Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 18
með berum hnúunum Eggert Claessen vildi ekki leigja salarkynni Oddfell- owbræðra undir hnefaleikaæfmgar Varnarliðs verka- lýðsins segir Porsteinn Gíslason - Steini box - Pað er slík regin firra að hnefaleikar séu „brútal“ íþrótt að það tekur engu tali. Nú á dögum eru menn að miða við harða atvinnumennsku eins og við- gengst í Bandaríkjunum þar sem flest bolabrögð eru látin við- gangast í hringnum og menn hljóta fyrr eða síðar skaða af. Slíkt á lítið skylt við drengilega hnefaleika. Þú sérð bara mig, 74 ára gamlan manninn. Ég er hvorki aumingi né vitlaus orðinn þó ég hafi iðkað hnefaleika í ára- tugi, segir fyrrum boxari og hnef- aleikakennari til fjölda ára. Maðurinn heitir Porsteinn Gíslason - Steini box - málara- meistari, þéttvaxinn kuggur og hinn stæðilegasti á velli og er ekki að merkja að elli kerling hafi sett sitt mark á hann svo neinu nemi. Áskorun til alþingis Enn er Steini sami áhugamað- urinn um box og fyrir rúmum þrjátfu árum er hann varð nauðbeygður að setja hnefaleika- glófana á hilluna vegna lagasetn- ingar alþingis um bann við hnefa- leikum - jafnt keppni sem þjálf- un. Undanfarið hefur hann verið að safna undirskriftum um áskorun tíl alþingis að íþróttin verði lögleyfð að nýju hér á landi. - Þessi undirskriftasöfnun er þannig tilkomin að fjöldi manna hefur haft samband við mig og hvatt mig til að fara af stað með söfnun undirskrifta um áskorun til alþingis um að aflétta þræla- lögunum frá 1956 er hnefaleikar voru bannaðir. Mikill fjöldi manna hefur þegar skrifað undir og ég hef verið að gæla við að afhenda alþingi áskorunina fljót- lega eftir að þing kemur saman í haust, segir Þorsteinn. Hann bendir á að það hljóti að teljast einsdæmi með siðuðum þjóðum að banna eina íþrótta- grein. - Hnefaleikar eru hafðir í hávegum á Olympíuleikunum til jafns við aðrar íþróttagreinar og hvorki stjórnvöld né íþróttasam- bandið hafa hatast út í hnefa- leikana á leikunum þó það sé gert hér heima, segir Þorsteinn og er strax farið að hitna nokkuð í hamsi þegar talið berst að ákvörðun alþingis 1956. Banninu lætt í gegnum þingið - Blessaður vertu. Það var ekki fótur fyrir þeim rökstuðn- ingi sem þingmenn höfðu fram að færa fyrir iagasetningunni. í slysaskýrslu íþróttasam- bandsins frá þessum tíma er hægt að sjá að slysatíðni var næst lægst í hnefaleikum - aðeins badmint- on var lægra. Það var einhver mixtúrulæknir sem þá var á fsa- firði sem stóð fremstur í flokki við að vekja upp rógsherferðina gegn hnefaleikunum og gerðist sjálfskipaður dómari um að box- ið væri mönnum skaðlegt og þingmenn ginu við og bitu á agn- ið. Svo hljótt fór þessi lagasetning að einum tveimur mánuðum eftir að bannið hafði tekið gildi, véku sér að mér tveir þingmenn niður í bæ og spurðu hvort ég gæti ekki skotið þeim inní æfingar hjá mér. Þeir komu af fjöllum þegar ég tjáði þeim að þingið hefði séð fyrir því að meira yrði ekki æft. Auðvitað urðu margir argir yfir þessari lagasetningu, enda áhugi almennur á greininni. En það þýðir víst lítið að deila við þá sem hafa ráð annarra í hendi sér. Alþingi var búið að koma þessum þrælalögum í gegn og við það varð að sitja, enda vflaði forset- inn sem þá var Ásgeir Ásgeirs- son, ekki fyrir sér að staðfesta lagasetninguna. Slíkt er jú alltaf að gerast eins