Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 20
D/ÍGURMAL ANDREA JÓNSDÓHIR Frá Maríu Markan til Molanna Útgáfu- fréttir Taktur er nýjasta tónlistarút- gáfufyrirtækið hér í höfuðbænum en byggist á því elsta, einsog út- gáfa þeirra ber með sér, erfði nefnilega Hljómplötudeild Fálk- ans. í nóvember kemur út þriggja platna kassi með lögum sem Mar- ía Markan söng inn á plötur hjá því gamla og góða fyrirtæki, og má minna á að fyrsta skref Takts í þessa átt var slík útgáfa af Stefáni Islandi í fyrra. Þá er í haust vænt- anlegt safn af gömlum lögum Hauks Morthens, á geisladiski og kassettu... Taktur er greinilega með það á hreinu að framtíðin sé ekki á hljómplötum, hvorki breiðum ná smáum; úrval af Hljómum verður framreitt á sama hátt og Haukur. Rithöfund- ar okkar og skáld verða segul- mögnuð á kassettur, til dæmis Davíð Stefánsson, Þórbergur Þórðarson og Halldór Laxness. Og Taktur kíkir oní kassana sem hann keypti af Svavari Gests og dregur eitthvað upp til útgáfu fyrir jólamarkaðinn. Af væntan- legu nýju efni á vegum Takts er María Markan Megas og Bubbi HULUNNI SVIPTAF^ ALBANIU jsLnJ JL erðaskrifstofan Farandi brýtur að nýju blað í sögu ferðamála á íslandi með hópferð til Albaníu með viðkomu í Grikklandi þ. 2. - 19. sept n.k. \ 1' JL JLópferð þessi hefst og endar í Grikklandi, þar sem margir sögufrægir staðir eru heimsóttir. . ápunktur ferðarinnar er svo vikudvöl í Albaníu, sem um aldir hefur verið óspillt af hinum venjulega" túrisma". JLar .andurhreinar strendur og sjór, skógivaxin fjöll og dalir, gestrisni landsmanna og verólag sem hefur haldist óbreytt frá lokum síðari heimstyrjaldar, eru örfá dæmi um það marga sem heilla ferðamanninn í Albaníu. Fararstjóri verður Sigurður A. Magnússon rithöfundur. Frekari upplýsingar á skrifstofu okkar. FARANDAFERÐ ER ÖÐRUVÍSI FERÐ ! faiandi Vesturgötu 5, Reykjavík, s. 622420 plata sem Björn Thoroddsen gít- arleikari vinnur með dönskum tónlistarmönnum. Það virðist sem öfugmæli að Grammið, þetta litla búðar- hreysi, skuli standa að víðfræg- ustu íslensku tónlistarmönnun- um. Bubbi fær fína dóma fyrir ensku útgáfuna sína af Skapar fegurðin hamingjuna (Moon in the Gutter) í Svíþjóð, og gengur allt í haginn á hljómleikayfirreið sinni þar í landi með hljóm- sveitinni Imperiet. 5 laga plata með Bubba kemur út í vikunni, og væntanleg er á næstunni önnur lítil fyrir skandinavískan markað með The Whale’s last fight (Er nauðsynlegt að skjóta þá?). í byrjun september kemur út stór plata fyrir þann sama markað undir nafninu Serbian flower. Má segja að fyrir okkur íslendinga sé það safnplata, þar sem á henni eru lög sem komið hafa út með íslenskum textum... en breyting- in er meiri en sú að tex- tarnir eru á ensku, um er að ræða nýjar upptökur á undirspilinu líka. Bubbi mun fara í aðra hljómleikaferð um Skandinavíu í nóvember, en gefa sér áður tíma til að skreppa í hljóðver með Megasi og taka upp efni á eitt stykki plötu með honum... nokk- uð sem þeir félagar hafa verið með í maganum allt frá því að Bubbi sendi frá sér Fingraförin ... Bubbi mun líka halda konsert á Hótel íslandi fimmtudaginn 22. september og njóta þá aðstoðar Tómasar Tómassonar, Þórðar Ámasonar, Karls Sighvatssonar o.fl... í ieiðinni má minnast á að plata Þursaflokksins, sem hefur verið í bígerð í nokkur ár, lítur dagsins ljós í október. Kamar- orghestarnir hafa líka verið prjónandi í stúdíói og muni koma frýsandi út í haust... Svart/hvítur draumur og Langi Seli og Skugg- arnir verða um svipað leyti á ferð með fjögur lög á plötu, hvor sveit um sig. Loks koma