Þjóðviljinn - 12.08.1988, Side 17

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Side 17
UNGUN Þaö er oft ekki þrautalaus ganga að brjótast í gegnum bernskumúrinn, losna undan verndarvæng foreldranna sem oftar en ekki vilja halda fastar í börnin sín en sjálfstæðisþrá þeirra leyfir. Umbrotaskeiði unglingsáranna fylgir oft baráttan um persónulegt sjálfstæði, erfiðleikarnir við að skapa sér nýja sjálfsímynd í samræmi við nýja stöðu í samfélaginu og fá viðurkenningu á eigin ágæti. Ýmis uppátæki unglinga og könnun á mismunandi hlutverk- um er ekki alltaf vel séð af eldra fólki og í gegnum fjölmiðla fær fólk oft á tíðum mjög neikvæða mynd af unglingum. Þeir sem hafa unnið náið með þeim vita hins vegar að þrátt fyrir ýmis vandamál sem tengjast þessu æviskeiði eru sögurnar oft orðum auknar og lítill gaumur gefinn að því sem jákvæðara er og þeirri menningu sem unglingar eru iðnir við að skapa. Af viðtölum við unglinga er ekki hægt að merkja að þetta svokallaða unglingavandamál sé þeirra vandi heldur miklu frekar hitt að þrátt fyrir ýmsa vankanta á tilverunni eru ung- lingsárin spennandi tími þar sem allt gengur út á að vera í hópi félaganna og skemmta sér. Áhyggjur af vanda heimsins eða efnahagsmálum þjóðarinnar eru víðs fjarri og stendur ekki til að leggjast í þungiyndi þess vegna. Undanfarin ár virðast sveitarfélög víðs vegar um land vera að átta sig á því hversu mikilvægt það er að efla æskulýðs- starfið og skapa unglingum þá aðstöðu sem til þarf og ýta þannig undir frumkvæði þeirra og framkvæmdagleði. Félagsmiðstöðvar eru að vísu misvel sóttar og fer það oft á tíðum eftir tíðaranda hverju sinni hvort það er inn að stunda slíka staði eða ekki, því öryggisleysi unglingsáranna gerir það að verkum að fjöldinn forðast sem heitan eld að gera eða segja nokkuð það sem ekki er inn þá stundina. Þetta vita líka framleiðendur vel og einbeita sér æ meir að unglingum sem markhóp fyrir vörur sínar. Hamingjan er ekki í tjaldi út í móa [ félagsmiðstöðinni Þrótt- heimum hítti blaðamaður fyrir hressan hóp unglinga á opnu húsi síðastliðið þriðjudags- kvöld. Þetta voru 14 og 15 ára krakkar úr Langholtsskóla sem hittast reglulega í Þrótt- heimum og halda hópinn. Linda Sif Þorláksdóttir, starfs- maður félagsmiðstöðvarinnar sagði að það væri mikið sami hóp- urinn sem léti sjá sig og því miður hefði ekki tekist að virkja nem- endur úr öðrum skólum í starf- semi staðarins, en honum er líka ætlað að vera félagsmiðstöð fyrir nemendur úr Vogaskóla og Laugalækjarskóla. Á síðustu tveimur árum hefur aðsóknin að staðnum dregist nokkuð saman og telur Linda Sif ástæðurnar fyrir því aðallega vera þær að unglingar séu bara svo uppteknir af mörgu öðru. Svo er það líka háð tískusveiflum hverju sinni hvort það er inn að sækja félagsmiðstöðvarnar. Aðspurð um af hverju þau kæmu í Þróttheima svöruðu krakkarnir því til að þetta væri staðurinn sem þau hittust á, til að tala saman eða dansa og á vet- urna eru starfandi ýmsir áhugamálaklúbbar. Þau sögðu mörg að Þróttheimar hefðu verið þeirra annað heimili síðastliðin 2 ár. Þegar ég spurði þau nánar út í klúbbastarfið kom glampi í augun á nokkrum strákunum sem voru meðlimir í ferðaklúbbnum síðastliðinn vetur. - Ferðalög eru áhugamál núm- er eitt, sagði Aron. Við fórum í nokkrar fjallaferðir í fyrravetur og klifum björg og nú i vor fórum við í