Þjóðviljinn - 11.08.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.08.1988, Blaðsíða 7
FRÉTTASKYRING Fiskvinnslan Reksturinn hangir á bláþræði Að öllu óbreyttu stefnir ífjöldalokanirfiskvinnslufyrirtœkja í haust. Verðfall á erlendum mörkuðum, gegndarlausar kostnaðarhækkanir innanlands ásamthrikalegumfjármagnskostnaði valdaþar mestu. Krafafiskvinnslunnar er aðþegar verðmyndun innanlands séfrjáls eigi hið sama að gilda um gjaldeyrinn Rekstur fiskvinnslufyrirtækja hangir nú á bláþræði og ljóst að fjöldalokanir eru framundan á næstunni að öllu óbreyttu með tilheyrandi atvinnuleysi hjá fisk- vinnslufólki. Aðalástæðurnar fyrir þessari slæmu stöðu vinnsl- unnar eru einkum þær að miklar verðlækkanir hafa átt sér stað er- lendis og hefur til dæmis pundið af þorskblokk lækkað niður í 1,20-1,25 dollara, en var í rúm- lega 2 dollurum ekki alls fyrir löngu og sér ekki fyrir endann á þeim, samfara aukinni birgða- söfnun á frystum sjávarafurðum. Fjármagnskostnaður er sem snara um háls fyrirtækjanna og herðir alltaf meira að. Á sama tíma er ekkert lát á innlendum kostnaðarhækkunum á meðan að skila til ríkisstjórnarinnar er ekki vitað á þessari stundu, en það þarf ekki mikinn spámann til að geta sér til um að þar verður fyrst og fremst komið sér saman um stóra gengisfellingu, þá þriðju á árinu, niðurskurð í ríkis- fjármálunum, auk tillagna til að stemma stigu við fjármagns- ó- freskjunni margumtöluðu. Síðan er það ríkisstjórnarinnar að láta verkin tala og koma sér saman um nauðsynlegar aðgerðir. Af fréttum að dæma frá stjórnar- heimilinu er ekki von á að stjórn- arflokkarnir komi sér saman um eitt né neitt til bjargar fisk- vinnslufyrirtækjunum, nema þá að fella gengið vegna ósamkomu- lags þeirra í milli um allt milli himins og jarðar. Uggur það steinsnar frá auðug- ustu fiskimiðum. Þá hafa Vest- mannaeyingar byrjað viðræður sín í milli um samruna einstakra frystihúsa þar í bæ til að reyna að gera rekstur húsanna hagicvæm- ari en ella. Eyjólfur Martinsson forstjóri ísfélags Vestmannaeyja sagði við Þjóðviljann að reksturinn væri afar þungur í taumi um þessar mundir og að óbreyttu kæmi það sér ekki á óvart þó einhver hús- anna þar veigri sér við að opna aftur eftir sumarfrí vegna tap- reksturs. Þá hefur Útvegsbank- inn í Eyjum einnig haldið að sér höndum í útlánum til sjávarút- vegsfyrirtækja vegna mikilla skulda þeirra og að ekki séu sjáanleg nein batamerki fram- tekjur fyrirtækjanna minnka sí- fellt. Á sama tíma og þetta hefur verið að gerast hafa stjórnvöld reynt að klóra í bakkann með tveimur gengisfellingum það sem af er árinu og von er á þeirri þriðju áður en langt um ííður. Það er samdóma álit fiskvinnslu- manna að gengisfellingarnar hafi gert sitt gagn en ávinningurinn af þeim hafi fuðrað upp á ör- skömmum tíma í óðaverðbólg- unni innanlands. Þá hefur hátt gengi dollarans einnig orðið til hjálpar í þessari næstum því von- lausri stöðu atvinnugreinarinnar. Til þess að reyna að snúa þess- ari þróun við hafa stjórnvöld gripið til þess ráðs að skipa enn eina nefndina til að gera tillögur til úrbóta í efnahagsmálum sem skipuð er fulltrúm stjórnarflokk- anna og gæðingum þeirra í at- vinnulífinu. Hvaða niðurstöðum efnahagsnefndin kemur til með Sjávarpláss í hœttu Þrátt fyrir að slæm staða fisk- vinnslunnar hafi verið morg- unljós frá ársbyrjun, kom það flatt upp á marga þegar eitt stærsta fiskvinnslufyrirtækið á Suðurnesjum, Meitillinn hf. í Þorlákshöfn sagði upp öllu starfs- fólki sínu um 190 manns fyrr í sumar vegna tapreksturs og glórulausrar framtíðar í rekstri fyrirtækisins. Og ekki minnkaði undrun al- mennings þegar það fréttist að fyrirtæki Einars Guðfinnssonar hf. í Bolungarvík hefði þurft að taka 30 milljón króna lán hjá Byggðastofnun til fjárhagslegar endurskipulagningar á rekstri fyrirtækisins vegna lélegrar