Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 9
• • TTTHAf^trRí^i^riw JL • \*J mJf jl jL^JíJ JL Æ^lM^j M. Jl JLM^m. Palestína Af tveim palestínskum ungmennum Israelskir hermenn skutu ung- an Palestínumann til bana í fyrra- kvöld. f gær hófust réttarhöld í máli „landnemaforingja" af gyð- ingaættum sem lét það eftir sér að skjóta ungmenni til bana í janúar. Snemma á aöfararnótt gær- dagsins lést 17 ára gamall piltur, Ahmed Daraghmeh að nafni, á sjúkrahúsinu í Nablus vestan Jór- danar. Kvöldið áður höfðu her- menn skotið hann í brjóstið þegar í harðbakka sló milli þeirra og heimamanna í þorpinu Tubas. „Landnemaforinginn" kapp- sami heitir Pinhas Wallerstein og er hann búsettur í Ofra. Hann er annar landræninginn sem gert hefur sér það að leik að skjóta Palestínumann og verið dreginn fyrir rétt af þeim sökum frá því uppreisn heimamanna hófst á herteknu svæðunum í árslok í fyrra. Wallerstein er ekki sakað- ur um morð heldur manndráp. í janúar munu Wallerstein og lífvörður hans hafa ekið inní pal- estínskt þorp nærri Jerúsalem í því eina augnamiði að því er best verður séð að lenda í erjum við heimamenn. Þeir óku fram á hóp ungmenna sem veifuðu palest- ínskum fánum og hrópuðu slag- orð gegn herraþjóðinni. Nokkrir úr þeim hópi grýttu bifreið tví- menninganna en það notaði „landnemaforinginn" sem átyllu til þess að hefja skothríð og drepa pilt á sautjánda aldursári- Reuter/-ks. Móttnælendur í miðborg Rangoon. Erlendir sendimenn segja um 1.000 manns hafa látið lífið í róstunum undanfarna fjóra daga. Burma Enn hundsar fólk herlögin Stjórnvöld segja'95 hafafallið en erlendir sendimenn bera brigður áþessa tölu og staðhœfa að látnirséu alltaðþúsund Að minnsta kosti 17 manns létu lífið í heiftarlegum átökum mótmælenda og „öryggissveita" í Burma í gær. Að sögn útvarpsins í Rangoon réðst fólk á birgða- skcmmur og lét greipar sópa um hrísgrjónasekki. Ennfremur lagði það eld að lögreglustöðvum. Þetta var fjórða daginn í röð að almenningur víðsvegar um landið hefur herlög og mótmælabann ráðamanna að engu. Útvarpsþulur sagði að her- sveitir hefðu skotið að minnsta kosti 18 sinnum á hópa mótmæ- lenda í höfuðborginni. í hópi þeirra sem biðu bana í gær hafi verið lögregluþjónn er nokkrir mótmælendur náðu á sitt vald og borgari sem andófsmenn tóku í misgripum fyrir böðul og börðu í hel. Ríkisstjórn Burma gaf í gær út sína fyrstu yfirlýsingu frá því róst- íranllrak Verslað með Kurda Mótmæli á múrnum sem verður 27 ára gamall á morgun. A ustur-Þýskaland Þúsund samviskufangar Aðsögnfélagal3. ágúst Ar er liðið frá því austurþýskir valdsherrar gáfu þorra fanga upp sakir og létu Ijúka upp dyrum fangelsa. Þá voru nær allir and- ófsmenn látnir lausir en nú eru um þúsund úr þeirra röðum inni- lokaðir á ný. Þetta staðhæfa félagar mannréttindasamtakanna 13. ág- úst. Af þessum þúsund hefðu 400 verið stungið inn fyrir þær „sakir" að reyna að flýja land. Hinir 600 hefðu allir sótt um brottflutnings- leyfi en komið bónleiðir til búð- 'ar. Þeir hafi ekki látið deigan síga heldur gripið til ýmissa ráða í því augnamiði að reyna að telja vald- höfum hughvarf, dreift bæk- lingum á fjölförnum slóðum eða tekið opinberar byggingar her- skildi. Heimildamenn í Vestur-Berlín fullyrða að um 300 þúsund Austur-Þjóðverjar hafi sótt um leyfi til þess að fá að flytjast úr landi. f Austur-Þýskalandi búa 16,6 miljónir manna. Ugglaust leikur mörgum hugur á að ég færi þeim sanninn heim um það hversvegna mannrétt- indasamtök í Austur-Þýskalandi kenna sig við þann stórmerka dag, 13. ágúst. Orsök þessa kvað vera sú að þennan drottinsdag árið 1961 hófu austurþýskir her- menn að reisa þann múr sem frægastur er slíkra mannvirkja næst Kínamúr og Grátmúr, nefnilega Berlínarmúr. ' i Reuter/-ks. ---------------r-----------------------------------------" Pótt