Þjóðviljinn - 12.08.1988, Síða 25

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Síða 25
BARNAKOMPAN Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON Þaö er nú það Stundum segjum við eitthvað sem allir segja og skilja en vitum ekki af hverju þetta er sagt svona. Svona setn- ingar eru kallaðar orðtök. Orðtökin eru mörg og eiga sér öll einhverja sögu eða skýringu. öll höfum við heyrt talað um að ganga af göflunum þegar eitthvað mikið gerist eða ef einhver er með mikil læti. Þetta orðtak að ganga af göflunum, er komið af því að í miklu óveðri getur hús gliðnað í sundur og fokið. Þá gengur það af göflunum, liðast í sundur með miklum látum. Smásagan Snotra Einu sinni var gömul kona sem átti litla kisu. Kisan var alveg kolsvört og hét Snotra. Hún át allt sem gamla konan gaf henni. Einn morgun þegar gamla konan vaknaði var Snotra horfin. Gamla konan varð svo leið að hún fór að gráta. En skyndilega hringdi dyrabjallan. Gamla konan fór til dyra. Þarna stóð kisan hennar. Þegar kisa var komin heim leið gömlu konunni mjög vel. Snotra fékk mikla mjólk hjá gömlu konunni og þeim leið báðum vel. Erna Rán Arndísardóttir Ljóð... Hunang og böm Flugur sækja í hunang eins og börn og mömmur. Mömmur eru blóm og börn eru flugur sem sækja í blóm til að sofa í. Aðalheiður R. Steinþórsdóttir 9 ára FLÖSKUSKEYTI Evrópskur Óskar Samvinna Evrópulandanna eykst stöðugt. Kastljós fjölmiðl- anna beinist oftast að samvinnu Evrópubandalagsins á efnahags- sviðinu en samvinnan nær einnig til menningarsviðsins. Nú hafa Evrópubandalagslöndin ákveðið að stofna kvikmyndaakademíu, ekki ósvipaða þeirri í Bandaríkj- unum, sem útdeilir Óskarsverð- laununum. Akademían á að út- hluta verðlaunum fyrir kvik- myndaafrek ársins í Evrópu. Fyrsta afhendingin fer fram í Berlín, sem hefur verið útnefnd sem menningarborg Evrópu í ár. Næsta ár verður París menning- arborg ársins og þá fer úthlutunin fram þar og árið 1990 er röðin komin að Glasgow. Sjónvarpið besti vinurinn Næst á eftir að heimsækja vini og ættingja kemur sjónvarpsdag- skráin sem mesta tilhlökkunar- efnið hjá Bandaríkjamönnum. Þetta er niðurstaða skoðana- kannana sem hafa verið gerðar í Bandaríkjunum í ár. Margt at- hyglisvert hefur komið fram í þessum könnunum, m.a. það að um 50% Bandaríkjamanna sjá bara fréttir í sjónvarpi en árið 1980 sáu 39% jþeirra bara sjón- varpsfréttir. Um 55% telja sjón- varpsfréttir áreiðanlegastar allra frétta. Árið 1987 voru tvö eða fleiri sjónvörp á 59% af heimilum í Bandaríkjunum. Rust græðir á fangavistinni Mathias Rust og fjölskylda hans virðast ætla að græða vel á fífldjörfu flugi Matta til Moskvu. Vestur-þýska vikublaðið Stern hafði strax samband við fjöl- skyldu stráksins, þegar hann hafði verið handtekinn og keypti einkarétt á frásögn hans. Þegar foreldrarnir heimsóttu Mathias í fangelsið fékk blaðamaður Stem að fljóta með og móttökunefnd frá Stern náði í hann til Moskvu þegar hann hafði verið látinn Íaus. Þegar V-Þýska sjónvarpið greindi frá því að pilturinn væri aftur kominn heim og birti viðtal við hann, gat að lesa neðst á skjánum: Með góðfúslegu leyfi vikublaðsins Stern. Ekki er vitað hvað Stern borgaði fyrif einka- réttinn en annað vikublað hafði boðið honum 800.000 þýsk mörk, eða um 20 miljónir íslenskra króna. Bannoró í fyrri viku gaf dómsmálaráðu- neyti hvítu minnihlutastjórnar- innar í Pretóríu út pésa með nöfnum fólks sem suðurafrískum fjölmiðlum er stranglega bannað að vitna í. Á bannskránni eru nöfn 417 manna og kennir margra grasa. Þó vekur meiri athygli hvern vantar á listann en hverjir á hon- um eru. Það er nefnilega engu líkara en ráðsmenn kæri sig koll- ótta þótt orð Nelsons Mandela berist þegnunum til eyrna. En ekki er allt sem sýnist; Mandela hefur setið í fangelsi í 26 ár og yfirvöld reyna að gæta þess að orð hans haldi kyrru fyrir hjá honum í dýflissunni. Nafntogaðir menn eru fjöl- margir á bannskránni, jafnt þel- dökkir sem ljósir á hörund. Þar eru útlægir leiðtogar Afríska þjóðarráðsins, Oliver Tambo, Tom Sebina og Thabo Mbeki. Ennfremur hinir svonefndu „sex- menningar frá Sharpeville" sem dæmdir voru til dauða fyrir morð sem sannað hafði verið að þau frömdu ekki. Hinir látnu lifa í ótta Pretóríu- stjórnarinnar. Bram Fischer var lögfræðingur og leiðtogi suður- afríska kommúnistaflokksins um skeið. Ruth First lagði stund á ritstörf og bjó í Mósambík. Bréf- sprengja að sunnan varð henni að bana. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.