Þjóðviljinn - 11.08.1988, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 11.08.1988, Qupperneq 6
MINNING Ólafur Jóhann Sigurðsson Skyndilega berst mér sú fregn til útlanda, að gamall vinur minn og lærifaðir í bókmenntum, Olafur Jóhann Sigurðsson sé látinn. Mér var að vísu vel kunn- ugt um erfiða baráttu hans við sjúkdóma síðustu árin (og reyndar fyrr), en ég hafði vonað að hann næði þeim bata að hann gæti haldið áfram að auðga bók- menntir okkar að merkilegum verkum. Ég hripa í flýti nokkur orð í minningu hans, þó þau kunni að verða síðbúin til prent- unar, þar sem ég verð að senda þau yfir hafið. Það þarf að sjálfsögðu ekki að upplýsa íslendinga um það, að fallinn er frá einn af mestu rithöf- undum þjóðarinnar á okkar dögum. Jafnframt var hann í fremstu röð ljóðskálda og fyrir ljóðagerð hlaut hann bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs á sinni tíð, svo sem kunriugt er, þó hann hefði ekki síður átt þau skilið fyrir sagnagerð sína. Hann var ungur að árum, þeg- ar hann hóf rithöfundarferil sinn, unglingur þegar fyrstu bækur hans komu út, bækur með fal- legum nöfnum, Um sumarkvöld og Við Álftavatn sem fjöldi barna á íslandi hefur lesið og les von- andi enn, þó nú séu erlendar myndaseríur meira í tísku. Enn halda þessar sögur sínu gildi, þó þar sé ekki kominn fram full- þroskaður höfundur, látlausar sögur úr íslenskri sveit, íslenskri náttúruauðlegð sem Ólafur tók svo miklu ástfóstri við að hann var í rauninní ailan feril sinn að skrifa og yrkja um það efni. Þó var það síður en svo að hann léti borgarlífið afskiptalaust í skrifum sínum, hann varð einmitt meðal fyrstu höfunda þjóðarinnar á þessari öld til að skrifa skáldsögu um lífið í Reykjavík, og þá á ég við skáldsögu þar sem reynt er að gera eitthvað nýtt. Það var snemma á hernámsár- unum sem ég kynntist Ólafi (svo sem ég hef skýrt frá í bókum mín- um um skáldalíf í Reykjavík). Ólafur var ekki miklu eldri en ég, nokkrum árum yfir tvítugt. Hann var þá núbúinn að gefa út aðra skáldsögu sína, Liggur vegurinn þangað?, og sú saga gerðist í Reykjavík, en var svo óvenjuleg í stíl og þótti svo glannaleg að höf- undur hlaut óbótaskammir fyrir svo sem venja er f bók- menntasögunni, þegar höfundur kemur fram með eitthvað sem í er varið. Til voru þeir sem litu á verkið af meiri sanngirni en þeir sem helltu sér yfir það (meðfram af pólitískum ástæðum) og Sig- urður Guðmundsson, ritstjóri Þjóðviljans skrifaði vinsamlegan ritdóm. Við ungu höfundarnir, sem þá vorum fæstir farnir að gera neitt að gagni, þurftum hinsvegar ekki að láta neinn segja okkur hvort Ólafur Jóhann væri efni í mikinn höfund. Við höfðum lesið snjall- ar smásögur eftir hann og hann var þegar orðinn meistarinn sem við litum upp til, við byrjendurn- ir, ég, Hannes Sigfússon og fleiri. Það var gott að eiga hann að, því hann var hverjum manni hjálp- legri við óreynda skrifpjatta, og sagði óhikað hvað honum þótti um verk okkar sem urðum fé- lagar hans á þeim árum mikilla harma í sögu mannkynsins og mikilla vona í hópi ungra skálda á íslandi sem trúðu á framtíðina, þrátt fyrir allt, og trúðu á íslenska menningu og íslenskar bók- menntir með Halldór Kiljan og Þórberg í broddi fylkingar. Það var Ólafur Jóhann