Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 2
Hlaðbord fyrir Afríku „Ágóðinn af hlaðborðinu fer í lagfæringar á Amurut spítalanum í Burkina Faso, sem áður hét Efri Volta," sögðu þær Dídí Súsama og Amala, en þær eru félagar í Ananda Marga hreyfingunni, sem mun bjóða upp á ljúffenga austurlenska jurtarétti til styrktar hjálparstarfi í Afríku í Risinu, Hverfisgötu 105, nú á laugardag. Parna verður boðið upp á mik- inn fjölda ýmissa framandlegra smárétta, þar sem sojaprótein og hveitigluten er notað í stað kjöts á hinn forvitnilegasta hátt. Ekki verður bara boðið upp á mat í Risinu heldur verður þar einnig fjölbreytt skemmtidagskrá þar sem fluttir verða þjóðlegir söngvar og dansar frá Austur- löndum, m.a. frá Filippseyjum. Pá verður jóga einnig kynnt, en Ananda Marga Ieggur mikla áherslu á jógaæfingar. Einnig verður skyggnimyndasýning. Sælukot Þær Dídí Súsama og Amala eru báðar frá Filippseyjum. Dídí hef- ur dvalið á íslandi í sjö ár en Amala í eitt ár. Dídí segist hafa komið hingað til þess að hjálpa til við dag- heimiliö Sælukot í Skerjafirði. Sl. vetur var sex ára deild á dag- heimilinu að ósk foreldranna. Þetta hefur skapað húsnæðis- vandræði fyrir heimilið. Dídí er nunna á vegum An- anda Marga hreyfingarinnar og starfar sem jógakennari. Hún segir að hreyfingin sé alþjóðleg og starfi nú í um 200 löndum, en upphaíiega kemur hún frá Ind- landi. Hún segir að hreyfingin eigi ekkert skylt með trúarbrögð- um, heldur sé þetta andleg og fé- lagsleg hreyfing sem tengir sam- an fræðslu á alhliða jóga og hug- leiðslu sem leið til þroska. Hjálparstarf Hreyfingin leggur mjög mikla áherslu á hjálparstarf á svæðum þar sem náttúruhamfarir hafa átt sér stað, vegna jarðskjálfta, flóða, eldsvoða, þurrka og einnig á stríðssvæðum. Víða er um að ræða langtíma þróunaraðstoð einsog í Burkina Faso. í Burkina Faso fer fram barátta við Sahara eyðimörkina. Sjálf- boðaliðar vinna að endurvexti skóganna og áveitukerfum og er heildarkostnaður þess verkefnis metinn á um 14 miljónir króna. Áströlsk stjórnvöld hafa stutt fyrsta hluta verkefnisins en af- gangurinn er fjármagnaður með framlögum almennings um allan heim. Réttlátt þjóðfélag Þær Dídí og Amala sögðu að hér á landi væru um 50 Filippey- ingar, en aðeins hluti þeirra væri í Ananda Marga hreyfingunni. Hreyfingin hefur starfað hér í 12 ár og að sögn þeirra er töluverður hópur íslendinga í henni. Auk barnaheimilisins er hreyf- ingin með verslunina Kornmark- aðinn í Reykjavík og á vegum hennar eru haldin námskeið í andlegri hugrækt og matreiðslu. Amala sagði að heilræn Dídí Súsama og Amala hvetja fólk til þess að fjölmenna í Risið og bragða austurlenska jurtasmárétti til styrktar hjálparstarfi íAfríku. MyndAri. þjóðfélagsleg yfirsýn liggi til grundvallar allri starfseminni og takmarkið sé að skapa réttlát þjóðfélög sem mæti þörfum manna á öllum sviðum. Dídí hefur verið á Grænlandi og vonast til þess að komast þangað aftur í vetur, til þess að vinna að uppbyggingu dagheimil- is þar, en að sögn hennar eru eng- in dagheimili starfrækt í Græn- landi. Að lokum sögðust þær Dídí og Amala vonast til þess að fólk fjöl- mennti í Risið á Hverfisgötu 105 á morgun, laugardaginn 13. ág- úst. Með því getur fólk sameinað þrennt, bragðað ljúffenga austur- lenska jurtasmárétti, sem sjald- séðir eru á borðum íslendinga, notið skemmtiatriða og stutt gott málefni. Hlaðborðið