Þjóðviljinn - 13.08.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.08.1988, Blaðsíða 7
INNSYN Eg ferí fríið Þorsteinn Pálsson í sérkennilegri opinberri heimsókn í Washington og Florida. Enginn sjáanlegur árangur, en enginn veithvað erað gerast í hernaðarmálum. Ferðin sem átti að lyfta flokksformanninum ísæti þjóðarleiðtoga er að verða að venjulegu sumarfríi Ekki verður annað séð en að ferð Þorsteins Pálssonar og fylgd- arliðs hans til Bandaríkjanna gangi hreint prýðilega. Það hefur verið gott veður í Washington, að sögn heldur of rakt, og ráðherr- ann komst að þeirri niðurstöðu í samtali við sjónvarpsmann að ís- lenska veðráttan sé eftir allt sam- an mun æskilegri. Nú í dag er hin- um opinbera hluta heimsóknar- innar lokið, og tekur þá við óop- inberi hlutinn í sólinni í Florida, þarsem hægt er að kæla sig í Kar- abíska hafinu, móður Golf- straumsins, alveg frammí næstu viku þegar aftur þarf að fara að standa í þrasi hér heima. Það er sumsé ekki yfir neinu að kvarta, og eiginkona forsætis- ráðherrans segir í DV að Nancy Reagan sé greind, sniðug og á- kveðin, en frú Carlucci bæði elskuleg og viðkunnanleg mann- eskja. Sérkennileg ferð Það er gott að allt skuli ganga svona vel. Þetta ferðalag Þorsteins vestur um haf er hinsvegar mjög sér- kennilegt, hvernig sem á er litið. Það er til dæmis enginn vandi að skilja undrun samráðherra Þorsteins Pálssonar yfir því að hann skuli ætla í frí vestra eftir heimsóknina, einmitt á þeim vik- um sem eru yfirlýstur örlagatími ríkisstjórnarinnar. Auðvitað hljóta stjórnmálamenn og ráð- herrar að eiga sinn orlofsrétt einsog aðrir, en það hlýtur að vera undarleg tilfinning fyrir for- ystumenn í Framsóknarflokki og Alþýðuflokki að verkstjóri ríkis- stjórnarinnar skuli vera farinn til Ameríku í hálfan mánuð meðan verið er að gera úrslitatilraun til að halda stjórninni saman, gengisfelling vofir yfir og í þrem- ur eða fjórum hópum er tekist á um meginlínur í efnahagsmálum. Þetta á Þorsteinn náttúrlega við sjálfan sig, að svo miklu leyti sem það kemur ekki öðrum við. Verkstjórnarhlutverk hefur hing- aðtil ekki farið honum stórkost- lega, hvorki innan Sjálfstæðis- flokksins - sem klofnaði nokkr- um misserum eftir að Þorsteinn varð formaður - né í ríkisstjórn- inni, þeirri ósamlyndustu sem menn hafa horft upp á lengi. Það er semsé ekki víst að Þor- steinn gæti gert neitt sérstakt gagn í þeim ruglanda sem nú er uppi í efnahagsmálanefndum hér og hvar um höfuðborgina, - þótt þar virðist svo sannarlega vanta verkstjóra, og staðan í Sjálfstæð- isflokknum sé þannig að enginn getur staðið vaktina meðan Þor- steinn sólar sig. Enda virðist flokkurinn vera lens þessa dag- ana, frá honum kemur ekkert pólitískt frumkvæði og engar til- Iögur. Og ferð Þorsteins hefur eigin- lega gert hann að almennu ath- lægi, - þegar blaðamaður Þjóð- viljans fór um daginn útá götu og spurði þeirrar grallaralegu spurn- ingar hvort Þorsteinn ætti að koma heim aftur frá Vesturheimi tóku allir viðmælendur blaðsins þátt í gríninu. Einn vildi fá hann heim og fannst eðlilegt að forsæt- isráðherra sinnti stjórnstörfum, en fjórir af fimm töldu að Þor- steinn ætti bara að vera sem lengst. Tilgangsleysi í Hvíta húsinu Bandaríkin eru öflugasta ríki heims á hérumbil öllum sviðum, og burtséð frá því hvernig mönnum líkar vald Bandaríkj- anna er opinber heimsókn til Washington einn af hápunktum á pólitískum ferli leiðtoga annarra ríkja. Þorsteinn vonaðist auðvit- að til að með þessari heimsókn vestur fengi hann á sig svolítið endurskin af þeim goðsögulega ljóma sem af Hvíta húsinu stafar, og þessi ferð átti að hjálpa til að gefa Þorsteini alþjóðlega ímynd á borð við Steingrím Hermannsson eða Ólaf Ragnar. Þetta hefur misheppnast mjög rækilega. Heimsókn Þorsteins í Hvíta húsið er augljóslega einfalt kurteisimál. Forsetinn hefur ekki talið svara kostnaði að kynna sér íslensk málefni áður, og ræðurit- urum hans datt ekkert betra í hug en Leifur heppni (eða