Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 19
„ Það er sjálfsagt engin sekt við því aö sýna þér nokkra takta, en hanskana set ég ekki upp enda liggja þungar fésektir við slíku samkvæmt löggm um bann við hnefaleikum frá 1956," segir Þorsteinn Gíslason, - Steini box. Mynd E. Ól. liðinu. Þar lærði maður heilmargt. Þar var boxmót á hverjum laugardegi - ekki bara á einum stað heldur mörgum stöð- um. Bretarnir voru einnig fyrir boxið, en þeir höfðu svo slaka aðstöðu til æfinga og keppni. Kaninn dreif strax í því að reisa fþróttasali út um allt. Ég sótti um leyfi til amerísku herstjórnarinn- ar til að fá að æfa með hernum inni á Hálogalandi. Þar æfði ég með þeim í heilan vetur 1943 og 1944. Ég var sá eini sem æfði með þeim. Þeir voru með fullt af topp mönnum - atvinnumönnum - og þeir höfðu viðurkennda hnefa- leikaþjálfara frá Bandaríkjun- um. Þeir héldu allar reglur og fautaskapur þekktist ekki. Þeir voru stífir á því að boxa bara þrjár lotur og leikir voru stöðvað- ir kæmi eitthvað fyrir. Ég boxaði mikið fyrir þá á sýningum. Það mátti ekki keppa við hermenn á stríðstímum - ég held það hafi verið lög hjá þeim. Ég minnist til dæmis eins atviks frá þessum tíma sem töluvert haf- arí og blaðaskrif urðu útaf. Þá var hér uppi hermaður - Englending- ur, sem var meistari yfir Atlants- hafsflota Breta. Bretarnir fengu að æfa nokkuð hjá mér og höfðu gaman af því að kljást við strák- ana. Svo vildu þeir keppa og úr verður að meistarinn átti að keppa við Halldór Björnsson, múrarameistara, er var slyngur hnefaleikamaður. Það vildi þá svo óhönduglega til að Dóri sló manninn niður. Blöðin skrifuðu mikið um þetta: íslenski múrar- inn sló breska sjóherinn niður. Herstjórnin tók síðan fyrir þessar keppnir undir því yfirskini að hermönnum væri óheimilt að keppa við almenna borgara á stríðstímum. íslenskir fengu mikla keppnis- þjálfun á stríðsárunum - og hnef- aleikunum fleygði mikið fram. Eftir stríðið kom smá lægð í þetta, en ekkert sem orð er á ger- and, segir Þorsteinn sem segist fullviss um að íslenskir hnefa- leikamenn hafi átt mikið erindi í mót erlendis á þessum árum. - Rétt eftir stríð fengum við Dani hingað heim. Þá voru gerðir hingað út þrír Danir til að boxa við stráka og þeir stóðu okkur langt að baki- þeir töpuðu öllum leikjunum. Nokkru síðar, er ég var for- maður Hnefaleikararáðs Reykja- vfkur ætlaði ég að fá Danmerk- urmeistarann í þungavigt til að koma hingað að keppa. Þeir sögðu að það væri ekki hægt að senda meistarann hingað til að keppa á móti Hrafni Jónssyni okkar meistara, sem þá var uppá sitt besta. Ég bað þá þá um þann næstbesta sem þeir ættu, en þeir þóttust ekki geta það. Þeir vildu ekki taka neinn séns eftir út- reiðina sem þeir höfðu fengið nokkrum árúm áður. Þetta var eiginlega eina heim- sókn erlendra boxarara sem ís- lenskir hnefaleikamenn fengu; Reyndar kom hingað Bjarni Lingus, þungavigtarmeistari Norðmanna sem boxaði við Jens Þórðarson, sem þá var íslands- meistari í þungavigt. Jens tapaði fyrir hönum eftir mjög skemmti- lega keppni. Við kepptum í tvígang við bandaríska hermenn á vellinum og unnum bæði mótin. Kaninn var sárreiðastur yfir því að tapa í þungavigtinni fyrir okkur. Jens sigraði sinn andstæðing, að vísu á stigum, en Friðrik Clausen sló hreinlega niður sinn Ameríkana. Aftur á móti þekktist það ekki að íslenskir hnefaleikarar færu út til keppni. Á þessum árum var mjög lítið um það að flokkar ís- lenskra íþróttamanna færu út til keppni. Það var ekki fyrrr en flugið er koniið i fullan gang sem þar verður breyting á, en þá var tekið fyrir hnefaleika skömmu síðar, segir Þorsteinn. Baráttutæki í stéttaátökum? Þorsteini er tíðrætt um að hnefaleikar geti verið til margra hluta gagnlegir. í senn sameini þeir góða líkamsræktarþjálfun og gagnist í sjálfvörn. En til hvers þurfa menn að læra sjálfsvörn hér á landi? - Þú veist aldrei fyrirfram hve- nær verður á þig ráðist og þú þarft að bera hendur fyrir höfuð þér. Sá sem hefur lært box getur varist ef á hann er ráðist. Einnig urðu menn þess fljótt áskynja að þeir sem iðkuðu hnefaíeika urðu frískir og höfðu fallegan og stæltan skrokk. Það liggur mikil þjálfun að baki því að geta stigið inní hringinn og box- að. Það er ekki nóg að vera sleipur í sjómanni til að geta box- að. Eftir Gúttóslaginn 