Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 8
A BEININU Á hnjánum útúr i i i k; I Sigurður Markússonframkvœmdastjóri sjávarafurðadeildar Sambandsins: Verðbólgan skilur á millifeigs og ófeigs. Fiskvinnslan kallar á gengisfellingu þegar búið er að kaffœra hana íverðbólgu. Barátta Grœnfriðunga gegn hvalveiðum íslendingafarin að hafa áhrifá bandarískafiskkaupendur Fiskvinnslan á nú um þess- ar mundir við mikla rekstrar- erfiðleika að stríða og ef fer sem horfir að öllu óbreyttu stefnir allt í fjöldalokanir hjá fiskvinnslufyrirtækjum með fjöldaatvinnuleysi fiskvinnslu- fólks með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir sjávarpláss- in út um land allt. Aðalvandamál þessarar undir- stöðuatvinnugreinar landsmanna eru verðlækkanir á erlendum mörkuðum sem ekki sér enn fyrir endann á, innlendar kostnaðar- hækkanir og hrikalegur fjár- magnskostnaður. Á meðan fyrir- tækin berjast í bökkum dag frá degi eru vandamálin sett í nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar sem þessa dagana fundar stíft enda hefur hún aðeins hálfan mánuð upp á að hlaupa til að skila til- lögum til stjórnvalda um úrbæt- ur. Það sem af er þessu ári hefur orðið samdráttur á útflutningi sjávarafurða til Bandaríkjanna og vaxandi áróður Grænfriðunga þar í landi gegn íslenskum sjávar- afurðum vegna hvalveiða okkar í vísindaskyni er þegar mikið á- hyggjuefni framleiðenda sjávar- afurða hér á landi. Til að forvitnast nánar um stöðuna hjá n'skvinnslunni og hvað forráðamenn hennar eru að hugsa þessa dagana var Sigurður Markússon framkvæmdastjóri sjávarafurðadeildar sambands ís- lenskra Samvinnufélaga tekinn á, beinið að þessu sinni. Hann var fyrst spurður að því hver væri hin raunverulega staða fiskvinnsl- unnar í dag. - Ég held að óhætt sé að segja að hún sé mjög slæm og hafi ekki verið svona léleg í langan tíma Þetta segja mér menn sem gerst þekkja til reksturs fiskvinnslufyr- irtækja, en mitt sérsvið eru sölu- málin fyrst og fremst en ekki rekstur fiskvinnslunnar og hef þar af leiðandi ekki tölur um af- komuna í heild. Hver er ástæðan fyrir því að afkoman er svona slæm hjá fisk- vinnslunni og hvað varð um góð- ærið frá fyrra ári? Ástæðan fyrir þessari lélegu af- komu er að verðbólgan hefur far- ið með okkur. Verðbólgan hér hefur verið miklu meiri en hún hefur verið í okkar aðal viðskipta- og samkeppnis- löndum. Við höfum verið með 20-30% verðbólgu á meðan tekj- ur okkar hafa lítið aukist. Þetta er vandi fiskvinnslunnar í hnot- skurn; kostnaður innanlands hef- ur aukist á meðan ekki hefur ver- ið samsvarandi aukning í tekjum. Á síðasta ári töpuðu fram- leiðendur okkar 300 milljónum króna á falli doilarans. Hins veg- ar yar hagnaður vegna hækkanna í öðrum myntum á sama tíma um 200 milljónir króna þannig að nettótapið vegna gjaldeyris- sveiflna 1987 var um 100 milljónir króna. En vegna verðbólgunnar hér innanlands hefur fram- leiðslukostnaðurinn hjá okkar framleiðendum hækkað um 12- 1500 milljónir króna. Þarna sér maður einmitt hvar hundurinn liggur grafinn og hvert vandamál- ið er. í þessu sambandi er fróðlegt að bera saman kanadíska fiskverk- endur og íslenska á síðustu miss- erum. Báðir áttu sinn þýðingar- mesta markað í Bandaríkjunum, báðir nutu mikilla verðhækkana á þeim markaði, heimamynt beggja hækkaði nokkuð gagnvart bandaríkjadollar. Kanadísk fisk- vinnslufyrirtæki blómstruðu, flest þeirra réttu vel úr kútnum eftir margra ára erfiðan rekstur, sum þeirra eru talin hafa bjargað sér frá gjaldþroti. Við komum aftur á móti á hnjánum út úr þessu góðæri. Og hvað skilur svo hér á milli feigs og ófeigs. Svarið er verðbólgan. í Kanada var hún 4,2% árið 1986 og 4,2% frá nóv- ember 1986 til nóvember 1987 sem er svipað verðbólgustig og í Bandaríkjunum sjálfum á þess- um tíma. Á sama tíma var verð- bólgan á íslandi á milli 20-25%. Fyrst þetta er spurning um verðbólgustigið hefur þá rikis- stjórnin ekki brugðist útflutn- ingsatvinnuvegunum með því að ráða ekkert við hana? Ég vil nú ekki orða það þannig því nú skyldi enginn kenna öðr- um um verðbólguna á íslandi. Hún er summan af ákvörðunum og aðgerðum ótalmargra aðila í öllum greinum þjóðlífsins. Þar eru fiskverkendur ekki undan- skildir. Ekki heldur stjórnmála- menn. Og allra síst fjölmiðlar. Þeir gætu gert mikið gagn með því að hjálpa þjóðinni okkar að skilja, að þeirri „umframverð- bólgu", sem einu sinni er orðin að veruleika, verður aðeins eytt með gengisbreytingu. Hvaða einkunn viltu þá gefa ríkisstjórn sem ekki heldur