Þjóðviljinn - 12.08.1988, Side 5

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Side 5
SAGA ÚR DAGLEGA UFINU Fjölskylda borin út. Neitaði að borga leigu fyrr en húseigandi hafði bætt þeim eignatjón vegna leka. Leigusali ífullum rétti og vill taka tryggingargjald upp íógreidda leigu og tjón sem hann telur leigjendur ábyrga fyrir. Leiga 37.500 kr. fyrir 49 fermetra. íbúðin „léleg“ að mati heilbrigðiseftirlits. Leigjandamarkaðurinn á ís- landi hefur löngum þótt erfiður, en sennilega hefur hann sjaldan verið erfiðari en nú um stundir. Skortur er á leiguhúsnæði, leiga oft himinhá miðað við greiðslu- getu fólks og nú eru Leigjanda- samtökin búin að geispa golunni. Leigjendur standa því oft höllum fæti ef snurða hleypur á þráðinn milli þeirra og leigusala og getur þekkingarskortur á leigulögum oft komið sér illa, sérstaklega ef um er að ræða leigusala sem „standa fast á rétti sínum“ í við- skiptum. Þau Sigríður Vilhjálmsdóttir og Baldvin Sigurðsson leigðu í vetur kjallaraíbúð að Grenimel 9, og bjuggu þar ásamt barni sínu fram til annars ágústs sl. Þá voru þau borin út. íbúðin sem er 49 fermetrar og var leigð á 37 þús- und og fimmhundruð krónur á mánuði, er bæði lítil, lek og óþétt. Heilbrigðiseftirlitið hafði farið fram á að leigusali gerði endurbætur á húsnæðinu, eftir að hafa skoðað íbúðina, vegna kvartana sem ítrekað höfðu bor- ist frá leigjendum. Ástæða þess að fjölskyldan var borin út var sú, að þau neituðu að greiða leigu, fyrr en að húseigandinn, Halldór Hjálmarsson hafði greitt þeim tjón sem þau urðu fyrir eftir að vatn hafði ítrekað lekið inn í íbúð þeirra og eyðilagt m.a. 64 hljóm- plötur, stól, ljósmyndir og fleira smálegt. Meta leigjendurtjónið á um 80 þúsund. Lekinn kom af efstu hæð hússins. Myglan skreið undan málningunni Þar varð þeim Sigríði og Bald- vin á í messunni, lagalega séð, þar sem lögin kveða svo á að við leigusamning skuli staðið og leiga skuli greidd. Atriði eins og vatns- skaði frá íbúð leigusala, sem leigusali neitar að bæta er alls óskylt mál. Því virðist lítill vafi leika á að leigusali var í laga- legum rétti, þegar hann ákvað að bera leigjendur sína út á götu. Leigusalinn Halldór Hjálmars- son, sem sjálfur býr að Grenimel 9, leigir þar út nokkrar íbúðir, þrjár álíka stórar íbúðir í kjallara og íbúðir í risi. Þegar þau Sigríður og Baldvin fluttu inn í nóvember sl. voru þau á götunni og töldu sig ekki hafa annarra kosta völ. „íbúðin virkaði ekki svo illa þeg- ar við fluttum inn. Hún var að vísu lítil, en nýlega máluð. Fljót- lega fór þó að kárna gamanið þegar myglan fór að skríða undan málningunni á veggjunum í bað- herberginu. Það var gömul kola- kompa eða eitthvað álíka við hliðina á eldhúskróknum og þar lak vatn niður og frá útihurðinni inn ganginn var stöðugur trekk- ur. Það var bara einn ofn fyrir ganginn, eldhús, stofu og bað. Barnaherbergið var sem betur fer með ofni, en hins vegar er það svo lítið að varla er hægt að kalla það herberbergi, kompa væri nær lagi,“ sagði Sigríður. Sagði Sig- ríður að þau hefðu sett sig í sam- band við heilbrigðiseftirlitið í desember, en fengið þau svör að skoðunar væri ekki þörf, þar sem skýrsla lægi fyrir vegna kvartana frá fyrri leigjendum. Þau höfðu þó ítrekað samband við Heilbrigðiseftirlitið, sem sendi skoðunarmann í aprflbyrjun. Þann 25. komu þeir Hróbjartur Lúthersson skoðanafulltrúi og Kormákur Sigurðsson, deildar- stjóri hjá Heilbrigðiseftirlitinu svo aftur í skoðunarleiðangur og gáfu þá Halldóri Hjálmarssyni þrjá mánuði til að lagfæra bað- herbergið, gang og forstofu og mála þar m.a. og loka leka í fyrr- nefndri kolageymslu. Áður en þessir þrír mánuðir voru liðnir, hafði Halldór látið bera leigjend- ur sína út. Heilbrigðiseftirlitið hefur enn ekki athugað hvort um- beðnar lagfæringar hafa verið gerðar á íbúðinni, en að sögn Hróbjarts Lútherssonar verður það væntanlega gert í næstu viku. Útburður eftir sumarfrí „Þegar við fluttum inn, var ákveðið að við greiddum svokall- að tryggingargjald og var það um 95 þúsund krónur. Við þurftum að taka lán til að kljúfa það og fyrstu leiguna að auki. Nú neitar leigusalinn að láta tryggingarféð af hendi, þar sem hann vill meina að við skuldum honum tvær leigur, auk einhverra skemmda á íbúðinni, m.a. á teppum. Við teljum hins vegar að hann skuldi okkur fé, vegna vatnsskaðans sem m.a. skemmdi teppin. Hall- dór hefur hins vegar ekki verið til