Þjóðviljinn - 11.08.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 11.08.1988, Blaðsíða 14
Heggursá... Venjan hefur verið sú, að Bún- aðarfélag íslands, - og þá raun- verulegafyrir hönd ríkisins- hef- ur látið af hendi rakna lítilsháttar fjárhæð til að verðlauna þau kyn- botahross, sem best haf a talist hverju sinni á lands- og fjóröung s- mótum hestamannafélaganna. Hér hef ur þó naumast verið um umtalsverðar fjárhæðir að ræða, en þær hafa samt verið vottur um skilning ráðamanna á þýðingu þess starfs, sem hrossaræktar- menn hafa unnið undanfarna áratugi, enda ber að veita þessa viðurkenningu samkvæmt gild- andi búfjárræktarlögum. Nú brá hinsvegar svo við, að á nýafstöðnu fjórðungamóti á Kaldármelum kom engin króna úr þessari átt. Um þetta segir svo ínýútkomnum Eiðfaxa: - Hann var þungur tónninn í Þorkeli Bjarnasyni, hrossarækt- arráðunaut ríkisins, þegarhann tilkynnti þetta í hljóðnemana er veríð var að afhenda verðlaunin fyrir bestu gripina. Máli sínu til skýringarsagði Þorkell, að skrif- stofustjóri landbúnaðarráðuneyt- isins hafi svarað málaleitan B.f. á þann veg, að ekki tæki því að ónáða ráðherra af þessu tilefni, peningamir, 500 þús. kr., væru ekki fyrir hendi og fengjust ekki. Þegar landbúnaðarráðherra var samt sem áður inntur eftir þessu „kannaðist hann ekki við þetta sérstaka mál", þótt bundið sé í lögum. Og þegar bent var á að margir bændur sinntu hrossa- ræktinni sem aukabúgrein, með góðum árangri, var svar ráðherr- ans: „að stefnt væri að minni út- gjöldum almennttil landbúnaðar og hrossaræktin væri þarekki undanskilin", sem þýðir, að allt sem snertir landbúnað skuli fært undirfallöxina. Skilningur á gildi landbúnaðar fyrirþjóðinahefurfariðþverrandi meðal almennings á undanföm- um árum. Svo að segjadaglega heyrir maður eða sér einhverja sleggjudóma, sem írauninni byg- gjast einvörðungu á brjóstum- kennanlegri fáfræði. Vegnatíma- bundinna erfiðleika þykir þessum sérkennilegu mannkynsfrelsur- um landbúnaðurinn liggja vel við höggi. Hittgleymistgjarna, að landbúnaðurinn er hér ekki einn á báti. Öll heilbrigð atvinnustarf- semi í þessu landi á undir högg að sækja. Hverskonar verslunar- og viðskiptabrask er það eina, sem blómstrar. Bændur haf a brugðist f Ijótt og vel við þeim búháttabreytingum, semþeirvorueggjaðirtil.Kann- skiof margirogof fljótt. Eníöllu írafárinu um ný- og aukabúgrein- ar virðist hrossaræktin hafa gleymst. Hún hef ur þó sannað gildi sitt svo ekki verður um deilt. Það er þvi bæði ranglátt og heimskulegt að skerða hinn litla 1 hlut hennar. -mhg ídag er 11. ágúst, fimmtudagur í sautjándu viku sumars, nítjándi dagur heyanna, 224. dagur árs- ins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 5.06 en sest kl. 21.57. Tungl minnkandi á fjórða kvartili. Viðburöir Lokiðsmíði Frúarkirkjunnarí Munchen1488. Þjóðviljinn fyrir50árum Stórorustur við Saosernaja. Árásum japanska hersins hrund- ið. Japanir fara halloka og bíða mikið afhroð. Sjanku-feng á valdi Rússa. Þýzkirsjóliðará hergöngu um götur Reykjavíkur. Eiga íslend- íngar að þola hlutskipti hernum- inna þjóða? Slík framkoma yrði hvergi þoluð í f rjálsu landi. Góður síldaraf li nyrðra. Síldin erþóstygg. UM ÚTVARP & SJONVARP 7 Grýlukertin Rás 2, ki. 22.07-4)1.00 Að undanförnu hafa konur í síauknum mæli skotist upp á