Þjóðviljinn - 12.08.1988, Qupperneq 29

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Qupperneq 29
SKAK HELGI ÓLAFSSON Salov ógnar Æsispennandi keppni á skákþingi Sovétríkjanna. Kasparov og Beljavskí efstir, Karpov getur náð þeim, Salov vinningi neðar en á þrjár biðskákir Það er langt í frá öruggt að skákmeistarar sem hafa rutt sér Kasparov eða Karpov hreppi So- vétmeistaratitilinn á skákþinginu sem nú stendur yfir í Moskvu. Þrátt fyrir að þarna fari óumdeil- anlega tveir sterkustu skákmenn samtíðarinnar þá eiga þeir í harð- ri keppni um efsta sætið við þá Alexander Beljavskí Sovét- meistara og Valeri Salov hina ungu hetju sem hefur staðið sig frábærlega ve! á mótum undan- farið. Þegar fréttist af mótunum eftir tíu umferðir voru Beljavskí og Kasparov í efsta sæti með 6V2 vinning og biðskák hvor. Karpov var ekki langt að baki með 6 vinn- inga og biðskák og síðan kom Valeri Salov með 51/2 vinning og eigi færri en þrjár biðskákir. Þetta þýðir að hann hefur fengið vinninga úr sjö skákum og gæti auðveldlega skotist upp í efsta sætið. Jusupov var í 5. sæti með 5 vinninga og biðskák. í þeim sjö umferðum sem eftir eru teflir Kasparov við Beljavskí með svörtu í 11. umferð en við Salov með hvítu í 14. umferð. Karpov hefur teflt við alla þessa þrjá. Hann á eitthvað léttara prógramm eftir þó erfitt sé að tala um létt prógramm í sambandi við svona mót. Mótið er eitt það sterkasta síðan 1973 er Boris Spasskí fékk uppreisn æru eftir einvígið við Fisher með eftir- minnilegum sigri. Hann hlaut III/2 vinning úr 17 skákum og vinningi á eftir honum komu Karpov, Kortsnoj, Petrosjan, Polugajevskí og Kusmin. Þetta reyndist jafnframt síðasta meistaramót Spasskís og Korts- nojs. I ár mæta til leiks allir sterkustu ungu skákmenn Sovétmanna, braut gegnuin ótal úrtökumót. Stigahæsti alþjóðlegi meistari heims Ivantsjúk vann eitt slíkt mót og Smirnin annað. Margir frábærir skákmenn verða að fylgjast með mótinu úr fjarlægð. Karpov og Kasparov eiga at- hygli allra hvar sem þeir tefla og því er ekki úr vegi að birta skákir þeirra úr 1. umferð: Moskva 1988, sovéska meistaramótið 1. umferð: Jusupov - Kasparov Griinfelds-vörn 7. Bc4-c5 8. Re2-Rc6 1. d4-Rf6 2. c4-g6 3. Rc3-d5 4. cxd5-Rxd5 5. e4-Rxc3. 6. bxc3-Bg7 9. Be3-0-0 10. 0-0-Bg4 11. f3-Ra5 12. Bd3 þremur biðskákum gæti Salov komist uppfyrir Kasparov. (Hér skiljast leiðir. Karpov hefur ávallt leikið 12. Bxf7+ gegn Kasparov og getur státað af tveimur sigrum gegn einum Kasparovs. Leiðin sem Jusupov velur er mun algengari en þó hef- ur Kasparov aldrei mætt henni eftir að hann tók að tefla Grúnfeld-vörnina.) 12. .. cxd4 13. cxd4-Be6 14. Hcl 20. Bf2-b5 21. Rd4 (Vitaskuld ekki 21. Bxb5 Hb8! o.s.frv.) 21. .. Rc4 22. Rc6 (Annar möguleiki var 22. Bxc4 sem svartur getur svarað með 22. .. a5ogsíðan-bxc4.22. Rxb5 má svara með 22. .. Rb2 o.s.frv.) 22. .. Bxc6 23. dxc6-Rb2! (Án þessa leiks væri staða svarts ekki uppá marga fiska.) 24. Bxb5! (Jusupov verður ekki sakaður um heigulshátt. Hann lætur glað- ur hrókinn á dl af hendi og treystir á mátt c6-peðsins.) 24. .. Rxdl 25. c7-Dd5 26. Bxe8 (Hvað skal svartur nú til bragðs taka? Hann getur trauðla leikið 26. .. Hxe8 vegna 27. c8 (D) og vinnur.) 26. .. Rxf2 27. c8 (D) Hxc8 28. Hxc8 (Skiptamunsfórnin 14. d5 er H eitt höfuðafbrigðið en leikur Jus- upovs er einnig býsna vinsæll.) Mk 14. .. Bxa2 15. Da4-Be6 lHI 16. d5-Bd7 UjL' 17. Db4-e6 18. Hfdl (Hér er mun algengara að leika /ý/y/:, m/j 18. Rc3. Nú upphefjast gífurlegar UIP flækjur.) 