Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 12.08.1988, Blaðsíða 32
. Þröstur vildi ekki til Jóns Það vakti aö vonum athygli á dögunum aö Alþýöuflokkur- inn var seinn til að skipa full- trúa sinn í forstjóranefndina svokölluðu sem vinnur nú að tillögum um aðgerðir í efna- hagsmálum. Ástæðan fyrir þessum seinagangi krata mun vera sú að Jón Baldvin vildi ólmur fá Þröst Ólafsson hagf ræðing til að taka sæti Al- þýöuflokksins. Þröstur neitaði og Eyjólfur Sigurðsson endurskoðandi og fulltrúi flokksins í bankaráði Lands- bankans var skipaður í nefnd- ina. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem Þröstur hryggbrýtur Jón Baldvin því fyrr í sumar þegar Björn Bjömsson lét af störfum aðstoðarmanns Jóns og fór í Alþýðubankann, reyndi Jón Baldvin ítrekað að fá Þröst í aðstoðarráðherra- embættið. Þröstur er vanur, því hann gegndi þessu emb- ætti er Ragnar Arnalds var fjármálaráðherra á árunum 1980-93. Sú saga gengur að Þröstur hafi verið áhuga- samur en hætt við þegar Jón Baldvin gat ekki uppfyllt þau skilyrði að Þresti yrði þá tryggt þingsæti í næstu kosningum. Kristján söngvari, valkyrjan Bríet og séra Rögnvaldur Það er heldur vont hljóðið í bókaútgefendum þessar vik- urnar. Síðasta jólavertíð var mun lakari en menn bjuggust við, og eftir miklar umveltingar í efnahagsmálum er rennt hjjrit í s'öinn msð út^áíiin3 í haust. En þegar heyrast tíð- indi af merkum bókum. Ein þeirra bóka sem væntanlega vekur mikla athygli í haust verður útgáfa Bríetar Héð- insdóttur á verkum ömmu sinnar Bríetar Bjarnhéðins- dóttur, einnar helstu hetju ís- lenskrar kvennahreyfingar. Svart á hvítu spilar út þessu trompi, en Iðunn telur eitt af bestu spilum sínum vera ævisögu/samtalsbók við Kristján Jóhannsson stór- söngvara, sem er kunnugur fyrir allt annað en þegjanda- hátt í samræðu. Höfundurinn, Rúnar Ármann Arthursson, hefur þegar sýnt í stór- skemmtijegri samvinnu við Jónas Árnason fyrir nokkr- um árum að hann kann að hefja sig langt uppfyrir meðal- flatneskjuna í þeirri bók- Séra Rögnvaldur menntagrein. Rúsínan í þess- um pylsuenda er svo frá For- laginu, sem hefur fengið sjálf- an Guðberg Bergsson til að skrá ævi séra Rögnvalds Finnbogasonar á Staðastað á Snæfellsnesi. Þetta verður víst tveggja binda opus, og eru menn strax farnir að hvísla um nýjan séra Árna... Kunna ekki á gatnakerfið Davíð Oddsson, borgar- stjóri, er ætíð með svör á reiðum höndum, svo var einn- ig þegar flugslysiö átti sér stað örfáum metrum frá Hringþrautinni. Til að tryggja óryggi borgarinnar vill Davíð láta kanna hvort ekki beri að flytja ferjuflugið til Keflavík- urflugvallar. Þetta eru jú út- lendingar sem kunna ekki á gatnakerfi borgarinnarB FRA „FRÁBÆRT, FALLEGT, GL4SILEGT-0G ÓDÝRT Ánœgðir viðskiptavinir, - okkar styrkur Fólk er mjög ánœgt með útsöluna og viðtökur hafa verið frábœrar. Enda hafa þúsundir fólks gert reyfarakaup. Frábœrar vörur, frábœrt verð. Nýjar vörur komnar fram. ^*^Ö**»* jtvevc .rourf^ ^'níðoð t^s&stf&ssss®? SSeQO^ toQN QÓO^In0ó^0Sað^to0t sétsvo' . o\ö^oe' AdeQO ;0^a og 5lðW°C O KAUPSTADUR / MJODD

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.