lausafjárstöðu. En hingað til hef- ur það verið álitið eitt af traustustu sjávarútvegsfyrirtækj- um landsins, enda anna, Frost, sagði Jón Páll Hall- dórsson framkvæmdastjóri Norðurtangans hf. á ísafirði að starfsgrundvöllur vinnslunnar væri brostinn og að verulegur samdráttur væri framundan. „Það liggur ljóst fyrir að taprekst- ur útflutningsframleiðslunnar verður ekki endalaust fjármagn- aður með auknu lánsfé, jafnvel ekki erlendu, þó að það sé mun hagstæðara. Starfsgrundvöllur útflutningsframleiðslunnar er brostinn, hvort sem mönnum lík- ar betur eða verr," sagði Jón Páll Halldórsson á ísafirði. Hann sagði einnig í áður- nefndu viðtali að á næstu vikum væri óumflýjanlegt að draga sam- an seglin í framleiðslunni, verði ekkert gert til að breyta þeirri stöðu sem nú væri komin upp. „Slíkt ástand mun óhjákvæmi- lega hafa lamandi áhrif á þau framleiðslubyggðalög sem byggja afkomu sína á framleiðslu sjávarafurða og því fylgja ófyrir- sjáanlegar afleiðingar," sagði Jón Páll framkvæmdastjóri Norður- tangans á ísafirði. Hrikalegur fjármagns- kostnaður „Stöðunni hjá okkur verður best lýst með því að við uppgjör fyrstu fimm mánuða þessa árs kom í ljós, að fjármagnskostnað- ur fyrirtækisins er sá sami á þessu tímabili og hann var allt árið í fyrra, þrátt fyrir óverulega aukningu á skuldum. Heildar- reksturinn skilaði á þessum tíma 5-6% minna upp í afskriftir og undan í rekstrinum, þó ekki hafi enn verið lokað fyrir alla fyrir- greiðslu til fyrirtækjanna af hálfu bankans. Grundvöll- urinn brostinn Formaður stjórnar Sambands- frystihúsanna Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar hf. á Húsavík sagði við Þjóðvilj- ann að ef ekki komi til virkra aðgerða af hálfu stjórn- valda hið fyrsta, séu upp- sagnirnar hjá Meitlinum aðeins báran á undan öldunni sem muni skola frystihúsum landsins upp á sker með haustinu. Tryggvi var ómyrkur í máli um stöðuna og sagði að menn bæru kvíðboga fyrir haustinu, sem ávallt væri erfiður rekstrartími vegna stop- ulla gæfta og afla. í nýlegu viðtali við fréttabréf Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- fjármagnskostnað, heldur en 1987, og fer það hlutfall hratt lækkandi þrátt fyrir sambæri- legan rekstur", sagði Róbert Guðfinnsson framkvæmdastjóri hjá Þormóði ramma hf. á Siglu- firði við fréttabréf SH. Hjá fyrir- tækinu vinna um 220 manns til sjós og lands. Róbert er ekkert að skafa af hlutunum þegar hann er spurður um orsakirnar fyrir þessu ástandi: „Fyrst og fremst gegnd- arlausar verðlækkanir erlendis, samhliða algjöru aðgerðarleysi stjórnvalda innanlands." Róbert tekur undir það sem stjórn Sambandsfrystihúsanna samþykkti á aðalfundi sínum fyrr í vor að þegar frjáls verðmyndun sé á verðlagi innanlands hljóti krafa útflutningsatvinnuveganna vera að hið sama gildi um gjald- eyrinn; að hann verði seldur á því verði sem kostar að framleiða hann, en ekki að stjórnvöld geti stýrt verðmyndun gjaldeyrisins og þannig ráðskast með tekjur út- flutningsatvinnuveganna. í dag eru raunvextir af afurða- lánum til fiskvinnslunnar um 9% en í stöðunni í dag treystir hún sér ekki að greiða hærri raunvexti af þessum lánum en um 2-4%. Framkvæmdastjóri Fiskvinnsl- unnar hf. á Seyðisfirði, Adolf Guðmundsson, sagði í fréttabréfi SH að það vanti pólitískt þrek af hálfu stjórnvalda til aðgerða. Hann sagði að enginn rekstur gæri staðið undir því til langframa að fjármagna 50% refsivexti. „Ekkert fyrirtæki getur til lengd- ar borgað jafnmikið í fjármagns- /kostnað og laun," sagði Adolf Guðmundsson á Seyðisfirði. -grh DAGVIST BARIVA VESTURBÆR Dagheimilið Hagaborg — Fornhaga 8 Óskar að ráða 2 deildarfóstrur og aðstoðar- fólk til starfa frá 1. september eða eftir sam- komulagi. Upplýsingar gefur Guðrún forstöðumadur í síma 10268 eða á staðnum. Fimmtudagur 11. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.