Þjóðviljinn - 12.08.1988, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Qupperneq 15
alkóhólisma. Það sem hinsvegar er ekki fullvíst, en virðist vera að aukast, er að yngra fólk virðist vera í ríkari mæli að velja þá leið að fremja sjálfsmorð. Fólki á aldrinum 20-29 ára sem fremur sjálfsmorð virðist vera að fjölga en það hlýtur að vera merki um að fólk sem er að koma á fót fjöl- skyldum og að byrja að taka á sig þá ábyrgð og þær byrðar sem samfélagið ætlast til að einstak- lingurinn axli sjái ekki fram úr kófinu og leggi árar í bát. Einnig er hugsanleg skýring á þessu sú að tímamótin sem verða í lífi ung- menna á þessum árum séu þeim ofviða. Sumir eru svo einrænir að þeir hafa ekki kjark til að stofna til sambands við aðra og svipta sig því lífi í þeirri trú að það leysi þá undan einsemdinni og þjáning- unni. Einnig er fólk að hefja starfsferil sinn á þessum árum og það í sjálfu sér getur verið ein- hverjum of mikil raun. Tíðni sjálfsmorða virðist ekki hafa breyst áberandi mikið á þessari öld þó aukningar virðist vera að gæta nú á síðustu árun- um. Þannig er einsog alltaf fari einhver ákveðinn hluti þjóðanna á ári hverju fyrr úr samfélagi hinna lifandi yfir í hitt, hvaða lög- málum sem það nú lýtur. Tíðnin hefur aldrei verið meiri en árið 1966, þegar 18,9 frömdu sjálfs- morð af hverjum 100 þúsund íbú- um. Síðan hefur tíðnin sveiflast nokkuð mikið og komst næst 66 sveiflunni 1984, þegar 18,4 frömdu sjálfsmorð af hverjum 100 þúsund íbúúm landsins. Tölur sem þessar eru kaldar og ekki hægt að ætlast til þess að TT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 hægt sé að draga neinn beinan lærdóm af þeim hvernig fyrir- byggja megi örvinglan og ráðþrot einstaklinganna í samfélaginu. Sennilega er réttast að álykta sem svo að lausn sem þessi hljóti alltaf, og í alla staði, að teljast vond, en samt er ekki hægt að staldra einvörðungu við þá niður- stöðu heldur reyna að stuðla að því sem hugsanlega gæti fætt af sér fleiri lausnir fyrir þá sem eng- ar eiga, eða stuðlað að auknum félagslegum þroska og frekari sátt við lífið. Einnig er rétt að velta fyrir sér muninum á því hvort fólk geri til- raun eða fremji endanlegt sjálfs- morð. Kannski álíta sumir að sjálfsmorðstilraun sé ekki mikið til að hafa áhyggjur af, en ef þeim sem gerir tilraunina finnst sér ekki verða svarað eða komið til móts við sig, gæti svo farið að næsta skipti verði ekki „bara“ til- raun heldur full og staðföst al- vara. Því virðist alltaf þurfa að bregðast við öllum sjálfsmorðstil- raunum af alvöru því þær eru í langflestum tilfellum hjálpar- beiðni. f verknaðinum sjálfum felst hjálparbeiðni og ef henni er Mynd: Ari. ekki sinnt er líklegt að vandinn knýi aftur dyra. Því er rétt að láta ekki kyrrt liggja heldur reyna að vinna að farsælli endalokum mannlegs lífs en eymd og þjáningar leiða af sér, og koma til móts við einstakling- inn. Það getur því hugsanlega verið rétt að velta því fyrir sér hvort ekki sé rétt að líffræðilega sérhæfðir læknar ættu að leita í æ ríkari mæli til heimspekinnar og hugsuða í bókmenntum og listum eftir leiðum útúr þeim ógöngum og firringu sem menn virðast oft rata í. Sisyphos og „lausnin“ Margir af mestu hugsuðum sögunnar hafa velt fyrir sér spurningunni um það hvort lífið sé þess virði að lifa því og komist að því að svo sé. Að þrátt fyrir að svo virðist sem innri tilgang vanti á stundum sé það réttara af kann- ski tvennu misvondu að velja lífið fremur en dauðann. Einn af þessum mönnum var franski rithöfundurinn og heimspekingurinn Albert Cam- us. Hann lagði út frá gömlu grísku goðsögninni um Sisyphos í einni af bókum sínum, en guðirn- ir lögðu það á hann að þurfa sí- fellt að velta stóru bjargi upp fjallshlíð. Þegar upp var komið valt bjargið alltaf niður aftur svo Sisyphos þurfti aftur og aftur að ýta bjarginu upp hlíðina, sem samt valt alltaf aftur niður. Svona átti líf Sisyphosar að ganga fyrir sig. Allir hans lífdagar skyldu hafa það eitt sammerkt að þá alla skyldi hann ýta bjarginu á undan sér upp hlíðina og aldrei svíkjast undan því. Niðurstaða Alberts Camus, sem hann byggði á þess- ari gömlu grísku goðsögn, gekk útfrá því að heimspekilega hefði það verið rétt af Sisyphosi að gef- ast aldrei upp við það sem fyrir hann hafði verið lagt því uppgjöf gagnvart því sem lífið leggi manni á herðar geti aldrei leitt af sér neina lausn. Lífið hér á þessari jörð sé svolítið líkt hlutskipti Sis- yphosar en samt sé rétt að lifa því. Camus svarar spurningunni sem hann spyr sjálfan sig, um það hvort lífið sé þess virði að lifa því, ótvírætt og virðist ekki vera í nokkrum vafa um að þó ekki sé hægt að færa öll hin hinstu rök fyrir því þá sé svarið örugglega að lífið sé einmitt þess virði að lifa því. Það sé hugsanlega eini til- gangurinn að bara að lifa og því hafi allt líf tilgang. Það eru mjög víðtækar og áleitnar spurningar sem vakna við það þegar kannaðar eru ástæður sjálfsmorða og því er hugsanlega rétt að hugsuðir á sviði bókmennta og lista og einn- ig sérfræðingar á sviði geðlækn- inga reyni að samhæfa krafta sína, svo fremi að það sé unnt, til að komast að því í sameiningu hver hjálpin við einstaklingana þurfi að vera. Listir og menning geta einmitt verið „tæki“ til að koma fræðandi upplýsingum til skila og kennt einstaklingunum meira um mannlegt eðli og skiln- ing á því. TT LAUGAVEG 74 OG KRINGIXJNNI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.