Þjóðviljinn - 13.08.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.08.1988, Blaðsíða 4
VIÐHORF Út og suður - rökrétt framhald Kristbjörn Árnason skrifar í Þjóðviljanum 10. ágúst eru viðtöl við tvo áhrifamestu hag- fræðinga launamannahrevfingar- innar síðasta áratug, Asmund Stefánsson forseta ASÍ og Björn> Arnórsson hagfræðing BSRB. Ég býst við að engir tveir ein- stakhngar hafi haft meiri áhrif á stefnu hreyfingarinnar í launa- málum innanfrá en þessir menn þetta tímabil. Það er óneitanlega sérkennilegt að sjá á blaði við- brögð Björns þegar hann er spurður áliti á skipan „forstjóra- nefndarinnar“. Orðrétt er haft eftir Birni:...„að með því að grípa inn í samninga hefði ríkis- stjórnin brotið gróflega gegn þeim aðferðum, sem viðhafðar hefðu verið við samninga að und- Bygging brúar á Bústaðavegi Forval Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd gatnamálastjórans í Reykjavík, auglýsir forval vegna fyrirhugaös útboðs á byggingu brúa á Bústaðavegi yfir Miklubraut. Forvalsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með mánudeg- inum 15. ágúst nk. gegn kr. 10.000 skilatrygg- ingu. Forvalsgögnum skal skila á sama stað eigi síðar en 1. september nk. anförnu, þar sem tekið hefði ver- ið tillit til ýmissa aðstæðna í þjóðfélaginu og horft meira til kaupmáttar en beinna prósentu- hækkana." „Með þessu hefur ríkisstjórnin skapað trúnaðarbrest, sem verð- ur slæmt veganesti þegar samn- ingar verða lausir í apríl n.k., þótt ekki sé farið að bæta á það með mjög einhliða gengisfellingu núna“. Makalaust svar Þetta er auðvitað alveg maka- laust svar þessa starfsmanns BSRB. Hann segir að með þessu hafi ríkisstjórnin skapað trúnað- arbrest og brotið gróflega gegn þeim aðferðum í samningamál- Þessi viðtöl eru fyrst og fremst merkileg vegna þess eins og áður sagði, að það eru áhrifamenn sem eru til viðtals. Það eru ekki mörg ár síðan að það þótti ákaflega gróft og ógeðfellt ef einhver for- ystumaður launafólks gerði sig sekan um samráð við óvinveitta ríkisstjórn atvinnurekenda. Það var ljóst á fyrstu dögum þessarar stjórnar að hún er stjórn atvinnu- rekenda, einkum verslunarvalds- ins, og gæðastimpilinn fékk hún í vor. Forystan ekki látið segjast Það er löngu ljóst að mótmæli hins almenna félagsmanns í ekki aðgerðunum sjálfum. Mót- mælin að þessu leyti voru áka- flega glær. Forystumenn hafa verið stórorðir um væntanlegar aðgerðir en ljóst er að þar fylgir hugur tæplega máli og ekki voru þeir tilbúnir til aðgerða í vor. Það er mín skoðun að ekki verði heldur samstaða um raun- verulegar aðgerðir nú í haust, sem einhverju máli skipta, nema hörð krafa launafólks neyði þá til þess. Málamynda mótmæli Það sem auðvitað eyðlagði mótmæli formannafundar ASÍ var sá tvískinnungur sem í þeim yyASÍ mótmæltifyrst ogfremst vinnubrögðum en ekki aðgerðunum sjálfum. Mótmœlin að þessu leyti voru ákaflega glœr. Forystumenn hafa verið stórorðir um vœntanlegar aðgerðir en Ijóst er að þarfylgir hugur tœplega máli og ekki voru þeir tilbúnir til aðgerða í vor. “ INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Fóstra - yfirfóstra Dagheimilið Litlakot við Landakotsspítala óskar eftir að ráða yfirfóstru frá 1. september. Litlakot er ein dagheimilisdeild með 18 hress og góð börn á aldrinum 1-3 ára. Vegna vaktavinnu foreldra er hópurinn misstór frá degi til dags. Vinnutími starfsmanna, sem eru 5, er einnig breytilegur. Komið eða hringið eftir nánari upplýsingum hjá Dagrúnu í síma 19600/297 fyrir hádegi. A Útboð Stjórn verkamannabústaða í Kópavogi óskar eftir tilboðum í lóðarfrágang (malbikun, hleðslur, tún- Þökur, og hellulögn) við fjölbýlishúsin Hlíðarhjalli Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Guð- mundar Magnússonar, Hamraborg 7, Kópavogi, 3ju hæð gegn skilatryggingu. Tilboð verða opnuð áskrifstofu Stjórnar Verkamannabústaða í Kópa- vogi, Hamraborg 12, Kópavogi, 3ju hæð föstu- daginn 19. ágúst kl. 15.00. »JXWW/ VBikfræÓistofa W\jUw1/ GuÖmundar Maanússonar VeridrmHrAbgialm