Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUIHN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Aðgerðir fyrir hvem? Samkvæmt bráðabirgðatölum frá félagsmálaráðu- neytinu hefur um 600 manns verið sagt upp störfum síðustu tvo mánuði. Þessi tala segir litla sögu ein og sér, - ekki er skylt að tilkynna ráðuneytinu nema um fjórar uppsagnir eða fleiri á sama tíma, og upplýsingarnar ber- ast misvel. En stöðuna má sjá af því að í fyrra voru tilkynntar uppsagnir innan við 30, - uppsagnir i júní og júlí hafa því tvítugfaldast frá því í fyrra. Ástandið gæti átt eftir að versna mjög, - víða er ekki Ijóst um framtíðina hjá fisk- vinnslufyrirtækjum nú eftir hásumarið, enda tvístíga stjórnendur þessar vikumar og vilja hinkra þangaðtil Ijóst er hvað kemur útúr skuggaráðuneyti forstjóranna og efnahagsnámskeiðinu sem Framsóknarflokkurinn stend- ur fyrir í Nóatúninu. Þetta er auðvitað váboði, váboði um atvinnuleysi, samfélagslegan sjúkdóm sem hefur gnagað sig djúpt inn hjá grannþjóðunum og valdið þar ómældum hörmungum og hugarangri. En uppsagnirnar 600 síðustu tvo mánuði eru ekki nema lítill hluti af þeim spilagaldri sem ríkisstjórn og ráða- menn í atvinnulífi og peningamálum hafa verið að leggja fyrir þjóðina undanfarið. Þarna má líka greina fjölda einstaklinga að sligast undan afborgunum á lánum sem tekin voru í góðri trú eða af nauðung, fólk sem vinnur og vinnur á kostnað fjöl- skyldulífs og eigin heilsu til að mæta óréttlátum kröfum um arð af fjármagnseign, arð sem ríkisstjómarflokkarnir hafa skirrst við að skattleggja þrátt fyrir sjáanlegan stór- halla á ríkissjóði. Þarna er líka fjöldi fyrirtækja og feta krappt einstigi þarsem ekkert má útaf bregða eigi að forðast opinbert gjaldþrot eða dulið gjaldþrot með yfirtöku eða sölu langt undir eðlilegu verði, meðan sérstökum vildarvinum í við- skiptaráðuneytinu og bönkunum er úthlutað erlendu fjár- magni í stíl við það pólitíska skömmtunar- og haftakerfi sem einusinni var kjarninn í tvíveldi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Kröfur um breytta efnahagsstjórn hljóma hvaðanæva, og það er tímanna tákn að boðberar markaðsstjórnar í samfélaginu, postular vaxtafrelsis og peningavalds í ráð- herrastólunum treysta sér ekki lengur til að segja að björgunin sé hinumegin við hornið. Á vegum ríkisstjórnarinnar, einstakra stjórnarflokka eða einstakra ráðherra eru nú í gangi ýmsar nefndir og hópar, - og til þeirra virðist borið svo mikið traust að forsætisráðherrann er farinn til Flórída með viðkomu í Washington. Það er afar athyglisvert að líta grannt á samsetningu hópanna sem eiga að bjarga okkur uppúr öldudalnum. Það fyrsta sem menn reka augun í, núna rétt eftir Os- lóarför 800 kvenna á jafnréttisráðstefnu er að aðeins körlum er ætlað að móta þær aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlar að demba yfir vinnustaðina og heimilin. Það er ekki síður athyglisvert að í hópnum sem Þor- steinn Pálsson fól að móta handa sér stefnu í efnahags- málum eru fimm forstjórar og einn löggiltur endurskoð- andi. Þar er ekki einn einasti fulltrúi launafólks. Efna- hagsstefnan kemur launafólki greinilega ekki við. Og það er auðvitað bara í beinu framhaldi af kreddunni í peningamálum síðustu ár að í samráðshópi Jóns Sig- urðssonar um verðbólgu og vexti eru bara fulltrúar frá bönkunum og verðbréfasjóðunum og fjármagns- eigendunum. Þar er enginn fulltrúi þeirra sem skulda, - til dæmis atvinnufyrirtækja eða húsbyggjenda. Þeim kemur peningastefnan greinilega ekki við. -m KLIPPT OG SKORIÐ * '4 ' < Moi^nblaoWIUjrfuu' Aieli Þ.,rf«Uu. Pál—., fo™.ti.riU)herr. t.Uu.d., og BoMld Rcw, Itaa.tarflg.fo.~ti. m> « <•* Hvito hfeim. .o loluum fuodi be"™. Heimsókn Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra til Washington: Reagan segir fríverslun milli ríkjanna mögulega Forsætisráðherra segir að ekki sé verið að ræða um fríverslunarsamning :^V- | WmhiiixtiHi. Fr* 6u Birni KMntymi, frftUiriUr. Morsunl-UÍWn.. Andfréttir frá Washington Þegar lítið er að gerast í heiminum grípa ritstjórar blaða stundum til þess ráðs að búa til svonefndar andfréttir. Þá er eitthvað stórvægilegt og mikil- fenglegt gefið til kynna í rosafyr- irsögn, sem síðan er tekið aftur í undirfyrirsögn eða í fréttinni sjálfri. Eins og þegar blaðið Tím- inn á dögunum sló því upp með nokkru stærilæti („Tíminn fylgist vel með öllum stórtíðindum í fortíð nútíð og framtíð"), að lík- lega væri til gata í Genúa á ítalíu sem héti í höfuðið á Sturlu Sig- hvatssyni Rómarfara. En gat þess svo aftarlega í klausunni að skoðun málsins benti til þess að lítið sem ekkert renndi stoðum undir þennan íslenska grun. Maður gæti svo haldið, að heimsókn Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra til Washington yrði velkomin uppákoma í eilífu fréttahungri blaða, ekki síst á sumardögum. En það ætlar ekki að rætast. Ef skoðað er Morgun- blaðið í gær, þá finnst lesandan- um óneitanlega, að allt það mikla pláss sem undir heimsókn Þor- steins til Reagans er lagt sé ekki annað en ein stór og samfelld andfrétt. Hvernig frétt verður til Á forsíðu blaðsins er því