Þjóðviljinn - 12.08.1988, Síða 6

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Síða 6
Atvinnuhorfur ráða miklu. Fasteignamat ríkisinsfylgist með söluverði. Markaðsstuðull við útreikning á fasteignamati. Sumirþéttbýlisstaðir með helmingi lcegri stuðul en Reykjavík „Mismikil hækkun á íbúð- arverði milli ára eftir ein- stökum stöðum hlýtur að eiga sér staðbundanar or- sakir. Þar getur komið til at- vinnuástand, aðflutningur fólks og lóðaframboð,“ segir Guðmundur Gylfi Guðmundsson markaðs- fræðingur hjá Fasteigna- mati ríkisins. „En það að fasteignaverð á lands- byggðinni skuli almennt vera u.þ.b. tveir þriðju af því sem gerist á Reykjavíkur- svæðinu er ósköp keimlíkt því sem viðgengst í mörg- um öðrum löndum eins og t.d. Svíðþjóð. Hærra fast- eignaverð í „stórborginni" en á landsbyggðinni er ekki sérkennandi fyrir ísland.“ Markaðs- stuðull Fasteignamat ríkisins býr yfir miklu magni upplýsinga um fast- eignaviðskipti Islendinga. Sam- kvæmt lögum berast þangað upp- lýsingar um alla kaupsamninga sem gerðir eru. En auk þess eru þar upplýsingar um ástand allra fasteigna landsmanna því að að- alverkefni stofnunarinnar er að Ineta eignir til fjár. Fasteigna- matið er síðan grunnur undir skattheimtu, bæði eignaskatt, sem ríkissjóður innheimtir, og svo fasteignaskatt sem rennur til viðkomandi sveitarfélags. Þegar fasteign er metin til fjár, er ekki talið nóg að kanna ástand hennar og meta byggingarkostn- að og áætla fyrningar með tilliti til aldurs. Reynt er að jneta hvað er raunverulegt markaðsverð eignarinnar og þess vegna er safnað saman upplýsingum um fasteignaviðskipti á hverju svæði. Hjá Fasteignamati ríkisins er ákveðinn svonefndur markaðs- stuðull fyrir hvert sveitarfélag í landinu. Hann byggist á nýjustu upplýsingum um söluverð. Sem dæmi má nefna að hann er nú 1,0 fyrir Reykjavík, um 0.76 á Akur- eyri, rúmlega 0,68 á ísafirði, 0,5 fyrir Ólafsvík og enn þá lægri í sveitahreppum. Mat á fasteign fer þannig fram að byggingarkostnaður er áætl- aður og dregnar frá afskriftir vegna ástands og aldurs til að finna svokallað afskrifað endur- stofnverð. Það er síðan margfald- að með markaðsstuðli og fæst þá fram fasteignamatið. Skiptir sköpum í nóvember 1986 birti Fast- eignamat ríkisins samanburð á fasteignaverði á nokkrum þétt- býlisstöðum. Kom í ljós mikill verðmunur eftir staðsetningu. T.d. sást að íbúðarverð á Húsa- vík var ekki nema 65% af því sem gerðist í Reykjavík. Unnt er að hugsa sér tvo bræður. Annar býr á Húsavík en hinn í Reykjavík. Þeir taka sig til á sama tíma og byggja sér báðir hús. Þeir nota sömu teikningu enda verða húsin álíka dýr í bygg- ingu. Á húsunum er enginn mun- ur nema hvað annað er norður í landi en hitt fyrir sunnan. Nú líð- ur tíminn og svo fer að báðir þurfa að selja og þeir gera það á sama tíma. Ánnar fær 10 miljónir hinn 6,5. Munurinn er 3,5 miljón- ir. Auðvitað skiptir þetta ekki sköpum ef hvorugur flytst búferl- um. Ef bróðirinn á Húsavík kaupir annað hús þar í bæ nýtur hann að sjálfsögðu þess að mark- aðsverðið er þar lægra en fyrir sunnan. En ef hann flyst suður og kaupir þar eða ef hann fer að byggja nýtt hús, þá þarf hann heldur betur að ná sér í meiri pen- inga. Það er frekar sjaldgæft að tekið sé dæmi af þeim, sem flytjast frá Reykjavík. En Reykjavíkur- F---------------------- bróðirinn fyrrnefndi væri að sjálf- sögðu með umtalsvert fé milli handa ef hann seldi húsið fyrir sunnan og flyttist norður. Tölur Fast- eignamatsins Niðurstaðan úr áðurnefndri at- hugun Fasteignamats ríkisins var þannig og er við það miðað að söluverð í Reykjavík sé 100%: Reykjavík..................100 Seltjarnarnes..............108 Kópavogur.................. 98 Garðabær................... 99 Hafnaríjörður.............. 90 Mosfellssveit.............. 94 Suðurnes................... 77 ísaljörður................. 76 Akureyri................... 70 Grindavík.................. 67 Borgarnes................. 