Þjóðviljinn - 13.08.1988, Side 1

Þjóðviljinn - 13.08.1988, Side 1
Laugardagur 13. ágúst 181. tölublað 53. árgangur Vaxtaokrið SeðlabankasQómin vfld OlafurRagnar Grímsson: Vaxtahámark verði lögbundið og lánskjaravísitalan afnumin. Viðskiptaráðherra segirlœkkun raunvaxtafyrirsjáanlega, takistað kveða gengislœkkunarkórinn íkútinn. Vaxtahœkkun húsnœðislána kemur vel tilgreina Setja verður nýja stjóm yfir Seðlabankann í stað núverandi bankastjóra, lögbundið hámark verði sett á vexti og vaxtamun og samræmd lækkun verði á vöxtum k'feyrissjóðanna, segir í grein Ólafs Ragnars Grímssonar í blað- inu í dag, þar sem hann gerir grein fyrir nýrri vaxtastefnu sem grundvallist á því að böndum verði komið á vexti og lánastarf- semi í stað vaxtaokurs í skjóli ríkjandi vaxtafrelsis. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra telur hins vegar að það sé • komið að vatnaskilum í þróun raunvaxta og vaxtafrelsið hafi borið sýnilegan ávöxt. Vextir á ríkisskuldabréfum séu orðnir leiðandi hvað vaxtakjör varði, en með lækkun raunvaxta á skuldabréfum ríkissjóðs hafa ein- ir tveir bankar fylgt í kjölfarið og lækkað raunvexti á verðtryggð- um skuldabréfum úr 10,75% í 9,25%. Þetta kom fram að lokn- um samráðsfundi ráðherra með fulltrúum aðila á fjármagnsmark- aði um vexti og vaxtaþróun. Forsenda þess að raunvextir lækki á næstunni, er að mati Seðlabankans að hægt verði að' bægja frá ótta við frekari gengis- fellingar og verðbólgu, en til lengri tíma litið er lækkun láns- fjárþarfar ríkisins eitt mikilvæg- asta skilyrði raunvaxtalækkunar. Jöfnun lánskjara milli íbúða- lána og annarra fjárfestingarlána kann einnig að mati Seðlabank- ans að stuðla að lækkun al- mennra vaxta og draga úr eftir- spurn eftir lánsfé. Jóhannes Nordal. sagði að nið- urgreiddir vextir á húsnæðislán- um hefðu stuðlað að hærra verði á íbúðarhúsnæði og vaxtaniður- greiðslurnar væru komnar langt fram yfir félagslega þörf, eins og það var orðað. Ólafur Ragnar Grímsson segir allrar athygli vert að aðeins 3% raunvextir séu á útlánum lífeyris- sjóðs Seðlabankans meðan ein- staklingum og fyrirtækjum sé gert að greiða allt að 12% raun- vexti af sínum lántökum eða þrisvar til fjórum sinni hærri raunvexti en bankastjórar Seðlabankans verða aðnjótandi. Sjá síðu 9 (búará sunnan- og vestanverðu landinu verða baðaðir í sól og hlýju um helgina samkvæmt spá veðurfræðinga. Höfuöborgarbúar nutu sólarinn- ar í gær og ýmsir brugðu á leik eins og þessi hnokki sem steig dans viö dúfurnar á Tjarnarbakkanum. Mynd - Ari. Framkvœmdir Bömin sitja hjá Tafiráframkvœmdum valda röskun á rekstri dagheimila. Deildyngstu barna lokuð. SmiðiríViðey þar sem alltgengur samkvœmt áœtlun Framfœrslan Verðbólgan 42,5% Vísitala framfærslukostnaður hefur hækkað um 2,1% frá því í síðasta mánuði. Sfðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 9,3% og jafngildir sú hækkun um 42,5% verðbólgu á heilu ári. Síðustu 12 mánuði hefur vísi- talan hækkað um 28,8% en hækkunin í síðasta mánuði svarar til 29,1% árshækkunar. Stærsti hluti hækkunarinnar nú stafar af hækkun ýmissa vöru- og þjón- ustuliða um 0,5%, hækkun mat- vöru olli 0,4% hækkun vísitöl- unnar og aukinn húsnæðis- kostnaður sömuleiðis. Tafir á málningarvinnu og við- haldi smiða hefur valdið röskun á nokkrum dagheimilum í Reykja- vík og eitt dagheimili þurfti að loka deild yngstu barna af þess- um sökum. Margir foreldrar hafa lent í vandræðum vegna þessa og rekstur dagheimilanna hefur raskast. Á meðan sumarlokun stóð yfir átti að mála og laga til nokkur dagheimili. Obbinn af smiðum Reykjavíkurborgar hefur hins vegar verið upptekinn í Viðey sem er ein skýringin á töfunum. Sjá síðu 3 SHISÍS Samdrátturínn tæpur miljarður Um 650 miljóna króna sölusamdráttur hjá Iceland Seafood Corporation á Bandaríkjamarkaði áfyrri helmingi ársins. Hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna nemur samdrátturinn um 300 miljónum króna á sama tíma Á fyrri helmingi þessa árs hef- ur söluverðmæti frystrá sjávaraf- urða hjá dótturfyrirtæki Sam- bands íslenskra Samvinnufélaga Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum dregist saman um 650 miljónir króna sem eru um 16% af heildarveltu fyrirtæk- isins. Á sama tíma hefur útflutnings- verðmæti Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna dregist saman um 300 miljónir króna. Hjá þessum tveimur stærstu sölusamtökum landsins á sviði frystra sjávaraf- urða hefur verðmæti útflutnings- ins dregist saman um tæpan milj- arð króna á fyrri helmingi ársins og munar um minna. Sjá síðu 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.