Sykurmolarn- ir úr pokahorni Grammsins því hinu íslenska. Ammælið þeirra verður gefið út í ýmsum útgáfum síðar í þessum mánuði - enska útgáfan, ýmist með Molunum einum eða í samfloti með ensku sveitinni Jesus and the Mary Cha- in, þar sem það fólk annað hvort Björk Guðmundsdóttir kögglum og gramm að tonnum, nema það verði fjöll og megatonn eftir Ámeríkureisuna. Af erlendum plötum væntan- legum hjá sívaxandi Grammi er hljómleikaplata með Smiths, sem hafa ákveðið sér framhaldslíf (gleymdi að nefna áðan að Impe- riet er að hætta í haust). Talandi um Smiths þá finnst mér, og væntanlega fleiri fullorðnum rokkunnendum, ekki óskemmti- legra að Sandi Shaw, (sem var vinsæl, berfætt söngkona á sjö- unda áratugnum, sendir frá sér, tveim vikum seinna), um 20. sept. stóra plötu með lögum eftir Morrisey Smiths-gítarista, Jesus and the Mary Chain og gamla lagasmiðinn sinn hann Chris Andrews. Það er nebbnilega þannig, að þegar þeir Smiths- félagar féllu fyrir Sandie Shaw fyrir þrem árum og drifu hana í plötuupptöku, þá gerði sú gamla samning við Rough Trade fyrir- tækið, með þeim árangri sem við fáum brátt að heyra. Skífan gefur Strax út í haust og er fólkið búið að fá smjörþefinn af skffunni þeirri með sumar- smellinum Havana. Ég leyfi mér að uppljóstra að hafa hnusað du- lítið meira utan í Strax og komst að þeirri niðurstöðu að þetta yrði þeirra besta plata og ekki skemmir að textarnir eru á því ástkæra ylhýra... höfundar ýms- ir: Jakob Magnússon, Sverrir Stormsker, Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla - Ragnhildur semur flest lögin að ég held. Upp úr mánaðamótum má búast við Strax-hópnum á hljómleikum hér Ellý VHhjáims Strax bætir inn gíturum eða syngur líka. B-hliðar verða svo ýmsar hljómleikaupptökur með Syk- urmolunum í Bretlandi... sem sagt útlit fyrir að molar verði að plata með bestu lögum Björgvins Halldórssonar er líka á dagskrá Skífunnar og ný jólaplata með Valgeir Guðjónsson Ellý Vilhjálms! Af erlendri út- gáfu gefum vér oss bara tíma til að nefna nýja plötu með Joan Armatrading... þessari sem alltaf er verið að segja að Tracy Chap- man sé lík. á landi. Þá er Síðan skein sól að taka upp undir handleiðslu bresks upptökustjóra, Tonys Clark að nafni, og Geiri Sæm ásamt Hunangstunglinu. Safn- Síðan skein sól Við endum þessa yfirreið á Steinum. Vönduð plata með Mezzoforte verður greinilega mjög vönduð, því hún kemur ekki út fyrr en á næsta ári. En á tímabilinu október - nóvember skeiða þeir syngjandi út á sóló- völlinn Eiríkur Hauksson, Eyj- ólfur Kristjánsson og Valgeir Guðjónsson... sá síðastnefndi gerir líka vart við sig á plötu með lögum úr söngleiknum Sfldin kemur, ásamt Eggerti Þorleifs- syni og fleirum. Bítlavinafélagið er líka með hugann við fortíðina og gefur út stóra plötu undir nafninu íslensk bítlalög... eins og nafnið gefur til kynna er gengið í smiðjur íslenskra hljómsveita frá bítlatímabilinu og má nefna lög sem Dátar, Hljómar, Geislar og Fiðrildi léku inn á plötur. Þá gef- ur Gildran út sína aðra plötu í tengslum við Steina. Af er- lendum umsvifum Steina má nefna að þeir hafa gert samning við danska útgáfu og eiga nú á lager þarlendar plötur með t.d. Kim Larsen, Gasolin, Ann Lin- net, Sanne Salomonsson og TV2... af því engilsaxneska má nefna Europe, Till Tuesday, Huey Lewis, Cindy Lauper, ísra- elsku söngkonuna Ofra Haza, Laurie Anderson... og nokkur gömul brýni: Chicago, Jackson Browne, Ray Charles, Crosby, Stills, Nash & Young... og Little Feat eru að fara á stjá eftir margra ára dá. 20 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.