Þjóðviljinn - 12.08.1988, Qupperneq 23

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Qupperneq 23
Jónas Árnason rithöfundur, syngur sálm í Reykholtskirkju á útgáfu- degi bókarinnar, Meira til söngs. Mynd hmp. keyri. Ekki einu sinni í ályktun sem hann dregur af sögu fátækrar konu í hriplekum kofa og inn- brotsþjófnum syni hennar: Ó, skrýtni heimur, ó, skrýtna líf ekki skil ég tilgang þinn. Menn brjótast inn og brjótast út og brjótast síðan inn. Og húsin rísa stór og sterk til að standa vindi og regni gegn, en breytast síðar í samastað fyrir sama vind og regn. Beittara er háðiö í besta kvæði þessa kafla, Við heimtum auka- vinnu! sem Bubbi Morthens hef- ur nú síðast gert aftur fleygt. Þriðji og fjórði hluti með kvæðum við erlend lög eru ntiklu höttóttari en tveir þeir fyrstu. Stnðsárarómantíkin í þriðja hluta er einhvern veginn innan- tóm, kvenfólkið vantar hold og blóð fyrsta hlutans, karlmennirn- ir eru undarlega safalitlir. Af ein- hverjum ástæðum trúi ég betur á ástina sem blómstrar inni í Bola- bás en ævilanga ást á stúlku eftir eitt augnatillit á Arnarhól, en það er sjálfsagt einstaklingsbundið. Kímni og háð verða beiskari og stopulli en væmni bærir á sér í staðinn. Myndir Guðrúnar Svövu eru vel gerðar en hún nær ekki almennilegu sambandi við kvæðin. Henni verður meiri matur úr Ragnari pokamanni í bókarlok, þó ekki finnist mér hnefinn þar nógu steyttur. Kvæðin um enska offisserann og kúrekann í fjórða hluta eru fyndin, en kvæðið um síðasta Skotaprinsinn ber þó af. Sem kvæði til lestrar ekki síður en til söngs er það hið besta í bókinni. Þennan kafla skreytir Svala Sig- urleifsdóttir og fær góðan heildarsvip á hann með því að setja hann upp á svið í framhaldi af skýringunni við offiserakvæð- ið. En mannamyndir eru sumar viðvaningslegar. Barnaljóðin Tveir síðustu hlutarnir eru barnaljóð og þar finnst mér bókin rísa aftur - jafnvel uppfyrir fyrstu hlutana tvo. Hvergi nýtur kímni Jónasar sín eins vel og í vísum handa börnum, hvergi er rímið eins glaðhlakkalegt og fjörið eins sprúðlandi. Hér eru líka bestu myndskreytingarnar, enda eru Ragnheiður Gestsdóttir og Sig- rún Eldjárn meðal alfremstu listamanna sem hér skreyta bækur. Þær eru raunverulega að lýsa ljóðin. Litmyndir verða nú allsráðandi og ekki iaust við að manni finnist maður kominn með allt aðra bók í hendurnar. Væri ekki hægt að búa til hefti með þessu efni einu? í hluta Ragnheiðar eru sönglög sem fengur er að á hverju heimili, frábær kvæði eins og Tjörnin og heimshöfin, Kópurinn Kobbi og Það er sumar í sveitinni okkar. Myndirnar eru klipptar í pappír í sama stíl og í barnasöngbókinni Fljúga hvítu fiðrildin, skýrar, lif- andi og litríkar, einnig þær svart- hvítu. í hluta Sigrúnar eru tvær barn- aþulur sem væru út af fyrir sig efni í grein. Fuglinn sigursæli og Okkar góða kría. Þær voru gefn- ar út fyrir löngu með afbragðs- myndum eftir Atla Má og varla að manni fyndist þurfa að bæta þar um betur, en Sigrún gefur þeim nýtt líf með hárfínum túlk- unum sínum á þessum yndisiegu fuglum. Þetta eru barnaþulur af skemmtilegustu gerð, bragar- hátturinn og rímið hvað eftir ann- að notuð til að koma lesanda á óvart, skella saman óskyldum hlutum á hinn fyndnasta hátt - eins og þegar kallarnir sem vildu sigra veröldina alla fóru um með frekjusvip og beitiskip, brambolt og byssur út um allar trissur. Þetta gerði Tómas Guðmunds- son líka vel og