helgarferð á kanó niður ár. Þetta er alveg æðislega spennandi en líka oft erfitt. Mest gaman er auðvitað að lenda í háskaveðri, upplifa smá þriller. Það er kann- ski ekkert sérstaklega gaman meðan á því stendur en óborgan- legt eftir á, sagði Aron. Þórður var sammála því að ferðalög væru spennandi en sagði þó að þau skipuðu ekki fyrsta sæti hjá sér. Að vera plötusnúður er mitt helsta áhugamál, sagði Þórð- ur og undir þetta tók Benedikt líka enda sögðu hinir krakkarnir að þeir væru helstu plötusnúðar staðarins og reyndar er Benedikt íslandsmeistari í þeirri kúnst. Sumir klúbbarnir standa fyrir fræðslufundum um eitthvert mál- efni sem þau hafa áhuga á. Til dæmis sögðu Selma og Harpa að þeirra klúbbur hefði staðið fyrir fundi um kynferðismál sem hefði verið vel sóttur. f framhaldi af þessu spunnust umræður um eyðni og ekki virtust krakkarnir hafa of miklar áhyggjur af þeim vágesti." Maður sefur kannski ekki hjá hverjum sem er og hefur bara smokkinn við hendina," og svo var það mál afgreitt. Hver eru svo framtíðaráform- in? Komast í skemmtilegt starf og eiga nóg af peningum, sögðu þau nánast öll í kór. Maður kemst ekkert áfram án peninga, sagði Aron. Benedikt sagðist vilja læra, ef til vill eitthvað í sambandi við tölvur. Það skapar meiri mögu- leika að hafa einhverja menntun, sagði hann og undir það tóku flestir krakkarnir en voru þó alls ekki farin að hugsa alvarlega um hvaða nám yrði ofan á. - Peningar eru nú ekki allt sagði Harpa en sagði að hún vildi læra eitthvað sem gæfi möguleika á skapandi starfi og aðrir í hópn- um sögðu við nánari umhugsun að eflaust væri það þannig með peningana að manni finnst maður aldrei hafa nóg. Hvað með hjónaband og barn- eignir? - Já, það er alveg öruggt að ég ætla að gifta mig og eiga börn, sagði Aron en ekki nærri strax. - Maður þarf nú að fá tækifæri til að skemmta sér og flippa út áður en maður fer að líma sig við einhvern karl sem á að fylgja manni hvert fótmál það sem eftir er lífsins, sagði Linda. - Það er svo margt sem ég ætla að gera áður en að gifting kemur til umræðu, sagði Selma. Fyrst þarf maður að átta sig á því hvar maður sjálfur stendur, þroskast og kynnast heiminum. í hverju felst þá þessi hamingja sem allir eru að sækjast eftir? Ja, það er allavega mjög mikil- vægt að eiga góða vini, og vera ánægður með það sem maður er að vinna að, segir Benedikt. Er ekki hamingjan fólgin í því að geta látið sér líða vel, skemmta sér og ferðast nóg bætir Aron við - Maður finnur allavega ekki hamingjuna í tjaldi út í móa svo mikið er víst. - iþ "O / léttri sveiflu á dansgólfinu Mynd Ari 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ Á skjön ifib tilveruna Svava Guðmundsdóttir: Ungt fólk er svo upptekið af hversdagslegum hlutum eins og síðasta balli, næsta fylleríi eða falleg-um fötum. Mynd: Ari. Svava var ritstjóri skólablaðs- ins á Ármúlaskóla í fyrra og hún sagði að það hefðu ekki allir strákar verið sáttir við það. - Það finnast ennþá litlar karlrembur innan um, og mér finnst stelpurnar allt of linar í að koma sér á framfæri, sagði Svava. Ég hef áður verið ritstjóri skólablaðsins í Hagaskóla þannig að ég kunni svolítið inn áþetta en öll svona störf í félagsmálum taka mikinn tíma og fyrirhöfnin er meiri en fólk gerir sér yfirleitt grein fyrir. En þetta er ofsalega skemmtileg vinna. Svava hefur líka komið nálægt ritstörfum