sem kom mér í kynni við helstu Ijós- bera íslenskra bókmennta á þeim tíma (Kristin E. Andrésson, Halldór Kiljan Laxness o.fl.) og lét mig ganga í Félag róttækra rit- höfunda (sem stundum hét Félag byltingarsinnaðra rithöfunda). Ég man raunar ekki í svipinn hvort það var Jón úr Vör eða Hannes Sigfússon sem kom mér í kynni við Ólaf, en annarhvor þeirra hlýtur það að hafa verið. Ólafur var róttækur höfundur, hann var sannfærður sósíalisti, en hann var einnig með þeim fyrstu sem tóku að efast síðar meir um að allt hefði verið með felldu í gangi mála og hann gat aldrei hætt að velta heimsatburðunum fyrir sér og reyna að átta sig á þvf hvað væri raunverulega að ger- ast. íslensk menning var honum jafnframt sífellt umhugsunarefni, enda hafði Sameiningarflokkur alþýðu (Sósíalistaflokkurinn) sem við báðir studdum á þeim tíma, þjóðlega menningarstefnu, en lágkúrustefna tíðkaðist ekki. Lærifeður í þessum efnum voru að sjálfsögðu Kristinn E. And- résson og Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn. Ólafur miðl- aði okkur hinum síðan af þekk- ingu sinni og hvatti okkur til að bera virðingu fyrir íslenskri tungu og menningu, en það var þá að vísu um leið hugsjón ungmenna- félagshreyfingarinnar sem for- eldrar okkar flestra (eða allra) höfðu tekið þátt í. Sjálfur varð Ólafur (þótt hann gengi ekki menntaveginn), svo vel að sér í íslenskri tungu að Iærðir háskóla- menn stóðu honum ekki þar á sporði. Ólafur Jóhann hafði hug á því að fara í Menntaskólann í Reykjavík, þegar hann kom í borgarsollinn ungur að árum, en börn krepputímans gengu ekki þá braut sem menntavegur hét á þeim árum, nema einhver efni væru til að kosta námið og Ólaf skorti fé, hann var bóndasonur austan úr Árnessýslu (Grafn- ingi), en á þeim bæ hafði fólkið einungis til hnífs og skeiðar. Þess- vegna varð Ólafur að mennta sig sjálfur, en þegar ég kynntist hon- um hafði hann með hjálp góðra manna átt þess kost að vera um nokkurt skeið í Kaupmannahöfn, og þar kynntist hann Jóni Helga- syni prófessor sem lét sér mjög annt um þennan unga og gáfaða pilt sem kominn var heiman frá melgrasskúfinum harða og vildi kynnast heimsmenningunni. Ólafur var að sjálfsögðu margs vísari, þegar hann kom til íslands frá Kaupmannahöfn, en ein- kennilegt þykir mér, þegar ég rifja þetta upp núna, staddur í erlendri stórborg, og hugsa heim og til þessara ára, að aldrei mikl- aðist Ólafur, svo ég muni til, af veru sinni í stórborginni, ekki einu sinni við svona ósigldan heimalning einsog mig. Ég minn- ist á þetta af því að Ölafur hefði haft nægar ástæður og næg tæki- færi til þess, þegar við unnum saman í Bretavinnunni á strfðsár- unum og gátum talast við allan daginn og alla daga. Hann mikl- aðist að vfsu aldrei af neinu við okkur sem vorum honum yngri að árum og algerðir byrjendur á rithöfundarbraut, en einhvern- veginn sýnist mér, þegar ég hug- leiði þessa tíma og þessar stundir með Ólafi sem var mér einsog besti bróðir, að vera hans í Kaup- mannahöfn hafi verið honum einkum og sér í lagi mikilvæg fyrir það ísland sem hann fann þar, Árnasafn með Jón Helgason innan við múrinn, þarna var ís- lensk menning endurreist - Jónas Hallgrfmsson, Konráð Gíslason og félagar - og þarna var sá