ekki leiðum að líkjast. En það sem gerir þulurn- ar sígildar og jafnskemmtilegar fyrir alla aldurshópa er hvernig Jónas blandar saman barnslegum hlutum og flóknum, eins og þegar haninn tautar fúll inni í hænsnakofa um vetur: „í hænsnalífi okkar er engin glóra, sýnist mér. Lífi voru lifum vér með tapi. “ Það er ekki ónýtt að kunna svona speki frá barnæsku. Oft notfærir hann sér líka rímið til að koma að erfiðum orðum og jafnvel óskiljanlegum fyrir börn. Fjörleg hrynjandin ber þau áfram og áður en þau vita af renna þau sér í gegnum erindi eins og þetta: Mér er hennar krí-krí-krí kærara en sinfóní og ágæt lög frá Ítalí með ýmiskonar do-re-mí sem samið hafa Palestrina og Puccini. Meira til söngs er falleg bók og eiguleg. Útgáfan á henni hin metnaðarmesta. Lögin voru leikin fyrir mig á klarinett og gekk prýðilega að lesa nóturnar. Þó að laglínan sé þar einföld fær hún alltaf sinn svip. Og enn undr- ast maður hvað lögin hans Jóns Múla eru forkunnargóð. Hann væri áreiðanlega löngu orðinn heimsfrægur ef hann hefði haft vit á að fæðast til stærri þjóðar. Silja Aðalsteinsdóttir E.M.J. Hugvekja um akta-skrift í grein sem ber heitið „Akta- skrift" leggur Guðmundur Finn- bogason út af endurminningum manns nokkurs um Jón Sigurðs- son, þar sem hann segir frá atviki sem gerðist sumarið 1867, þegar hann var þingritari sautján ára að aldri, og dregur Guðmundur mikinn lærdóm af atvikinu. Sögu- maður hafði þá það starf með höndum að hreinskrifa ræður þingmanna svo og ýms þingskjöl á hvítan pappír í arkar-broti. Fékk hann 24 skildinga fyrir hverja örk, og átti að nota svo- kallaða „akta-skrift“, en hún var í því fólgin að á hverri síðu var til- tekinn línufjöldi og tiltekinn stafafjöldi í hverri línu. Þetta veittist sögumanni nokkuð erfitt. Hann hafði að vísu strikað blað undir og gat því alltaf haft réttan línufjölda, en hins vegar hafði hann tilhneigingu til að hafa of marga stafi í hverri línu og varð að leggja nokkuð á sig til að talan yrði nokkurn veginn rétt. „Við þessa viðleitni mína fengu síðurn- ar það útlit, að allt sýndist þar óvenjulega gleitt og gisið,“ segir hann í endurminningum sínum. En nú er ekki að orðlengja það, að þegar Jón Sigurðsson sá þessar hreinskrifuðu arkir, fannst honum skriftin allt of gisin og vildi ekki viðurkenna að þetta væri „akta-skrift“. Neitaði hann að telja stafi og línur, heldur sagðist hann sjá að skriftin væri ekki rétt, og sagði svo snúðugt: „Ég vil ekki heyra meira slúður um þetta; það verður dregið af borgun yðar fyrir svona skrift“. Þegar til kastanna kom varð Jón Sigurðasson vitanlega að láta undan og hætta við að hýrudraga sveininn sautján vetra, því um það varð ekki deilt að skriftin á örkunum var hárrétt „akta- skrift". Segir sögumaður í endur- ntinningum sínum að þetta atvik hafi eins og skvett dálitlu köldu vatni á dýrkun sína á Jóni Sig- urðssyni í svipinn. í áðurnefndri grein sinni lítur Guðmundur Finnbogason hins vegar allt öðrum augum á þetta mál og beitir ýmsum rökum til að sýna fram á að frá æðra siðferði- legu sjónarmiði hafi þingritarinn ungi haft rangt fyrir sér. Hann ber fyrst saman forsetann og rita- rann og er ekki vandspáð um nið- urstöður þess mannjöfnuðar, en dómurinn yfir hinum síðarnefnda er nokkuð athyglisverður: „Nátt- úran hefur gefið honum örlyndi í vöggugjöf. Höndin dregur ósjál- frátt á hvítu örkina fleiri stafi en heimtað er. Áður en hann veit af, hefir hann unnið meira en af hon- um er krafist. Það vill hann ekki. Hann vill selja, en ekki gefa; hann vill að fullt gjald komi þegar í stað fyrir allt, sem hann vinnur. Þess vegna leggur hann bönd á sig. Orkuna, sem áður gekk til þess að skrifa meira en heimtað var, notar hann til þess að leggja hömlu á sig. Hann vill þeldur beita kröftunum gegn sjálfum sér en að framleiða meira en borgað er.