Þjóðviljinn - 11.08.1988, Síða 16

Þjóðviljinn - 11.08.1988, Síða 16
P'SPURNINGI Finnst þér að Þorsteinn eigi að koma heim frá Bandaríkjunum? □ Sæmundur Pálsson sjómaður: Nei fyrir alla muni ekki. Hann á vera þar kyrr til að læra að stjórna. Eins og staðan í efna- hagsmálunum er í dag er útlitið svart en það þýðir samt sem áður ekki annað en að vera bjartsýnn. Gísli Sigurjónsson flugmaður: Nei hann á að vera þar áfram því það er engin þörf fyrir hann hér heima. Hann er búinn að klúðra stjórn efnahagsmála hér heima hvort sem er. Sigríður Guðmarsdóttir húsmóðir: Nei ég vil ekki fá hann til baka vegna þess að hann tekursig svo vel út sem fóstursonur Reagans. Mér finnst stjórn efnahagsmála mætti betur fara. Anna G. Ástþórsdóttir Ijósmóðir: Að sjálfsögðu á hann að koma heim til þess að takast á við vanda ríkisstjórnarinnar því þar virðast vera næg verkefni fyrir hann. Björn Friðriksson sjómaður: Nei. Hann gerir engar vitleysur hér heima á meðan hann dvelur ytra. Hór er allt að kafna í fjárm- agnskostnaði og óstjórn á veigamestum sviðum efnahags- lífsins. PIÓÐVILIINN Flmmtudaour 11. áflúst 1988 179. tölublað 53. árganour SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Nú er útsala í nánast hverri fatabúð og víða ös, enda algengt að um helmings lækkun sé að ræða á nýjum fötum. Myndir: Ari Útsölur Sumarfötin á hálfvirði Kaupandi: Útsöluverö sanngjarnt, föt helmingi ofdýr á öðrum tíma. Kaupmaður: Erfitt að sjáfyrirhvað selst ogþvíþarfháa álagningu Nú er mikið framboð af sumar- fatnaði í verslunum og menn reyna að iosna við hann áður en haustvörurnar koma í lok ágúst. A síðustu árum hefur þróunin verið í þá átt að einhverjar versl- anir byrja með útsölur fyrir versl- unarmannahelgi og síðan fer allt á fullt eftir þá helgi, sagði Sigurð- ur Haraldsson sem rekið hefur fataverslun við Laugaveginn í aldarfjórðung. Áður fyrr voru útsölur aðeins leyfðar tvisvar á ári, en nú má halda þær hvenær sem er. Eina skilyrðið er að neytandinn geti séð hvort hann er að gera góð kaup, með því að birta honum fyrra verð ásamt útsöluverðinu. Sigurður sagði að ekkert þýddi lengur að stilla upp gömlum fatn- aði á útsölur. Fólk gerði þá kröfu að fá nýjan fatnað á mjög lækk- uðu verði og væri algengt að fötin kostuðu um 50% minna á út- sölum. Hann taldi að kaupmenn næðu varla fyrir kostnaði með því að slá svona mikið af verðinu, en það væri betra en að þurfa að pakka niður sumarvörunum og draga þær fram síðar. Hjá þeim kaupmönnum sem rætt var við reyndist erfitt að fá uppgefið hver algeng álagning á fatnaði væri. Sigurður sagði að hún væri há og þyrfti að vera það ef fataverslun ætti að standa undir sér. Ástæðan væri sú að mikið af því sem keypt væri inn reyndist illseljanlegt og hefðu tískusveiflur og veðurfar mest áhrif á hvað gengi út. Svava Johansen, sem rekur tískuverslanir bæði í Kringlunni og við Laugaveginn, sagði að fatasala hefði dregist saman frá í fyrra. Fólk hefði haft meiri pen- inga þá, enda margir bætt við sig vinnu á skattlausa árinu. Versl- unum hefði líka fjölgað mjög og samkeppni milli tískuverslana harðnað og taldi hún að einkum væru það litlar verslanir við Laugaveginn sem væru að verða undir í samkeppninni. Hjá henni hófust útsölur á mánudaginn var og biðu um 200 manns er opnað var í Kringlunni og þurfti að hleypa inn í hollum yfir daginn. Svava sagði að salan á útsölunni væri mjög mikil og keypti fólk að meðaltali 4-5 flík- ur, þeir stórtækustu færu út með 10. Mest eftirsókn er í jogging- galla og sem dæmi um verðlækk- unina þá fóru þeir úr 6600 í 3000 krónur. Föt helmingi of dýr Á einni útsölunni rákumst við á Hafdísi Björnsdóttur, sem var óhress með verðlag á fötum hér á landi. - Verðið á útsölum er eins og föt ættu venjulega að kosta, því á öðrum tíma eru þau helm- ingi of dýr. Hún sagðist versla svolítið á útsölum og jafnvel bíða með fatakaup þar til líða tæki á sumarið, þar sem sömu föt fengj- ust á hálfvirði nokkrum vikum síðar. Þó sagt sé að yfirleitt séu það konurnar sem fari hamförum á útsölunum, þá má finna þar einn og einn karlmann. Einar Jakob Guðjónsson var að virða fyrir sér buxnaúrvalið, en sagðist yfirleitt aldrei kaupa föt á útsölum og strákar á hans aldri spáðu al- mennt lítið í þær. - Ég kaupi föt þegar mig vantar þau, en fer ekki á útsölu bara af því að það er útsala. Einar sagðist vera nýkominn frá Danmörku og þar væru út- sölufötin áberandi ódýrari en hér heima. Gallabuxur kostuðu t.d. 1000 krónum minna og hefði hann fatað sig upp þar áður en haldið var heim. ____________________________ny Einar Jakob Guðjónsson var nýkominn af útsölum í Danmörku og sagði hann verðið áberandi lægra þar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.