Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 30
MYNDLIST Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er lokað um óákveðinn tíma vegna viðgerða. Bókasafn Kópavogs, sýning á 11 olíumálverkum eftir Elías B. Halldórsson. Sýningin stendurtil ágústloka, og eropin mánudaga til föstudaga kl. 9:00-21:00. Eden, Hveragerði, Steingrímur Sigurðsson sýnir myndir unnar í olíu, með pastel, akrýl og vatnslitum. Sýningin, sem er tileinkuð orkustöðvunum Vestmannaeyjum og Snæfellsnesi, stendurtil 7. ágúst. Ferstikla, Hvalfjarðarströnd, sýning á myndverkum eftir Bjarna Þór Bjarnason, Akranesi. Á sýningunni, sem stendur til 13. ágúst, eru olíukrítarmyndir, Collage og grafík (einprent). Myndirnar eru til sölu. Gagnf ræðaskólinn, Ólafsf irði, Þorvaldur Þorsteinsson sýnir vatnslita- og tússmyndir. Sýningin, sem stendur til 14. ágúst, er opin virka daga kl. 20:00-22:00, og kl. 14:00-17:00 um helgar. Gallerí Birgis Andréssonar, Vesturgötu 20, bakdyr, sýning á verkum þýska listamannsins Gerhard Amman stendur út mánuðinn. Galleríið er opið á kvöldin og eftir samkomulagi. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, sýning á verkum sem galleríið hefur til sölu eftir gömlu íslensku meistarana. Skipt verður um verk reglulega á sýningunni sem standa mun í sumar. Gallerí Borg er opið virka daga kl. 10:00- 18:00, ogkl. 14:00-18:00 um helgar. Grafíkgalleríið, Austurstræti 10, kynning ágrafíkmyndum Daða Guðjörnssonarog keramikverkum Borghildar Óskarsdóttur. Auk þess ertil sölu úrval grafíkmynda eftirfjölda listamanna. Galleríið eropið virkadagakl. 10:00-18:00. Gailerí Gangskör, verk Gang- skörunga eru til sýnis og sölu í galleríinu sem eropið kl. 12:00- 18:00 þriðjudaga til föstudaga. Gallerí Svartá hvítu, Lauf ásvegi 17 (fyrir of an Listasafnið), sýning á verkum Nínu Gautadóttur. A sýningunni, sem lýkursunnudaginn 14. ágúst, eru olíu- og akrýlmálverk unnin1987-88.Auk sýningarinnar er á ef ri hæð gallerísins listaverkasala og eru til sölu verk ýmissa listamanna. Listaverkasalurinn er opinn á sama tíma og sýningarsalur gallerísins, klukkan 14:00 -18:00 alla daga nema mánudaga. Gerðuberg, Breiðholti, Sóley Ragnarsdóttiropnarsýningu á myndverkum á morgun kl. 16:00. Á sýningunni verða um 30 collage-verk og einþrykk, nær öll gerð á þessu ári. Sýningin stendur til 21. ágúst, og verður opin virka daga kl. 9:00-21:00, og kl. 15:00-19:00 um helgar. Kjarvalsstaðir, austursalur: Sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarvals, þar á meðal mörgum verkum sem ekki haf a komið fyrir almenningssiónirfyrr. Vestursalur: I syðri enda, sýning á verkum Guðlaugs Þórs Ásgeirssonar. Flestarmyndanna eru olíu- og pastelmyndir, unnar 1986-1988. í austari enda sýnir Rut Rebekka Sigurjónsdóttir olíumálverk og graf ík. Vesturforsalur: BentS. Eriksson sýnir Ijósmyndir af landslagi. Sýningarnar standa til 21. ágúst, Kjarvalsstaðireru opnirdaglega kl. 14:00-22:00. Listasafn ASÍ, Grensásvegi 16. Lokað vegna sumarleyfa. Listasaf n Einars Jónssonar, er opið alla daga nema mánudaga kl. 13:30-16:00. Höggmyndagarðurinn eropinn daglegakl. 