og með matarskatt- inn í vetur sem hún Vigdís okkar lagði óbeint blessun yfir. dót í votta viðurvist og fór í mál við ríkið. Ég fékk gjafsókn í mál- inu og vann það að hluta, þannig að ríkið varð að borga mér tækin. Ég tapaði aftur aðalkröfunni þ.e.a.s. kröfu um bætur fyrir atvinnu- og tekjumissinn. Þá fannst mér ég vera búinn að fá þann móralska sigur sem ég sótt- ist eftir og kærði mig ekki um að halda málinu til streitu og gekk til samninga við fjármálaráðuneytið um að þeir borguðu mér upp í tækin sem samsvarar kannski um einni miljón króna í dag. Ég hef tapað um 12 til 15 milj- ónum á núvirði í dag vegna bannsins. Ef við byggjum í lýð- ræðisríki er stæði undir nafni þá hefði maður sem verður fyrir slík- um atvinnumissi verið settur á íþróttakennaralaun til 67 ára aldurs. Hitt er bara þjófnaður og ég kalla alþingismenn bara sauðaþjófa - það er mín hjartans meining. Héldu menn ekki áfram að æfa hnefaleika í skúmaskotum þrátt fyrir bannið? - Sjálfsagt voru ýmsir sem freistuðust til þess er höfðu að- stöðu heima hjá sér og höfðu bolta og sekk til að berja á. Við höfðum nær enga möguleika á að halda þessu til streitu því íþrótt- afélögin tóku boxið af stefnuskrá sinni og allir íþróttasalir voru lok- aðir fyrir þessari forboðnu iðju. Þú ert þá væntanlega búinn að losa þig við þína hanska? Það var ekki um neitt annað að ræða en að lóga þessu drasli og eitthvað tók lögreglan og eyði- lagði. Þetta var eins og illa fengið góss, segir Þorsteinn. Sörensen - norskur lýsiskaup- maður - hann var líka að kenna mönnum lítillega hnefaleika. Eiríkur Beck lærði hnefaleika þegar hann var við nám í karamellu- og brjóstsykursgerð í Englandi fyrir sælgætisgerðina Nóa sem hann var forstjóri fyrir. Hann var mjög jákvæður hnefa- ieikamaður. Ég byrjaði að læra hjá Eiríki. Þá var ég 10 ára. 1928 varð ég íslandsmeistari aðeins 14 ára. Þegar ég var átján ára þá var ég búinn að boxa í átta ár. Ég byrjaði að kenna box um 1930 kornungur. Maður var bú- inn að vera lengi í þessu og maður var alltaf að hjálpa til hjá Eiríki Beck af því að maður var lengra kominn en þeir sem voru að byrja. Ég gafst aldrei upp þó að áhuginn væri mismikill frá ári til árs. Ég hélt alltaf áfram að æfa. Ég var rúmlega eitt ár úti í Dan- mörku þar sem ég var vetrarlangt í læri hjá Emanuel Jakobsen gamla sem var góður hnefaleik- arakennari í Danmörku á þeim tíma og fór til Sparta að boxa þar. Þegar ég kom heim frá Dan- mörku 1934 þá byrjaði ég með hnefaleikaskólann 1935. Þvert á alla stéttaskiptingu Það hafa þá aðallega verið ung- ir menn sem lögðu boxið fyrir sig? - Það voru menn á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagsstéttum. Menn komu milli fertugs og fimmtugs og hófu að iðka hnefa- leika sér til heilsubótar. Það má nefna menn eins og Jóhann Haf- stein, fyrrverandi alþingismann og ráðherra en hann var ágætur boxari og iðkaði hnefaleika tals- vert þegar hann var í Háskólan- um við nám, Eggert Þorsteins- son, alþingismann og ráðherra. Friðjón Þórðarson, fyrrverandi dómsmálaráðherra lagði einnig stund á hnefaleika og fleiri af þessum strákum. Albert Guð- mundsson kom lítillega við sögu. Hnefaleikar voru mjög í metum meðal háskólastúdenta sem og strákanna í Menntaskól- anum - ég þjálfaði þessa hópa um árabil. Jú, svo voru þeir bræður Jónas og Jón Múli Árnasynir. Jón