Þjóðviljinn - 11.08.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.08.1988, Blaðsíða 11
I kvöld Mjólkurbikarkeppnin, undanúrslit kl. 19.00 Víkingur-Valur kl. 19.00 Leiftur-ÍBK IÞROTTIR Golf Með og án forgjafar Golfklúbbur Selfoss stendur fyrir goífmóti um næstu helgi. Nefnist það Opna Hitachi mótið og er leikið á Svarfhólsvelli við Selfoss. Leikurinn verður 18 holu höggleikur með og án forgjafar og eru glæsileg verðlaun í boði fyrir að fara holu í höggi. Keppendur geta pantað rás- tíma í síma 98-22417 og fást þar einnig allar nánari upplýsingar. -þóm Fótbolti Skaginn mætir Val Sigraði Stjörnuna 2-1 Skagastúlkur mæta Val í úr- slitum bikarkeppninnar og er þetta í fjórða skipti á fimm árum sem liðin eigast við í úrslitunum. Stjörnustúlkur náðu ekki að sýna sitt rétta andlit í leiknum á meðan Skaginn lék einn sinn besta leik í sumar og sigurinn var því verð- skuldaður. Skaginn haföi sumsé öll völd á vellinum til aö byrja með og upp úr miðjum fyrri hálfleik náði Ásta B. Gunnlaugsdóttir að skora fyrsta mark leiksins. Mark- ið skoraði hún með glæsilegum skallaeftirfyrirgjöf fráfrisi. Ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik en á 15. mínútu síðari hálfleiks bætti Ásta öðru marki við. Halldóra Gylfadóttir sendi boltann inn í teig til Ástu sem fékk nógan tíma til athafna, sneri sér í hring og skoraði með góðu skoti. Þegar um 15 mínútur voru til leiksloka náði Stjarnan að minnka muninn og skoraði Guð- rún Vala Ásgeirsdóttir markið með skoti utan vítateigs. Eftir markið sóttu Stjörnustúlkur í sig veðrið en náðu þó ekki að jafna metin og því var sanngjarn Skagasigur í höfn. Valur og í A leika til úrslita um bikarinn 21. ágúst. -þóm Júlíus Jónasson sannaði ágæti sitt í leiknum gegn Frökkum í gær með því að skora sex mörk. Handbolti Hlutu uppreisn æru íslendingar sigruðu íseinni leiknum gegn Frökkum með þremur mörkum, 26-23 Það var allt annað að sjá til íslenska landsliðsins í síðari vin- áttulandsleiknum við Frakka heldur en þeim fyrri. Nú var sig- urvujinn fyrir hendi enda gengur ekkert án hans. Enda þótt fyrri hálfleikur væri jafn og tvísýnn komu strákarnir ákveðnir til síðari hálfleiks og náðu öruggri forystu þegar á leið. Síðan var þetta aðeins spurning um lokat- ölur en þær urðu 26-23. Leikurinn mjög jafn framan af þó að íslendingar hefðu ávallt frumkvæðið. Frakkar náðu hins vegar að komast yfir 5-7 og runnu tvær grímur á íslenska áhorfend- ur. En sérlega góð markvarsla Guðmundar Hrafnkelssonar kom í veg fyrir breiðara bil og leikurinn var jafn allt til leikhlés, en þá var staðan jöfn 12-12. Á þessum tíma hafði franski mark- vörðurinn verið íslendingum sér- lega erfiður en það átti eftir að lagast. Kristján Arason hóf síðari hálfleik með marki en Frakkar svöruðu jafnharðan. Síðan var jafnt á öllum tölum þar til staðan var 15-15 er góður leikkafli kom hjá fslendingum. Þeir breyttu stöðunni í 18-15 og skoraði Krist- ján einmitt tvö síðustu mörkin. Frakkar klóruðu í bakkann en náðu íslendingum aldrei. Minnst var bilið tvö mörk, 22-20, 23-21 og 24-22, en íslendingar gerðu út um leikinn með tveimur mörk- um, 26-22 þegar ein og hálf mín- úta var eftir og