð farið hlutfallslega minnkandi, eru samskipti okkar við banda- rísk stjórnvöld geysimikil. Miðað við að Island er smáríki og að flestir íslendingar vilja að áhersla sé lögð á traust menn- ingarleg tengsl við Evrópu, eru samskiptin við stjórnina í Washington geysimikil. En sé það haft í huga að bandaríska stórveldið hefur haft hér herstöð nánast óslitið frá 1941 eða í 47 ár, þá verður að telja samskipti íslenskra og bandarískra stjórnvalda innan eðlilegs ramma. Það er einmitt hersetan sem gerir það að verkum að íslendingar hljóta að vera vakandi fyrir því að samskiptin við stjórnina í Washington geta skyndilega tekið algerum stakkaskiptum. Þetta skynja flestir menn því að fáir eru svo barnalegir að halda að hér muni sitja bandarískur her til eilífðarnóns. Fyrr eða síðar kemur að því að ákvarðanir íslenskra stjórnvalda, þrýstingur frá vestrænum ríkjum eða þá samdráttur í hernaðarútgjöldum Bandaríkjanna verður til þess að bandaríski herinn hverfur héðan. Herstöðvar Bandaríkjamanna hér á landi hafa haft mun meiri áhrif á samskipti ríkjanna en oft er látið í veðri vaka. Því er stundum haldið á iofti að afstaða Bandaríkjastjórnar á alþjóðavettvangi hafi haft úrslitaáhrif á það að íslenska lýð- veldið var stofnsett 1944. Rannsóknir sagnfræðinga og ævi- sögur íslenskra stjórnmálamanna benda til þess að áhugi á að hafa hér herstöðvar að lokinni heimsstyrjöld hafi ráðið miklu um afstöðu Bandaríkjastjórnar til stofnunar íslensks lýðveldis. Ekki fer milli mála að afstaða Bandaríkjastjórnar til út- færslu íslensku landhelginnar mótaðist að miklu leyti af því að talin var hætta á að átök íslendinga og Breta gætu leitt til lokunar herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Á meðan fandhelgisstríðin geisuðu kom í Ijós að vera okkar í NATÓ og bandarísk herseta voru okkur alls engin trygging gegn því að á okkur yrði ráðist. Og enn litar herstöðvamálið samskipti Bandaríkjamanna og íslendinga. í umræðum um afskipti stjórnarinnar í Was- hington af hvalveiðum íslendinga hefur talið aftur og aftur hnigið að herstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Það er hollt að hafa í huga þessa þungu undiröldu í samskiptum stjórnvalda á íslandi og í Bandaríkjunum. Kurt- eislegar skálaræður geta engu breytt þar um. ÓP KLIPPT OG SKORIÐ Fækkun kjamavopna eykur spennu á Vesturlöndum Óttinn við friðinn Þegar svo ber til, sem sjaldan gerist, að friðarvonir styrkjast með sæmilegum rökum, þá finn- ast þeir jafnan sem reka upp væl yfir því að nú sé bölvaður friður- inn að skella á. Náttúrlega fara þar fremstir ýmsir þeir sem eiga hagsmuna að gæta: enginn gerir ráð fyrir því að vopnafram- leiðandi fagni því að missa spón úr sínum eitraða aski. En margir aðrir koma við sögu. Til dæmis er jafnan grunnt á því að þeir á Morgunblaðinu óttist afvopnun og spennuslökun og leggi sig mjög í líma við að finna sem mesta annmarka á þeirri þróun. Gott dæmi um þetta finnum við í Morgunblaðinu í gær. Fréttaritari blaðsins í Bretlandi hefur verið að lesa breska þing- nefndarkýrslu um heimsástandið og les þetta hér merkilegast út úr henni og setur í inngang: „Utanríkismáladeild neðri deildar breska þingsins segir í skýrslu, sem kom út fyrir síðustu helgi, að raunveruleg afvopnun kunni að skapa hættur fyrir Atl- antshafsbandalagið“. Og bætt er um betur með því að slá þessu hér upp í fyrirsögn: „Fækkun kjarnavopna eykur spennu á Vesturlöndum“. Því verr þeim mun betra Þetta er satt best að segja mjög undarlegt, og ekki auðvelt að höndla samhengið. Manni skilst að helsti höfuðverkurinn fyrir Nató sé sá, að almenningur fyllist svo mikilli bjartsýni vegna samkomulags risaveldanna um meðaldrægar eldflaugar, að erfitt' verði að slá fé í aðrar fjárveiting- ar til hernaðar. Og gæti það leitt til ágreinings milli Natóríkja inn- byrðis. Það er nú svo. Við skulum barasta vona að það verði stærsti vandi mannfólksins á afvopnun- arbrautinni. Miklu veigameiri er sú athugasemd í fréttinni sem segir að eldflaugasamningurinn dragi minna úr kjarnorkuherafl- anum en sýnst gæti og að hernað- arbandalögin vinni að því „að smíða ný vopn sem nái til sömu skotmarka og meðaldrægu eldf- laugarnar“. Það má kannski benda á það, að langdrægar eldflaugar (sem meira en nóg er til af) draga vit- anlega til sömu skotmarka og meðaldrægar. En sleppum því. Aðalatriðið í túlkun Morgun- blaðsmanns á hermálaskýrslunni bresku er sem fyrr segir það, að „raunveruleg afvopnun“ kunni að skapa hættur fyrir Atlantshafsbandalagið. Og af því að Nató er vitanlega heilagra en allt annað í heimsmynd blaðsins, þá er freistandi að halda áfram með þessar röksemdir og segja sem svo: „Harðara vígbúnaðarkapphlaup dregur úr tilvistarvanda Atlanshafsbandal- agsins". Eða þá breyta fyrirsögn fréttarinnar á þessa leið: „Fjölg- un kjarnavopna dregur úr spennu á Vesturlöndum.