11:00-17:00. Listasafn íslands, sýning á verkum Marc Chagalls stendur til 14. ágúst, og er opin alla daga kl. 11:00-17:00. Leiðsögn um sýningunaferframá sunnudögum kl. 13.30. Kaffistofa Listasaf nsins er opin á sama tíma og sýningarsalir. Mokka, Halldóra Emilsdóttir sýnir pastelmyndir. Verkin eru öll unnin á þessu ári og eru til sölu. Sýningin stendur út ágústmánuð. Norræna húsið, Landslag, sumarsýning á verkum Jóns Stefánssonar. Sýningin stendur til 21. ágúst og er opin daglega kl. 14:00-19:00. Nýhöf n, Hafnarstræti 18, sumarsýning á verkum ýmissa listamanna. Verkin eru öll til sölu og afhendingarstrax. Sýningin stendurfram íseptember, Nýhöfn er opin alla virka daga kl. 12:00-18:00, en lokuð um helgar. Nýlistasaf nið v/ Vatnsstíg, ef ri salur, BirgirAndréssonsýnir skúlptúraog myndform. Neðri hæð, Bjarni H. Þórarinsson sýnir verk unnin út frá forritum „sjón- háttafræðinnar". Sýningarnar standa til 21. ágúst og eru opnar virka daga kl. 16:00-20:00, og kl. 14:00-20:00 umhelgar. Þjóðminjasafnið, Bogasalur, sýning á verkum W.G. Collingwoods (1854-1932). Sýningin eropin alla daga nema mánudaga kl. 11:00-16:00, og stendur til loka september. LEIKLISt Ferðaleikhúsið, Tjamarbíói, sýningar á Light Nights eru fjögur kvöldíviku,kl.21:00, fimmtudaga til sunnudaga. Hvað á að gera um helgina? TONLIST Jónas Ingimundarson píanóleikari heldurtvenna tónleikaumhelgina, í Borgarneskirkju á morgun kl. 16:00, og í sal Tónlistarskólans á Siglufirði á sunnudagskvöldið. Á efnisskránni eru tvær Polonesur, sex Mazurkar, tvær Etyður og Ballata nr. 2 eftir Chopin, fjórar Prelúdíur eftir Debussy og Tunglskinssónata Beethovens. Sitja í stól og húka Andri Thorsson, ritstjóriTímarits Máls og menningar „Ég held að ég geri ekki neitt. Ég hef óskaplega ánægju af því að húka. Ég ætla að sitja í stól og húka. Að húka er list sem er vanrækt og vanmetin á íslandi. Menn vilja alltaf vera að gera eitthvað. Nei ég get ekki húkt alla helgina. Kannski ryksuga ég. Það þarf að ryksuga burt kóngulóarvefina sem koma af því að húka. Svo ætla ég að lesa Nýja Helgarblaðið. Annars er ég að ljúga þessu öllu. Ég verð að vinna í próf- örkum." Auk þess f rumf lytur Jónas verkið ...áárijarðdrekans... eftirSnorra Sigfús Birgisson. Norræna húsið, tónleikar ítilefni Tónlistarhátíðar ungs fólks á Norðurlöndum (Ung Nordisk Musikfest), verða á morgun kl. 16:00. KórU.N.M.,Bryndís Pálsdóttirfiðluleikari, Guðni Franzson klarinettleikari, Guðrún Birgisdóttir f lautuleikari og Norræna húsið Ungir tónlistarmenn Á morgun kl. 16:00 verða haldnir í Norræna húsinu tón- leikar í tilefni árlegrar tónlist- arhátíðar ungra tónskálda og tónlistarmanna á Norður- löndum, (Ung Nordisk Mus- ikfest). Hátíðin sem er ætluð nor- rænum tónlistarmönnum, þrjátíu ára og yngri, var hald- in í fyrsta skipti í Svíþjóð árið 1946, og hefur síðan verið haldin til skiptis á Norður- löndunum. Tilgangurinn er að gefa ungum tónlistarmönnum færi á að kynnast og heyra hvað jafnaldrar þeirra á hiri- um Norðurlöndunum eru að fást við, en auk tónleikahalds er boðið upp á námskeið og fyrirlestra virtra tónlistar- manna. íslendingar tóku fyrst virk- an þátt í hátíðinni árið 1974, og hefur hún þrisvar verið haldin hér á landi, nú síðast haustið 1987. Að þessu sinni verður hátíðin haldin í Osló dagana 14. til 20. ágúst, og verða þáttakendur frá íslandi níu talsins, tónskáldin Hildi- gunnur Rúnarsdóttir, Hróð- mar Sigurbjörnsson, Mist Þorkelsdóttir, Ríkharður H. Friðriksson, Þórólfur Eiríks- son, Bára Grímsdóttir og Hilmar Þórðarson, og hljóð- færaleikararnir Guðni Franz- son og Laufey