Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 24
HELGARPISTILL ÁRNI BERGMANN Menn eru eins og fyrri dag- inn aö rýna í það hvað sé tii hægri og vinstri á íslandi og fara svörin því lengra út í hött sem meir er spurt. Við vitum að Kvennalistinn heldur því stíft fram að þetta með vinstrið og hægrið sé markleysa úr körlum sem vilji breiða yfir höfuðmóthverfu samfélags- ins - mun kynjanna. Og svo tók formaður Sjálfstæðis- flokksins, Þorsteinn Pálsson, sig til á dögunum, og lýsti því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn væri enginn hægriflokkur heldur væri hann barasta andstæðingur vinstriflokka. Manni skildist að hægrið væri ekki til, en til vonar og vara vildi Þorsteinn geyma vinstrið sem einskonar skammarkrók til að reka í alla þá sem ekki skiljaað Sjálfstæðisflokkurinn á að ráða öllu í samfélaginu. Flokkar engum líkir Menn gátu tekið eftir því í mál- flutningi Þorsteins Pálssonar, að hann taldi höfuðástæðuna fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki hægriflokkur vera í því fól- gna, að hann væri svo séríslensk- ur. Og ef maður heldur áfram á þeim brautum, þá er fljótséð að allir (slenskir flokkar eru - ann- aðhvort að eigin dómi eða ann- arra - svo feiknarlega sérstæðir að þeir eru engum líkir. Þeir sem hafa lesið Tímann árum saman vita, að Framsóknarflokkurinn er alveg laus við „aðfluttar er- lendar stefnur eins og kapítal- isma og sósíalisma" - heldur er hann afkvæmi hins séríslenska undurs; að eftir að mannsandinn hafði hugsað margt og undirbúið sig í þrjú þúsund ár, þá fæddist Kaupfélag Þingeyinga. Alþýðu- bandalagið er hinn séríslenski vinstriflokkur sem reyndi fyrstur allra að brúa bilið milli krata og komma og fann upp Evrópu- kommúnismann löngu á undan Enrico Berlinguer. Alþýðuflokk- urinn hefur svosem enga sérstöðu að eigin mati, en aðrir telja að hann sé svo hægrisinnaður að hann eigi sér enga sanna bræður í kratisma nema ef vera skyldi smáflokk á ítalíu, PSDI, sem er annað en sósíalistaflokkur Crax- is. Nú og svo vita allir að Kvenna- listinn á sér engan lika um víða veröld. Hamborgari og pizza Þegar við lítum yfír sviðið og sjáum að allir íslenskir stjórnmálaflokkar eru undan- tekningar frá reglum, þá er kann- ski ekki nema von á að menn eigi enn erfiðara með að segja hvað er til vinstri og hvað til hægri en efni stóðu annars til. Ekki svo að skilja; ýmsar til- raunir hafa verið gerðar til að flokka málefni og fyrirbæri eftir þessum Iínum. Einn glöggur vin- ur minn franskur skrifaði eitt sinn merka og alveg mátulega alvar- lega úttekt á þessum hlutum: þar sýndi hann m.a. fram á það að hamborgari með frönskum væri til hægri en pizza með rauðvíni til vinstri. Og ég spyr bara si sona: treystir sér nokkur til að hrekja það að svo sé? Ekki hann ég. Hitt er svo meira alvörumál, Hægrið og vinstrið og sérstaðan þjóölega Er það rétt, að enginn geti lengur gert greinarmun á vinstri og hœgri í íslensku pólitísku stríði? getur ágæt forystukona í liði sós- íalista, Adda Bára Sigfúsdóttir, rifjað upp margt fróðlegt um langvinnt andóf borgarstjórnarí- haldsins gegn hugmyndum og til- lögum vinstrimanna í þessum efnum. Aðlögun íhaldsins Þetta breytir því ekki að nú finnst mönnum dagvistarmál miklu síður vinstri- eða hægrimál en áður. Það sem gerst hefur í þessu máli, er að viðhorf sósíal- ista hafa unnið á, nógu mikið til að þeim er ekki beinlínis mót- mælt lengur. Og þá erum við aft- ur komin að líkingu þeirri sem Guðbergur tekur. fhaldið er fyrst hvernig einstökum málum og málaflokkum reiðir af á göngunni löngu sem samfélagið er á milli vinstri og hægri. Og er á víxl undir leiðsögn hins róttæka Mós- esar sem lætur lýðinn ekki í friði og heimtar að hann haldi áfram að leita fyrirheitna landsins og hins raunsæja Arons, sem steypir gullkálf handa lýðnum nú og hér. Af sígildu vinstrimáli Tökum til dæmis dagvistarmál. Eru þau vinstrimál eða hægri- mál? Eru ekki allir nokkuð sam- mála um að „foreldrar þurfa að eiga þess kost að geta fengið pláss fyrir börn sín á dagheimilum" eins og alltaf er verið að segja? Tja það er nú það. Á dögunum vorum við að vitna í grein eftir Guðberg Bergsson sem sagði: það er hlutverk vinstrimanna að bera fram nýjar hugmyndir, en svo kemur það í hlut hægrimanna að framkvæma þær. Málið er ekki