Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 27
Myndbandaskólinn I tveimur fyrstu hlutum þessa greinaf lokks höf um vibf jallaö lítillega um helstu tæknilegu forsendur þess, hvernig myndin verí - urtil ítækjabúnaðinum. Hvernig myndatökuvélin umbreytir Ijósgeislunum er endurvarpast af myndef n- inu í rafboð. Hvernig þessi rafboð eru stöðluð og síðan varðveittá myndsegul- bandinu. Og hvernig þau eru um síðir send fram í skjá sjónvarpsviðtækisins þar sem þau birtast okkur sem f ullbúin tvívíð eftirlík- ing þess veruleika er upp- haf lega varð hvatinn að því að við tókum fram tökuvél- ina. Þykjumst við þar með hafa nógsamlega fjallað um tæknilegarforsendurmáls- ins í bili. Munum viðþví í dag og á næstu vikum ein- beita okkur að maginþema greinaf lokksins, nef nilega sjálfu myndmáli hinna lif- andi mynda. Myndmálið Þegar við tjáum okkur í mæltu máli eða rituðu, veljum við mis- munandi orð og orðasambönd og röðum þeim sömuleiðis mismun- andi í setningar og málsgreinar, allt eftir því hvaða merkingu við viljum leggja í þau. Eiginleg merking orðanna ræðst því að miklu leyti af orða- röðinni, þ.e. innbyrðis samhengi þeirra í setningunni. Með því að breyta orðaröðinni eða skipta út einstaka orðum, breytum við um leið heildarmerkingu setningar- innar. Tökum dæmi: Guðrún Ósvíf ursdóttir er ástfangin af Kjartani. Bolli er ástfanginn af Guð- rúnu Ósvífursdóttur. Guðrún Ósvífursdóttirer ekki ástfanginafBolla. Lfkt og íslensk tunga á sér sína málfræði og setningafræði, hafa hinar lifandi myndir þróað með sér sérstakt myndmal gegnum tiðina. Myndmál þetta byggir líkt og tungumálið á vissum hefðum og venjum, „málfræðireglum", sem við höfum meðvitað eða ó- meðvitað tileinkað okkur. Það er enganveginn sjálfgefið, að við „lesum" hinar lifandi myndir á þann veg sem við ger- um. Við höfum m.ö.o. lært að meðtaka myndmál kvikmynda- gerðarlistarinnar líkt og móður- málið, sem að sjálfsögðu er okk- ur heldur enganveginn í blóð bor- ið. Þannig upplifum við t.d. nær- mynd á allt annan hátt en heil- mynd af sama myndefni, svo ekki sé talað um ef myndavélin hreyfist í áttina að, eða ef því er að skipta frá myndefninu. Það skiptir máli hver skerpudýptin er í myndfletinum, hvar helsti at- hyglispunktur myndefnisins er staðsettur hverju sinni, og þá með tilliti til klippingar myndefn- isins, og stefna hreyfingar mynd- efnis milli tveggja samhangandi myndskeiða lýtur sömuleiðis vissum lögmálum. Þessi atriði og ótalmörg önnur teljast til „málfræðireglna" myndmáls hinna lifandi mynda, og eru það einmitt þessar tilteknu hefðir þess og venjur, sem verða aðalviðfangsefni þessa greina- flokks. Við gerð kvikmynda velja menn að nota vissar tegundir mynda framyfir aðrar og raða þeim sömuleiðis saman á mis- munandi hátt, allt eftir því hvers konar hughrifun þeir vilja koma til skila til áhorfenda sinna. ÓLAFUR ANGAN1ÝSSON TÓK SAMAN Myndmálið Mynd 1. Sama myndefni er hægt að kvikmynda á ótal vegu: í nærmynd, í heilmynd, neðanfrá, frá hlið o.s.frv. Mynd 2 GuðrúnÓsvífursdóttirerástfangin af Bolla Guðrún Ósvífursdóttir er ekki ástfangin af Bolla. Innbyrðisniðarrööunmyndskeiðaikvikmyndhefuráhrif á þau hughrif, sem við viljum koma til skila til áhorfenda. Mynd 3. Stór hluti myndflatar (Húsið) Litir Hljóð Hreyfing (Bíllinn) 3. hluti Kvikmynd má líkja við vog, þar sem framangreind atriði hafa mismunandi vægi. Á myndinni hér að ofan er t.d. vægi hússins mun minna en litla bílsihs, sem flautar og er að auki á hreyfingu, þó svo að húsið þeki mun stærri hluta myndflatarins en bíllinn. í mynddæminu hér að framan er þremur nákvæmlega eins myndskeiðum raðað saman á tvo mismunandi vegu. Heildar- áhrifin af senunni ráðast sem sagt beint af niðurröðun mynd- skeiðanna. Myndf löturinn Líkt og við hverja aðra mál- fræðiumfjöllun byrjum við á að gefa gaum að grunnforsendun- um. Tökum við því fyrst sjálfan myndflöt kvikmyndarinnar til nánari athugunar. Eftirfarandi atriði hafa áhrif á hvernig við upplifum hreyfanlegar, lifandi, eða m.