einsog for- setinn sagði: Líf the lucky“) til að tala um yfir Þorsteini. Tíðindin úr heimsókn þeirra Þorsteins í Hvíta húsið voru helst þau að Geir Haarde sagði Reag- an að hann hefði reynt að fá Þor- stein til að lesa bók eftir Reagan sem síðan kom í ljós að Geir hafði sjálfur ekki lesið, og virðist á fréttum að aðeins sviðsþjálfun leikarans gamla hafi komið and- rúmsloftinu í samt lag aftur. Frekari tíðindi, ef til vill dæmi- gerð, voru þau að þegar átti að leiða íslensku gestina að mat sín- um voru dyr lokaðar, - einsog heimsóknina hafi borið að hálf- gert að óvörum. Árangur? Hver skyldi eiginlega vera til- gangur þessarar farar vestur, - fyrir utan áætlunina misheppn- uðu um upphafningu Þorsteins Pálssonar? í leiðara Morgun- blaðsins var því spáð að „vafa- laust“ yrði „rætt um samskipti ríkjanna tveggja“ á fundum Þor- steins með Reagan. Þetta var ekki mjög djarfur spádómur, en virðist þó ekki hafa gengið upp. Að minnsta kosti er enginn ár- angur sjáanlegur að viðræðum um þau mál sem opinberlega hef- ur borið á góma. Málatilbúnaður forsætisráð- herrans og aðstoðarmanna hans um plútóníumflutninga nálægt ís- landsströndum fékk þann dóm varautanríkisráðherrans að þar væri misskilningur á ferð. Mála- Ieitan Þorsteins um niðurfellingu vegabréfsáritunar fyrir íslenska ferðamenn í Bandaríkjunum er svarað með innantómri kurteisi. Hvalamálið virðist ekki hafa ver- ið rætt nema í aukasetningum. Þegar Þorsteinn reynir fyrir sér um fríverslunarsamning af sama tæi og Kanadamenn hafa gert er því lýst yfir vestra að sá samning- ur sé alveg sérstakur og útí hött að ræða slíkt við íslendinga. Hér heima hefur þetta milliríkjamál ekki verið rætt meira en svo að utanríkisráðherrann í stjórn Þor- steins Pálssonar, - sá sem fer með utanríkisviðskipti -, kemur af fjöllum í Ríkisútvarpinu og bend- ir á að áherslan sé nú á að ná samningum við Evrópubanda- lagið, - að ætla sér að ná fríversl- unarsamningi við bæði EB og Bandaríkin væri út í hött. Heldur en ekkert fór forasætisráðher- rann síðan að reyna fyrir sér um lækkun ullartolla og hafði enginn árangur náðst þegar síðast frétt- ist. Hafði ferð Þorsteins ekkert verið undirbúin? Voru helstu að- stoðarmenn forsetans ekkert látnir vita um þau mál sem helst mundi bera á góma? Viðhöfn í Pentagon Það er svo mjög sérkennilegt að síðari hluti hinnar opinberu heimsóknar Þorsteins Pálssonar er með allt öðru sniði en hinn fyrri. Formaður Sjálfstæðis- flokksins fékk aðeins kurteislegt en áhugalaust klapp á kollinn í Hvíta húsinu, en honum var hins- vegar tekið með mikilli viðhöfn í Pentagon. Þar var skotið nítján sinnum af fallbyssu, þar Iék lúðrasveit þjóðsöngva og þar var haldin mikil hersýning með þátt- töku soldáta úr öllum deildum Bandaríkjahers, - landhers, sjó- hers, flughers, landgönguliðs og strandgæslu. Síðan áttu Þor- steinn og menn hans langa fundi með varnarmálaráðherranum. Það vakti athygli hér heima að í fylgdarliði Þorsteins voru bæði nafni hans Ingólfsson, núverandi yfirmaður svokallaðrar varnar- málaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins, og Helgi Ágústsson fyrr- verandi yfirmaður þeirrar skrif- stofu. Að sögn var rætt um rat- sjárstöðvar og íslenska þátttöku í tölvukerfahernaði, - en af ein- hverjum orsökum eru þessar við- ræður ekki mjög tíundaðar. Innfæddur í herstöðinni í rauninni er ekki komið fram við Þorstein Pálsson sem leiðtoga sjálfstæðs ríkis í heimsókn hans í Washington. Það er ekki verið að ræða við hann alþjóðamál, svæð- isbundinn vanda, samskipti tveggja ríkja á jafnréttisgrunni. Það er rætt við hann sem einskon- ar innfæddan viðsemjanda um herstöð sem stórveldið vill fyrir alla muni halda í: er ekki allt í lagi? Nokkuð of mikil óánægja? Þarf meiri pening? Og Þorsteinn virðist sætta sig mætavel við þetta hlutskipti, hann virðist ekki hafa búist við öðru og er alsæll að sjá. Svo fer hann í fríið. -m Laugardagur 13. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.