Þjóðviljinn - 11.08.1988, Side 5

Þjóðviljinn - 11.08.1988, Side 5
VIÐHORF Skipbrot vaxtafrelsis Gjaldþrot heimila og atvinnulífs, misrétti og verðbótga eru afleiðingar stjórnarstefnunnar Vaxtafrelsið er hornsteinninn: hagspeki frjálshyggjunnar. Al- gert frelsi fjármagnsins á að vera lykillinn að framþróun og al- mennri hagsæld. Hin svokölluðu lögmál markaðarins eiga óheft að ákveða vexti á innlánum og út- lánum. Afleiðingarnar verði stöðugleiki í efnahagsmálum, arðbærar fjárfestingar, jafnvægi í sparnaði og lántökum ásamt hjöðnun verðbólgunnar. Þetta er kjarninn í kreddu frjálshyggjunnar um ágæti vaxta- frelsisins. Á undanförnum árum hefur hún átt sterka liðsmenn á íslandi. Þeir hafa fengið að fram- kvæma stefnuna í krafti meiri- hluta á Alþingi og forræðis í Stjórnarráði og Seðlabanka. Það var ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar sem gerði vaxta- kreddu frjálshyggjunnar að landslögum. Þá staðreynd flýr Framsóknarflokkurinn ekki þótt hún nagi hann nú. Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa svo myndað brjóstvörn þess- arar stefnu og bankastjórar Seðl- abankans - Jóhannes Nordal ásamt Geir Hallgrímssyni frá Sjálfstæðisflokknum og Tómasi Árnasyni frá Framsóknarflokkn- um - hafa síðan í bandalagi við Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra Alþýðuflokksins verið helstu varðhundar hins óhefta vaxtafrelsis., Það eru Framsóknarflokkur- inn, Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn sem bera í sam- einingu ábyrgð á vaxtastefnu síð- ustu ára. Hin dýrkeypta tilraun með kreddu frjálshyggjunnar skrifast alfarið á þeirra reikning. Þegar afleiðingarnar blasa við þá hleypur Framsóknarflokkur- inn fyrstur frá eigin verkum. Hann reynir að þvo hendur sínar af gjaldþrotum atvinnulífs og heimila sem vaxtakredda ríkis- stjórnarinnar hefur haft í för með sér. Hann fiktar við að fordæma verðbólguvítahringinn sem láns- kjaravísitalan hefur skapað og vísar sökinni á samstarfsaðilana. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn halda sér hins vegar fast í rétttrúnaðarblindu vaxtafr- elsisins og boða áfram óbreytta stefnu þrátt fyrir að hinar hrika- legu afleiðingar hennar blasi við um allt land. Reynslan dœmir kredduna Frelsi banka og lánasjóða til að ákveða vaxtastigið og heilagleiki lánskjaravísitölunnar voru höfuðþættirnir í þeirri peningast- efnu sem ákveðin var í tíð ríkis- stjórnar Steingríms Hermanns- sonar og núverandi þríflokka- stjórn hefur haft í hávegum. Boð- berar þessarar frjálshyggju héldu á lofti 5 kenningum til að réttlæta stefnuna: 1. Vaxtafrelsið myndi örva sparnað þjóðarinnar. 2. Vaxtafrelsið myndi draga úr óhagkvæmri fjárfestingu. 3. Vaxtafrelsið myndi eyða mis- munun og misbeitingu valds. 4. Vaxtafrelsið myndi gera bankakerfið hagkvæmara. 5. Vaxtafrelsið myndi stuðla að hjöðnun verðbólgunnar. Reynslan hefur nú sýnt að allar þessar kenningar eru falskar. Engin þeirra hefur staðist og nið- urstaðan hefur í mörgum tilvik- um reynst þveröfug. Þjóðhagslegur sparnaður hef- ur minnkað. Kenning ráðherr- anna um að vaxtafrelsið myndi auka sparnað þjóðarinnar Ólafur Ragnar Grímsson skrifar: Fyrrigrein um vexti og peningamál strandar heldur betur á skeri staðreyndanna. Þjóðhagslegur sparnaður hefur minnkað jafnt og þétt síðan ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar hleypti vöxtunum lausum. Árið 1986 var þjóðarsparnaður 17.3% af land- sframleiðslu en féll síðan í 15.3% strax á árinu 1987 og spáð er að hann falli enn frekar á þessu ári eöa niðurí 13.8%. Þessi minnkun þjóðarsparnaðar síðan á árinu verulegur. Vaxtastefnan hefur ekki leitt til almennrar jöfnunar á