9. nóvem- ber 1932 var stofnuð hvítliðasveit hér þar sem menn voru æfðir í að slá með kylfu og ganga gæsagang. AUt til þess að sýna verkfalls- mönnum hvar Davíð keypti ölið. Ég þekkti þó nokkra sem voru í þessu og þeir fengu kaup fyrir að mæta á æfingar. Á þeim tímum sem þá voru - mitt í heirnskrepp- unni og atvinnuleysinu - er vel hægt að skilja það að menn hafi látið fallerast og gengið í slíkan söfnuð uppá þau býti að mæta á æfingar og fá laun fyrir. Þessir menn iðkuðu þó ekki neitt box - það var hinn armur- inn, Varnarlið verkalýðsins og síðar einnig nasistarnir. Þegar Varnarlið verkalýðsins var stofnað þá var fljótlega kom- ið að máli við mig og égbeðinn um að kenna þeim box. Eg sló til og kenndi þeim undirstöðuatriði í hnefaleik. Varnarlið verkalýðsins var einna öflugast fljótlega eftir að hvítliðasveitin var sett á laggirn- ar. Þó var ansi fjölmennur hópur úr varnarliðinu sem ég þjálfaði. Hanskar voru ekki til á nándar nærri alla og margir hverjir voru því með bera hnúana, en menn létu sig hafa það. Það var margt kúnstugt við þetta. Á þessum tíma var verið að byggja Oddfellowhúsið og við vorum á hrakhólum með æfinga- húsnæði. Þá var leikfimiskennari sem Unnur hét er leigði tvo sali uppi á lofti í Oddfellow-húsinu hálfköruðu. Ég spurði hana hvort hún vildi ekki leigja mér salina ákveðin kvöld í viku. Hún féllst á það og strákarnir fengu fastan samanstað til æfinga. Við erum síðan búnir að æfa þarna í tvo mánuði, þegar Oddfellowarnir fara að gefa því gætur hvaða mannsöfnuður haldi sig við æfingar í þeirra húsakynn- um. Ég er síðan kallaður fyrir Egg- ert Claessen lögfræðing og hann spyr hvað um sé að vera þarna. Eg svaraði því til að ég væri að kenna strákum úr Vamarliði verkalýðsins hnefaleika og spurði á móti hvort eitthvað væri athug- avert við það. Jú, hann hélt það nú. Ég sagði honum að ég kærði mig kollóttan hvort þetta væru kommúnistar eða nasistar - mest um vert væri að fá góð hnefaleik- araefni út úr þessu. En þessar mótbárur mínar gögnuðu lítið og okkur var vísað úr húsnæðinu. Hinir hefðu jú gert þetta líka. Eftir þetta héldu æfingar áfram í gamla Fjalakettinum. Þar var þónokkuð gott gólfpláss til æfinga fyrir framan senuna og þar æfðum við í heilan vetur mitt á milli fundahalda þessara baráttu- jaxla Einars Olgeirssonar, Brynj- ólfs Bjarnasonar, Jens Figved og fleiri. Lögðu þeir einhverja stund á boxmenntina? - Það var eitthvað lítið. Þetta voru aðallega ungu mennirnir. 1935 fæ ég inni í kjallaranum í Gamla Garði þar sem ég hafði mjög góða aðstöðu, eða þar til breski herinn rak okkur þaðan út og setti þar upp hersjúkrahús. Eftir að Varnalið verkalýðsins leið undir lok komu til mín strák- ar sem voru í íþróttafélagi verka- manna. Einnig kom til mín holl frá nasistunum... Ekki lést þú þessa erkifjendur vera saman á æfingu? - Nei ertu frá þér - það hefði verið útilokað, nóg gekk samt á á götuhornum úti þegar sló í brýnu milli þessara hópa. Annars held ég að þessir strák- ar hafi ekki komið í boxtíma til að læra að berja hver á öðrum. Þeir höfðu fyrst og fremst áhuga á íþróttinni sem slíkri og höfðu því aðeins ráð á því að sækja æfingar í gegnum félagsskap sem þeir áttu aðild að. ÍSÍ hafði horn í síðu boxins Þorsteinn segist handviss um það að væru hnefaleikar leyfðir á ný myndu þeir njóta almennrar hylli. - Það er þó við ramman reip að draga. Það eru sjálfsagt ærið margir sem myndu hafa horn í síðu hnefaleikanna væri farið að huga að því að létta af þeim bann- inu. Á sínum tíma átti íþróttasam- bandið óbeinan þátt í því að hnefaleikarnir voru bannaðir. Sambandið hreyfði hvorki legg né lið til að koma í veg fyrir lagas- etninguna. Forsvarsmenn ýmissa annarra íþróttagreina lögðu nokkra fæð á okkur. Það var mest fyrir öfundar sakir, - hnefaleik- arnir áttu einfaldlega meira fylgi að fagna og slíkt yrði uppi á pall- borðinu aftor, segir Þorsteinn. - Því yrði sjálfsagt klínt á þá sem stunduðu hnefaleika að þeir væru síst gott fordæmi fyrir æsk- ulýðinn ekki frekar en þessar Rocky-myndir. Ég get vel skilið að menn geti haft horn í síðu kvikmynda sem þessara, sem eru slagsmál og fautaskapur út í gegn. En slíkt á ekkert skylt við hnefaleika í sönnun fþróttaanda. nrk NV NÝTT HELGARBLAÐ - WÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.