66 Vestmannaeyjar............ 65 Hveragerði................ 65 Húsavik................... 63 Selfoss................... 63 Sandgerði................. 61 Akranes................... 59 Guðmundur Gylfi telur að ekki hafi orðiö stórvægilegar breytingar á þessu hlutfalli síðan haustið 1986. Meginbreytingar hafi líklega verið á Akureyri og Suðurnesjum. Ef bornir séu sam- an síðari hlutar áranna 1986 og 1987 komi í ljós að söluverð hækkaði í Reykjavík um 39,4% en á Akureyri um 60,4%. Sam- svarandi hækkun á Suðurnesjum var ekki nema 22,6% á þessum tíma. Þess vegna hefur söluverð íbúðarhúsnæðis á þessum stöðum sem hlutfall af söluverði í Reykjavík breyst og er nú þann- ig: Reykjavík.................100 Akureyri................... 80 Suðurnes................... 66 „Þetta hlýtur að byggjast á at- vinnuástandi eða öðrum stað- bundnum þáttum,“ segir Guð- mundur Gylfi. Um aðra staði sem nefndir eru í samanburðinum frá 1986 vill hann ekki fjölyrða og bendir á að í nokkrum tilfellum hafi verið miðað við fáa kaupsamninga, ein afbrigðilega góð eða léleg sala geti því breytt niðurstöðunni mikið. „En heildarniðurstaðan er skýr,“ segir Guðmundur Gylfi. „Á þétt- býlisstöðum úti á landi er sölu- verð húsa svona 60 - 70 af því sem gerist í Reykjavík.“ ÓP „Ef þau byggju á höfuð- borgarsvæðinu, væru þau löngu skilin. En af því að hér fá þau ekkert fyrir húsið þá væri það brjálæði fy.'ir hana og krakkana að standa uppi með tvær hendur tómar eða svo gott sem.“ Það er kona í Reykjavík sem er að segja frá dóttur sinni. Dóttirin og maður hennar skulda 3 milj- ónir. Þau byggðu sér einbýlishús í sjávarþorpi á Vestfjörðum. í Reykjavík þarf að greiða á annan tug miljóna króna fyrir svona hús. Fyrir vestan fást kannski 4 miljónir fyrir það, ef seljendur eru það heppnir að finna ein- hvern kaupanda. Við skilnað kæmi því hálf milj- ón í hlut hvors hjónanna. „Það dugar kannski til að greiða húsa- leigu árið fyrirfram hérna í Reykjavík," sagði konan. „Ætli þau hangi ekki bara saman þar til krakkarnir verða farnir að sjá fyrir sér, nema þá að verð á hús- um hækki eitthvað fyrir vestan." Átthagafjötrar eru orð sem stundum heyrist þegar talað er um verðfall á íbúðarhúsnæði úti á landi. Menn hafa lagt allt sitt í hús eða íbúð, auðvitað fyrst og fremst til að hafa þak yfir höfuðið en ekki til að braska með það. En flestir hafa haft þann bakþanka að það mætti alltaf selja, ef illa færi eða menn vildu flytjast á annan stað. En þá þarf að gera upp skuldir, sem hvfla á eigninni. Ekki er óalgengt að á nýlegum einbýlis- húsum hvfli 4 til 5 miljónir í veð- skuldum. Nýtt húsnæðisstjórn- arlán getur verið yfir 3 miijónir og svo eru það lífeyrissjóðslán og kannski einhver bankalán. Flest- ir lánardrottnar gera kröfu um að veðskuldir fari ekki upp fyrir 50% af brunabótamati viðkom- andi húss. Ef brunabótamat er 10 miljónir eða meira er unnt að veðsetja fyrir 5 miljónum, það er að segja ef menn fá lán. Vandinn er víða um land sá að ekki er unnt að selja húseignir nema fyrir upphæð sem aðeins nemur hluta af brunabótamati. Það verður því stundum lítið eftir af söluverði þegar búið er að greiða áhvflandi skuldir, dæmi eru um að þá standi eftir minna en ekki neitt. Þótt menn hugsi sér síður en svo að flytja „suður", finnst þeim mörgum hverjum óþægileg tilhugsun að eiga ekki fyrir skuldum ef gera þarf dæmið upp. „Ég held það sé vitleysa að tala alltaf um staði „úti á landi“. Reykjavík er úti á landi í okkar augum,“ sagði Sigurbjörn Skarp- héðinsson hjá Fyrirtækjaþjónust- unni á Hvolsvelli þegar Þjóðvilj- inn hafði samband við hann fyrir nokkru. En Hvolsvöllur var tals- vert í fréttum í vor vegna yfirvof- andi atvinnuleysis og verðfalls á íbúðarhúsnæði. Sigurbjörn telur þann fréttaflutning ekki hafa orð- ið staðnum til framdráttar. „Það þýðir ekkert að vera með bjálfa- 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ -

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.