vaxtastiginu. Stóru og sterku að- ilamir hafa svo áfram aðgang að ódýrara fjármagni en allir hinir í gegnum erlendu lánin sem Jón Sigurðsson skammtar úr viðskiptaráðuneytinu. Jón starf- ar áfram í anda hinnar spilltu fyrirgreiðslupólitíkur sem löngum hefur verið svartur blett- ur á íslensku peningakerfi. Lánskjaravísitalan er verðbólguskrúfa Fimmta kenningin sem notuð var til að réttlæta hina samtvinn- uðu stefnu vaxtafrelsis og lánsk- jaravísitölu fólst í fyrirheitinu um lækkun verðbólgunnar. Niður- staðan hefur verið hrópandi mót- sögn. Vaxtafrelsið og lánskjara- Starfsmenn ríkisbankanna og Seðlabankans getafengið lífeyrissjóðslán á aðeins 3,5% raunvöxtum á sama tíma og annað launafólk sem er í hinum almennu lífeyrissjóðum verkalýðsfélaganna verður að greiða 9,5% raunvexti. 1986 svarar til um 9 miljarða króna. Óráðsía og óhagkvæmni í fjár- festingum heldur áfram. Á síð- ustu árum hefur skipulagslaus óðafjárfesting verið meðal höfuðeinkenna efnahagslífsins á íslandi. Áhrif vaxtafrelsisins virðast frekar hafa verið þau að auka vitleysuna en að draga úr henni. Verslunarhallir og hótel- byggingar hafa þotið upp án þess að augljós markaður væri til að nýta þessa fjárfestingu. Auglý- singar um ónotað húsnæði er dag- legt brauð. Skipulagsleysið í upp- byggingu sjávarútvegs og iðnaðar hefur einnig haldið áfram. Fjöl- mörg fyrirtæki og rekstraraðilar rjúka í sams konar fjárfestingu og afleiðingin verður stórfelld um- framgeta sem síðan leiðir til kröfugerðar um gengisfellingu til að bjarga fyrirtækjunum. Hin hagkvæma fjárfesting sem koma átti í kjölfar vaxtafreisisins býr enn bara í draumaheimi kredd- utrúarmanna. Mismunun í vaxtamálum er gífurleg. Forréttindi hinna stóru halda áfram. Sú fullyrðing að vaxtafrelsið myndi eyða mismun- un í peningakerfinu og koma í veg fyrir forréttindi þeirra sem áður höfðu vildaraðgang að stjórnvöldum og stórbönkunum hefur líka reynst fjarri öllum veruleika. Nefnd á vegum ríkis- stjórnarinnar sem nýlega skilaði áliti um vaxtamálin varð að viðurkenna að munurinn á vöxt- um eftir tegundum innlána og út- lána og eftir lánastofnunum væri Vaxtamunurinn er svikamylla bankákerfisins Fjórða kenningin sem ráðherr- arnir í ríkisstjórnum Steingrfms Hermannssonar og Þorsteins Pálssonar hafa haldið fram er að stefna þeirra hefði í för með sér ódýrara og hagkvæmara banka- kerfi. Einnig í þessu efni hefur reynslan verið þveröfug. Vaxta- munurinn sem bankakerfið tekur til sín er mælikvarðinn á hvort þjóð býr við vel skipulagt og hag- kvæmt bankakerfi. Ef vaxtamun- urinn er mikill þá er sóað stórum fjármunum í að reka kerfið sjálft á kostnað sparifjáreigenda og at- vinnulífs. , Vaxtamunurinn í íslenska bankakerfinu er nú 3-4 sinnum meiri en í viðskiptalöndum okk- ar. Hann hefur meira að segja farið vaxandi á tíma vaxtafrelsis- ins. Bankakerfið mokar því sífellt meira til sín. Það skerðir hlut þeirra sem geyma sparifé á al- mennum reikningum og gerir út- lánin sífellt dýrari. Vaxtamunurinn er sú svika- mylla sem notuð er til að fjár- magna dýrasta bankakerfi á Vesturlöndum. Fyrir nokkrum vikum hækkuðu bankarnir útlán- svextina um 2-3% á meðan innlánsvextir stóðu í stað. Vax- tafrelsið er aðferðin sem heldur þessari svikamyllu gangandi og hinir kredduföstu ráðherrar horfa aðgerðarlausir á þetta lög- lega rán bankakerfisins. vísitalan hafa skrúfað verðbólg- una upp og upp. Hin gífurlega hækkun raun- vaxta á undanförnum árum sem nú hefur náð fimmföldunar-stigi er aðalhjólið í gengisfellingarvél stjórnarstefnunnar. Þrátt fyrir fyrirheit um fastgengi er þriðja gengisfelling stjórnarinnar vænt- anleg á næstunni. Forráðamenn atvinnulífsins