Sigurðardóttir. Á tónleikunum í Norræna húsinu verða flutt verk eftir Eirík Örn Pálsson og fimm þeirra tónskálda sem fara með verk á U.N.M. hátíðina, þau Hildigunni, Hróðmar, Mist, Ríkharð og Þórólf. Flytjendur verða kór U.N.M., Guðni Franzson klarinettuleikari, Laufey Sigurðardóttir fiðlu- leikari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari og Guðrún Birgis- dóttir flautuleikari. LG LaufeySigurðardóttirfiðluleikari, flytja verk eftir Eirík Örn Pálsson, Hildigunni Rúnarsdóttur, HróðmarSigurbjörnsson, Misti Þorkelsdóttur, Ríkharð H. Friðriksson og Þórólf Eiríksson. IÞROTTIR Föstudagur: I.Dkv,kl.20:00, Fram-ÍBÍ2.D ka.kl. 19:00, Selfoss-UBK2.D kakl. 19:00, FH-Víðir2.Dka,kl. 19:00, Tindastóll - ÍBV 2.D kv, kl. 19:00, Afturelding-ÞórA. Laugardagur: 1.Dkv,kl.14:00,ÍBK-(A1.Dkv, kl. 14:00, KA-Stjarnan2.Dka, kl. 14:00, ÍR-KS2.Dkv,kl. 14:00, UBK-ÞórA. Sunnudagur: 1.Dka,kl. 19:00, Valur- Völsungur 1 .D kv, kl. 14:00, KR- ÍBÍ Mánudagur: 1.Dka,kl.19:00,Fram-ÍBK1.D ka,kl. 19:00, KA-KR1.Dka,kl. 19:00, Leiftur- Víkingur 1 .D ka, kl. 19:00, ÍA-Þór Auk þess fjöldi leikja í 3. og 4. deild, og ráðast úrslit í sumum riðlanna um helgina. Þáer pollamót á Akranesi, þar sem 300 strákar keppa. Sjá nánar í blaðinu á morgun. HITT OG ÞETTA Árbæjarsaf n, ný sýning um Reykjavík og raf magnið er í Miðhúsi (áöur Lindargata43a). Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 10:00-18:00. Leiðsögn um safnið er kl. 15:00 á virkum dögum, og kl. 11:00 og 15:00 um helgar. Veitingar í Dillonshúsi kl. 11.00-17:30. Á milli kl. 13:00 og 17:00 á morgun verður heyjað ísafninu, slegið verður með orfi og Ijá, rifjað, rakað og bundið í bagga, og gefst gestum færi á að taka þátt í heyskapnum. Náttúrufræðingur f ræðir fólk um blómin í hlaðvarpanum og helstu grös í túnum. Á milli kl. 15:00-17:00 á sunnudaginnspila flautuleikararnir Martial Nardeau og Guðrún S. Birgisdóttir tóniist eftir meðal annars Beethoven og Mozart, íDillonshúsi. Ferðaf élagið, dagsf erðir á sunnudaginn: Kl. 8:00: Þórsmörk, verð 1.200 kr. Stóra Bjömsfell- Kaldidalur, ekið um Kaldadal og Línuveg og gengió þaðan á Stóra Björnsfell. Verð 1.200kr.KI. 13:00, Eyðibýliní Bláskógaheiðinni, ekið um Þingvelli að Sleðaási og genigð þaðan um eyðibýlin. Létt gönguferð, verð 800 kr. Helgarferðir 12-14 ágúst: 1. Þórsmörk, gist íSkagfjörðsskála/ Langadal. 2. Landmannalaugar - Eldgjá, gist í sæluhúsi F.í. í Laugum, ekið í Eldgjá, gengið að Ófærufossi. 3. Álftavatn - Háskerðingur, gist ísæluhúsi F.í. viðÁlftavatn. Upplýsingarog farmiðasala á skrif stof u Ferðafélagsins, Öldugötu 3. Útivist.dagsferðirá sunnudaginn:K.8:00, Þórsmörk-Goðaland. Strandganga í landnámi Ingólfs: A, kl. 10:30, Selatangar- Miðrekar- Húshólmi - Krísuvíkurberg. Litið á fornar minjar um verstöð, síðan gengið með jaðri Ögmundarhrauns að Húshólma (Gömlu Krísuvík) og um mesta f uglabjarg Reykjanesskagans. B, kl. 13:00, Krísuvíkurberg - Ræningjastígur. Sameinast göngunni á Heiðnabergi. Verð 900kr,brottförfráBSÍ, bensínsölu. Helgarferðir 12-14 ágúst: 1. Þórsmörk-Goðaland, gisting í Útivistarskálunum Básum. 2. Básar- Fimmvörðuháls- Skógar, gengið yfir hálsinn á laugardaginn, um 8 klst. ganga. Sund í Seljavallalaug eftir gönguna. Gist í Básum. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni, Grófinni 1. 30 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.