Þjóðviljinn - 11.08.1988, Page 10

Þjóðviljinn - 11.08.1988, Page 10
FLÖAMARKAÐURINN Tröppur yfir girðingar til sölu. Uppl. í síma 91-40379. Ford Escort GL 1300 Fallegur, vel útlítandi Ford Escort GL 1300 árg. ’83 til sölu. Ekinn 52.000 km. Ný sumardekk og ágæt nýleg vetrardekk fylgja. Útvarp. Bíll í toppstandi. Verðtilboð. Upplýsing- ar í síma 681310 eða 681331 á daginn. Húsnæðl óskast Ung og reglusöm snyrtileg og reyk- laus hjón með 2 börn, 8 og 11 ára, óska eftir að taka á leigu 4-5 her- bergja íbúð frá 1. okt. n.k. Upplýs- ingar í síma 16249 á kvöldin og 11640 á daginn. Margrét. Ritvél óskast Óskum eftir að kaupa góða en ódýra rafmagnsritvél. Hringið í síma 681310 eða 681331 á daginn. Hraðsuðuketill Óskum eftir að fá nothæfan hrað- suðuketil gefins eða mjög ódýrt. Upplýsingar í síma 681331 eða 681310. Viltu fara til Spánar (Barcelona)? Ég er með húsnæði í Barcelona í skiptum fyrir húsnæði á íslandi eða upp í leigu. Má vera hjá fjölskyldu- fólki. Heppilegt fyrir fólk sem vill læra spænsku. Ég heiti Jordi og er að læra jarðfræði við Háskóla (s- lands. Get kennt spænsku ef fólk vill. Upplýsingar í síma 625308 eftir kl. 21.00. Tanzaníukaffi Gefist áskrifendur að Tanzaníukaff- inu í síma 621309 þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13-22. Áskrif- endur geta sótt kaffið á sama tíma. Ódýr Skoda-vél til sölu Vil selja vél í góðu lagi í Skoda 120 árgerð ’82, keyrð 40.000 km. Vil einnig selja ýmsa aðra hluti í sama bíl s.s. bretti, hurðir, sæti, húdd, rúður, dekk á felgum og fleira. Upp- lýsingar í síma 91-43452 eftir kl. 17.00. Tak eftir Ef þú átt í fórum þínum gamla sendibifreið sem þú vilt endilega losna við hið fyrsta fyrir lítið sem ekkert þá hafið samband. Bifreiðin má vera vélarlaus. Ég bíð við símann sem hefur númerið 672378. Sigurbjörn. Til sölu ódýrt 24 tommu kvenreiðhjól BMX, pela- hitari, Cindigo barnabílstóll, ’stóll, grillofn, sýningartjald og Mother- care kerra. Sími 667387 eða 666980. Fataskápur fæst gefins Upplýsingar í síma 16059 eða 17639. Til sölu vegna brottflutnings Atari ST1040, sv./hv. skjár og Steinberger músikforrit. Yamaha FB01 „sound“banki, Epson LX-86 prentari með „tractor”, Peavey TKO-65 bassamagnari, Fender jazzbassi, Shure SM-58 míkrófónn, „byssu“Shure, Electric Mistress Flanger, míkrófónstatív, Fender Strat '64, Martin D-35, Schaller pick-up, Yamaha G5 gítarmagnari, spænskur linguaphone, Panasonic NV-G10 vídeótæki, Sohlmans musikleksikon. Upplýsingar í síma 37766 eða 74147. Athugið! Erum að byrja að búa og vantar ísskáp, eldhúsborð og stóla. Upp- lýsingar í síma 74335 eftir kl. 16.00. Rúm til sölu Til sölu nýlegt IKEA rúm, Grav, svart 1,20x2 m. Kostar nýtt 30.500 kr, fæst á 15.000 stgr. Upplýsingar í síma 45228. Tvær nýlegar svampdýnur úr hjónarúmi, 70x1,98 m hvor, til sölu (frá Pétri Snæland). Upplýs- ingar í síma 38984. Til sölu Nýtt, ónotað Goldstar vídeótæki. Verð kr. 24.000 kr. stgr. Upplýsing- ar í síma 24329. Óska eftlr léttum, nettum sófa og/eða hæg- indastólum á vægast sagt vægu verði. Má þarfnast lagfæringa. Upplýsingar í síma 26128 eftir kl. 19.30. Húsnæði óskast Par með 3 mánaða gamalt barn óskar eftir lítilli íbúð í 6 mánuði. Upplýsingar í síma 50678. Merkilegur svalavagn og ómerkilegt burðarrúm fæst næstum því gefins. Upplýsingar í síma 18959. Rafmagnsritvél óskast til kaups. Sími 671887. Óskast - til söiu Óska eftir mjög ódýru sófasetti eða gefins. Einnig sæmilegum kæli- skáp. Á sama stað er til sölu Dai- hatsu Charade, 3ja dyra, árgerð '80, skoðaður ’88. Verð kr. 60.000. Tek við ódýrum bíl uppí. Sími 45196. Bíll á 10.000 kr. Trabant