Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGSFRETTIR Fœðingar Júlímet á Landspítala Aldreifleirifœðingar íjúlíá Landspítala. 30% aukningfœðingafráfyrra ári. Gífurlegt álag á starfsfólki. Fœðingarheimilið lokað að venju. Fæðingarfjölgun íKeflavík-jafnvœgi á Selfossi Erill og þys á vöggustofu Landspítalans, enda hafa fæðingar á Landspítalanum aldrei verið fleiri í júlí mánuði en í ár. Mynd E.ÓI. Utanríkismálanefnd Leitað frekari upplýsinga Hjörleifur Guttormsson: Samningar eða undansláttur með landhelgina koma ekkitilgreina. Hugsanleg veiðiréttindi óskilt mál Grænlands og Jan Mayen. Þá á- dómsmálaráðherra að sleppa réttaði Hjörleifur samþykkt færeyska loðnuveiðiskipinu þingflokks Alþýðubandalagsins Sjúrði Thorlakssyni eftir augljóst þar sem átalin er sú ákvörðun landhelgisbrot. -lg. fiskveiði- W lögsöguna og grunnlínupunkta sem hún miðast við tel ég að engir samningar eða undansláttur komi til greina gagnvart öðrum þjóðum og alls ekki að alþjóðlegur gerðardómur fjalli um mál er varða landhelgi okkar. Spurningunni um hugsan- leg skipti á veiðiréttindum, t.d. við Grænlendinga, á ekki að blanda saman við þetta mál, held- ur halda slíkum þáttum algerlega aðgreindum, segir m.a. í bókun sem Hjörleifur Guttormsson alþingismaður lagði fram á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í gær. Nefndin var kölluð saman að ósk Hjörleifs vegna þeirra um- mæla Uffe Ellemanns Jensens utanríkisráðherra Danmerkur í Ríkisútvarpinu, að Danir ætluðu að vísa deilu sinni við íslendinga um mörk iandheiginnar norður af landinu til Alþjóðadómstólsins í Haag. Utanríkismálanefnd sam- þykkti á fundi sínum að óska eftir því við utanríkisráðuneytið að það aflaði sér skýrari vitneskju um afstöðu danskra stjórnvalda til þessarar deilu, en heimildir herma að Uffe hafi dregið í land með fyrri yfirlýsingar sínar. í bókun Hjörleifs er áréttað að aflað sé ítalegra gagna og málin rædd m.a. í utanríkismálanefnd áður en formlega afstaða verði tekin til hugsanlegrar aðildar að gerðardómi í deilunni við Norð- menn og Dani fyrir hönd Græn- lendinga um mörk lögsögu milli Fjöldi fæðinga á Landspítalan- um hefur aldrei verið meiri í júlímánuði en í ár eða 285 talsins. Það sem af er árinu hefur fæðing- um á Landspítala fjölgað um 30% frá fyrra ári. Að sögn Ijósmæðra sem Þjóðviljinn ræddi við í gær hefur álagið verið mjög mikið það sem af er sumri vegna skorts á afleysingarfólki. Guðrún Eggertsdóttir Ijós- móðir á Landspítala sagði í sam- tali við Þjóðviljann í gær, að fyrir- sjáanlegt væri að ágústmánuður yrði skaplegri en sl. mánuður. Að sögn þeirra ljósmæðra sem þjóðviljinn ræddi við væri ekki til að bæta úr skák að venju hefði borgin Fæðingarheimilið lokað yfir sumartímann, einmitt þann tíma ársins þegar fæðingar væru hvað flestar. ^m^é Þrír flokksbræðra í hálfgildins alþjóðasambandi íhaldsflokka: Kohl kanslari, Chirac borgarstjóri Parísar og Þorsteinn Pálsson, íslenski forsætisráðherrann. Sjálfstœðisflokkurinn Alþjóðlegt einsdæmi Þorsteinn Pálsson: Sjálfstœðisflokkurinn séríslenskt fyrirbœri. Mœtti á alþjóðlegtþing hœgriflokka íBerlín. Yfir 20 helstu hœgriflokka Vesturlanda meðlimir Þórsmörk Skógurínn ellidauður Birkiskógurinn í Húsadal er nú að drepast vegna aldurs. Þarna óx upp nýgræðingur á árunum eftir 1924 þegar svæðið var fyrst friðað fyrir beit og þessi tré eru nú einfaldlega komin á aldur. Birkið í Þórsmörk er ekki að drepast vegna átroðnings ferða- manna. Þeir fara mjög lítið inn í skógarkjarrið því þar er mikill mosi í botninum. Það sem við eigum að gera til þess að eðlileg endurnýjun eigi sér stað í birki- skógunum er að saga nokkur stór rjóður í þá, segir Sigvaldi Ás- geirsson, skógfræðingur í Hauka- dal. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins upplýsti landsmenn um það í Morgun- blaðinuádögunum, að Sjálfstæð- isflokkurinn væri „séríslensk borgaraleg breiðfylking." En for- maðurinn sótti alþjóðlegt þing hægriflokka í Berlín síðastliðið haust i fylgd framkvæmdastjóra breiðfylkingarinnar Kjartans Gunnarssonar. Á Kjartani er að heyra að þar hefðu mæst hægri- flokkar með sérþjóðleg einkenni. Alþjóðasamtök þessi kalla sig „Alþjóðasamtök lýðræðis- flokka" og eru rúmlega 20 hægri- flokkar héðan og þaðan meðlimir í þeim. Kjartan Gunnarsson sagði í samtali við Þjóðviljann að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki meðlimur í þessum samtökum, honum hefði oft verið boðið að senda áheyrnarfulltrúa á þing samtakanna en sjaldan þegið slík boð. Hann og Þorsteinn hefðu þó farið á þingið í Berlín í fyrra. f samtökunum eru margir helstu hægriflokkar Vesturlanda; breski íhaldsflokkurinn, Fram- sækni íhaldsflokkurinn í Kanada, íhaldsflokkurinn danski, Hægri í Noregi, Gólistarnir frönsku og Sjálfstæðis og bændaflokkurinn franski sem stendur næst flokki Le Pens á hægri væng franskra stjórnmála. Þá eru sænsku Mod- eratarnir meðlimir ásamt Kristi- lega demókrataflokknum þýska og Republikanaflokknum banda- ríska. Kjartan sagði það aldrei hafa komið til sérstakrar umræðu í Sjálfstæðisflokknum að gerast fullgildur meðlimur í samtök- unum þó flokknum hefði verið boðið það. Erlent samstarf af þessu tagi væri líka dýrt eins og allt erlent samstarf. í samtök- unum væru stærstu og áhrifa- mestu stjórnmálaflokkar Vestur - Evrópu og Efnahagsbandalags- ríkjanna. Hann væri þeirrar skoðunar að það væri brýnt fyrir ísland að rækta samskiptin við aðrar þjóðir og samskipti stjórnmálaflokka væri ein leið til þess. Kjartan sagðist telja að stjórnmálaflokkar í hvaða landi sem væri væru sérþjóðleg fyrir- bæri. Flokkar með harðmarxíska línu teldu sig td. hafa sérstök þjóðleg einkenni. Það kæmi hins vegar ekki í veg fyrir að flokkar með svipuð meginviðhorf ættu með sér samstarf. Þeir formenn Sjálfstæðisflokksins sem hann þekkti til hefðu allir verið tals- menn samstarfs við erlend ríki. „Sjáifstæðisflokkurinn hefur rækilega sýnt fram á að hann er óhræddur að semja við aðrar þjóðir um grundvallarmál sem snerta hagsmuni íslensku þjóðar- innar og varðveitti um leið þjóð- leg réttindi." Enginn flokkur hefði til að mynda beitt sér meira fyrir aðildinni að NATO en Sjálf- stæðisflokkurinn. -hmp Á Fæðingarheimilinu svarar nú bara símsvari: „Fæðingar- heimilið er lokað vegna sumar- leyfa. Við opnum aftur á mánu- daginn 15. ágúst kl. 7.30. Takk fyrir." Að sögn Sólveigar Þórðardótt- ur, ljósmóður á Sjúkrahúsi Keflavíkur hafa þar nú þegar ver- ið 198 fæðingar á árinu sem tal- sverð aukning frá sama tíma í fyrra. Sólveig sagði að þar að auki hafi fjórtán konur verið sendar á Landspítalann vegna þess að skurðstofan hefur verið lokuð á sjúkrahúsinu í sumar í sparnaðarskyni, eins og það er nefnt. - Óneitanlega fylgir þessu áhætta bæði fyrir móður og barn, svo ekki sé talað um óþægindi, sagði Sólveig. Starfsfólk Sjúkrahússins hefur sent sjúkrahússtjórn áskorun þess efnis að bráðaþjónusta verði rekin við stofnunina árið um kring en sl. ár hefur þar ekki ver- ið hægt að leita bráðaþjónustu nema fjóra daga í viku. Á Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel- fossi, sagði Guðfinna Ólafsdótt- ir, ljósmóðir að fjöldi fæðinga í ár væri sá sami og á sama tíma í fyrra. - -rk 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ Stjórnarmöguleikar Framsókn, Kvennó og Alþýðu- bandalag Oddamenn stjórnarandstöðu- flokkanna eru sammála um það að reynslan sýni að ríkisstjórn- inni muni ekki takst að rétta þjóð- arskútuna við úr ðldudalnum og því beri stjórnin að beiðast lausnar og efnt verði til kosninga í haust. Ólafur Ragnar Grímsson telur fyrir margra hluta sakir æskilegt að Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur og Kvenna- listi myndi nýja ríkisstjórn undir merkjum félagshyggju að undan- gengnum kosningum. Ólafur við- raði þessa hugmynd í fréttatíma Sjónvarpsins í gær. Hann segir Alþýðuflokknum velkomið að siást í hópinn, láti hann af frjáls- hyggjukreddum. Guðrún Agnarsdóttir Kvenna- lista sagðist ekki kannast við að neinar viðræður hafi átt sér stað um stjórnarmyndun að loknum kosningum, en Kvennalistinn væri reiðubúinn að axla ábyrgð fengi hann skýr svör um það frá þjóðinni. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.