“ Þetta telur Guðmundur Finnbogason að hafi' komið fram í skriftinni og hafj það ekki farið fram hjá hinum skarpskyggna Jóni: hann hafi séð að skriftin var óeðlileg og skrifarinn hafði dreg- ið af sér, ekki unnið eins mikið og eðlishvötin var til, og því hafi hann þóst sjá svik í skriftinni. Þetta verður Guðmundi tilefni til mikilla hugleiðinga um það hvernig færi fyrir þjóðfélaginu ef menn miðuðu verk sín eingöngu við það sem heimtað er fyrir kaupið sem þeir fá, og enginn gerði meira en nákvæmlega það sem af honum er krafist. Er nið- urstaðan sú, að þá myndu allar framfarir stöðvast, svo og siðbót og menning, og lokadómurinn er harður: Af skrift „akta- skrifarans“ verður ekki einn staf- ur geymdur í lífsins bók... Nú er löngu kominn tími til að íslendingar fari að lesa og íhuga sem vendilegast rit Guðmundar Finnbogasonar, sem var okkar fyrsti heimspekingur og kannski hinn merkasti til þessa. Um heimspekinga gildir gjarnan sú regla, að þeir koma með skarpar skilgreiningar, þar sem aðrir dauðlegir menn rugla hlutunum saman í einn graut, þeir finna upp röksemdafærslur sem aðrir hafa ekki komið auga á, og fleira mætti telja af því tagi. En sumir segja að á móti komi að þeim hætti stundum til að beita rökum sem liggur nokkurn veginn í augum uppi að geta alls ekki stað- ist og virka á.m.k. harla fárán- lega á seinni tíma menn. Hefur því verið haldið fram að þetta sé bölvun sem hvíli á heimspekinni vegna fáryrða, sem Þales á að hafa mælt þegar hann datt í brunninn, en um þetta hafa verið nefnd ýms skrautleg dæmi allt frá dögum Platós og til Sartres, og sjálfsagt lengur. Nú verður því naumast á móti mælt að þingrit- arinn sautján vetra dró ekki á nokkurn hátt af sér við verkið, heldur lagði hann sig þvert á móti í líma við að vinna það nákvæm- lega eins og honum hafði verið sagt og kostaði greinilega til þess nokkru erfiði. Ef hann væri ofar moldu nú á dögum og við tón- listarnám, er sennilegt að hann ætti í nokkrum brösum með að spila andante-kafla með réttum hraða og þyrfti hann að leggja nokkuð á sig til að ösla ekki áfram eins og eðlishvöt hans to- gaði og eins og ungum mönnum hættir til. Myndi tónlistargagn- rýnandinn Guðmundur Finn- bogason þá kannski með sömu rökum álasa honum fyrir að draga af sér og benda á að með því að spila allt saman prestis- simo gæti hann gert meira en beinlínis var ætlast til af honurn og komið t.d. fyrir einni auka- sónötu á dagskránni. Smáatriði sem Þórbergur hefur skráð eftir sr. Árna Þórarinssyni í Ævisögunni bregður talsverðu ljósi á þetta: í æsku kom sr. Árni sér upp sérstöku sláttulagi sem var að því er virðist fólgið í því að spara kraftana og gernýta þá, eins og íþróttamenn kunna nú á dögum, og tókst honum þannig þrátt fyrir kraftleysi sitt að slá jafnmikið og aðrir eða meira. En svo tekur hann fram um þetta sláttulag sitt: „Ég áræddi samt ekki að notfæra mér það nema þegar enginn sá til. Það þótti skömm að slá svona. Menn áttu að þenja sig“. Það að þenja sig sem allra