Þjóðviljinn - 12.08.1988, Side 12

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Side 12
Kennarar - Akranes Okkur vantar kennara í eftirtaldar stööur viö grunnskólana á Akranesi. Við Grundaskóla: Almenna kennara Sérkennara. Upplýsingar veita skólastjóri og yfirkennari í síma 12811. Við Brekkubæjarskóla: Kennara í 7.-9. bekk: Aöalgreinar líffræði og stæröfræði. Upplýsingar veita skólastjóri og yfirkennari í símum 11388 og 12012. UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 17. ÁGÚST NÆSTKOM ANDI! Skólanefnd grunnskóla Akranesi Hjúkrunarfræðingar Tvær stööur hjúkrunarfræöinga, af fjórum, eru lausar til umsóknar. Ráðningartími til lengri eða skemmri tíma. í Skjólgaröi eru 25 hjúkrunarsjúk- lingar og 22 ellivistmenn auk fæöingardeildar meö 12-20 fæðingum á ári. Boðið er uppá fríar feröir til skoöunar á aðstæöum ef óskaö er. Allar upplýsingar veitir Ásmundur Gíslason, ráösmaöur, eða Amalía Þorgrímsdóttir, hjúkr- unarforstjóri, símar 97-81118 og 97-81221. Skjólgarður Höfn, Hornafirði Holtaskóli Keflavík Kennara vantar aö Holtaskóla næsta skólaár. Æskilegar kennslugreinar: stærðfræöi, raun- greinar, samfélagsfræði og enska. Jafnframt er laus staöa smíöakennara. Skólinn er einsetinn og öll aöstaöa mjög góö. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 92-15597 og yfirkennari í síma 92-11602. Skólastjóri Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuöina maí og júní er 15. ágúst nk. Sé launaskattur greiddur eftir ein- daga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda aö greiða til inn- heimtumanns ríkissjóös, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármáiaráðuneytið Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd garðyrkjudeildar Reykjavíkurborgar, óskar eftir tilboöum í frágang á leikvelli við Ásgarð í Reykja- vík. Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, aö Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 5.000 kr. skila- tryggingu. Tilboðin veröa opnuð á sama stað miövikudaginn 24. ágúst kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR SKAÐI SKRIFAR: Lyftum gullfætinum, eða peningamagn úr umferð Ég, Skaði, hefi haft nokkrar áhyggjur af pening- amálunum. Ég hefi til dæmis aldrei skilið þetta með peningamagnið í umferð. Hvað er það eigin- lega? Ég spurði vin minn, Guðjón hagfræðing, að þessu um daginn. Ég sagði si sona: Það er verið að segja mér Guðjón að ef pening- amagnið í umferð er of mikið þá sé þensla og verðbólga og vesin. En samt er það alltaf of lítið og því er mikil eftirspurn eftir því og háir vextir og þá er líka verðbólga og vesin. Vinur minn, sagði Guðjón. Peningamálin eru ekkert teboð eins og Maó oddviti sagði um bylting- una. Þau eru eins og fornsögur: þú ferð til vinstri og þú verður höggvinn, þú ferð til hægri og þú verður brenndur. Já en hvað eru peningar, Guðjón? Þeir eru svo margt, kæri vin, sagði Guðjón. Seðlar og tíkallar og víxlar og verðbréf og kredít- kort. En þegar á heildina er litið er peningamagn í umferð samsafn allra loforða um greiðslur sem menn hafa gefið í þjóðfélaginu og menn hafa sam- þykkt að láta sem þeir taki mark á. Jesúsminn, sagði ég. Stöndum við ekki fastari fótum en þetta? Nei, sagði Guðjón. Ætiarðu að segja mér að okkar þjóðarhús sé ekki einusinni reist á sandi heldur bara loforðum sem íbúarnir gefa hver öðrum? Jamm, sagði Guðjón. Ég fór heim og ég verð að játa að mér varð ekki svefnsamt. Ég bylti mér og bylti þar til ég glað- vaknaði kortér fyrir þrjú og hrópaði upp yfir mig í fögnuði. Ég hafði fundið lausnina á efnahagsvanda ís- lendinga. Hún er sú að taka peninga úr umferð. Við af- nemum barasta alla þá peninga sem eru ekki annað en skeinisblöð og loforð og þess í stað lyftum við gullfætinum hátt í sigurgöngu þjóðarinn- ar til hins sanna