18. .. exd5 19. exd5-He8 11 ■ (Riddarinn á sér engan griða- stað og í flóknu bragði virðist Kasparov vera í bullandi tap- hættu. En hann hefur séð lengra og fundið björgunina.) 28. .. Rh3+! 29. gxh3-Ddl + 30. Kg2-De2+ 31. Kgl (Reynandi var 31. Kg3 en svartur á alltaf jafntefli t.d. 31. .. Be5+ 32. f4 De3+ 33. Kg4 f5 + 34. Kg5 Bxf4+ 35. Dxf4 De7+ 36. Kh6 Dg7+ 37. Kg5 De7+ o.s.frv. í þessu afbrigði ber að hafa í huga að svartur getur ekki teflt til vinnings með 37. .. h6+ 38. Kh4 g5+ vegna 39. Kh5! gxf4 40. Bg6+ og vinnur.) Á meðan á þessari skák stóð átti Karpov í höggi við Haritonov sem er alls óvanur því að fást við svo öflugan skákmann. Ég kann vart betra dæmi um þann mun sem er á skákstíl Kasparovs og Karpovs. Karpov var ekkert að flýta sér, byggði upp stöðu sína hægt og bítandi með smápoti hér og þar og þar kom að svarta stað- an lét undan þrýstingnum. E.t.v. vandaði Haritonov sig um of í þessari skák. Hann hefði betur reynt að skapa sér mótfæri á kóngsvæng þó það sé nú kannski hægara sagt en gert. Byrjunar- leikir Karpovs 12. Hfcl og 14. Habl eru athyglisverðir í 18. leik hefur náð greinilegu frumkvæði, 18. .. dxc5 19. dxc5 Rxa4? 20. b3 og eftir 24. b4 má svartur fara að vara sig. Þegar svartur fer loks af stað með gagnsókn, 32. .. Re4 grípa menn hans á kynlegan hátt í tómt. Með 37. a6 brýtur hvítur upp stöðuna og vinnur peð. Hari- tonov gefst upp er hann sér fram á annað peðstap, 42. .. Hal+ 43. Kh3 Ha2 44. Hc2! Moskva 1988 sovéska meistaramótið 1. umferð: Karpov - Haritonov Drottningarbragð 1. c4-e6 2. Rc3-d5 3. d4-Rf6 4. cxd5-exd5 5. Bg5-Be7 6. e?-Rbd7 7. Rf3-c6 8. Bd3-0-0 9. Dc2-He8 10. 0-0-R18 11. h3-Be6 12. Hfcl-R6d7 13. Bf4-Rb6 14. Habl-Bd6 15. Re2-Rg6 16. Bxd6-Dxb6 17. a4-Hac8 18. Dc5-Db8 19. Da3-a6 20. Hc3-Dc7 21. Hbcl-Ha8 22. Rd2-a5 23. Hbl-Rc8 24. b4-axb4 25. Dxb4-Rd6 26. Rb3-Bc8 27. a5-Re7 28. Rg3-g6 29. Hccl-h5 30. Halh4 31. Rfl-Bf5 32. Be2-Re4 33. Rc5-Rxc5 34. Dxc5-Be6 35. Rd2-Rf5 36. R13-Dd8 37. a6-bxa6 38. Hxa6-Hxa6 39. Bxa6-Da8 40. Dxc6-Dxc6 41. Hxc6-Ha8 42. Bd3 - Svartur gafst upp. Skákþing íslands Keppni í landsliðsflokki á Skákþingi íslands hefst sunnu- daginn 14. ágúst í Hafnarfirði. Keppendur verða 12 talsins þar af fjórir titilhafar, stórmeistararnir Jón L. Árnason og Margeir Pét- ursson og alþjóðlegu meistararn- ir Karl Þorsteins og Þröstur Þór- hallsson. Þá verður heimsmeist- ari sveina Hannes Hlífar Stefáns- son einnig meðal þátttakenda. Aðrir þátttakendur eru Jóhannes Ágústsson, Ágúst Karlsson, Þrá- inn Vigfússon, Benedikt Jónas- son, Ásgeir Þ. Árnason, Davíð Ólafsson og Róbert Harðarson. HARALDSSON Konungleg fréttamennska f vikunni kom til landsins hans konunglega tign Karl Filippusson prins af Wales og krónprins Bretaveldis. Erindi hans var að renna fyrir lax í uppsveitum Borgarfjarðar ásamt nokkrum vinum sínum og eins og starfs- menn breska sendiráðsins þreyttust ekki á að taka fram þá var þessi heimsókn á engan hátt opinber. Kalli var hér í einkaer- indum og á eigin vegum. En þótt sendiráðsmönnum þyki eðlilegt að konunglegar per- sónur geti átt sitt prívatlíf þá þyk- ir fjölmiðlungum það ekkert sjálfsagt. Og íslenskir fréttamenn reyndu af mismiklum krafti að fylgjast með ferðum hinna bresku tignarmanna. Útkoman úr eltingarleiknum virtist þó heldurrýr. Bylgjan, sem hefur