Þjóðviljinn - 12.08.1988, Page 13

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Page 13
Irgi Björn Skriðtækling á Vesturlandi? Ótraust staða ríkisstjórnar- innar hefur komið af stað kosningaskjálfta í öllum flokk- um útum allt land, og er víða krunkað saman í hornum. Á Vesturlandi eru Sjálfstæðis- menn heldur uggandi um sinn hag, misstu síðast þingmann og eiga nú einan eftir Friðjón Þórðarson, sem eftir Thoroddsen-ævintýrið missti öll völd innan flokksins, þykir enginn skörungur á þingi og er þar að auki að nálgast hættutímann. Sú saga gengur um kjördæmið að sterk öfl innan flokksins vestra vilji fá til framboðs Inga Björn Al- bertsson, Borgaraflokks- þingmann, sem hefur komið á óvart í hlutverki sínu sem póli- tíkus og er vel þokkaður í hér- aði. Þessi skriðtækling væri þá jafnframt útrétt sáttahönd til Alberts og félaga... ■ Uppstokkun hjá ASÍ Á Alþýðusambandsþinginu sem haldið verður í haust má búast við nokkrum uþþ- skiptum á aðalstjórn sam- bandsins. Ásmundur Stef- ánsson forseti er ákveðinn í því að halda áfram og telur sig hafa góðan stuðning í emb- ættið í öllum flokkum nema helst frá Alþýðubandalags- mönnum. Hinsvegareróviss- ara um framtíð varforsetanna þeirra Björns Þórhallssonar og Guðríðar Elíasdóttur. Ýmsir verkalýðsfrömuðir í A-flokkunum vilja gjarnan ná betri samstöðu í forystu ASÍ en verið hefur og klippa á samstarfið við íhaldið. Björn Þórhallsson þykir ekki heppi- legur varaforseti og eins vilja kratar gjarnan koma að sterk- ari manni en Guðríði í forseta- embætti. Helst er talað um Karl Steinar Guðnason sem varaforseta og gert verði samkomulag við Framsókn- armenn og þeim tryggður 2. varaforseti sem yrði þá kona, trúlega Þóra Hjaltadóttlr for- maður Alþýðusambands Norðurlands.B Litrík dómgæsla Þó að keppni í 1. og 2. deild (slandsmótsins í knattspyrnu sé rétt hálfnuð er Ijóst að mótið verður einkum minnis- stætt fyrir tvennt. Annarsveg- ar yfirburðastöðu Framara í 1. deildinni og lítríkrar dóm- gæslu þeirra svartklæddu. Vítaspyrnudómur Friðgeirs Hallgrímssonar í bikarleik Fram og Vals er þegar kom- inn á spjöld sögunnar og til stendur að gera Friðgeir að heiðursfélaga hjá Knattspyrn- ufélagi Siglufjarðar fyrir vel ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 hvernig eigi að koma böndum á „gráa markaðinn“...H Að nota tækifærið unnin störf. Svo vel hefur hon- um tekist upp í dómgæslunni í sumar að þjálfarar knatts- pyrnuliða hafa meiri áhyggjur af því hvort Friðgeir muni dæma í næsta leik eða ekki en liði andstæðingsins.B Aukavinna að- stoðarráðherra Aðstoðarmanni forsætis- ráðherra, Jónínu Michaels- dóttur er ýmislegt til lista lagt. Auk þess að leggja forsætis- ráðherra til góð ráð um efna- hagsstjórnun landsins hefur hún lagt ársskýrslugerðar- mönnum ákveðinna pening- astofnana lið með glöggu auga sínu á hvað vel má fara í útliti ársskýrslna. Þannig hafði Jónína umsjón með árs- skýrslu Iðnlánasjóðs og svo fjármögnunarfyrirtækisins Glitnis. Báðar þessar skýrslur eru með afbrigðum glæsi- legar, litprentaðar með miklu af litmyndum á þungan papp- ír. Auk þess er pappírinn víða upphleyptur, svona til að fá rétta háklassa-„tötsjið“. Það er því greinilegt að aðstoðar- maðurforsætisráðherra hefur ekki ráðlagt viðskiptavinum sínum sérstakan sparnað, svona á þessum síðustu og verstu tímum. Einhverjum kann síðan að þykja lítt við hæfi að hægri hönd forsætis- ráðherra, sé í'aukavinnu hjá fjármögnunarleigu. Hvað ger- ist þegar forsætisráðherra þarf á ráöum að halda um það I kosningaveislu þeirri sem Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra hélt átta- hundruð (stuðnings-) konum sínum á kvennaráðstefnunni í Osló, talaði hann sem kunn- ugt er annars vegar um hversu Ijúfa móður hann hefði átt, hún hefði ætíð verið hon- um góð, jafnvel þegar hann sem polli átti það til að skríða hundblautur upp úr tjörninni inn á stofugólf í ráðherrabú- staðnum. Eitthvað virðist þessi hugljúfa ræða utanríkis- ráðherra hafa snert álíka hugljúfan streng í brjósti fyrr- verandi ráðherra sem stödd var þarna í hófinu. Ragnhildur Helgadóttir, fyrrum mennta- málaráðherra sá alla vega ástæðu til að stíga í pontu og kveðja sér hljóðs. Vildi hún að „átta hundruð íslenskar konur staddar í veislu Steingríms Hermannssonar í Osló, sendu eiginmönnum sínum heima á íslandi ástar og sakn- aðarkveðjur." En ekki eru all- ar ferðir til fjár og skipti það engum togum en að allur sal- urinn í ósjálfráðum við- brögðum púaði Ragnheiði og hina hugulsömu tillögu henn- ar niður. Ekki fylgir sögunni hvort Steingrímur tók undir með meirihluta veislu- gesta...B HEFUR PÚ VITAÐ ÞAÐ BETRA? UCI KfllKIBI IB nEuviinviun ÚT OG RESTIN AN VAXTA OG TOYOTA-BÍLASALAN býður einstök greiðslukjör á notuðum bílum í eigu umboðsins. 50% af kaupverði greiðast við samning en eftirstöðvar eru lánaðar í 12 mánuði, vaxta- og verðtryggingarlaust! Og ekki nóg með það... Þeir sem staðgreiða fá 15% afslátt. Hjá TOYOTA-BÍLASÖLUNNI er gott úrval notaðra bíla Verið velkomin í Skeifuna og skeggræðið við sölu- menn okkar: Pétur, Jón Ragnar, Jóhann eða Egil. Opið milli kl. 9-19 virka daga og kl. 10-17 laugardaga. SKEIFUNNI 15.SIMI 687120

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.