svo einf alt en það er mikið til í þessu samt. Vitanlega voru það jafnaðar- konur, sósíalistar, kratar og kommar, sem fyrst beittu sér fyrir því að dagheimili risu - til að létta undir með barnafjölskyldum til að rýmka frelsi kvenna, til að stuðla að jafnrétti og jafnstöðu. Um langan tíma er enginn í vafa um að dagvistarmál eru vinstrim- annamál. íhaldið dregur iappirn- ar í þessu máli. Það grunar krata og komma um að vilja þjóðnýta uppeldið, gott ef ekki grafa undan fjölskyldunni. Það er á móti auknum útgjöldum ríkis og bæjarfélaga og þá ekki síst til þessa málaflokks. íhaldið getur í besta falli samþykkt barnaheimili sem neyðarráðstöfun fyrir ein- stæðar mæður. Af þessu er sögð tölverð saga t.d. í skáldsögu Hall- dórs Laxness, Atómstöðinni, og vissulega er þar ekki farið með fleipur. Þarf ekki að fara svo langt aftur í tímann reyndar: t.d. eins og snúið roð í hund. Síðan verður það vart við að dagvistar- krafan á vaxandi fylgi að fagna, þrýstingurinn er orðinn of sterk- ur, það borgar sig ekki lengur að vera á móti henni. Eins gott að geta slegið á vinsældir vinstrifóla í leiðinni. Og svo er annað. Þjóðfélagið breytist, það er mikil þörf fyrir vinnuafl kvenna. Það verður með nokkrum hætti líka í hag atvinnrekendum að dagvist- arplássum fjölgi - þeir eiga þeim mun betri aðgang að því tiltölu- lega ódýra vinnuafli sem heima sat. Með opinberu framtaki í dag- vistarmálum er í rauninni verið að greiða niður að nokkru kostn- að þeirra við að hafa mæður í vinnu. En arfur þeirra hægriviðhorfa sem líta á dagvistarmál ekki sem nauðsyn og réttlætismál heldur neyðarráðstöfun fyrir sérstaka hópa, lifir samt enn í íslensku þjóðfélagsmynstri. Eins og glöggt kemur fram nú síðast á kvennaþingi í Osló þegar ísland reynist langsamlega aftast Norð- urlanda í því að tryggja dagvist- arpláss fyrir sín börn. Að bjarga byggðarlagi Tökum annað dæmi: byggða- stefna. Ef þúsund manna pláss er að hruni komið vegna þess að helsta fyrirtækið í bænum fer yfir um (vegna markaðserfiðleika ófyrirsjáanlegra, vegna glæfra- skapar stjórnenda eða af öðrum orsökum) - er þá munur á því hvernig hægrimenn og vinstri- menn vilja á því máli taka? Svo virðist í fyrstu atrennu sem það þurfi ekki að vera. Allir flokkar gætu freistast til að sýna þessu plássi nokkra pólitíska út- gjaldagóðvild - þótt ekki væri nema vegna atkvæðaveiða. En þar með er ekki öll sagan sögð. Við getum þar fyrir utan gert ráð fyrir því, að í hugmyndabú- skap vinstrimanna, sósíalista sér í lagi, láti í því dæmi sem að ofan var nefnt til sín heyra sú félags- hyggja, sem neitar að halda að sér höndum ef vinnandi fólk í heilu byggðarlagi stendur uppi bjargarlaust - af ástæðum sem það hefur engin tök á og ber enga sök á. Aftur á móti er til öflug hægrihugsun, sem afgreiðir slík dæmi á þá leið, að hver beri ábyrgð á sjálfum sér, og menn skuli ef illa gengur í heimaplássi flýta sér að hlaupa frá öllu saman og flýja til höfuðborgarinnar. Það verður t.d. lesið úr bæklingi eftir helsta hugmyndaljós Sjálf- stæðisflokksins, Hannes Hólm- stein, hann er skrifaður í sam- vinnu við Steingrím Ara Arason og heitir „Eign handa öllum". Þar segir um byggðamál að það sé réttlætiskrafa að „menn velji sér byggð á eigin ábyrgð" (íæstir velja sér reyndar byggð, þeir eru fæddir hér og þar) og þar að auki sé það verst fyrir mann sjálfan að tregðast.við að hlýða markaðs- öflunum. Menn verða, segir í bæklingunum „að hagnýta sér markaðsöflin, færa sig í hag- kvæmustu atvinnugreinarnar og flytja sig á milli staða". Svo einfalt er málið í meðferð nauðungarlektorsins nýja. Ekki orð um það að ýmsar „hagkvæm- ustu atvinnugreinar" ætla sér alls ekki að taka við fleira fólki og geta það ekki þótt einhver vildi, né heldur um það hvernig menn eiga að hoppa til staða þar sem húsnæði er dýrt þegar markaðs- lögmál og hávaxtastefna hafa gert húsnæði þeirra í dreifbýli verðlaust. Nei. Hin sanna hægri- hyggja pípir á svoleiðis aðstæður í þessum bæklingi frá Sfofnun Jóns Þorlákssonar og ávarpar lands- byggðarmenn með þessu yfirlæti hér: „Þeir eiga ekki að loka sig inni á einstökum stöðum og í ein- hverjum atvinnugreinum og beita síðan pólitísku valdi til að skattleggja aðra". Gjafir eru yður gefnar, stendu^r þar. 24 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.