Múli boxaði meira - Jónas minna. Jón lagði stund á boxið í mörg ár enda iðkuðu menn þetta sem þjálfun- aríþrótt. Menn voru að þessu bæði til að læra sjálfsvörn og til þess að rækta skrokkinn og stæla sig. Ég held að menn fái ekki eins jafnhliða hreyfingu í neinni ann- arri íþróttagrein, segir Þorsteinn. Maður var að kenna kannski einum 250 til 300 manns vetur eftir vetur. Hálogaland tók 1400 manns í sæti og allir miðar seldust upp á tveimur dögum þegar mót voru haldin. Þannig var þetta all- ar götur frá 1928 þegar fyrsta eiginlega mótið fór fram - allt seldist upp á svipstundu. Það er til marks um almennan áhuga fyrir hnefaleikum að 1936 þá er ég byrjaður með hnefa- leikaskólann um haustið og í fe- brúar þá get ég komið upp sjálf- stæðu móti Hnefaleikaraskóla Þorsteins Gíslasonar í Iðnó. Þá háðu 14 keppendur hildi í hringn- um. Allir miðar seldust upp á stundinni. Ég hefði getað fyllt þrisvar sinnum stærra hús. En þetta er náttúrulega ekki hægt að endurtaka eins og danssýningu, segir Þorsteinn. íþróttaandinn sat fyrirrúmi Þorsteinn fyrtist við þegar hann er inntur eftir hverju áhorf- endur séu að sækjast með því að horfa á tvo menn eigast við í hringnum. Eru menn að bíða eftir rothöggi? - Áhorfendur höfðu unun af því að horfa á hnefaleika eins og hverja aðra íþrótt. Það voru að- eins fáir sem lögðu þennan slagsmálaskilning í boxið. Tveir menn eru að boxa og sýna reglulega skemmtilegan leik og annar vinnur á stigum. Það var ekkert keppikefli að slá menn niður. Níu af hverjum tíu leikjum voru unnir á stigum. Það var ekki nema einn af hverjum tíu sem var sleginn út, þó sjaldnast væri rot- högg. Þegar dómarinn sá að ann- ar keppandinn var orðinn vank- aður og farið að draga af honum, þá var leikurinn stöðvaður og hinum keppandanum dæmdur sigurinn, segir Þorsteinn og er ekki laust við þykkju í röddinni. Þorsteinn segir að sami áhug- inn hafi verið fyrir hnefaleikum frá því á þriðja áratugnum er box- ið ryður sér til rúms og þar til alþingi setti „þrælalögin". - Það hafði ekkert dregið úr áhuganum - öðru nær, segir Þorsteinn. ... og svo kom herinn - Þegar bandaríski herinn kom fékk ég leyfi til að æfa með setu- Málarekstur vegna at- vinnumissis Þegar hnefaleikabannið gekk í garð milli jóla og nýárs 1956, varð Þorsteinn af lifibrauðinu. Hann hafði þá um árabil starfrækt Hnefaleikaskóla Þorsteins Gísla- sonar og kostað miklu til í tækja- kaupum. Hann segir að þegar best lét hafi hann haft banka- stjóralaun fyrir kensluna, svo mikið var að gera. - Ég átti heilmikið af tækjum og glófum, bæði keppnis- og æf- ingahönskum, hringjum og sekkjum og fleira dóti. Þegar lög- in voru sett lét ég bókfæra þetta 10 ára farinn að steyta hnefana Þorsteinn tekur það fram að saga og viðgangur hnefaleika- menntarinnar hér á landi sýni ljóslega að boxið hafi ekki verið einhver tískubóla sem fluttist hingað inn með bandaríska hern- um eins og stundum er haldið fram. - Ég held að Villi Jakk - Vil- hjálmur Jakobsson - hafi verið einna fyrstur til að kenna mönnum hnefaleika um 1920. Síðan bætast fljótt fleiri í hópinn: Eiríkur Beck og Pétur heitinn "Viglund - Færeyingur - skipa- smiður sem kom hingað laust fyrir 1930 og bvrjaði að kenna strákunum í Ármanni. Síðan fluttist hann austur á firði. Reidar 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.