verið held- ur rislág í hlustendakönnunum síðustu mánaða, lagði mest á sig við að skýra oss frá ferðum hins konunglega laxveiðimanns og kumpána hans. Þrátt fyrir mikinn niðurskurð taldi fréttastofa Byl- gjunnar það ekki eftir sér að halda heilum fréttamanni úti við að fylgja Kalla eftir. Hann fékk þó ekki að koma nálægt veiði- mönnunum heldur var hann stöðvaður í talsverðri fjarlægð af tveimur stæðilegum fulltrúum valdsins sem héldu öllum forvitn- um í skefjum, hvort sem þeir veifuðu blaðamannapassa eður ei. EnBylgjan lét sigekki. Það hafði greinilega verið ákveðið að veiðiferð Karls skyldi verða einn af „áherslupunktum“ fréttastof- unnar og á mánudaginn var prin- sinn maður dagsins. Það voru sagðar fréttir af honum og því sem önnur ensk hávelborinheit eru að gera þessi misserin og á sjöunda tímanum var símalínan opnuð og hlustendum gefinn kosturáað tjásig um Kalla. Mest bar á heldur óviðurkvæmilegum athugasemdum um vissa andlits- parta prinsins og blöskraði greinilega fleirum en mér sú um- ræða. Nú er Karl prins að mörgu leyti óvenj ulegur af konungbornu fólki að vera fyrir þær sakir að hann brýtur virkilega heilann um stöðu sína og hlutverk ílífinu. Maður verður ekki oft var við að slíkar vangaveltur beinlínis þvæl- ist fyrir hátignum Evrópu. Sagt er að siðameistarar bresku krún- unnar hafi naumlega getað af- stýrt því á sínum tíma að Karl gengi í málfundafélag jafnaðar- manna. Hann ersagðuraðhyllast hugmyndafræði sem nefnist á ensku Small Is Beautiful og gengur út á að vilja brjóta upp stórar einingar í efnahagslífi og stjórnkerfiþjóðfélagsins. Hann hefur ekki látið sér nægja að vera skrautfjöður á opinberum góð- gerðarsamkomum heldur beitt sér á virkan hátt gegn mann- skemmandi áhrifum sem niður- níðsla breskra borga hefur á unga fólkið sem í þeim býr, ekki síst fyrir tilverknað stjórnarstefnu Thatchers. Fyrir allt þetta og ým- Bylgjan hafdi eingöngu áhuga á nýjustu slúðursögunum um Kari Bretlands- prins og Diönu eiginkonu hans en fjallaði ekkert um áhuga prinsins á félags- legum umbótum. islegt fleira komst Karl á forsíðu bandaríska fréttatímaritsins Timeívor. Ekki var það þó þessi hlið á Karli sem Bylgjan hafði áhuga á. í umfjöllun stöðvarinnar voru fjölskyldumál hans öll rækilega tíunduð og tónninn í þeim frá- sögnum á köflum í sama stfl og hj á breskum hasarblöðum. Það var nú allur metnaðurinn. Ef þetta er nýja línan í fréttaflutn- ingi Bylgj unnar gæti stöðin kannski átt séns í Stjörnuna aft- ur. Hverveit? En talandi um samkeppni poppstöðvanna tveggja þá get ég ekki stillt mig um að segj a stutta sögu sem ég heyrði á dögunum. Þeir urðu heldur undrandi starfs- menn íþróttadeildar Ríkisút- varpsins þegar hringt var í þá frá Stjörnunni til að spyrja um það hvenær Rás 2 yrði með beinar út- sendingar frá Spánarmótinu í handknattleik. Jú, Stjarnan ætl- aði að sýna RÚ V þá velvild að auglýsa útsendingarnar ókeypis. íþróttafréttamenn RÚ V brutu um það heilann af hverju þessi skyndilega og óvænta velvild Stjörnunnar í garð stofnunarinn- ar stafaði. Loks duttu þeir niður á skýringuna: Bylgjanhafðisent Hemma Gunn á vettvang og hét hlustendum sínum beinum frá- sögnum hans frá leikjum íslands áSpáni. Og þáfannstStjörnunni skömminni skárra að lýðurinn hlustaði á ríkisþursinn en helsta keppinautinn. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 29

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.