stjörnuhimininn í poppinu og líð- ur nú vart sá mánuður að ekki sé hampað nýrri valkyrju af popp- pælurum. Er þar skemmst að minnast vinsælda Tracy Chap- man hér heima sem erlendis. í þessum þætti verður einmitt fjall- að um hana og aðrar efnilegar söngkonur og eru flestar hverjar einnig ágætir lagasmiðir, svo sem Sinead O'Connor, Melisse Et- heridge, Michelle Schoked, Nat- alie Merchant, Kristín Hersh og margar fleiri. Einnig láta eldri og þekktari söngpíur í sér hey ra, t. d. Joni Mitchell, Patti Smith og Annie Lennox. Umsjón með þættinum, sem nefnist „Það logar á grýlukertunum", hefur Skúli Helgason. -mhg Tónlistarkvöld Einar Már Guðmundsson Malbikunarvélin Rás 1, kl. 22.30 Malbikunarvélin nefnist smá- saga eftir Einar Má Guðmunds- son, sem flutt verður á Rás 1 í kvöld. Höfundur les. Þarna eru á kreiki tveir gamlir og prýðilegir sérvitringar. Annar þeirra er fyrrverandi ráðuneytisstjóri en hinn er ritari stjórans. Báðir eru þeir hatramar grænmetisætur og leggja vart annað sér til munns. Hafa þeir sínar eigin skoðanir á flestum fyrirbærum lífsins og eru yfirleitt sérvitrir í meira lagi. Eins og nærri má geta er krökkum uppsigað við þessa karla en þeir láta það ekkert á sig fá og svara í sömu mynt. - En svo er það mal- bikunarvélin. Hvernig hún skiptir sköpum í lífi þessara herramanna kemur í ljós í kvöld. -mhg Tveir þættir frá Listahátíðinni verða á dagskrá Rásar 1 í kvöld. Sá fyrri er frá tónleikum kam- mersveitar undir stjórn Hákonar Leifssonar, en þeir voru fluttir í íslensku óperunni 6. júní sl. Lék sveitin þrjú verk. Fyrst „Hvörf" eftir Hauk Tómasson, samið á þessu ári, tileinkað Guðna Franz- syni, en hann leikur einleik á klarinettu með hljómsveitinni. - Þá er það „Styr", eftir Leif Þórar- insson. Þorsteinn Gauti Sigurðs- son leikur einleik á píanó. Verkið samdi Leifur sl. vor fyrir þennan hóp, sem frumflutti það þarna og er tileinkað stjórnandanum, Há- koni Leifssyni. - Loks er það Kammersinfónía op. 9 fyrir 15 einleikara, eftir Arnold Schen- berg. Seinni liður tónlistarkvöldsins er svo tónleikar Hamrahlíðar- kórsins í íslensku óperunni 7. júní sl. Þá söng kórinn, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, „Tímann og vatnið", kórverk eftir Jón Ásgeirsson við ljóð Steins Steinarrs. Hamrahlíðark- órinn var stofnaður 1982 og hefur Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnað honum frá upphafi. Kórinn hefur lagt áherslu á að æfa og flytja ís- lenska tónlist. Hefur það orðið tónskáldum mikil hvatning og mörg þeirra hafa samið verk fyrir kórinn sérstaklega. - Tónskáldið Jón Ásgeirsson, segist telja „Tímann og vatnið" ástarljóð en ekki úthugsaðan leik með orð og form, eins og ýmsir telji. -mhg GARPURINN &r* . U04l I.....lll KALLI OG KOBBI Bréf?! Hvað segirðu? Þá ber eitthvað nýrra við! Opnaðu umslagið og gáðu að því, hálfviti! Rólegan æsing. Þetta ætla ég að treina mér. FOLDA K»~ %stzz«* "li Hvað er mamma þín að vélrita? Hún þýðir bækur. Launin hans pabba nægja rétt fyrir leigunni ^ Frakkar skrifa til dæmis bækurnar sínar á frönsku. Mamma þýðir þær á íslensku og kaupir / mat fyrir peningana. Hvað... æ, hvað hét hann Sjang, -Sjangpol Belmong? Nei. Sastr, kannski? 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. agúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.