árgerð ’82, ekinn 26 þús. km til sölu. Þarfnast viðgerðar á bremsum. Er á vetrardekkjum. Upplýsingar í síma 29562. I Datsun Cherry óskast vatnskassi, húdd oq qrill. Sími 83924. Til sölu - gefins Gamalt hjónarúm og náttborð úr eik til sölu ódýrt. Tvö sv./hv. sjónvörp fást gefins. Upplýsingar í síma 33354 og 42139. Hátíð Nemendamót í Haukadal í tilefni af því að nýlega eru liðin 60 ár frá því að íþróttaskóli Sigurðar Greipssonar í Haukadal tók til starfa, hefur verið ákveðið að halda nemendamót í Hauka- dal sunnudaginn 21. ágúst n.k. Ætlast er til að sem flestir nem- endur skólans, kennarar og starfsfólk komi að Haukadal þennan dag og taki þátt í mótinu og er þeim frjálst að taka með sér gesti. Fyrirhugað er að mæta inní Haukadalsskógi, við minnis- varða Sigurðar Greipssonar, kl. 14 nefndan dag. Þar verður stutt athöfn til minningar um Sigurð Greipsson skólastjóra. - Að þvf loknu verður haldið í Hótel Geysi og sest að kaffiborði. Þar verður dagskrá fram haldið og m.a. rifj- aðar upp minningar frá skólaár- unum í Haukadal. Þátttökutilk- ynningar og upplýsingar í síma 98-68915, Hótel Geysir. Norræna húsið Torfbæir og gömul hús í „Opnu húsi“ í Norræna hús- inu fimmtudagskvöldið 11. ágúst kl. 20.30 heldur Þór Magnússon þjóðminjavörður fyrirlestur um torfbæi og gömul hús í eigu Þjóðminjasafnsins og sýnir lit- skyggnur. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku. Eftir kaffihlé verður sýnd kvikmyndin „Sveitin milli sanda" með norsku tali. Þetta er næstsíðasta Opna hús á þessu sumri, en fimmtudaginn 18. ágúst mun Helga Jóhanns- dóttir þjóðlagasafnari tala um ís- lensk þjóðlög og leika tóndæmi. í anddyri hússins stendur nú yfir sýning á íslenskum steinum og í sýningarsal er sýning á lands- lagsmálverkum eftir Jón Stefáns- son. Bókasafnið og kaffistofan verða opin til kl. 22.00. f bóka- safni liggja frammi bækur um ís- land og íslenskar hljómplötur. Aðgangur er ókeypis. Verslun Eldhús og bað Föstudaginn 12. ágúst verður opnuð ný verslun að Faxafeni 5 í Skeifunni. Verslun þessi heitir Eldhús og bað. Eins og nafnið ber með sér verður boðið upp á varning fyrir eldhús og baðherbergi. Eldhús og bað verður eina verslunin á Islandi þar sem unnt verður að fá á einum stað allt sem til þarf í þessi tvö herbergi, allt frá minnstu smávöru upp í heilar innréttingar. Verslun þessi verður meðal annars með íslenskar innrétting- ar frá Ármannsfelli hf. Jafnframt verður verslunin með Poggenpohl-innréttingar í eldhús og baðherbergi en þessar innrétt- ingar eru vestur-þýsk hönnun og hafa vakið mikla athygii víða um heim. Framkvæmdastjóri Eldhúss og baðs hf. er F. Gunnar Árnason. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Bíll til sölu Til sölu Daihatsu Charmant 1977. Verð kr. 10.000. Vetrardekk fylgja. Upplýsingar í síma 36832. Flöskusafnarar Gamlar áfengisflöskur (með tígul- laga verðmiðum) og meðalaglös fást fyrir lítið. Upplýsingar í síma 13490. Til sölu er alveg ný og ónotuð hljómflutn- ingssamstæða TEC 2344, með út- varpi, tvöföldu segulbandi og plötu- spilara. Upplýsingar ( síma 38587. Myntsafnarar Gömul mynt til sölu. Upplýsingar í síma 681455. 