kenna hinum mikla fjármagnskostnaði um gengisfell- ingarþörfina. Síðan kemur ný verðbólgulota í kjölfarið, enn meiri fjármagnskostnaður, ný gengisfelling og þannig koll af kolli. Þessi verðbólguskrúfa er svo sérstaklega byggð inn í lánskjara- vísitöluna. Vextir og verðbætur eru orðin hluti af framfærsluvísi- tölunni sem myndar ásamt bygg- ingarvísitölu grunn lánskjaravísi- tölunnar. Hækkun fjármagns- kostnaðar hækkar því lánskjara- vísitöluna sem síðan hækkar aftur fjármagnskostnað og þá hækkar lánskjaravísitalan aftur og þannig áfram inn í næstu öld ef þessi vit- leysa verður ekki stöðvuð. Vaxtastefna ríkisstjórnarinnar er orðin ein helsta orsök verð- bólguþróunarinnar í landinu. Ranglœti í lánum lífeyrissjóðanna Kreddan um vaxtafrelsið og hömlulausar hækkanir á raun- vöxtum hefur síðan skapað marg- víslegt ranglæti og mismunun í þjóðfélaginu. Almenn réttlætis- vitund fólks felur í sér að lán sem launafólk fær frá lífeyrissjóðum stéttarfélaganna eigi að bera sömu vexti óháð því hvort um verkakonu, sjómann, bankafull- trúa eða verkfræðing er að ræða. Veruleikinn er hins vegar allt annar. Starfsmenn ríkisbankanna og Seðlabankans geta fengið líf- eyrissjóðslán á aðeins 3.5% raun- vöxtum á sama tíma og annað launafólk sem er í hinum al- mennu lífeyrissjóðum verka- lýðsfélaganna verður að greiða 9.5% raunvexti. Stjórnendur bankakerfisins veita sínu fólki stórfelld forréttindi. Þessi mis- munun hefur í för með sér að venjulegt launafólk greiðir um 170% meira í vexti en þeir sem starfa í ríkisbönkunum og Seðla- bankanum. Lífeyrissjóðir bænda, verslunarfólks og ríkis- starfsmanna liggja svo þarna á milli. Þessi gífurlega mismunun á vöxtum lífeyrissjóðakerfisins sýnir hve víðsfjarri það er öllum veruleika að ríkjandi vaxtastefna hafi réttlæti í för með. Dæmin um óréttlætið og spillta mismunun eru reyndar mun fleiri. Kjaraskerðing launafólks - Forréttindi fjármagnseigenda Ríkisstjórnir Steingríms Her- mannssonar og Þorsteins Páls- sonar hafa báðar lögbundið skerðingu á kjörum launafólks á sama tíma og forréttindi fjár- magnseigenda voru óskert og vaxtakreddan tryggði að ekki var hreyft við stefnunni í peninga- málum. Báðar ríkisstjórnirnar hafa þannig skapað misgengi milli lánskjara og iauna sem fyrir nokkrum árum svipti þúsundir fjölskyldna húseigninni og er nú að halda innreið sína á ný með hrikalegum afleiðingum fyrir ungt fjölskyldufólk. Á sama tíma eru tekjur fjár- magnseigenda áfram skattfrjáls- ar og aukast jafnt og þétt á meðan tekjur launafólks eru skertar með lögum. í landinu er að vaxa hröðum skrefum ný stétt fjár- magnsspekúlanta sem sífellt tekur til sín á lögverndaðan hátt stærri og stærri skerf á meðan hlutur almennings rýrnar. Vaxtastefna ríkisstjórnarinn- ar, lögþvinguð skerðing á kjara- samningum launafólks og skatt- frelsi fjármagnseigenda mynda til samans afkastamikla vél sem framleiðir sífellt meira óréttlæti og mismunun í íslensku samfé- lagi. Ný stefna Á næstunni verður tekist á um það hverjir eiga að borga her- kostnaðinn af vaxtastefnu Fram- sóknarflokksins, Sjálfstæðis- flokksins og Álþýðuflokksins. Verður launafólkið enn á ný látið taka á sig frekari kjaraskerðingu í kjölfar nýrrar gengisfellingar eða verður snúið af braut vaxta- kreddunnar og tekin upp ný stefna í peningamálum þjóðar- innar? Slík stefnubreyting er orðin brýn nauðsyn. Um höfuðþætti nýrrar stefnu í vaxta- og launa- málum verður fjallað í síðari grein. Ólafur Ragnar er formaður Al- þýðubandalagsins. Síðari grein hans um vexti og pen- ingamál birtist í Þjóðviljanum á laugardag. Fimmtudagur 11. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.