ö.o. kvikar myndir. Flötur, lýsing, skerpa, litir, hreyfing, hljóð. Lítum ofurlítið nánar á hvert þessara atriða fyrir sig: A. Flötur: Gætið þess að láta myndefnið ávallt fylla vel út í myndflötinn. Gerið snögga greiningu á mynd- efninu, áður en að upptöku kem- ur, og ákvarðið hvaða hlutar þess koma best til skila þeim hughrif- um sem þið sækist eftir. Takið síðan mynd af því, og einvörð- ungu því!! Einangrið í huganum sjálft myndefnið frá þeim atriðum í umhverfinu er trufla heildarupp- lifunina. Spyrjið sjálf ykkur: Hvað var það í þessu myndefni sem vakti hjá mér þau hughrif, sem ég vil koma til skila með þessari mynd? Var það yngsta dóttirin að taka fyrstu reikulu skrefin innan um gljáfægðu post- ulínsvasana í stássstofu afa og ömmu? Eða voru það jafnframt viðbrögð gömlu hjónanna við þessu ótímabæra uppátæki kró- ans? Því betur sem okkur tekst að fylla myndflötinn með því mynd- efni sem við viljum koma til skila til áhorfenda, þeim mun betur tekst okkur að ná athygli þeirra. Og jafnframt vekja með þeim þau ákveðnu hughrif, sem við viljum koma til skila. B. Lýsing: Mismunandi ljósskilyrði og lýsing myndefnis vekja mismun- andi hughrif hjá áhorfendum. Fjallað verður sérstaklega um lýsingu og ljósanotkun síðar í þessum greinaflokki. C. Skerpa: Það gefur augaleið, að athygli áhorfenda dvelur fremur við þá hluta myndefnisins seffi eru í fók- us, en þá sem eru í móðu. Það verður einnig fjallað nánar um samband lokunarhraða, Ijósops- stærðar og brennivíddar linsunn- ar annars vegar, og skerpudýptar í myndfletinum hins vegar síðar í þessum greinaflokki. D. Litir: Litir valda mismunandi hug- hrifum hjá fólki. í því tilliti tölum við um heita liti og kalda, virka og óvirka. Heitir litir (t.d. appel- sínugulur og rauður) eru virkari en kaldir (t.d. blár). Athygli áhorfenda beinist ósjálfrátt að þeim litum í myndfletinum sem virkari eru. Þetta nýtum við okkur við gerð kvikmynda og myndbanda og þá t.d. til að beina athygli áhorfenda að þeim stað í myndfletinum, sem okkur hentar best hverju sinni. Einnig má nota liti gagn- gert til að undirbúa áhorfendur, eða byggja upp með þeim það hugarástand, sem okkur þykir best henta atburðarás kvikmyrid- arinnar í það og það skiptið. Þannig veljum við fremur að taka upp ástarsenuna í sandfjör- unni úti við Gróttuvitann, þegar roðagyllt sólarlagið lýsir upp sviðið. Að öðrum kosti eigum við á hættu að klúðra senunni, vegna þess að áhorfendur voru ekki í „réttu" hugarástandi er atriðið birtist þar framundan þeim á skjánum. Ef rétt er á málum haldið, get- um við með réttu litavali (að sjálfsögðu með samverkan ann- arra þátta) jafnvel byggt upp samúð þeirra gagnvart vissum persónum verks okkar og andúð þeirra gagnvart öðrum. Þvílíkt er vald hönduglega útfærðrar lita- meðferðar í kvikmyndum. E. Hreyfing Munurinn á ljósmyndum og kvikmyndum er jú eðlilega, að hinar síðarnefndu eru kvikar, hreyfanlegar, hinar fyrrnefndu ekki. En þar með er þó engan veginn öll sagan sögð. Hinar hreyfanlegu myndir lúta nefni- lega vissum lögmálum, sem eng- an veginn eiga við stallsystur þeirra kyrrmyndirnar. Helsti til- gangur þessa greinaflokks er jú að gera nokkra grein fyrir þessum ákveðnu lögmálum, myndmáli kvikmyndgerðarlistarinnar. Læt ég því að sinni nægja að nefna aðeins eina af þeim þumalfing- urreglum sem vert er að hafa í huga varðandi hreyfingu í mynd- fletinum. Aðrar verða að bíða . síðari umfjöllunar. Minnsta óverulega hreyf- ing, í annars kyrrstæðum myndf leti, dregur strax að sér athygli áhorfenda. Hafið þessa reglu stöðugt í huga við eigin upptökur. Það er ekki einvörðungu, að þið getið notað hana á býsna áhrifaríkan hátt við upptökur á eigin mynd- efni. Heldur getur minnsta ófyrirséða hreyfing t.d. í bak- grunni myndefnisins virkað trufl- andi og jafnvel gjörspillt þeim hughrifum sem þið ætluðuð að koma til skila með myndinni. Nánar um það síðar. F. Hljóð: Tónlist og aðrir hljóðeffektar, sem við veljum að setja með við- komandi myndefni ráða eðlilega miklu um, hvernig við upplifum myndina. Nánar verður fjallað um hljóðvinnslu, hlutverk og eðli hljóðs í kvikmyndum í síðari grein. Nýtið ykkur þessar forsendur við gerð ykkar eigin myndbanda og þið munuð fljótlega komast að raun um, að sæmilega haldgóð þekking á eðli myndmáls hinna lifandi mynda er fyllilega ómaks- ins verð. í næstu viku munum við halda áfram umfjöllun okkar um mynd- flötinn. Munum við í þvítilliti m.a. fjalla um myndskurð, myndbygg- ingu, legu athyglispunkts í myndfletinum milli tveggja eða fleiri myndskeiða af sama mynd- efni o.fl. því tengt. NYTT HELGARBLAÐ - WÓÐVILJINN - SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.