Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 22
Leiklist Elsk- huginn Alþýðuleikhúsið frumsýnir sálfræðiþriller eftir Harold Pinter í næstu viku þjófstartar Alþýð- uleikhúsið leikárinu með frum- sýningu á Elskhuganum, eftir Harold Pinter. Leikritið er skrif- að árið 1962 og var frumsýnt ári síðar, en leikarar og leikstjóri eru sammála um að leikritið sé í dag jafn „nýtt" og það var fyrir 26 árum, enda hafi manneskjan, eða mannlegt eðli tæplega breyst mikið á þessum árum. Elskhuginn segir frá hjónunum Richard og Söru, sem í upphafi leiksins virðast lifa hefðbundnu og rólegu lífi, hún heiðvirð heimafrú með elskhuga, hann virðulegur skrifstofumaður. Allt virðist fara fram í sátt og sam- lyndi, Richard er umburðar- lyndur eiginmaður með fullan skilning á tómstundagamni konu sinnar, eða... er málunum í raun og veru þannig háttað? Eins og við er að búast í verki eftir Pinter kemur fljótlega í ljós að ekkert er eins og það lítur út fyrir að vera í hjónabandsleik þeirra Söru og Richards. Nema því sé öfugt farið, og hlutirnir séu nákvæmlega það sem þeir Iíta út fyrir að vera, það þurfi bara að sýna manni það. Þau Viðar Eggertsson og Erla B. Skúladóttir leika hjónin Ric- hard og Söru, Ingunn Ásdísar- dóttir leikstýrir og Gerla sér um leikmynd og búninga. Þau eru helst á því að Elskhuginn sé sál- fræðiþriller. - Pinter heldur áhorfendum í stöðugri spennu um hvað gerist næst. Það liggur alltaf í loftinu að eitthvað óvænt eða hræðilegt ger- ist, og það gerist líka, jafnvel þó að persónan geri ekki annað en að fá sér ólívu. - Pessar persónur eru ekki svo frábrugðnar því fólki sem maður hittir á götu, og það er kannski einmitt það sem er svo skelfilegt við þær, Hvað þær eru í rauninni venjulegar. Sýningar á Elskhuganum verða í Asmundarsal við Freyju- götu, og frumsýning verður á fímmtudaginn í næstu viku. LG Græsku- laust gaman Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um bókina Meira til söngs eftir Jónas Árnason Fyrr í sumar kom út bókin Meira til söngs (útg. Imbusteinn) með vísum og kvæðum Jónasar Árnasonar og nótur við þau sem sönghæf eru. Þetta er bók barma- full af kímni og léttu háði og fyrsta grínið raunar fólgið í titlin- um. Ætla mætti að bókin héti Meira til söngs vegna þess að hún er eins konar viðbót við bókina Til söngs sem kom út „fyrir ekki ýkjalöngu" eins og segir í inngangsorðum. En þegar nánar' er að gætt heitir hún Meira til söngs - það er að segja að meiri- hluta kvæðanna í henni má syngja. Bókin er í stóru broti og skipt- ist í sex kafla sem hver er mynd- skreyttur af sínum listamanni. Framan við hvern kafla eru at- hugasemdir útgefanda og skýr- ingar. Aftan við meginmál eru nóturnar sem Karl Sighvatsson útsetti og tölvufærði. Allra aftast er svo stakt kvæðið um Ragnar pokamann. í tveim fyrstu hlutum bókar- innar eru kvæði úr leikritum og söngleikjum eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni sem mörg hafa verið vinsæl áratugum saman. Bókin hefst á kvæðinu góða sem kannski flestir kunna úr þessu safni, Einu sinni á ágústkvöldi, með jafnindælli mynd eftir Ragn- heiði Jónsdóttur af elskendum sem vaxa út úr landinu á kjar- valskan hátt og fuglar gera sér hreiður í hári þeirra. Á eftir því fara í fyrsta hluta ástarsöngvar, jarðneskir, heitir en þó léttir- að maður ekki segi léttúðugir - og margir firna vel ortir. Þetta eru Wfr^ i n ik Viðar og Erla í hlutverkum Richards og Söru. Mynd - Eiríkur Guðjónsson. Silja Aðalsteinsdóttir kvæði sem eiga allaf við og þarfn- ast engra skýringa, kvæði sem gott er að fá á bók til að rifja upp, eins og Ljúflingshóll, Án þín/ Með þér og Stúlkan mín er mæt- ust: Dável samansett hún er. Silkimjúk og nett hún er. Lipur, grönn og létt hún er. Laus við svik og prett hún er. í þessum kafla var Rósa eina kvæðið sem ég þekkti ekki. Það er kannski ekki rismikið en snjallt að nota vísu Vatnsenda- Rósu sem viðlag og víkka mynd- ina af Rósunni sem bíður heima eftir farmanninum. Ragnheiður sameinar á fallegri mynd þessar Rósur og engil með húfu og rauðan skúf í peysu. Annars finnst mér myndir hennar stund- um of þungar og grófar til að vera við þennan undurlétta kveðskap. Alls konar bellibrögð taka við af ljúfum ástum í öðrum hluta sem Katrín Briem myndskreytir. Þessi kvæði hafa meiri þörf fyrir skýringar, sum standa varla utan tilefnisins í leikjunum sem þau eru úr, en í þeim bestu sést vel hvað tvíræðnin getur verið gott vopn í höndum Jónasar. Hér segir af ófyrirleitnum bissniss- mönnum, sjálfumglöðum lög- regluþjónum, skurðóðum lækn- um með meiru, en hvergi er höf- undur meinlegur svo úr hófi HAGKAUP A SELTJARNARNESI Höfum opnað MATVÖRUMARKAÐ við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. HAGKAUP Seltjarnarnesi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.