Þjóðviljinn - 12.08.1988, Síða 7

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Síða 7
Verðjöfnunar- sjóður fasteigna Sjóður sem kaupir og selur miðað við markaðsástand. Aukning leiguhúsnœðis „Jafnvel á stöðum, þar sem atvinnuástand er gott og eftirspurn eftir íbúðar- húsnæði mikil, óttast fólk að það geti tapað miklum fjármunum og jafnvel orðið gjaldþrota ef það kaupir eða byggir íbúðarhúsnæði og neyðist svo til að selja aftur á verði sem gæti verið miklu lægra en nemur áhvíl- andi skuldum.“ Þannig mæltist Þórði Skúlasyni varaþingmanni Norður- landskjördæmis vestra á fundi í efri deiid alþingis í nóvember 1986. Og hann bætti við: „Fólk, sem af einhverjum ástæðum þarf að selja íbúðir sínar, getur ekki selt og er raunar bundið í átthaga- fjötra vegna þess að það fær ekki viðunandi verð fyrir eignir sínar.“ Þórður var að mæla fyrir breytingum á lögum um Húsnæð- isstofnun ríkisins, að bætt yrði við lögin kafla um svokallaðan Verð- jöfnunarsjóð fasteigna. Hlutverk sjóðsins skyldi vera að aðstoða sveitarfélög við að hafa jákvæð áhrif á verðlag íbúðarhúsnæðis, stuðla að jafnara og stöðugra markaðsverði og auka framboð á leiguhúsnæði. Sjóðurinn skyldi kaupa og selja fasteignir og hafa með því áhrif á markaðsverð, auglýsa og selja íbúðir á þeim svæðum þar sem markaðsverð væri hátt en kaupa eignir og auka með því eftirspurn þar sem mark- aðsverð væri lágt. Húseignir í eigu sjóðsins skyldu leigðar út. Þetta mun vera eina tillagan sem komið hefur fram um mark- vissar aðgerðir ríkisins til að hafa áhrif á fasteignaverð. í greinargerð með frumvarp- inu var gert ráð fyrir að verð fast- eigna, sem sjóðurinn keypti eða seldi, færi aldrei upp fyrir 90% af áætluðu endurstofnverði að teknu tilliti til afskrifta. Verð á húsnæði yrði því áfram nokkuð breytilegt eftir stöðum en munur- inn á milli staða yrði verulega minni. Þingmenn efri deildar sam- þykktu samhljóða að vísa frum- varpinu til nefndar milli um- ræðna. Þar sofnaði það svefnin- um langa. ÓP lega örvæntingu og gefa húsin sín til þess eins að komast í burtu,“ sagði Sigurbjörn. „Ástandið er reyndar þannig hérna í dag að það erfitt að fá fólk í vinnu." Sigurbjörn rekur ekki fast- eignasölu en hjálpar stundum til við skjalagerð og veitir aðra að- stoð við húsasölu. Hann var held- ur tregur til að gefa upplýsingar um verð á fasteignum á Hvols- velli. Hann sagði þó frá því að nýlega hefði verið selt u.þ.b. 15 ára 150 fermetra einbýlishús með 50 fermetra bflskúr. Það hafi far- ið á 4 miljónir og allt verið greitt á árinu. Auðheyrt var að Sigur- björn taldi þetta allgóða sölu. Hjá Fannbergi sf á Hellu er stunduð fasteignasala. Þar feng- ust þær upplýsingar að algengt verð á einbýlishúsum í þorpum í Rangárvallasýslu væri á bilinu 3,5 til 5 miljón krónur. Nauðsynlegt væri að skoða hvert tilfelli fyrir sig, oft væru hús ekki fullfrá- gengin, kannski ómúruð að utan eða að ekki væri búið að ganga frá í bflskúr. Allmörg hús væru til sölu en ekki mikil hreyfing í fast- eignaviðskiptum. Á Sauðárkróki er talið að verð á íbúðarhúsnæði sé allhátt miðað við það sem algengast er utan