“ Sovésk friðsamleg sambúð Sovéskir fjölmiðlar voru seinni til að skrifa um alþjóðamál í anda glasnost en um innri vandamál. En þeir hafa tekið mjög rækilega við sér og fækkar mjög heilögum kúm í þeirri umræðu. Til dæmis að taka var það lengst af talið hafið yfir vafa að Sovétríkin hefðu jafnan fylgt stefnu „friðsamlegrar sambúðar við ríki sem búa við annað þjóð- skipulag“. Nú spyrja t.d. frétta- skýrendur APN ( Ardamatskí) að því, hvort hér sé ekki málum blandað. Hann rifjar það upp að fyrr á árum hafi verið um mis- ræmi að ræða milli starfsemi sov- éska utanríkisráðuneytisins, sem „reyndi að koma á siðmennt- uðum samskiptum við kapítalísk ríki“, og yfirlýsinga Kom- minterns (Alþjóðasambands kommúnista) um að október- byltingin í Rússlandi væri upphaf heimsbyltingar sem flýta ætti fyrir. Ardamatskí segir: „Og eftir dauða Stalíns var litið á friðsamlega sambúð ríkja sem form stéttabaráttu, og sagt að það yrði að vinna sigur í þeirri stéttabaráttu. Á kjarnorkuöld getur slík túlkun á friðsamlegri sambúð haft banvænar afleiðing- ar“. Pví hafi orðið að taka hana til endurskoðunar í þeirri lýðræðis- legu þróun sem nú á sér stað í Sovétrfkjunum, segir hinn sov- éski fréttaskýrandi. Og hann bæt- ir því við að sú „nýja pólitíska hugsun“ sem Gorbatsjov kallar svo, felist m.a. í þessu hér: „Hún leggur ekki að jöfnu friðsamlega sambúð og stéttabar- áttu og hefur meira að segja horf- ið frá kenningunni um að barátta milli tveggja hagkerfa sé megin- þáttur þróunarinnar í dag.“ Hætt er við að gömlum bylting- arsinnum þyki þetta nokkuð daufleg kenning. En Sovétmenn halda því nú stíft fram að mestu skipti að nýta tæknibyltinguna til að bæta kjör landsmanna og gera heiminn byggiiegan með meiri og betri alþjóðlegri samvinnu. Það er haft eftir Gorbatsjov að þetta sé ekki frávik frá marxisma held- ur sá skilningur á hagsmunum verkalýðs og mannkyns í heild sem „leiddi okkur til þeirrar niðurstöðu að sammannleg verð- mæti bæri að setja öllu ofar á okk- ar öld. Þetta er uppistaðan í hinni nýju stefnu okkar í stjórnmálum". Án afskipta Sú kenning er sérlega afdrifa- rfk að barátta tveggja hagkerfa, kapítalísks og sósíalísks, sé EKKI meginþáttur þróunar heimsmála í dag. Þetta hefur reyndar komið fram í því að Sovétmenn hafa bersýnilega dregið úr stuðningi sínum við „sína menn“ í stað- bundnum átökum hér og þar í heiminum - og tekið upp í vax- andi mæli samvinnu við Banda- ríkin um að setja slíka árekstra niður. í grein eftir Jevgení Prímakov í tímaritinu „Alþjóðamál“ segir sem svo, að staðbundin átök hafi jafnan gerst „með það í bak- grunni að til eru tvö andstæð kerfi í heiminum, kapítalísk og sósíal- ísk.“ Þau hafi komið við sögu að utan með stuðning við tiltekin stríðandi öfl og um leið haft áhrif á stefnu þeirra afla sem studd eru. En, segir Prómakov, „ef utanaðkomandi áhrifavaldar eru „dregnir út úr“ átökum í tilteknu landi, þegar neikvæð erlend áhrif eru gerð óvirk, þá verður til ástand sem stuðlar að því að hægt sé að semja um þjóðarsátt“. ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6 • 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ámi Bergmann, MörðurÁmason, Ottar Proppó. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, H'örleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjömsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrlta-og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltateiknarar: Kristján Kristjánsson, Kristbergur ó. Pótursson FramkvæmdastjórLHallurPállJónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: OlgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Katrín Bárðardóttir, ÓlafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðílausasölu:70kr. Helgarblöð:80kr. Askriftarverð á mánuði: 800 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 11. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.