Þjóðviljinn - 11.08.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 11.08.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR Burma Atökum allt land Barist Í21'borgum og bœjumþriðja daginn í röð. Uppreisnarmenn leggja hald á vopn. Skotið á hjúkrunarfólk og lögregluþjónar gerðir höfðinu styttri Ævareiðir og glorsoltnir flykktust Burmabúar út á götur og torg í gær. Þriðja daginn í röð virtu hundruð þúsunda manna herlög ráðamanna að vet- tugi og buðu þeim og böðiuin þeirra byrginn. I hörðum átökum almennings og „öryggissveita" einræðisstjórnarinnar féllu fjöl- margir úr hvorri tveggja fylking- unni. Ríkisútvarpið í Rangoon greindi frá því að hermenn hefðu eigi sjaldnar en 15 sinnum skotið á hópa mótmælenda í höfuðborg- inni. í einu tilviki hefðu þeir skotið á hóp hjúkrunarfólks á sjúkrahúsi einu. í öðrum borg- arhluta hefðu upphlaupsmenn gert þrjá „öryggisliða" höfðinu styttri. Erlendir sendiráðsmenn í Rangoon sögðu mótmælendur hafa tekið lögreglustöðvar her- skildi og lagt hald á vopnabirgðir. „Þeir náðu byssum af lögregl- unni. Þeir eru vopnaðir nú," sagði einn þeirra, vitaskuld nafn- laus heimildamaður. En þorri andófsmanna gekk óvopnaður á hólm við vopna- sveitir ráðamanna. Þeir gengu hópum saman, tvær til þrjár þús- undir manna í hóp, undir svört- um og hvítum fánum. „Öryggis- sveitir" lögðu til atlögu og sundr- uðu hópunum en hörfuðu síðan til baka. Þá hópuðust mótmæl- endur saman á ný. Sumir tóku hressilega á móti hermönnum og stökktu þeim á flótta. Ríkisútvarpið skýrði frá róst- um í 26 bæjum og borgum auk Rangoon. Alls hefðu 33 menn látið lífið víðsvegar um landið en 59 særst í átökunum. Þulurinn kvað „skrílinn" hafa gerst sekan um margvísleg „glæpaverk". Hann hefði rifið upp járn- brautarteina, lagt eld að bæki- stöðvum lögreglu og bensín- stöðvum, bifreiðum og opinber- um byggingum. Ennfremur hefði hópur „glæpamanna" höggvið Fjórir búddamunkar gera bænir sínar í Shwe Dagon pagóðunni í Rangoon. Á innfelldu myndinni er höfuðpaur einræðisstjórnarinnar, Sein Lwin. höfuðin af þrem lögreglu- mönnum, einum liðþjálfa og tveim undirforingjum. Tveir aðr- ir lögregluþjónar hefðu orðið sama „skrílnum" að bráð. Sendiráðsmenn sögðu að her- menn hefðu rekið flótta mótmæl- enda inní aðalsjúkrahúsið í Rangoon og skotið á hjúkrunar- fólk. Útvarpsþulur staðfesti þetta en sagði dátana hafa verið að fylgja særðum félögum sínum á sjúkrahúsið og átt í vök að verjast fyrir ásókn „skrflsins". Þrír hjúkrunarfræðingar, einn karl og tvær konur, hefðu særst. Burmabúar hafa orð á sér fyrir að vera alla jafna hið mesta frið- semdarfólk. Þeir eru 38 miljónir talsins og hafa sýnt núverandi valdhöfum mikið langlundargeð en þeir hafa setið við stjórnvölinn í 26 ár. Þótt Burmasé gjöfult land frá náttúrinnar hendi er það í hópi hinna fátækustu í heimin- um. Höfuðorsök þessa er ömur- legt stjórnarfar, mikil spilling, gerræði og óstjórn efnahagsmála. Nú er svo komið að mikill skortur er á aðalfæðu landsmanna, hrís- grjónum, og þau sem fást eru á verði sem almúganum er ofviða að greiða. Þegar hungrið bættist