Reykjavíkursvæðisins. „Bæjar- sjóður er nýbúinn að kaupa hús með tveimur litlum íbúðum, 2ja og 3ja herbergja," sagði Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri. „Þetta er að stofni til gamalt hús sem hefur verið byggt við, ætli yngri íbúðin sé ekki um 30 ára. Fyrir þetta borguðum við 4,3 miljónir." Ágúst Guðmundsson hjá Út- gerðarfélagi Skagfirðinga hefur annast fasteignasölu fyrir marga Sauðkræklinga. „Þetta eru ekki stöðugar sölur," sagði Ágúst, „en þó alltaf ein og ein.“ Hann upp- lýsir að algengast er að útborgun sé 65% og að eftirstöðvar séu oft verðtryggðar og greiddar á 3 árum. Nýlega seldist á Sauðár- króki 20 ára einbýlishús, 120 fermetrar með bflskúr, á 6,3 milj- ónir. Annað helmingi yngra og með tvöföldum bílskúr fór á 6,1 miljón. Raðhús með 5 herbergja íbúð fór á 4,5 miljónir. „Það er ekki mikið um að nýleg hús eða íbúðir gangi hér kaupum og sölum,“ upplýsir Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri á Seyðis- firði. „en það er dálítið um að menn séu að kaupa mjög gömul hús og gera þau upp, henda kann- ski svona miljón í endurbætur til viðbótar við kaupverðið og hafa þá ágætis íbúð.“ Hann upplýsir að að minnsta kosti 3 nýlegar íbúðir séu til sölu en að lítið virð- ist ganga. „Hér seldist í vor efri hæð í tvíbýlishúsi á 2,5 miljónir. Settar voru 3,5 miljónir á eina, nokkuð stóra íbúð, hún hreyfist ekki.“ Á Siglufirði hefur ekki verið mikið um að vera á fasteigna- markaðnum að undanförnu. „En verðið er á uppleið," segir Þráinn Sigurðsson tæknifræðingur, „og hér er verið að byggja nokkur hús á nýju byggingarsvæði. Fyrir ekki mjög löngu var selt hér allstórt nýlegt einbýlishús á 4,5 miljón- ir.“ Axel Axelsson bókhaldari tel- ur einnig að húsasölur á Siglufirði hafi ekki verið margar síðustu mánuðina; man þó eftir lítilli íbúð sem fór ódýrt, á 1.750.000. Á síðasta ári var selt mjög stórt og veglegt raðhús á 5 miljónir. Það hefði verið unnt að selja á 9 - 10 miljónir á höfuðborgarsvæð- inu. ÓP NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Jafn dýrt að byggja utan Reykjavíkur Oftgleymist að verðleggja eigin vinnu. Er algengara aðfresta lokafrá- gangi úti á landi? Vístöluhúsið komið í 10,6 miljónir Hvað kostar að byggja í dag? Það er sjaldnast að venjulegur húsbyggjandi reikni það nákvæmlega, einkum er það eigin vinna sem hann vanreiknar. Ekki er fátítt að menn flytji inn í hús án þess að vera búnir að fullgera þau og kostnað- ur vegna lokafrágangs fell- ur þá til á löngum tíma. „Mig vantar miljón til að komast inn,“ segir húsbyggjandi en þyrfti kannski þrisvar sinn- um meira til að fullgera hús og lóð. Því er stundum haldið fram að ekki sé unnt að bera saman bygg- ingarkostnað á höfuðborgar- svæðinu og utan þess án þess að taka tillit til mismunandi að- stæðna. Það sé ekki nóg með að lóðir séu svo dýrar í Reykjavík, heldur fáist þar ekki iðnaðar- menn nema með yfirborgunum, þess vegna sé miklu ódýrara að byggja úti á landi. Aðrir telja samanburðinn ekki raunhæfan vegna þess að bygg- ingarkostnaður sé miklu meiri úti á landsbyggðinni. Gatnagerðar- gjöld séu víða ekki svo langt undir því sem tíðkast