leikurinn unninn. Frakkar áttu síðan síðasta orðið rétt fyrir leikslok. Sigur íslendinga var fyllilega verðskuldaður enda eiga þeir ekki að vera í vandræðum með þetta franska lið. Tapið í fyrri leiknum er kannski skiljanlegt því þeir eru vafalaust orðnir mjög þreyttir eftir geysilega stífa törn. Það sem helst stóð í vegi fyrir íslendingum í leiknum í gær var markvörður Frakka en Guð- mundur átti einnig góðan leik í íslenska markinu. Nú gengu víta- köstin ágætlega og Kristján Ara- son og Þorgils Óttar Mathiesen sýndu sínar réttu hliðar. Þá átti Júlíus Jónasson góðan leik og skoraði 6 mörk. Mörk íslands: Júlíus Jónasson 6, Kristján Arason 6/2, Þorgils Óttar Mathiesen 5, Bjarki Sig- urðsson 4, Jakob Sigurðsson 2, Sigurður Gunnarsson 2, Geir Sveinsson 1. -þóm Karfa Pétur og Pálmar Körfuboltaskóli Hauka í nœstu viku Körfukuattleiksdeild Hauka verður með körfuboltaskóla fyrir drengi og stúlkur dagana 15.-20. ágúst. Farið verður í helstu undirstöðuatriði körfuknatt- leiksins og leikið á „minni körfu". Auk þess verður boðið upp á körfuknattleiksmyndir af mynd- böndum og þekktir leikmenn og þjálfarar koma í heimsókn, s.s. Pétur Guðmundsson, atvinnu- maður, og Pálmar Sigurðsson. Námskeiðinu er skipt í fjóra hópa og verður sem hér segir: 1. hópur (7,8 og 9 ára drengir) kl. 9.00-10.30 2. hópur (11 ára og yngri stúlkur) kl. 10.30-12.00 3. hópur (10 og 11 ára drengir) kl. 13.00-14.30 4. hópur (12,13 og 14 ára) kl. 14.30-16.00 Kennsla fer fram í íþróttahúsi Hauka og hefst mánudaginn 15. ágúst. Þá verður einnig innritað en námskeiðinu lýkur laugardag- inn 20. ágúst með móti fyrir þátt- takendur o.fl. Kennari er Ingvar 5. Jónsson íþróttakennari og þjálfari. -þóm Frjálsar UMSE stigi frá 1. deild UMSKog USAHuppíl. deild. UMSSog USÚÍ2. deildí stað HSH og UMFK Keppni í 2. og 3. deild bikar- keppni Frjálsíþróttasambandsins lauk um helgina og því Ijóst hvaða félög flytjast milli deilda. í 2. deild var keppni gífulega jöfn og spennandi og áttu fjögur lið jafna möguleika á sigri. Svo fór að UMSK sigraði með 135,5 stig en USAH varð í öðru sæti með 131,5 stig. Þau keppa því í 1. deild að ári en HSH og UMFK falla í 3. deild. Lokastaðan í 2. deild varð ann- ars þessi: 1.UMSK....................135,5stig 2.USAH ....................131.5 stig 3.UMSE.......................130stig 4. Ármann.....................129 stig 5.HSH.......................102,5 stig 6.UMFK......................81,5 stig Keppnin í 3. deild, sem haldin var í Vík, var ekki eins spennandi en þó var tvísýnt um annað sætið. UMSS sigraði í keppninni með 136 stig en USÚ varð í öðru sæti með 104,5 stig, aðeins fimm stig- um á undan USVS. UMSS og USÚ flytjast því upp í 2. deild í stað HSH og UMFK eins og áður sagði. Lokastaða í 3. deild varð þann- ig: 1.UMSS.......................136 stig 2.USÚ.......................104,5stig 3.USVS.......................99,5 stig 4.UDN............................92stig 5.HSS.........................90,5 stig 6.HSÞ............................83stig 7.UNÞ.........................56,5 stig 8.HHF............................40stig -þóm Fimmtudagur 11. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.