t.d. slegið upp að „Reagan segir frí- verslun milli ríkjanna mögu- lega". Þessi rosafrétt er svo tekin aftur í undirfyrirsögn í næstu línu fyrir neðan - en þar er þess getið að „Forsætisráðherra segir að ekki sé verið að ræða um fríversl- unarsamning". Semsagt: frísverslunarsamn- ingur er mögulegur - en barasta ekkert á dagskrá. Fréttin er reyndar til orðin af tilviljun að þvi er best verður séð. Fréttaritara Morgunblaðsins datt í hug að spyrja Reagan um fríverslunar- samning. Sjónvarpsútsending frá þeim blaðamannafundi sýndi, að Reagan hafði alls ekki hugleitt það mál, en með því hann er gam- all refur í umgengni við fj ölmiðla, þá lét hann slag standa og sagði: Ókei, því ekki það strákar? Allt í lagi að skoða það. Ég hefi trú á því... Með þessum hætti verður svo aðaluppsláttur Morgunblaðsins til. Og þegar maður skoðar aðrar fréttir blaðsins af heimsókninni, þá skilur maður hvað klukkan slær: það er ekkert annað bita- stætt, það er ekkert að segja frá. . Gesturinn og gestgjafinn eru kurteisir og kyssa alla fyrir allt. Og a bupp. Fyrirsagnir fréttanna segja sína sögu. Það var „ekki rætt um friðarstofnun í Reykja- vík" segir ein þeirra og er látið að því liggja að hugmyndin um slíka stofnun sé einkamál Steingríms Hermannssonar sem Reagan forseti kannist ekkert við. Önnur stór fyrirsögn tilkynnir Iesendum Morgunblaðsins að „Viðskipta- viðræður eru líklegar eftir heimsóknina". Den tid den sorg, semsagt. í þeirri frétt er reyndar að finna átakanlega spaugilegt dæmi um það hve litlu hinn íslenski Vöggur verður feginn í samtölum sínum við forseta öflugasta ríkis heims. Þorsteinn Pálsson segir við frétta- mann Morgunblaðsins, að það hafi verið fróðlegt að heyra Re- agan gera grein fyrir afvopnun- armálum og kafar forsætisráð- herra síðan djúpt í hug sér og kemur upp úr kafinu með þennan nýstárlega lærdóm hér: „Ég hef trú á því að stórveldin séu í alvöru að leita lausnar á þessum málum." En kannski er það brýn nauð- syn að forsætisráðherra segi þetta við lesendur Moggans, því þeir gætu oftar en ekki haldið af skrif- um blaðsins, að Gorbatsjov meini ekki orð af því sem hann um afvopnunarmál segir. Nú hef- ur Þorsteinn Pálsson hinsvegar fengið það „beint úr hestsins munni" að þetta sé alvörumál á báða bóga. Kannski var ekki til einskis farið til Washington? Blómkálshaus og bókargjöf En semsagt: Hvað sem líður auknum skilningi formanns Sjálf- stæðisflokksins á alþjóðamálum, þá virðist fátt hafa gerst í heim- sókn hans að því er varðar sam- skipti íslands og Bandaríkjanna. Nema kannski helst prófun á þessari mataruppskrift hér: „Köld spínatsúpa með krabb- akjöti og lambakótilettur með grænmeti, sérstaklega matreidd- ar með blómkálshaus voru í aðal- rétt í hádegisverði sem Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hélt fyrir Þorstein Pálsson forsætis- ráðherra og fylgdarlið. í eftirrétt var rauðvínsískrap með perum. Að sögn viðstaddra var andrúm- sloftið afslappað og skemmtilegt yfir borðhaldinu." Petta er bæði gott og fagurt og uppörvandi að íslenskir hrökkva ekki upp af standinum í stressi í fínu húsi. En semsagt: frétt dags- ins er enn ófundin. Nema hún skyldi vera þessi klausa hér: „Ronald Reagan Bandaríkja- forseti færði Geir H Haarde, al- þingismanni og fylgdarmanni for- sætisráðherra, sjálfsævisögu sína að gjöf í Hvíta húsinu í gær. Ævi- sagan kom fyrst út árið 1965, en eintakið sem Geir fékk að gjöf er prentun frá 1981. Innan á kápu er bókin merkt Ronald Reagan, en bókin heitir: „Hvar er hinn helm- ingurinn af sjálfum mér?"" Og væri ekki úr vegi að skjóta þessari bráðskemmtilegu frásögn ínn í Heljarslóðarorrustu og bæta við í sama dúr: Mælti Ronni svo um, að Geir yrði ekki bókarlaus meðan hann ætti bókina.... ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Öttar Proppó. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. Biaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörieifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júliusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Kartsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (iþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hiidur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einarólason, SigurðurMarHalldórsson. Útlftstelknarar: Kristján Kristjánsson, Kristbergur Ó. Pétursson Framkvœmdast|órl:HallurPállJónsson. Skrifstofustjór!: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngastjórl: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Agústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Sfmavarsla: Sigriður Krisfjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardðttir. Bilstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgrelðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhoimtumonn: Katrin Bárðardóttir, OlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgrelðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavik, simar: 681333 & 681663. Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 70 kr. Holgarblöð:80kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN NYTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.