mest við sláttinn og sóa þá í rauninni kröftunum til einskis eins og vinnufélagar Árna vildu að hann gerði og svo hitt að klessa sem flestum stöfum og línum á arkir, sem áttu þó samkvæmt hlutarins eðli að geyma ákveðið magn texta, eins og Guðmundur Finn- bogason virðist telja að þingritar- inn hefði átt að gera, - þetta hvort tveggja er í rauninni ekki annað en tvær hliðar á sama fyrir- bærinu, sem blasir við alls staðar þar sem (slendingar eru að vinna og hver getur séð ef hann hefur augun opin, en það er sú bjarg- fasta skoðun manna hér á Skerinu, að menn eigi að hamast sem allra mest við vinnu, ganga að verkunum með sem hrikaleg- ustum bægslagangi og helst að vinna sér þau eins erfiðlega og unnt er, þannig að saman fari há- marks orkusóun og lágmarksnýt- ing. Guðmundur Finnbogason talar í títtnefndri grein sinni um „fagnaðarboðskap kærleikans til vinnunnar", en hér virðist fremur vera urn einhvers konar undar- lega skyldu að ræða: ef menn kunna að vinna verk með minni fyrirhöfn en betri árangri verða þeir helst að fara í felur með það. Mér dettur í hug að það sé þessi rótgróna vinnuhugsjón Mör- landans sem villti um fyrir dr. Guðmundi og kom því til leiðar að hann ruglaði saman því að koma raunverulega miklu í verk og svo þessum tilgangslausa hamagangi, sem í því tilviki sem hann fjallar um hefði ekki leitt til annars en þess að menn hefðu farið að skrifa ræður þingmanna á arkir á sama hátt og púkarnir skrifuðu blótsyrðin á skinnpjötl- una. En þeir höfðu þó a.m.k. þá afsökun að ritföng voru af skornum skammti. Svo virðist sem þessi vinnuhug- sjón sé nánast siðferðileg skylda, en það dylst oft fyrir mönnum einmitt vegna þess hve rnjög hún hefur verið þeim innrætt frá blautu barnsbeini og hve ríkjandi hún er. Eða hvernig er það ekki í skólum landsins, þegar ungling- arnir koma með svarta bauga undir starandi augununt eftir alls kyns vinnu hér og þar í frítímun- um, og reyna á að troða í þessa svefngengla fegurstu ljóðum tungunnar? Þá getur að líta efst á blaði: „Ævitíminn eyðist, unnið skyldi langtum meir. Síst þeim lífið leiðist sem lýist þar til útaf deyr“. En hvernig sem það er, virðist vinnuhugsjónin teygjast víða: á sama hátt og menn eiga að hamast og djöflast áfrant og það virðist stríða á móti einhverri sið- ferðisvitund að menn beiti lagni og spari kraftana, mega menn heldur ekki eiga nokkra raun- verulega frítíma, heldur eiga þeir að bæta á sig störfum meðan nokkurt augnablik er ennþá laust. Menn hafa rætt margt um þá miklu eftirvinnu sem hér tíð- kast og vinnuálag á íslandi. En væri nú ekki ráð að reyna að leita skýringanna í þessari sérstæðu vinnuhugsjón? Sagt er að einu sinni hafi verið ákveðið að leggja niður alla eftirvinnu í fyrirtæki einu og skyldu starfsmennirnir fá nægileg laun fyrir dagvinnuna, enda mun reynslan víst sýna að menn vinni jafnmikið á átta tím- um og fjórtán. En hvað gerðist? Starfsmennirnir voru fljótir að ráða sig hingað og þangað í alls kyns eftirvinnu, kvöldvinnu, næt- urvinnu o.þ.h. Oft er sagt að eftirvinnan á íslandi stafi af því hvað launin eru lág fyrir venju- lega dagvinnu, en skyldi ekki þvert á móti vera í gangi eitthvert öfugsnúið efnahagslögmál í sam- ræmi við þessa vinnuhugsjón fs- lendinga, sem hafi það að verk- um að launin haldast nógu lág til að réttlæta hamaganginn við eftirvinnuna? e.m.j. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.