Þjóðviljinn - 12.08.1988, Síða 14

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Síða 14
Þunglyndi, depurð, einmanaleiki og þjáning einkennir þá sem velja þá afdrifaríku leið að stytta lífdaga sína með sjálfsmorði. Hversvegna og hvað er til ráða? Þau skrif sem hér fara á eftir eru byggð á samtölum við það fólk sem rætt er við í þessari umfjöllun og einnig við fleiri geðlækna og sérfróða einstaklinga um geðlækningar og geðræn vandamál. Sjálfsmorðum virðist hafa fjölgað nokkuð á síðustu árum. Tíðni sjálfsmorða hér á landi virðist hafa aukist, séu síðustu áratugir, bornir saman við hina fyrstu á þessari öld. Erfitt er hins- vegar að grennslast fyrir um tíðni sjálfsmorða á fyrri öldum, því vís- ast er að vegna álits hins dóm- harða pöpuls hafi verið hyllst til að kalla sjálfsmorð eitthvað ann- að, og verið reynt að fela þau sem slys eða skæðan sjúkdóm. Enn þann dag í dag eru dæmi um að fólk vilji frekar kalla sjálfsmorðið eitthvað annað, kannski til að hlífa nánustu ættmennum. Aðalorsök sjálfsmorða virðist í mörgum tilfellum mega rekja til þess að einstaklingurinn telji þjóðfélagið eða sitt nánasta um- hverfi hafa brugðist sér og jafnvel afneitað á einn eða annan hátt, eða líf sitt hafa misheppnast með öllu. Andlegum þörfum hins ein- mana, ráðþrota einstaklings hafi ekki verið sinnt nægilega eða að samfélagið hafi ekki látið sig varða einangrun hins þjáða. Einmanaleiki, skortur á til- gangi, skortur á fyllingu, skortur á kærleika, jafnvægisleysi og þjáningarfullur kvíði eru daglegt brauð margra í hrópandi þver- sögn við velmegun og framfarir nútímans. Þunglyndi og alkóhól- ismi eru með stærstu orsökunum en þegar þær eru skoðaðar í víðara samhengi sést að samfé- Iagið hefur reynst næsta mátt- vana við að bæta aðstæður, um- hverfi og líf þessara einstaklinga. Rætt er um það innan geð- lækningastéttarinnar hversu mik- ill missir það er oft að þeim ein- staklingum sem svipta sig lífinu. Á þeim tímum þegar maðurinn geti verið þess megnugur að lifa sáttur við sitt og í bræðralagi við aðra menn og umhverfi sitt; vegna tækniframfara og þekking- arauka, sé sárt að sjá eftir ein- staklingum sem hefðu getað prýtt mannlegt samfélag og jafnvel dýpkað. Dýpkað vegna þess að þjáningarþröskuldur þeirra sé minni og því hefðu þeir getað kennt mannlegu samfélagi hver takmörk þess séu og hvar þau liggja. Oft takmarkast umræðan um sjálfsmorð við þrönga hópa sér- fræðinga því vegna viðkvæmni þeirra vandamála sem leiða af sér sjálfsmorðið er tilhneiging til að þegja sem mest um slíkt. Umræðan um jafn alvarlegan hlut og sjálfsmorð hlýtur að þurfa að vera almenn því jafnvel sjálfs- morðstilraun er oft lítið annað en hróp einstaklingsins út til samfé- lagsins eða hans nánustu um að hann sé kominn í þrot og þurfi því á hjálp að halda. Þannig er til- raun stundum hugsuð, ekki endi- lega sem fullkomlega alvarleg sjálfsmorðsætlun, heldur sem táknrænn tjáningarmáti. Leið til að fá meiri athygli og umhyggju. Á norræna geðlæknaþinginu sem nú stendur yfir í Reykjavík er rætt um þunglyndi og kvíða, og í tengslum við það er meðal ann- ars rætt um sjálfsmorð og sjálfs- morðstilraunir. Sérfræðingar frá öllum Norðurlöndunum stíga í ræðustól og fjalla um niðurstöður kannana og tölfræðilegra rannsókna á sjálfsmorðum og sjálfsmorðstilraunum en ekki þykir sýnt að þær umræður geti náð mikið út til eyrna fjöldans. Ekki er rétt að búast við neinum einföldum lausnum af því sem þar verður rætt en sannar- lega skýra niðurstöðurnar að ein- hverju leyti hvar vandinn liggur og að hvaða hópum hann steðjar. Þrjú ár: 472 sjálfsmorðs- tilraunir Guðrún Jónsdóttir og Sigurður Páll Pálsson, læknar á Borgar- spítalanum í Reykjavík, leggja fram niðurstöður könnunar sem þau unnu í sameiningu undir stjórn Hannesar Péturssonar, yfirlæknis geðdeildar Borgar- spítalans, á geðlæknaþinginu. Könnun þeirra byggir á kom- um inná bráðadeild Borgarspítal- ans frá upphafi árs 1983 og til loka ársins 1985 og sérstaklega var kannaður munurinn á ein- staklingum sem komu vegna sjálfsmorðstilrauna og hinum sem komu af öðrum orsökum. Allar upplýsingar voru skráðar eftirá en alls voru skráðar 2126 komur inná bráðadeildina á tíma- bilinu. Einstaklingarnir voru hinsvegar 