viðtals um það. En eftir að hafa rætt við lögfræðing, þá virðist sem málshöfðun af okkar hálfu yrði það dýr og tímafrek, að hann ráðlagði okkur að gleyma mál- inu. Þetta kemur okkur mjög illa og okkur finnst þetta óréttlátt. Þau Sigríður og Baldvin neituðu að greiða júní-Ieiguna eftir vatnsskaðann í maí. í júní fóru þau síðan í sumarfrí, en þeg- ar þau komu aftur beið eftir þeim útburðartilkynning frá borgarfó- geta. „Þegar við komum til borg- arfótgeta og sögðum að við kæm- um vegna útburðarmáls á Greni- mel 9, vorum við spurð hvort það væri út af íbúa á efstu hæðinni. Þá var svipað mál þar í gangi. Okkur var síðan gert að fara úr íbúðinni, sem við gerðum í byrjun ágúst,“ segir Sigríður. Það kann að hafa áhrif á gang þessa máls, að tryggingafélagið sem Halldór á í viðskiptum við, neitar alfarið að greiða honum tjónið þar sem Halldór hefur ekki greitt iðgjald í lengri tíma og er kominn á svartan lista skv. upp- lýsingum tryggingafélagsins. Því fá leigjendur ekki skaðann bætt- an í gegnum tryggingarnar eins og annars hefði verið, heldur þurfa að eiga við leigusalann beint. Trekkurinn ekki meiri en gerist og gengur Halldór Hjálmarsson, sagði í samtali við Þjóðviljann að leigumálið og hugsanlegt bóta- mál leigjanda vegna vatnsskaða væru tvö óskyld mál. „Þau fengu umsögn heilbrigðseftirlitsins vegna þess að þau voru að sækja um Verkamannabústaði. Það var gert við lekann í kolakompunni og trekkurinn í ganginum er ekki meiri en gerist og gengur. Mygl- una á veggnum í baðherberginu mátti auðveldiega þvo af með klór.Ef þau telja sig eiga bóta- kröfu á mig, þá sækja þau það mál og ég borga auðvitað, ef þannig æxlast. Ég skil það að það getur reynst erfitt fólki að borga leigu, sérstaklega ef hún er há eins og hjá mér. En ég hef mínar fjárskuldbindingar líka,“ sagði Halldór. íbúðaeign hans væri að verðmæti um 20 milljónir og af því skuldaði hann enn um 5 milljónir. „Leigutekjur af þrem- ur fjórðu hlutum leiguhúsnæðis- ins fara beint í vexti og afborganir af þessum ógreidda fjórðungi húseignarinnar," sagði Halldór. Sagði Halldór að samkvæmt mati úttektarmanns væru teppi ónýt, en þau væru tveggja ára gömul og gat væri á útidyrahurð og þetta væri skaði upp á tæp sjötíu þús- und. Hann viðurkenndi hins veg- ar að íbúðin hefði ekki verið skoðuð af úttektarmanni þegar fólkið flutti inn, en þá hefðu allir verið ánægðir með hana, enda hefði hún verið nýuppgerð. Þjóðviljinn hafði samband við Sólveigu Kristjánsdóttur, á skrif- stofu Húseigandafélagsins og spurðist fyrir um hvort hægt væri að gera kröfu á leigjendur vegna áætlaðs tjóns af þeirra völdum, þegar ekkert mat hafi verið gert á íbúðinni þegar leigjendur fluttu inn. Sagði Sólveig það af og frá að slíka kröfu væri hægt að gera- .„Við ráðleggjum alltaf aðilum að láta löggilta skoðunarmenn gera úttekt á húsnæðinu, bæði þegar fólkið flytur inn og svo aft- ur út. Annars er ómögulegt að segja til um hvað er hverjum að kenna. Við hjá Húseigandafé- laginu ráðleggjum einnig alltaf okkar félagsmönnum að leita sátta komi upp deilumál og við ráðlögðum Halldóri það einnig í þessu tilfelli,“ sagði Sólveig. Þau Sigríður og Baldvin telja sig ekki bera ábyrgð á skemmd- um á útihurð, en viðkenna að teppi séu illa farin, enda erfitt um vik að komast hjá sliti þegar not- að gólfpláss væri svona lítið. Hins vegar verði að meta eðlilegt slit, miðað við hvernig ástandið var þegar flutt var inn. Því má bæta við að Halldór Hjálmarsson sagðist hafa í huga að ná sam- bandi við foreldra eins þeirra leigjanda sem leigðu íbúðina á undan þeim Sigríði og Baldvini, með hugsanlegar bætur vegna skemmda sem hann telur þá leigjendur hafi valdið, í huga. „Því er oft haldið fram að leigjendur hafi svo mikinn rétt. En mér virðist að þegar slær í brýnu, sé sá réttur nánast eng- inn,“ sagði Sigríður Vilhjálms- dóttir. „Það er mjög erfitt og van- þakklátt að vera leigusali í dag,“ sagði Halldór Hjálmarsson. - phh. Sigríður Vilhjálmsdóttir: „Okkur leist nokkuð vel á íbúðina sem var nýmáluð. En þegar myglan fór að koma út úr veggnum, hætti okkur að lítast á og töluðum við heilbrigðiseftirlitið. Það liðu þrir mánuðir þar til þeir komu, vegna þess að þeir höfðu fengið kvörtun frá fyrri leigjendum líka. Síðan gáfu þeir þriggja mánaða frest til lagfæringa. Þeir voru ekki komnir aftur þegar okkur var hent út.“ NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.