við ófrelsið brast stíflan og fólkið tók til sinna ráða. Reuter/-ks. ítalía Her til höfuðs bandíttum Tékkóslóvakía Enn veist að Dubcek En skyldi Gorbatsjov eiga sneiðina? JkB álgagn tékkneska kommún- istaflokksins veittist harka- lega að Alexander Dubcek í gær, leiðtoga flokksins á tímum „vors- íns í Prag" fyrir réttum 20 áriim. Var lioniun borið á brýn að fara með staðlausa stafi og leika tveim skjðldum eftir að hafa látið í Ijós velþóknun sína á „glasnosti" Mik- hafls Gorbatsjovs í Kreml. Tékkneskir flokksbroddar eiga nú við mikinn tilvistarvanda að glíma eftir að hafa glatað upp- runa sínum og rótfestu. Þeir þjónuðu Leóníd Brésnev dyggi- lega um 14 ára skeið en þá var skyndilega söðlað svo rækilega um í Moskvu að það sem hingað- til hafði prýtt góðan „félaga" varð nú hinn argasti ljóður á ráði hans. Brátt varð uppvíst að hinn nýi bóndi í Kreml var ekki allskostar ánægður með gamla jarðyrkjend- ur á hjáleigum vestan höfuðbóls- ins. Og það sem verra var; gamall syndaselur sætti færi og skreið fram úr fylgsni sínu. Alexander Dubcek kvaddi sér semsagt hljóðs og hóf mál sitt á því að hrósa Gorbatsjov í hástert „enda er hann að brydda uppá ýmsu því er ég reyndi að framkvæma fyrir tveim tugum ára." Illt var og vont að snapa gams úr lófa vanþakklátra Kremlverja en þó kastaði fyrst tólfunum þeg- ar forverinn fór að eigna sér „lín- una frá Moskvu". Enn á ný var lúin og margúrsérbrennd áróð- ursmaskínan sett í gang og síðan hefur Dubcek þrásinnis verið út- hrópaður í Rude Pravo. Rætnar tungur herma að hann sé eins- konar blórabarn eða staðgengill Gorbatsjovs sem í raun eigi sneiðarnar. Sú var tíð að Sovét- menn létu skammir dynja á Al- bönum en áttu ætíð við Kínverja. „Hvernig getur maður sem á auvirðilegan hátt sveik Kom- múnistaflokkinn, rak rýting í bak félaga sem um langt árabil höfðu unnið sérlega óeigingjarnt starf, blekkti uppúr skónum þjóð sem treysti honum og hrækti á útrétt- ar hjálparhendur bandamanna, hvernig getur slíkur maður þóst styðja glasnost?" f fyrra mánuði ræddi Dubcek við fréttamann austurríska sjón- varpsins og þá fórust honum orð á þessa leið: „Ég hygg að breytingar svipaðar þeim sem nú eiga sér stað í Sovétríkjunum myndu láta gott af sér leiða hér heima...en því miður gerist þetta 20 árum of seint, 20 ár hafa farið í suginn. Reuter/-ks. Varnarmálaráðherra ítalíu greindi frá því í gær að innan skamms yrði hersveit send til As- promontefjalia í því augnamiði að liðsinna lögreglusveitum við upprætingu bandíttagrena. FjöU þessi liggja syðst á stígvélatánni og þar eru bófaflokkar ríki í rík- inu. Ráðherrann, Valeríó Zanone að nafni, sagði að tvö þúsund her- menn héldu von bráðar suður og þótt þeir tækju ekki bcinan þátt í lögregluaðgerðum fyrst í stað myndi nær-vera þeirra hafa heilla- vænleg fælingaráhrif í „félags- legri lækningu héraðsins." Fjölmargir valinkunnir ítalir hafa að undanförnu krafist þess að herinn léti til sín taka í As- promonte. Fyrir því eru tvennar orsakir. í fyrsta lagi hefur lög- reglunni aldrei orðið neitt ágengt í baráttunni við bandíttana. Og