FRV. Hamraborg 7,200 Kópavogi. S. (9 í) 42200 um sem viðhafðar hafa verið und- anfarin ár. Við svona svari hlýtur maður að spyrja hvenær slíkt samkomu- lag um vinnubrögð og markmið í kjarasamningum hafi verið gert. Forseti ASÍ telur skipan „for- stjóranefndarinnar" eðlilegt framhald á störfum ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum frá því í vor fyrir setningu bráðabirgðal- aganna, þegar ríkisstjórnin hafn- aði samráði við forystu ASÍ um lausn efnahagsmála. Þess vegna komi þessi skipan ríkisstjórnar á „forstjóranefndinni" ekki á óvart. mörgum félögum ASÍ gegn stefnu forystunnar í kjarasamn- ingum hefur lítil áhrif haft á ýmsa forystumenn launamanna- hreyfingarinnar og að þeir sömu forystumenn voru því fegnastir þegar búið var að bæla niður þennan óróa almennings, enda gerðu þeir sig seka um að vinna heldur gegn eigin félagsmönnum heldur en hitt, með tómlæti sínu gagnvart réttlátum kröfum fólks- ins. Andmæli ASÍ gagvart bráða- birgðalögunum í vor voru einmitt í þessum anda. ASÍ mótmælti fyrst og fremst vinnubrögðum en fólst. Kjaraskerðingunni var auðvitað mótmælt til málamynda en fyrst og fremst var vinnu- brögðum mótmælt. En í niður- laginu var síðan óskað eftir við- ræðum við ríkisstjórnina um efnahagsmál nú í haust og viður- kennt að til kjaraskerðingar þyrfti að koma. Er nema von, að þessir menn séu fúlir. Þeir fá ekki einu sinni aðgang að „forstjóranefndinni". Þetta er auðvitað mesti trúnaðar- brestur sem ég veit um. Kristbjörn Árnason er formaður Sveinafélags húsgagnasmiða. MINNING Kristín Hallgrímsdóttir Vmaminiii Borgarfirði eystra Fœdd 15. ágúst 1914 - Dáin 3. Þá hefur vinkona okkar Kristín Hallgrímsdóttir, lagt upp í ferða- lagið mikla. Segja má með sanni að hún hafi verið í þörf fyrir hvíldina, eftir löng og ströng veikindi árum saman. Svo er þetta leiðin okkar allra og er ekki um að fást. Þó er það svo, að ávallt fylgir því söknuður er vinir kveðja. Kristín var fædd 15. ágúst 1914 í Borgarfirði eystra. Foreldrar hennar voru hjónin Jónína Sig- urðardóttir og Hallgrfmur Björnsson. Hann var lærður skósmiður og stundaði þá iðn allt sitt líf, ásamt verslunarstörfum. Mér er tjáð af þeim er ég tek mark á, að foreldrar hennar hafi verið mjög samhent og með af- brigðum vinsæl og gestrisin. Kristín átti einn bróður, Sigur- stein. Mér þykir trúlegast að æskuár hennar hafi á þeirri tíð verið lík og annarra. Þá fóru börnin yfir- leitt að vinna miklu fyrr en nú er. En kyrrðin og nægjusemin var líka öll önnur. Fólk var að jafnaði ánægðara í allsleysi þeirra tíma, þótt undarlegt sé - og þó. Einn af hamingjudögum Kristínar var er hún giftist sínum góða eigin- manni Vigfúsi Helgasyni, en hann er ættaður úr sömu byggð og hún. Hann var henni stoð og stytta í harðri og óvæginni lífsbar- áttu. Þau eignuðust þrjú börn, þau eru: Jóna Fríða, Hallgrímur og Þorbjörg er dó ung að árum. Kristín var fríð kona og föngu- leg og prýðilega greind. Hún var sköruleg og skemmtiieg og ræðin mjög. Það var ánægjulegt að ágúst 1988 heimsækja hana og hennar fjöl- skyldu, þá er við fórum hringveg- inn um landsbyggðina árið 1975. Ógleymanleg dvöl í fögru um- hverfi, þar sem Dyrfjöll, Svartfell og fleiri fögur fjöll gnæfa yfir þessari mannabyggð og ylja henni ærlega. Bragi Þór listmálari, sonur okkar, átti ógleymanlega sumar- dvöl hjá Kristínu og hennar fjöl- skyldu árið 1974. Og tvisvar síðar kom hann þangað, og ætíð var honum tekið sem syninum týnda. Braga voru kynnin af fjölskyld- unni svo mikils virði, að hann var oftsinnis að tala um það, hvað þetta góða fólk væri skilningsríkt. Enda var hann þá búinn að vera veikur af ólæknandi lungnasjúk- dómi í hvorki meira né minna en 20 ár, þá 30 ára að aldri. Því verð- ur ekki gleymt hvað Kristín og fjölskylda hennar var syni okkar mikils virði. Við hjónin vottum eiginmanni hennar, börnum og barnabörn- um og öðrum vinum einlæga sam- úð. Gísli Guðmundsson Óðinsgötu 17 4 SÍÐA - ÞJÖÐVIUINN' Laugardagur 13. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.