2 Lödur ’78 og ’79 á spottprís. Ógangfærar en geta hentað laghentum í varahluti. Upp- lýsingar í síma 688575. Stór íbúð óskast Óskum eftir 4-6 herbergja íbúð, raðhúsi eða einbýlishúsi til leigu. Til greina gætu komið leiguskipti á 3ja herb. íbúð. Vinsamlegast hringið f síma 30704. Skoðaður '88 Til sölu Daihatsu, árgerð 1979, í góðu lagi. Staðgreiðsluverð kr. 40 þús. Uppl. í síma 16816. Bíll á vergangi - bill óskast Oska eftir að kaupa notaðan bíl, skoðaðan eða í skoðunarástandi. Staðgreitt eða tvískiptar greiðslur. Verðhugmynd: Hleypur á tugþús- undum. Sími 13846 eftir kl. 17.00 Til sölu 100 lítra rafmagnssuðupottur. Góð- ur í sláturtíðinni. Einnig rafmagns- ofn (veggofn) og þríhjól. Upplýsing- ar í síma 51643 í hádeginu og á kvöldin. Til sölu vel með farin Rafha eldavél. Verð kr. 7.000. Upplýsingar í síma 36299. Óska eftir að kaupa barnavagn og barnarúm. Upplýs- ingar í síma 31569. Ungan, reglusaman mann vantar einstaklings- eða 2ja her- bergja íbúð, helst í vestur- eða mið- bæ. Upplýsingar í síma 11425 eftir kl. 18.00. Húsnæði í boði Vantar meðleigjanda að góðri 3ja herbergja íbúð. Upplýsingar gefur Berglind í síma 39536. A lafrj Útboð Stjórn verkamannabústaöa í Kópavogi óskar eftir tilboöum í jarövinnu (grunnar) við fjölbýlishúsin Hlíðarhjalla 63-73. Útboösgögn veröa afhent á Verkfræðistofu Guð- mundar Magnússonar, Hamraborg 7, Kópavogi, 3ju hæö, gegn skilatryggingu föstudaginn 19. ágúst 1988 kl. 15.00. / Verkfræöistofa w\MPn / GuÖmundar Magnússonar WMMKMMMMMMMMm j Várkfræöirábgjafar FRV. Hamraborg 7,200 Kópavogi. S. (91) 42200. A Útboð Stjórn verkamannabústaða í Kópavogi óskar eftir tilboöum í lóðarfrágang (malbikun, hleöslur, tún- þökur og hellulögn) við fjölbýlishúsin Hlíöarhjalla 51-61. Útboðsgögn veröa afhent á verkfræöistofu Guö- mundar Magnússonar, Hamraborg 7, Kópavogi, 3ju hæö, gegn skilatryggingu föstudaginn 19. ágúst 1988 kl. 15.00. ijRn/ VerkfræÓistofa W%JUwB GuÖmundarMagnússonar ■■■■■■^j Verkfræóiráógjafar FR V. Hamraborg 7. ZOOKópavogi. S. (91)42200. 4LÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Selfossi og nágrenni Fjölskylduferð í Galtalækjarskóg Alþýðubandalagið á Selfossi og nágrenni efnirtil fjölskylduferðar í Galtalækjar- skóg sunnudaginn 14. ágúst nk. Þar verður slegið upp grillveislu og síðan ekið í Þjórsárdal með viðkomu í Sögualdarbænum á Stöng. Einnig verður svipast eftir berjum. Gert er ráð fyrir því að hver komi með sinn mat til að grilla. Lagt verður af stað frá Kirkjuvegi 7 kl. 10 f.h. og er fargjaldið krónur 300 fyrir manninn. Þátttaka tilkynnist hjá Sirrý í síma 21319, hjá Unnari í síma 22554 og Kollu í síma 21714. Drífið ykkur með. Allir félagar og stuðningsmenn velkomnir. Ferðanefnd AB á Selfossi. Alþýðubandalagið á Vestfjörðum Almennir stjórnmálafundir Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Flateyri 11. ágúst nk. kl. 21. Á fundinum verður rætt um stjórn- málaástandið og stöðu fjórðungsins. Ræðumenn verða þeir Kristinn H. Gunnarsson bæjarfulltrúi í Bolungar- vík og Svavar Gestsson alþingismað- ur. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið AB-félagar um allt land Úrvals saltfiskur frá Grundarfirði Félagar í AB-félaginu í Grundarfirði hafa að undanförnu stundað hand- færaveiðar til fjáröflunar vegna húsa- kaupa félagsins. Aflinn hefur verið verkaður í salt og bjóða Grundfirðingar nú til sölu úrvals saltfiskflök á aðeins 350 kr. hvert kg.. Hverri pöntun fylgir tillaga að matr- eiðslu eftir Rúnar Marvinsson mat- argerðarmann. Hafir þú áhuga á að eiga viðskipti við okkur, vinsamlegast hringið í síma 91-15530 eða 93- 86715 á kvöldin og gerið pantanir. Fulltrúar frá félaginu afhenda pantan- ir á Óðinsgötu 6 Rvík laugardaginn 13. ágúst n.k. frá kl. 13-16 eða eftir nánara samkomulagi. Æskulýðsfylkingin Úthafsrækja á úrvalsverði Erum að selja úthafsrækju, stóra og girnilega. Frábært verð. Sendum heim. Upplýsingar í síma 17500 á skrifstofutíma. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagslns Kristinn H. Gunnarsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.