Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 17
Á skjön við tilveruna - Ég get ekki annað sagt en að mér hafi fundist unglingsárin frekar erfið. Tilveran var eitthvað svo öfugsnúin og maður allur á skjön við hana, uppstökk og full efasemda. Eiginlega má segja að maður hafi verið á hálf- gerðum bömmer sem kannski sér ekki fyrir endann á ennþá, segir Svava Gunnarsdóttir 18 ára nem- andi í Fjölbrautaskólanum í Ár- múla. - Ég er ekki eins og aðrir ung- lingar að því leyti að ég hvorki reyki né drekk. Ég tók þessa ákvörðun þegar ég var 12 ára og hef staðið við hana síðan -þetta er nautið í mér, segir Svava og bætir því við að hún hafi mikinn áhuga á stjörnuspeki. Ég velti líka mikið fyrir mér trúmálum og pólitík og jafnréttismálum og það er mjög auðvelt að verða alveg ævareiður þegar maður hugsar um þessi mál því það er svo margt í samfélaginu öðruvísi en það ætti að vera. Ég held að flest fólk á mínum aldri sé mjög upptekið af því að hafa það gott, það eru allir að hugsa um að verða rfkir. Margir eru byrjaðir að vinna á fullu með skólanum til þess að geta keypt bfla og verið vel klæddir. Helm- ingur allra nemenda í skólanum eru á viðskiptabraut og ég er viss um að það eru ekki allir þar áhug- ans vegna heldur vegna þess að það þykir mjög praktískt. Virkja Irumkvæði en ekki mata iflu á Ifinu. iAri. - Ég hef unnið með ung- lingum alveg síðan ég komst af unglingsárum sjálfur og það er ánægjulegt að sjá að sveitarfélög um land allt eru að taka við sér varðandi mál- efni unglinga og skilja mikil- vægi þess að reka öflugt æskulýðsstarf, sagði Árni Guðmundsson æskulýðsfull- trúi í Hafnarfirði. Árni sagði að mikið af nýjum félagsmiðstöðvum hefðu verið opnaðar undanfarin ár og talsvert stór hópur fólks hefði aflað sér sérmenntunar til að reka slíkar stöðvar. Markmiðið með félags- miðstöðvum er að virkja eigið frumkvæði unglinganna og láta þeim í té aðstöðu undir það starf sem þau hafa áhuga á að vinna en ekki mata þau á einhverju af- þreyingarefni. Unglingar eru upp til hópa jákvæð og framkvæmda- glöð og sú menning sem sprettur upp í kringum þau ber því glöggt vitni, unglingaleikhópar, hljóm- sveitir, danshópar og margt fleira. • Unglingar eru miklu ófeimnari en eldra fólk við að koma fram með það sem þau eru að gera án þess að það þurfi að vera svo vel gert eða að öllum líki það. Neikvæö umræða Það er áberandi í fjölmiðlum í dag hve umræðan um unglinga er oft neikvæð, eins og þeir séu ein- hver lýður sem bæði er óalandi og óferjandi. Ef ólæti verða í mið- bænum er eins víst að flennistór fyrirsögn birtist um það í ein- hverju dagblaðanna en minni gaumur er gefinn að því að yfir- gnæfandi meirihluti allra ung- linga er friðsemdarfólk sem ekki er til vandræða. Sá hópur ung- linga sem má segja að fari út af sporinu og lendi í einhverjum vandræðum er ekki stærri hluti af unglingum í heild heldur en sá hópur fullorðins fólks sem lendir á kant við samfélagið. Það þykir bara ekki eins gott fréttaefni þeg- ar fullorðnir eiga í hlut. Frétta- flutningur af þessu tagi gerir ekk- ert nema illt og gefur fullorðnum oft mjög skakka mynd af ung- lingum. Það er ekki mikið að marka þó unglingar setji upp ýmsar grímur sem sumar virka mjög ógnvekjandi á fólk, til dæmis pönkarar með rakaðan hana- kamb og í leðurfötum, en ég held að í lang flestum tilfellum þá liggi lítil hugmyndafræði á bak við þennan búning hjá unglingunum og það er ekki erfitt að komast í gegnum skelina. Þær breytingar sem ég merki á unglingum á þeim tíma sem ég hef unnið með þeim eru bæði góðar og slæmar. Fyrir 10 árum þótt það talsvert mál ef krakki í 9.bekk var fullur en núna þykir það ekkert tiltökumál. Við erum alltaf að víkka þann ramma sem við samþykkjum fyrir ungling- ana. Unglingar eru