í öðru lagi hafa þeir fært sig allí- skyggilega uppá skaftið að und- anförnu. í fyrri viku rændi ein glæpaklíkan þekktum kaup- manni í Napólí og flutti hann uppí einhvern felustað í fjöllunum. Þá voru tveir dagar liðnir frá því annar bandingjahópur lét lausan dreng á níunda aldursári sem verið hafði í haldi hans í 17 mánuði. Einhversstaðar í Aspro- montefjöllum. Lausn drengs þessa vakti sérstaka athygli á ítal- íu vegna þess hve illa hann var leikinn af glæpahyskinu. Hafði hann verið hlekkjaður á fótum allan tímann og var svo illa farinn af sárum að hann gat ekki gengið. Um sama leyti og Zanone greindi frá herflutningunum sór Domenico Sica embættiseið í Róm sem „umboðsmaður ríkis- ins í baráttunni við Mafíuna." Að sögn fær Sica meiri völd en for- verar hans í embætti, til að mynda hefur hann eigin leyni- þjónustu til umráða. Ekki mun af veita því glæpasamtökin láta æ lágra mafíósa meir til sín taka á ítalíu og er ekki svifum þeirra. að sjá að fangelsun 340 hárra og hafi hamlað um- Rcutcr/-ks. Indland Mannrettindum abotavant Fimmtudagur 11. ágúst 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍDA 13 Síðastliðið ár hafa þúsundir manna verið teknir af lífi án dóms og laga á Indlandi. Enn- fremur er það mjög algengt að menn séu handteknir fyrir pólit- ískar „sakir" og sæti pyndingum í fangavistinni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu mannréttindasam- takanna góðkunnu, Amnesty Int- ernational. Skýrslan fjallar um mannrétt- indabrot og gerræði ráðamanna á Indlandi frá því í ágústmánuði í fyrra fram að síðustu mánaða- mótum. Eru nefnd mýmörg dæmi fyrir því að ástandið versni jafnt og þétt. Orsök þessarar öfugþró- unar sé sú að dregið hafi verið úr lagavernd sakborninga og að lögreglu- og öryggissveitir ríkis- ins hafi frjálsari hendur en fyrrum í „baráttunni við hryðju- verkamenn". í skýrslunni stendur: „Mikil hætta er á því að saklaust fólk verði fyrir barðinu á öryggissveit- um sem túlki að eigin vild laga- ákvæði sem heimila þeim að handtaka fólk og halda því á bak við lás og slá og jafnvel skjóta það ef „brýna nauðsyn ber til". Amnesty heitir á Indlands- stjórn að bæta sitt ráð, leggja dauðarefsingu fyrir róða, slá skjaldborg um sakborninga og síðast en ekki síst að skipa nefnd til þess að fara ofaní saumana á aðdróttunum um morð í fanga- klefum, gerræðislegar handtökur manna og misþyrmingar á þeim. Reuter/-ks. Afganistan Enn falla Sovétmenn Uppreisnarmenn skutu 13 eldflaugum Kabúl ígær Eiun maður fórst og þrír slös- uðust í eldflaugaárásum upp- reisnarmanna á Kabúl, höfuð- borg Afganistans, í gær. Sovéska fréttastofan Tass skýrði frá því að 13 flaugar hefðu sprungið í borg- inni og valdið allnokkru tjóni á niannvirkjuin. Málgagn sovéska kommúnista- flokksins, Pravda, greindi frá því í forsíðufrétt í gær að sovéskir hermenn hefðu orðið fyrir árás- um á norðurleið sinni frá borg- inni Kandahar í suðurhluta Af- ganistans. Þrír hefðu látið lífið og sex særst í árásum þessum í fyrra- dag og á mánudaginn. Reuter/-ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.