á annan hátt því hún hefur gert talsvert af því að skrifa sögur og ljóð. í fyrravetur vann hún í smásagnasamkeppni sem haldin var innan skólans. - Það kom mér mjög á óvart að ég skyldi vinna þessa keppni. Ég hef verið að að skrifa svona eitt og annað undanfarin ár en flest af því hefur hafnað í ruslafötunni. En svona viðurkenning er mikil hvatning, ýtir undir sjálfstraustið hefur orðið til þess að ég er farin að yrkja meira. Ég trúi á andann og þegar hann kemur yfir mig þá bara verð ég að setjast niður og skrifa. Þetta er svo stór hluti af sjálfri mér að ég held að ég leggi þessa iðju aldrei á hilluna en ég geng ekki með draum í maganum um að verða frægt skáld. Ég er ákveðin í að fara í eithvert framhaldsnám, mig lang- ar að læra eithvað húmanískt, sálarfræði eða því um líkt. Mér finnst það ekki nógu já- kvætt hvað krakkar eru upptekn- ir af hinum hversdaglegu hlutum, síðasta fylleríi, næsta balli, síð- ustu bíómynd eða eithvað þess háttar. Það er svo margt undan og ofan við hversdagsleikann sem vert er að gefa gaum og getur orð- ið til að auka skilning manns á lífinu og tilverunni. iþ - Ég get ekki annað sagt en að mér hafi fundist unglingsárin frekar erfið. Tilveran var eitthvað svo öfugsnúin og maður allur á skjön við hana, uppstökk og full efasemda. Eiginlega má segja að maður hafi verið á hálf- gerðum bömmer sem kannski sér ekki fyrir endann á ennþá, segir Svava Gunnarsdóttir 18 ára nem- andi í Fjölbrautaskólanum í Ár- múla. - Ég er ekki eins og aðrir ung- lingar að því leyti að ég hvorki reyki né drekk. Ég tók þessa ákvörðun þegar ég var 12 ára og hef staðið við hana síðan -þetta er nautið í mér, segir Svava og bætir því við að hún hafi mikinn áhuga á stjörnuspeki. Ég velti líka mikið fyrir mér trúmálum og pólitík og jafnréttismálum og það er mjög auðvelt að verða alveg ævareiður þegar maður hugsar um þessi mál því það er svo margt í samfélaginu öðruvísi en það ætti að vera. Ég held að flest fólk á mínum aldri sé mjög upptekið af því að hafa það gott, það eru allir að hugsa um að verða ríkir. Margir eru byrjaðir að vinna á fullu með skólanum til þess að géta keypt bíla og verið vel klæddir. Helm- ingur allra nemenda í skólanum eru á viðskiptabraut og ég er viss um að það eru ekki allir þar áhug- ans vegna heldur vegna þess að það þykir mjög praktískt. Virkja frumkvæöi enekkimata - Ég hef unniö meö ung- lingum alveg síðan ég komst af unglingsárum sjálfur og það er ánægjulegt að sjá að sveitarfélög um land allt eru að taka við sér varðandi mál- efni unglinga og skilja mikil- vægi þess að reka öflugt æskulýðsstarf, sagði Árni Guðmundsson æskulýðsfull- trúi í Hafnarfirði. Árni sagði að mikið af nýjum félagsmiðstöðvum hefðu verið opnaðar undanfarin ár og talsvert stór hópur fólks hefði aflað sér sérmenntunar til að reka slíkar stöðvar. Markmiðið með félags- miðstöðvum er að virkja eigið frumkvæði unglinganna og láta þeim f té aðstöðu undir það starf sem þau hafa áhuga á að vinna en ekki mata þau á einhverju af- þreyingarefni. Unglingareru upp til hópa jákvæð og framkvæmda- glöð og sú menning sem sprettur upp í kringum þau ber því glöggt vitni, unglingaleikhópar, hljóm- sveitir, danshópar og margt fleira. Unglingar eru miklu ófeimnari en eldra fólk við að koma fram með það sem þau eru að gera án þess að það þurfi að vera svo vel gert eða að öllum