betur utan um verðbólguna en raun ber vitni? Ég vil ekki gefa ríkisstjórninni neina einkunn í þessu sambandi. En það er staðreynd að það hefur engri ríkisstjórn tekist að kveða verðbólguna niður enn sem kom- ið er því miður. Afhverju, hef ég ekki aðra skýringu en þá að til þess að svo megi gerast verða allir að vera samtaka í því að kveða hana niður og það hefur okkur ekki tekist til þessa. Fiskvinnslan hrópar ætíð á geng- isfellingu þegar illa árar hjá henni. Er hún eina lausnin í þess- um vanda hennar í dag? Fiskvinnslan hrópar á gengis- fellingu þegar búið er að kaffæra hana í verðbólgu sem er langt umfram það sem er í okkar helstu viðskipta- og samkeppnis- löndum. Verðbólgustigið er farið að nálgast það að vera hér stöðugt, allt að sjö-áttfalt meira en í þessum löndum sem er mun hrikalegra en ég hafði búist við. Verðbólgan er búin að fara svo illa með útflutningsfyrirtækin að ég tel ekki annað hægt til bjargar en að leiðrétta gengið. Veistu hver fjármagnskostnað- ur flskvinnslufyrirtækja er í dag? Það er misjafnt eftir fyrirtækj- um, en dæmi eru um að hann sé 1/4 orðinn af framleiðslukostnaði fyrirtækjanna. Nafnvextir hér eru til að mynda miklu hærri en í þeim löndum sem við erum að keppa við á erlendum mörkuðum og það kemur mjög þungt niður á útflutningsfyrirtækjunum hér- lendis og það má segja að hann sé orðinn jafn hár og launa- kostnaðurinn. Og það segir sig sjálft að þegar fjármagns- kostnaðurinn er orðinn svo hár eru fyrirtækin síður í stakk búinn til að greiða hærri laun. Telurðu að vaxtafrelsið hér eigi sinn þátt í því hvernig komið er? Ég er nú ekki klókur á þetta vaxtafrelsi en ég tel að vöxtunum hafi verið leyft að hækka hér alltof mikið. Hefur orðið samdráttur á sölu sjávarafurða hjá ykkur á Banda- ríkjamarkaði á fyrri hluta þessa árs. Ef svo er þá afhverju? í krónum talið hefur orðið samdráttur í sölu fiskafurða hjá okkur uppá 650 milljónir króna á Bandaríkjamarkaði sem svarar til 16% af heildarveltu Iceland Seafood Corporation á fyrri hluta þessa árs. Aðalskýringarnar á honum eru einkum tvær. í fyrsta lagi að verðin hafa lækkað á markaðnum og í öðru lagi hafa flök sveiflast frá Bandaríkjunum og yfir til Evrópu vegna þess hve Evrópa hefur verið vel sam- keppnisfær. Á barátta Grænfriðunga í Bandarikjunum gegn hvalveiðum okkar einhvern þátt í þessum samdrætti að þínu mati? Þeir eru þegar greinilega farnir að hafa áhrif á viðskiptavini okk- ar þar og kannski bara tíma- spursmál hvenær þess fer að gæta í viðskiptunum. En ég tel þá ekki hafa haft áhrif á þennan sam- drátt. Hefur barátta Grænfriðunga gegn okkur verið vanmetin hér á landi að þínu mati? Því er erfitt að svara. En ég hef sagt það fyrr að mér finnst að á- hrifa þeirra gæti mun meira nú en oftast áður og ég er satt að segja ekki alveg rólegur út af þróun þessara mála. Finnst bér að við eigum að halda fast við hvalveiðistefnu okkar og eiga kannski á hættu að fórna hagsmunum okkar í stað- inn á Bandarfkjamarkaði? Ef sú staða kemur upp að við verðum að velja á milli tvenns- konar hagsmuna hljótum við náttúrlega að velja þá hagsmunina sem meiri eru. Hitt er svo annað mál að ég tel það mjög mikilvægt fyrir okkur sem fiskveiðiþjóð að fylgjast vel með hvölunum. Hafíð þið orðið varir við að barátta Grænfriðunga gegn hval- veiðum okkar hafi orðið hags- munum okkar til skaða í Evrópu? Við vitum af þeim þar og einnig að þeir hafa verið að tala við okk- ar stóru kaupendur þar. En ég tel þó að áhrifa þeirra þar gæti minna en í Bandaríkjunum. Stefnir í fjöldalokanir hjá flsk- vinnslufyrirtækjum á næstunni? Það veltur ákaflega mikið á því hver framvindan verður á næstu dögum og vikum. Það eru margir sem segja okkur að það sé bara dagaspursmál hversu lengi þeir geta haldið áfram rekstri sinna fyrirtækja. Þannig að ástandið er grafalvarlegt. Nú þegar hefur eitt Sambands- frystihúsanna, Meitillinn hf. í Þorlákshöfn, sagt upp öllu sínu starfsfólki 190 manns. Liggur fyrir á borðinu áætlun um frekari uppsagnir starfsfólks hjá flsk- vinnslufyrirtækjum innan Sam- bandsfrystihúsanna? Það er engin slík áætlun til hjá okkur og það eru stjórnir fyrir- tækjanna sem taka ákvarðanir um uppsagnir hver í sínu fyrir- tæki. En það reynir hver að bjarga sér eins lengi og hann get- ur. Veist þú um önnur Sambands- frystihús sem ákveðið hafa að segja upp öllu sínu starfsfólki á næstunni? Nei mér er ekki kunnugt um það, en þetta getur gerst með ör- stuttum fyrirvara. -grh 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.