1449. Af þeim komu 76% einu sinni, 15% tvisvar og oftar komu afar fáir. 472 komur voru vegna sjálfsmorðstilraunar, eða í um 22% tilvika. Niðurstöður könnunarinnar sýna að í flestum tilfellum eru það frekar ungar konur, á aldrinum 15-40 ára, sem gera tilraunir til sjálfsmorða. Eftir starfssviðum flokkast þær þannig að nemar og heimavinnandi konur eru ívið fleiri og oftast er tilraunin gerð í heimahúsi, um helgi, og undir áhrifum áfengis. Það þykir nokk- uð merkilegt að sjaldnast er um að ræða að tilraunaeinstakling- arnir séu haldnir alvarlegum eða þungum geðsjúkdómum, en hinsvegar er það sýnu algengara að þeir misnoti áfengi og lyf. Þannig er um þriðjungur þeirra alkóhólistar. Geðheilsa þeirra er jafnvel eðlileg. Langalgengasta aðferðin við sjálfsmorðstil- raunirnar er taka of stórs skammts af róandi eða svefnlyfj- um, hinum svokölluðu „bað- skápalyfjum“, eða í u.þ.b. 66% tilraunanna. Næstalgengasta að- ferðin er skurður með oddhvössu verkfæri, eða í um 24% tilvika. Aðrar aðferðir eru minna notað- ar. Ástæður sem hægt er að grafast fyrir um hjá þeim sem gerðu til- raun til sjálfsmorða eru kannski í flestum tilfellum til komnar vegna fjölskylduvandamála en síður vegna atvinnuleysis, fjárhags- eða húsnæðisvandræða. Þjóðfélagsstaða þeirra sem könnunin tók til þykir benda til þess að ófaglært eða minna menntað fólk sæki bráðaþjón- ustu til bráðadeildarinnar í meira mæli en menntað eða mjög sér- hæft fólk. Þannig voru um 60% þeirra sem komu inn á deildina á tímabilinu ófaglærðir, meðan að- eins 2,3% teljast til sérhæfðra há- tekjumanna, þó hlutfall þeirra í þjóðfélaginu sé að sönnu mun hærra. Þegar að sjálfsmorðstil- raunum kom var þó ekki mikill munur á. Forstjórinn virtist undir sömu sök seldur og skúringakon- an. Þó var greinilegt að þjóðfé- lagsstaðan réði ekki beinlínis öllu um það hvort tilraun var gerð. Fjórðungur þeirra sem komu á bráðadeildina höfðu misst föður, móður eða aðra mjög nána ást- vini, fyrir 16 ára aldur. Stærsti hópurinn var ógift fólk, frekar ungt. Óþyrmilega mikið er um að fólk í 15 - 25 ára hópnum geri tilraunir til sjálfsmorða og voru það mest nemendur sem í þeim hópi teljast. Meðalaldur þeirra sem gerðu tilraunir til sjálfs- morðs var 33 ár. Sjálfsmorðin sjálf Lárus Helgason yfirlæknir leggur einnig fram á þinginu nið- urstöður eigin rannsókna. Ein af þeim tekur til allra þeirra sem leituðu til geðlækna á árunum 1966 og 1967. Þannig hefur Lárus kannað, að 20 árum liðnum, hver afdrif þeirra einstaklinga hafa orðið, sérstaklega með tilliti til tíðni sjálfsmorða. 2388 einstaklingar leituðu til geðlækna á þessu tveggja ára tímabili og af þeim hafa 576 látist. Af þeim hefur 51 framið sjálfs- morð og 34 látist á óeðlilegan hátt, svosem af slysförum. Dánartíðnin er hærri en það sem gengur og gerist meðal þjóð- arinnar og sjálfsmorðstíðnin er töluvert hærri. Fleiri frömdu sjálfsmorð á fyrrihluta tímabils- ins en á hinum síðari. Fyrstu 7 árin var ofneysla lyfja algengasta dánarorsökin en eftir það voru harkalegri aðferðir notaðar. Það má teljast undarlegt, að þrátt fyrir að þessir einstaklingar eigi sumir hverjir við alvarleg vandamál að glíma hefur enginn þeirra framið morð svo vitað sé og fáir beitt aðra ofbeldi. Þessir einstaklingar virðast einmitt frekar deyja af annarra völdum. Þannig má rekja mörg dauðsfall- anna af slysförum til þess að aðrir hafi orðið valdir að dauða þeirra sem rannsóknin nær til. Einnig má jafnvel gera ráð fyrir að stór hluti þeirra sem frömdu sjálfs- morð hafi ekki haft það meðvitað á prjónunum heldur hugsanlega í ölæði eða einhverju slíku, því svo virðist sem alkóhólistar í þessum hópi séu afar margir. Að sjálfsögðu tók rannsóknin til fleiri þátta sem ekki verða raktir hér. Hversvegna sjálfsmorð? Það sem í þessum rannsóknum kemur fram sýnir okkur ekki fram á neinn endanlegan sann- leik um það hverjir séu í mestri hættu eða hvort það á endilega fyrir einhverjum að liggja að fremja sjálfsmorð fremur en öðr- um. Það sem vitað er um sjálfsmorð á íslandi í dag sýnir að oftast eru það karlmenn sem fremja þau, oft á miðjum aldri, vegna mikils þunglyndis, einmanakenndar og 14 SÍÐA - ÞJÓDVILJINN: - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.