á Reykja- víkursvæðinu og ofan á verð á byggingarefni leggist flutnings- kostnaður. Úrval af bygginga- refni sé miklu minna; menn kaupa t.d. ákveðna gerð af hreinlætistækjum ekki vegna þess að hún sé ódýrsut heldur vena þess að það fékkst ekkert annað í kaupfélaginu. Oft þurfi svo að fá iðnaðarmenn, t.d. múr- ara, úr öðrum byggðarlögum og það geti orðið æði kostnaðar- samt. Lóöargjöld Lóðargjöld (gatnagerðar- gjöld) í Reykjavík eru nú að lág- marki 1.138.261 kr. fyrir einbýlis- hús og er þá reiknað með 650 rúmmetra húsi eða u.þ.b. 210 fermetrum. Víða úti á landi eru gatnagerðargjöldin greidd í tvennu lagi, A-hluti þegar byggt er en B-hluti þegar gatan er mal- bikuð. Gjöldin eru misþung eftir sveitarfélögum en ekki er óal- gengt að A- og B-hlutinn séu samanlagðir upp undir 600 þús- und krónur fyrir 200 fermetra einbýlishús, eða um helmingi minni en á Reykjavíkursvæðinu. Vísitöluhúsið Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins birtir reglulega bygg- ingarkostnað svokallaðs vísitölu- húss og vísitöluíbúðar. Þar er reiknað lið fyrir lið hvað kostar að byggja á Reykjavíkursvæðinu og við það miðað að hvert hand- arviðvik og hvert efnissnitti sé greitt fullu verði. Gatnagerðar- gjöld og öll tengigjöld eru með- reiknuð en ekki er reiknað með neinum fjármagnskostnaði. Vísitöluhúsið er 142 fermetra einbýlishús með 60 fermetra bfl- skúr. í því eru 4 svefnherbergi, 2 samliggjandi stofur og sjónvarps- herbergi. í bílskúrnum er föndur- herbergi og geymsla. Móti suðri er sólgarður og búið er að ganga frá lóðinni. Þetta er býsna gott hús en þó ekki nein höll á nútíma- mælikvarða. í dag kostar vísitöluhúsið rúm- ar 10,6 miljónir. Á samsvarandi máta er einnig fylgst með byggingarkostnaði á blokkaríbúð. Miðað er við enda- stigahús með 10 íbúðum mismun- andi stórum. Nú er byggingark- ostnaður í slíku húsi talinn vera 12.776,15 kr. á rúmmetra og byggingarkostnaður alls stiga- hússins rúmar 36 miljónir. Hundrað fermetra íbúð gæti því kostað 4,5 miljónir. Þetta verð er tæpast yfir mark- aðverði því að á Seltjarnarnesi er nú verið að selja nýjar blokkar- íbúðir tilbúnar undir tréverk með frágenginni lóð. Þriggja her- bergja íbúð um 86 fermetrar er seld á rúmar 4,7 miljónir króna. Þegar allt er greitt Utan höfuðborgarsvæðisins er ekki algengt að byggingarverk- takar byggi íbúðir sem þeir selja algerlega tilbúnar og með fullf- rágenginni lóð. Það gerist einna helst þegar um er að ræða bygg- ingu á svokölluðum félagslegum íbúðum, t.d. verkamannabústöð- um, enda er ekki fátítt að menn verði þá hissa á háum bygging- arkostnaði. f slíkum tilfellum er búið að verðleggja hvert handar- i viðvik við bygginguna. Á Seyðisfirði er nú verið að [ selja nýja verkamannabústaði og standa 3ja herbergja íbúðir í um l 5,8 miljónum króna en 4ra her- j bergja kosta um 7 miljónir. Bygg- ing verkamannabústaða þar of I víða annars staðar úti á landi hef- | ur síður en svo reynst ódýrari en á \ höfuðborgarsvæðinu. Ætla m. ■ að hið sama gildi um byggingar’ • j ostnað hins venjulega húsbyg- \ gjanda. Ó? í

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.