ráðamenn í íran og írak eigi vafalaust eftir að rífast lengi um allskyns álitamál í við- ræðunum sem brátt fara í hönd þá voru þeir skjótir að ná samkomulagi á einu sviði. Því að láta af öllum hernaðarstuðningi við uppreisnarmenn Kúrda í ríkj- um hvorra annarra. Nokkrir skæruliðar Kúrda flúðu til Tyrklands í síðustu viku eftir harða bardaga við íraska stjórnarherinn. Þeir greindu frá því að íranir væru hættir að ljá Kúrdum vopn og vistir. Hinsveg- ar heimuluðu þeir enn óvopnuð- um mönnum að ferðast óhindrað yfir landamærin og útveguðu lyf og sjúkragögn. „íraskir" Kúrdar, undir for- ystu Massoud Barzanis, réðu lögum og lofum á stóru svæði í norðurhluta íraks meðan Persa- flóastríðið var í algleymingi. Þeir nutu ríkulegs stuðnings írana og endurguldu hann með þvf að haf a ofanaf fyrir all mörgum hersveit- um óvinarins. Aðrir heimildamenn úr röðum Kúrda fullyrða að franir hafi fall- ist á að snúa baki við þessum fyrrum vopnabræðrum sínum í norðri ef írakar segðu skilið við Mujahideen Khalq hreyfinguna. Það hefði síðan verið bundið f ast- mælum. Kúrdarnir sem flúðu til Tyrk- lands segja ekkert lát hafa orðið á notkun íraka á efnavopnum. „Við óttumst hvorki skriðdreka né orrustuþotur en Sameinuðu þjóðirnar ættu að sjá til þess að þeir hætti að nota efnavopn," sagði einn þeirra við fréttamann. Reuter/-ks. Norðursjór Bjargið selunum! Vísindamenn leggja nú nótt við dag í rannsóknum sínum á dular- fullri pest sem komið hefur nær helmingi allra sela á Norðursjó fyrir kattarnef. Þeir skoruðu í gær á ríkisstjórnir í Norður- Evrópu að draga stórlega úr los- un úrgangs- og eiturefna í þetta hafsvæði. Sérfræðingarnir sitja skyndi- fund í Lundúnum vegna sela- dauðans. Þeir segja um sjö þús- und dýr hafa drepist frá því fyrst varð vart við pláguna í apríl. Fundarmenn telja sterkar líkur benda til þess að mengun af völd- um manna geri ónæmiskerfi sel- anna óvirkt og því veiti þeir pláguveirunni enga mótspyrnu. Því sé brýnt að þegar verði dregið stórlega úr losun úrgangsefna í Norðursjó. Reu(er/-ks. urnar hófust á mánudag. Hyggst einræðisstjórnin ekki slaka á klónni og hvergi hvika frá þeim ásetningi sínum að brjóta upp- reisnina á bak aftur. Forsætisráðherrann, Tun Tin, var hvergi banginn er hann ávarpaði landsmenn í útvarpi- í gær. Sagði hann „öryggissveitirn- ar" einvörðungu vinna það nauðsynjaverk að „tryggja öryggi og varnir ríkisins." Þegar hann hafði lokið sér af tók æðsti yfirmaður hersins til máls, Saw nokkur Maung. Hann reyndi að reka fleyg í fylkingu mótmælenda með því að segja þorra þeirra friðsama og valin- kunna sómamenn sem „skríll og skemmdarverkamenn" hefðu leitt afvega. Gegn þessum stjórnleysisöflum yrði herinn að vinna til þess að koma á friði að nýju. Hið opinbera staðhæfir að 95 menn hafi látist í óeirðunum frá því á mánudag en útvarp ráða- manna hefur ætíð sagt þetta vera lágmarkstölur, „vera kynni" að fleiri væru dánir. Þessar tölur um mannfall, þótt háar séu, eru hvergi nærri þeim tölum sem ýmsir erlendir sendi- menn i Rangoon hafa nefnt. Þeir hafa borið saman bækur sínar og voru á einu máli um það í gær að fórnarlömb átakanna væru ekki færri en þúsund. Sendimennirnir segjast enn- fremur hafa upplýsingar um að stjórnendur Pegu, -50 þúsund manna bæjar norðaustan höfuð- borgarinnar, hefðu gefist upp og flúið eftir linnulaus átök „örygg- issveita" og almennings. ítalskir ferðamenn komu í gær til Bankok á Tælandi frá Burma. Sögðu þeir sínar farir ekki sléttar. Skammt frá Pegu hefðu þeir orð- ið að stíga útúr lestarvögnum og síðan ferðast á vörubflum til Rangoon undir vernd hersveita. Einn ítalanna sagði að járn- brautarteinar hefðu verið sprengdir í loft upp við Pegu og því gengju engar lestir til og frá bænum. Reuter/-ks. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.