óharðnaðar per- sónur sem auðvelt er að hafa áhrif á og þetta vita framleiðend- ur vel og nýta sér það óspart til að búa til nýja tísku og finna upp þarfir fyrir unglingana. Fataiðnaðurinn er gott dæmi um það á hvern hátt framleiðend- Árni Guðmundsson: Unglingamenning er fleira en ólæti I miðbænum um helgar - en það er bara ekki fréttaefni. Mynd E. Ól. ur einbeita sér í sífellt meira mæli að unglingum sem markhóp fyrir vörur sínar vitandi það að ung- lingar óttast fátt meira en að vera púkó eða öðruvísi og ganga ansi langt til að tolla í tískunni. Aldur þeirra sem fylgist grannt með tískusveiflum er líka sífellt að færast neðar, allt níður í 11 til 12 ára krakkar eru orðin mjög með- vituð um það hvað er í tísku. Almennur íþróttaáhugi Líkamsræktaræðið er annað dæmi um þetta sem þó hefur sínar jákvæðu hliðar. Almennur íþróttaáhugi hefur vaxið mikið undanfarin ár og ég held að það sé ekki stundarfyrirbrigði heldur eithvað sem er komið til að vera. Það eru ekkert ýkjamörg ár síðan mestu töffararnir höfðu aldrei stigið fæti inn í íþróttahús. Neikvæða hliðin á þessu máli er aftur á móti sú þegar farið er út í öfgarnar sem leiðir til" skefja- lausrar líkamsdýrkunar og það að keppast við að gera kroppinn eins fallegan og mögulegt er. Kvikmyndir sem ætlað er að höfða til unglinga eru stundum gerðar með það fyrir augum að koma af stað einhverju æði, búa til tísku sem hægt er að selja. Unglingar eru þannig orðnir mun mikilvægari neytendahópur en áður og virðist hafa meiri pen- inga milli handanna, enda er það orðið áhyggjuefni hve stór hluti unglinga vinnur með skólanum. Unglingar fá orðið lítinn frið fyrir alls konar áreitum og gylliboðum og félagsmiðstöðvar, skólar og foreldrar eiga í sífellt meiri sam- keppni við þessa aðila urnathygli unglinga og aðstöðu til að hafa áhrif á þau. ju Svava Guðmundsdóttir: Ungt fólk er svo upptekið af hversdagslegum hlutum eins og síðasta balli, næsta fylleríi eða falleg-um fötum. Mynd: Ari. Svava var ritstjóri skólablaðs- ins á Ármúlaskóla í fyrra og hún sagði að það hefðu ekki allir strákar verið sáttir við það. - Það finnast ennþá litlar karlrembur innan um, og mér finnst stelpurnar allt of linar í að koma sér á framfæri, sagði Svava. Ég hef áður verið ritstjóri skólablaðsins í Hagaskóla þannig að ég kunni svolítið inn áþetta en öll svona störf í félagsmálum taka mikinn tíma og fyrirhöfnin er meiri en fólk gerir sér yfírleitt grein fyrir. En þetta er ofsalega skemmtileg vinna. Svava hefur líka komið nálægt ritstörfum á annan hátt því hún hefur gert talsvert af því að skrifa sögur og ljóð. í fyrravetur vann hún í smásagnasamkeppni sem haldin var innan skólans. - Það kom mér mjög á óvart að ég skyldi vinna þessa keppni. Ég hef verið að að skrifa svona eitt og annað undanfarin ár en flest af því hefur hafnað í ruslafötunni. En svona viðurkenning er mikil hvatning, ýtir undir sjálfstraustið hefur orðið til þess að ég er farin að yrkja meira. Eg trúi á andann og þegar hann kemur yfir mig þá bara verð ég að setjast niður og skrifa. Þetta er svo stór hluti af sjálfri mér að ég held að ég leggi þessa iðju aldrei á hilluna en ég geng ekki með draum í maganum um að verða frægt skáld. Eg er ákveðin í að fara í eithvert framhaldsnám, mig lang- ar að læra eithvað húmanískt, sálarfræði eða því um líkt. Mér finnst það ekki nógu já- kvætt hvað krakkar eru upptekn- ir af hinum hversdaglegu hlutum, síðasta fylleríi, næsta balli, síð- ustu bíómynd eða eithvað þess háttar. Það er svo margt undan og ofan við hversdagsleikann sem vert er að gefa gaum og getur orð- ið til að auka skilning manns á lífinu og tilverunni. iþ NYTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN Í>IÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.