Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 21
Úr myndaröðinni Fjötrar fortíðar. Áhrif f rá Evrópu Inga Sólveig: Eg á erfitt með að hafa húmor í mínum myndum þegar ég verð fyrir drungalegum áhrifum Um síðustu helgi var nýr sýn- ingarsalur, Undir pilsfaldinum, opnaður við Vesturgötu 3b, og þar stendur nú yfir ljósmynda- sýning Ingu Sólveigar. Þetta er fyrsta einkasýning Ingu Sólveigar hér á landi, en hún Iauk BA prófi í listum frá San Francisco Art In- stitute árið 1987. - Verkin sem ég sýni hér eru öll unnin á síðasta ári, - segir hún, - ég tók syrpu þegar ég var að ljúka námi, því ég sá fram á að það gæti liðið langur tími þangað til ég hefði efni á að koma mér upp vinnuaðstöðu hér á landi. - Verkin eru öll unnin í Banda- ríkjunum, en ég tók flestar mynd- anna á ferðalagi um Evrópu, í London, Berlín og í Amsterdam. Eins og þær gefa kannski til kynna, varð ég fyrir bæði já- kvæðum og neikvæðum áhrifum í ferðinni. Þó mér finnist Evrópa að mörgu leyti heillandi, til dæm- is þessar gömlu og rótgronu borg- ir, sá ég líka ýmislegt sem mér fannst neikvætt saman borið við Bandaríkin. Og mér fannst hlut- irnir alls ekki betri í Evrópu en þar, þó alltaf sé verið að segja það. - Þetta á sérstaklega við um London og Berlín, til að mynda atvinnuleysið, fátæktin og drull- an sem alls staðar blasti við, og þó ég sé ekki mjög svartsýn mann- eskja á ég erfitt með að hafa húm- or í mínum myndum, þegar ég verð fyrir svona drungalegum áhrifum. - Þessi myndaröð sem heitir Underground og er tekin í neð- anjarðarlestinni í London, er einna ólíkust því sem ég hef gert hingað til. Myndirnar eru teknar á stað sem er yfirleitt alltaf fullur af fólki, sem mér tókst þó furðu vel að forðast. En þarna koma þessi drungalegu áhrif fram, mér finnst staðurinn bera vitni um þessa hnignun eða hrörnun, sem ég sá svo víða í Evrópu. - Verkið sem ég kalla Angst, eða ótta, eru myndir („movie stills") úr kvikmynd sem ég gerði, og er unnin út frá draumum. Hún er ekki saga með upphaf eða endi, heldur meira lýsing á áhrif- um og tilfinningum sem allar tengjast óttanum. - Þessar kvikmyndir sem við geröum voru voru bara nokkurra mínútna langar, svokallaðar avant garde myndir, stuttmyndir held ég að þær séu kallaðar hér á landi. Það er ákaflega persónuleg kvikmyndagerð, og fólk getur endað á að vera endalaust að fjalla um vandamál sín. En ástæðan fyrir því að ég fór út í kvikmyndagerðina var að mér fannst ein ljósmynd ekki segja nóg. Út frá kvikmyndagerðinni fór ég svo að gera myndaraðir. Ég reyni að tengja myndirnar, raða saman myndum sem hafa eitt ákveðið þema eða tilfinn- ingu. - Ég var í kvikmyndagerðinni í eitt ár samhliða ljósmynduninni, því þó að hún væri aðalatriðið í mínu námi var ég í ýmsum öðrum fögum, til dæmis grafík. Ég sýni hérna þrjár grafíkmyndir eða silkiprent, unnin út frá ljósmynd- um, þetta eru eiginlega silkiprent unnin með ljósmyndatækni. Þetta eru myndir af Berlínar- múrnum, en hann hafði mjög sterk áhrif á mig þegar ég upplifði hann í fyrsta skipti. Tekurðu þínar myndir með fyrirfram ákveðið þema í huga? - Ég fylgi engri ákveðinni reglu, en ég vinn oft út frá þema. Ég er ekki mikið fyrir að stilla mér upp með myndavélina úti á götu, svo ég nota oft uppstill- ingar, eða vinn út frá fyrir fram ákveðnum hugmyndum. Ég er sem sagt ekki ein af þeim sefn alltaf ganga um með myndavél um hálsinn. Sýning Ingu Sólveigar er opin daglega kl. 15:00- 21:00, og stendur til 21. ágúst. LG NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.