mað- ur, fyrrnefndur Jón frá Rauðsgili í Borgarfirði, sem vissi allt um það hvernig íslensk menning (bókmenntalega séð) hafði geymst í Kaupmannahöfn og ver- ið endurreist þaðan. Á þeim árum sem hér er um fjallað vorum við Ólafur báðir blánkir, ég ef til vill svolítið meira en hann, að minnsta kosti hefur hann talið svo vera, því hann borgaði jafnan fyrir okkur báða, þegar við settumst saman inn á veitingahús. En Ólafur gerði miklu meira fyrir mig, svo sem að koma verkum mínum á framfæri í „Tímariti Máls og menningar", og fleira margt gerði hann mér til framdráttar sem of langt mál yrði að skýra frá í þessum fáu línum, enda verður sú skuld aldrei gold- in hvort sem er. Olafur Jóhann Sigurðsson var mikill alvörumaður og alla tíð einskonar samviska heimsins, það sem mestu rithöfundar heimsins hafa alla tíð verið, Volt- aire og Rousseau, Sartre og Simone de Beauvoir, svo ég nefni höfunda frá Frakklandi, þar sem ég skrifa þessi orð. Hitt hef ég ekki minnst á að Ólafur var um leið einhver mesti húmoristi sem ég hef kynnst, og kemur það að vísu vel fram í mörgum verkum hans í óbundnu máli, ekki síst smásögum hans, en einnig í skáldsögunum. Lengst af þurfti Ólafur að vinna fyrir sér með prófarkalestri og þýðingum til að geta skrifað bækur sínar, því svonefnd lista- mannalaun rýrnuðu á þeim tím- um ár frá ári þangað til þau urðu hlægileg (einsog nú er). Kapp Ólafs og elja við bók- menntastörfin voru meiri en meðalmanns, og grunar mig að oft hafi hann setið við fram á kvöld, meðan heilsan leyfði. Hann kvæntist seint á stríðsár- unum (ef ég man rétt) Önnu Jónsdóttur, ágætri og mikilhæfri konu af þingeyskum ættum. Hún aflaði heimilinu einnig tekna með vinnu sinni og þannig gátu þau hjónin komist sæmilega af í skemmtilegu. íbúðinni í Suður- götu 15 og tekið á móti gestum af rausnarskap og ljúfleika sem aldrei gleymist, og því síður sem ég veit að slíkar gestakomur í hjarta bæjarins munu stundum hafa verið meiri en góðu hófi gegndi. Ólafur og Anna eignuðust tvo syni sem báðir eru vísindalega menntaðir, annar, Jón, í haf- fræði, hinn í kjarnorkuvísindum, Ólafur Jóhann, og hefur hann einnig getið sér orð í ritlist með smásagnasafni. Ég læt hér staðar numið, hefði þurft að skrifa heila bók um Ólaf, ef eitthvert gagn hefði átt að vera í því, bið Önnu, sem svo oft setti mig við veisluborð, að fyrirgefa mér fátækleg orð. París, 3. ágúst 1988. Jón Óskar Hrefna Jóhannsdóttir Hrefna var yngsta dóttir hjón- anna Kristínar Guðnadóttur og Jóhanns Ólafssonar, og óist upp hjá þeim fyrstu æviár sín eða þar til hún missti móður sína barn að aldri, eftir það bjó hún hjá föður og eldri systrum, og tók fljótt æskilegum þroska. Ung að árum fór hún í Hjúkrunarkvenna- skólann, og þar sóttist henni námið vel og að því loknu sótti hún framhaldsmenntun erlendis í skurðstofuhjúkrun sem sérgrein. Síðar aflaði hún sér kennararétt- inda og réttinda til stjórnunar sjúkrahúsa með sérstöku námi. Heim kominn frá námi 1957 hóf hún störf við hjúkrun, fyrst við Landspítalann og síðar við Hrafnistu, og starfaði við hjúkr- unarstörf eftir það nær óslitið til dauðadags. Hún var alls staðar eftirsótt til starfa og kom margt til. Handlægni, þekking, þrek og dugnaður, ásamt framúrskarandi