stendur frá klukkan 18 til 21 og eru aðgöngu- miðar seldir við innganginn og í heilsuvöruverslunum. Verð fyrir fullorðna er 900 krónur en sér- stakur afsláttur er fyrir börn og unglinga. -Sáf Matjurtagarður fgeimnum Sl. haust skutu Kínverjar geimflauginni Gangan langa 2 á braut um jörðu. Um borð í geimflauginni voru þangjurtir og mælitæki. Eftir fimm daga hring- sól um jörðu snéri flaugin aftur til jarðar. Tilgangurinn með þessu var sá að kanna hvort hagkvæmt yrði að vera með matjurtargarða í geimnum. Jurtirnar sem urðu fyrir valinu voru þangjurtir, sem henta vel til manneldis. Lítill þangjurtagarður ætti því að geta leyst hluta af nestispakkanum í löngum geimferðum, en fæðu- öflun í geimnum hefur verið eitt af erfiðustu vandamálunum fyrir vísindamenn að leysa. Á árabilinu 2030-2050 er áætl- að að mannað geimfar fari til Mars og mun það ferðalag taka þrjú ár. Ef geimfararnir ættu að hafa með matarforða fyrir allan þann tíma þyrftu þeir að hafa með sér risavörugeymslu. Þörungagarður Kínverjanna er því kannski lausn á þessu vanda- máli og kínverskir matreiðslu- meistarar fullyrða að velkrydduð þörungastappa sé hið mesta lost- Sáí/ Illustreret Videnskab Saddir á slysstað Nýlega fór fram æfingj nokkurra björgunarsveita á flugslysi við Keflavíkurflug- völl. Gömul rúta af vellinum var notuð sem flugvélarflak og voru nokkrir hermenn fengnir til að leika slasaða og dauða með björgunarsveitar- fólki. Þegar hermennirnir . mættu til leiks höfðu þeir allir meðferðis litla hvíta tösku. Lék íslenskum þátttakendum forvitni á að vita hvað væri í töskunum. Einn þeirra sló pví fram í gríni að það væru ör- ugglega hamborgarar í tö- skunum, því kanar færu ekki langt án þeirra. Eftir að hafa rætt þetta í einhvern tíma gat einn Islendingana ekki setið á sérlengurogspurðieinnKan- ann hvað væri í töskunum. Var spurningunni tekið vel og opnaði kaninn tösku sína og opinberaði innihaldið; góm- sætan hamborgara.B Þorsteinn þurfti frí Tíðindamaður Helgar- blaðsins hitti einn úr forstjór- anefndinni úti á landi um síð- ustu helgi. Hann varð mjög undrandi við og spurði for- stjórann hvort hann væri ekki upptekinn af fundum á vegum nefndarinnar. Hinn kvað nei við og sagði að það væri al- veg nóg fyrir þá að hittast eftir helgi. Strax klukkan sjö á mánudagsmorgun?spurði þá tíðindamaðurinn. Nei, bless- aður vertu okkur liggur ekkert á maður, ætli við hittumst ekki einhverntímann upp úr há- degi. Þessi nefnd var bara sett á laggimar til þess að friða Denna svo Steini gæti skroppið til Ameríku í sumar- frí. Það gerist ekkert í þessum málum fyrr en ÞofstBlnn kem- ur aftur í lok mánaðarins.B Lokað samkvæmt áætlun Spurst hefur út að stjórn Sambandsfrystihúsanna sé búin að setja niður á dagatal niðurröðun þeirra fiskvinnslu- fyrirtækja sem segja eigi næst upp um öllu sínu starfsfólki á eftir Meitlinum hf. í Þorláks- höfn sem fyrst húsa var látið nða á vaðið með fjöldaupp- sagnir sinna starfsmanna. Ætlun Sambandsmanna er að nota lokunarsvipuna á samstarfsflokka Framsóknar-; flokksins í ríkisstjóminni verði þeir ekki leiðitamir forystu flokksins við að samþykkja þær efnahagsráðstafanir sem Framsóknarforustan og SÍS vilja að gerðar verði á næstu dögum og vikum til að rétta við lélega afkomu Sambands- ins sem er heldur bágborin um þessar mundir.H 2 SfÐA - WÓÐVIUINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.