líki það. Neikvæö umræöa Það er áberandi í fjölmiðlum í dag hve umræðan um unglinga er oft neikvæð, eins og þeir séu ein- hver lýður sem bæði er óalandi og óferjandi. Ef ólæti verða í mið- bænum er eins víst að flennistór fyrirsögn birtist um það í ein- hverju dagblaðanna en minni gaumur er gefinn að því að yfir- gnæfandi meirihluti allra ung- linga er friðsemdarfólk sem ekki ur einbeita sér í sífellt meira mæli að unglingum sem markhóp fyrir vörur sínar vitandi það að ung- lingar óttast fátt meira en að vera púkó eða öðruvísi og ganga ansi langt til að tolla í tískunni. Aldur þeirra sem fylgist grannt með tískusveiflum er líka sífellt að færast neðar, allt niður í 11 til 12 ára krakkar eru orðin mjög með- vituð um það hvað er í tísku. Almennur íþróttaáhugi Líkamsræktaræðið er annað dæmi um þetta sem þó hefur sínar jákvæðu hliðar. Almennur íþróttaáhugi hefur vaxið mikið undanfarin ár og ég held að það sé ekki stundarfyrirbrigði heldur eithvað sem er komið til að vera. Það eru ekkert ýkjamörg ár síðan mestu töffararnir höfðu aldrei stigið fæti inn í íþróttahús. Neikvæða hliðin á þessu máli er aftur á móti sú þegar farið er út í öfgarnar sem leiðir til' skefja- lausrar líkamsdýrkunar og það að keppast við að gera kroppinn eins fallegan og mögulegt er. Kvikmyndir sem ætlað er að höfða til unglinga eru stundum gerðar með það fyrir augum að koma af stað einhverju æði, búa til tísku sem hægt er að selja. Unglingar eru þannig orðnir mun mikilvægari neytendahópur en áður og virðist hafa meiri pen- inga milli handanna, enda er það orðið áhyggjuefni hve stór hluti unglinga vinnur með skólanum. Unglingar fá orðið lítinn frið fyrir alls konar áreitum og gylliboðum og félagsmiðstöðvar, skólar og foreldrar eiga í sífellt meiri sam- keppni við þessa aðila um athygli unglinga og aðstöðu til að hafa áhrif á þau. er til vandræða. Sá hópur ung- linga sem má segja að fari út af sporinu og lendi í einhverjum vandræðum er ekki stærri hluti af unglingum í heild heldur en sá hópur fullorðins fólks sem lendir á kant við samfélagið. Það þykir bara ekki eins gott fréttaefni þeg- ar fullorðnir eiga í hlut. Frétta- flutningur af þessu tagi gerir ekk- ert nema illt og gefur fullorðnum oft mjög skakka mynd af ung- lingum. Það er ekki mikið að marka þó unglingar setji upp ýmsar grímur sem sumar virka mjög ógnvekjandi á fólk, til dæmis pönkarar með rakaðan hana- kamb og í leðurfötum, en ég held að í lang flestum tilfellum þá liggi lítil hugmyndafræði á bak við þennan búning hjá unglingunum og það er ekki erfitt að komast í gegnum skelina. Þær breytingar sem ég merki á unglingum á þeim tíma sem ég hef unnið með þeim eru bæði góðar og slæmar. Fyrir 10 árum þótt það taisvert mál ef krakki í 9.bekk var fullur en núna þykir það ekkert tiltökumál. Við erum alltaf að víkka þann ramma sem við samþykkjum fyrir ungling- ana. Unglingar eru óharðnaðar per- sónur sem auðvelt er að hafa áhrif á og þetta vita framleiðend- ur vel og nýta sér það óspart til að búa til nýja tísku og finna upp þarfir fyrir unglingana. Fataiðnaðurinn er gott dæmi um það á hvern hátt framleiðend- Árni Guðmundsson: Unglingamenning er fleira en ólæti i miðbænum um helgar - en það er bara ekki fréttaefni. Mynd E. Ól. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN t>IÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.