ósérhlífni og hlýju viðmóti. Hrefna giftist Sverri Haralds- syni lækni, og áttu þau þrjú börn, Kristínu, Arnbjörgu og Jóhann. Fœda 31. október 1932 - Dáin Þau eru öll við nám. Sverrir og Hrefna slitu samvistum, er börn- in voru öll ung og ólust börnin upp með móður sinni, . sem reyndist frábær uppalandi og móðir, hún var þeim allt í senn, móðir, félagi, kennari og stuðn- ingsmaður til allra hluta, sem að hennar dómi mátti verða þeim til framtaks og nytja í lífsbaráttunni. Eigi að síður agaði hún þau, en á svo mildan hátt, að þau fundu ekki fyrir þvingun, enda bera börnin uppeldi sínu fagurt vitni, með prúðmannlegri framgöngu, ráðvendni, dugnaði og skyldu- rækni í störfum. Hrefna skildi öðrum betur að böm eigi að alast upp í fögnuði, en þó með ögun. Ég átti því láni að fagna að hafa allmikil kynni við Hrefnu s.l. tvo áratugi, og á ég eingöngu góðar minningar frá þeim tíma, það hýrnaði yfir öllum á heimilinu, þegar von var á Hrefnu, hún sett- ist ekki í kyrrsæti þó hún kæmi. Samstundis var hún komin í þau verk, sem verið var að vinna, eða þörf var að leysa af hendi. Hún ók dráttarvél, sótti kýrnar eða færði til heybagga í hlöðunni ef þörf var á, allt var henni jafn tamt. Atorka hennar var næstum ótrúleg, enda mátti segja að lang- tímum saman ynni hún tveggja eða þriggja manna verk, fullan vinnudag á vinnustað, hélt fjög- 3. ágúst 1988 urra manna heimili án aðstoðar, las og skýrði námsfögin með börnum sínum. Þá fór oft mikill tími í það á kvöldin að undirbúa starf morgundagsins, en síðustu æviár sín var hún hjúkrunarfor- stjóri á Hrafnistu í Reykjavík, og leysti það starf af hendi, sem öll önnur, af stökustu samvi- skusemi. Enda virti stjórn Hrafn- istu það að verðugu, og reyndist henni afburða vel er hún var hel- sjúk orðin í ævilokin. Kært var með Hrefnu og skóla- systrum hennar úr Hjúkrunar- skólanum, og studdi hún þær með ráðum og dáð ef þær þörfn- uðust aðstoðar, enda svöruðu þær drengilega, með því að vera hjá henni og létta lífið á síðustu lífdögum hennar. Þótt Hrefna gengi þreytt til svefns margt kvöldið, og að mikil störf og erfið vandamál til úr- lausnar biðu morgundagsins, þá var hún mikil gæfukona, hún átti góð og glæsileg börn, sem mótuð- ust mjög í þá átt sem henni var að vild, sem allt vildu fyrir hana gera, og léttu henni nú síðast, helsjúkri erfiðleikana með alveg dæmafárri umhyggju. Hún vann sér með verkum sínum ómælt þakklæti allra þeirra sem nutu þeirra, og með háttvfsi, góðvild og prúðu dagfari aflaði hún sér óhvikulla vina, sem virtu hana og dáðu. Nú að leiðarlokum verður vin- um hennar og vandamönnum vandfyllt skarð sem varð við frá- fall hennar, en raunabót er hve endurminningarnar um hana eru góðar. Hrefnu var ljóst nokkru fyrir andlát sitt að hverju stefndi. Én hún hélt óbuguðum sálar- styrk, notaði frestinn sem gafst, bömum sínum til leiðsagnar og ráða, en hún yrði þeim ekki til forsjár lengur. Að leiðarlokum eru mér þakkir í huga til hennar, fyrir góð kynni og velvild mér og mínum til handa. Börnum henn- ar votta ég samúð og á enga ósk betri þeim til handa, en að þau mættu líkjast móður sinni sem mest að göfgi og niannkostum. Olafur Árnason 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.