frelsis. Hvernig ætla ég að fara að því? Jú. íslendingar taka upp gullpeninga og viður- kenna ekki aðra peninga. Myntin stærsta heitir landaur og samsvarar tíu þúsund krónum. í hverj- um landaur eru tíu gullkrónur. í hverri gullkrónu eru tíu silfurkrónur. í hverri silfurkrónu eru tíu kop- arhlunkar. Og svo framvegis. Gullinnihald eða annað málminnihald myntarinnar er náttúrlega alltaf samsvarandi verðgildi peninganna, óþarft að táka það fram íslendingar verða eina þjóðin í heiminum sem höndlar með alvörupeninga. Þar með er okkur tryggð meiri virðing í heiminum en við höfum notið síðan á víkingaöld þegar við gátum höggvið mann og annan í okkar athafnaskáldskap. Við munum efla verðskyn okkar og sparsemi, vegna þess aö það verður svo fyrirhafnarmikið að gera innkaup •að maður er ekki að því í tíma og ótíma. Við munum efla snertiskyn okkar, því að við höfum eitthvað alminnilegt að þukla á í vösum okkar. Við munum efla bæði fegurðarskyn okkar og einstaklingshyggju vegna þess að myntin verður þannig, að öðrummegin verður löggillt íslenskt skjaldarmerki með verðgildi penings en hinum- megin geta menn slegið einhverja fallega og per- sónulega mynd að eigin smekk. Um leið leysast okkar atvinnumál. Ekki bara vegna þess að fjöldi atvinnutækifæra verður til við að sauma pyngjur sem menn reiða við belti sér - leðurpyngjur, silkipyngjur, plastpyngjur, segldúkspyngjur, perlusaumaðar pyngjur - allt eftir aldri og kynferði þegnanna. Mestu skiptir að peningarnir verða sjálfir okkar helsta framleiðslu- og útflutningsvara, því náttúrlega vilja allir eiga einu alvörupeningana í heiminum. Þar með vær- um við líka alveg inni í miðjum markaðslögmálun- um sem hafa leitt til þess á síðustu árum, eins og allir vita, að það borgar sig ekki að vera að fram- leiða fisk eða kjöt eða ál eða peysur, því það er stórtap á öllu saman. Það eina sem borgar sig er að versla með peninga. Og það mun borga sig enn meir og margfalt meir að versla með peninga peninganna. Upp upp mittgeð og gullfótur.... NEI, ÞEIRÆTLA AÐ TALA UM VEÐRID Forsætisráðherra mun í dag eiga viðræður við Re- agan Bandaríkjaforseta. Vafalaust verður þar rætt um samskipti ríkjanna tveggja. Leiöarí Morgunblaósins LEYNDARDÓMAR MARKAÐSÞJÓÐ- FÉLAGSINS Dó músin í bjórdósinni fyrir eða eftir átöppun? Fyrírsögn 7 Morgunblaóinu < 0 < co O DH ALLTOF MARGIR SLEPPA Séu borin saman við- skipti lögreglunnar og fjöldans sfðastliðin 50-60 ár, þá hefur lögreglan hlotið þar meira tjón en vissar manneskj ur innan fjöldans. Morgunblaðið SÆLIRERU HÓGVÆRIR Eins og kunnugt er lætur Tíminn ekkert framhjá sér fara sem stórtíðindum sæt- ir, bæði hér á landi sem og úti í hinum stóra heimi. Gildir þá einu hvort at- burðurinn er í framtíðinni, nútíðinni eða fjarlægri fortíð. Því þótti ritstjórn meira en sjálfsagt að leita eftir svörum við því hvort ske kynni að gata ein í hafnarborginni Genóa á Ítalíu héti í höfuðið á ekki ómerkari kappa en sjálf- um Sturlu Sighvatssyni. Innganguraö frétt í Tímanum HÍ Á STEINGRÍM! Það er sérstakt fagnað- arefni að Þorsteini Pálssyni forsætisráðherra hefur verið boðið í opin- bera heimsókn til Banda- ríkjanna. Leiöarí í Morgunbiaöinu LJÓSIÐ SEM HVARF Ennfremur er tekið fram í skeytinu að fleiri ár eða staðir á Liguriasvæð- inu, íkringum Genoa, beri heiti sem endi á -urla og -rla. Og þannig bendi flest til þess að götuheitið Sturla í Genoa tengist ekki hinum rammíslenska Sturlu Sighvatssyni. Seínna í sömu frétt í Tímanum MIKILHUGGUN HARMIGEGN Fólki sem finnst hann (Michael Dukakis) leiðin- legur og hrokafullur líkar vel við hana (frú Dukakis) af eftirtöldum ástæðum: Hún reykir en hann hefur viðbjóð á reykingum. Hún er ekkert að horfa í aurana en hann er alræmdur fyrir nísku. Tíminn Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.