Þjóðviljinn - 13.08.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.08.1988, Blaðsíða 8
Kasparov og Karpov á sovéska meistaramótinu Hundraðogþrítugasta skákin Pað er ekki loku fyrir það skotið að hvorki Garrí Kasparov né Anatoly Karpov hreppi 1. verðlaun á sovéska meistaramót- inu sem nú stendur yfir í Moskvu. Þeir eru að vísu báðir í toppbar- áttunni en hafa mætt meiri mót- stöðu en þeir eiga að venjast og t.a.m. Kasparov sem alla jafnan rakar saman vinningunum hafði eftir tíu umferðir aðeins unnið þrjár skákir. Be2 dxc4 11. bxc4 c5 12. 0-0 Hc8 13. Bb2 cxd414. exd4 b5 15. c5 a6 16. a4 Rd5 17. Dd2 b4 (Yfirráð svarts yfir d5-reitnum er gott mótvægi gegn biskupapar- inu og frelsingjanum á c-línunni. Hér var af flestum talið betra að leika 17. ... Bc6 því Karpov nær að einangra b-peðið.) 18. a5 Dc7 19. Hfcl Df4 20. Bfl Hfd8 21. Dxf4 Rxf4 22. Ha4 (Ekki 22. Rd2 vegna 22. ... Rxc5 ) 22. ... Rd5 23. Rd2 Hc7 24. Haal Rb8 25. Rc4 Bc6 26. Rd6 Ha7 27. f3 (Til greina kom 27. Hdl með það fyrir augum að koma bi- skupnum á cl.) 27. ... Re7 28. Hc4 Rd5 29. Hccl Re7 30. Hc4 Karpov átti 8 mínútur eftir á klukkunni og áræddi ekki að tefla áfram þó möguleikar hans væru e.t.v. eilítið betri, Kasparov átti 20 mínútur. Jafntefli. Umsjón: Helgi Ólafsson Kasparov sigraði Ivanstjúk í annari umferð sovéska meistaramótsins en varð að láta sér nægja jafntefli við Karpov. Kasparov fór vel af stað með sigrum yfir Ivanstjúk og Gurevic en síðan gerði hann fjögur jafn- tefli í röð. Sigur hans yfir Ivanst- júk í 2. umferð var athyglisverður því þar afhjúpaði heimsmeistar- inn eitt af leynivopnunum sem hann hugðist beita gegn Karpov í Sevilla: Moskva 1988, sovéska meistara- mótið, 2. umferð: Kasparov - Ivanstjúk. Enskur leikur. I. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rc6 4. g3 Bb4 5. Bg2 0-0 6. 0-0 e4 7. Rg5 Bxc3 8. bxc3 He8 9. f3 exf3 (Karpov lék 9.... e3 í 2. einvíg- isskákinni og vann eftirminni- legan sigur en í 4. skák einvígisins brá hann út af og lék 9.... exf310. Rxf3'De7 - og leiddi hjá sér hvassast framhaldið, 10. ... d5. Mörgum lék forvitni á að vita hvernig Kasparov hugðist mæta þeirri leið og opinberaði hann leyndarmái sitt.) 10. Rxf3 d5 11. d4! (Þetta hafði engum dottið í hug en að baki liggur mikil vinna. Venjulega framhaldið var 11. cxd5 Dxd5 12. Rd4 o.s.frv.) II. ... Re4 12. Dc2 dxc4 13. Hbl f5 14. g4! (Óvæntur leikur sem setur Ivanstjúk algerlega út af laginu. Hann hafði sennilega best leikið 14. ... fxg4 en óttast 15. Re5! Hann á þó möguleika á að verjast með 15. ... Rxe5 16. Bxe4 Rg6 17. Bxg6 hxg6 18. Dxg6 Dd7. Eftirtektarverður er möguleikinn 17. Hb5 í stað 17. Bxg6.) 14. ... De7? 15. gxf5 Rd6 (Nú hrynur syarta staðan en 15. ... Bxf5 16. Re5! var ekki beint gæfulegt.) 16. Rg5! (Svörtum eru allar bjargir bannaðar eftir þennan öfluga leik.) 16. ... Dxe2 17. Bd5+ Kh8 18. Dxe2 Hxe2 19. Bf4 Rd8 (Eftir 19. ... Rxf5 er einfaldast að leika 20. Rf7+ Kg8 20. Re5+ og 21. Rxc6.) 20. Bxd6 cxd6 21. Hbel Hxel 22. Hxel Bd7 23. He7 Bc6 24. f6!! Glæsilegur lokahnykkur. Ivanstjúk gafst upp vegna 24. ... Bxd5 25. He8+ Bg8 26. f7! o.s.frv. eða 24. ... gxf6 25. Hxh7 mát. Snaggaraleg skák. Þó Kasparov og Karpov séu búnir að tefla vel á annað hundr- að skákir var beðið með mikilli eftirvæntingu eftir skák þeirra í 7. umferð. Eftir ófarirnar í Belfort í sumar lagði Kasparov Grunfelds- vörnina til hliðar í þessari skák og beitti fyrir sig Nimzoindverskri vörn. Úr varð hörð stöðulæg bar- átta. Karpov virtist ætla að hafa betur en þrálék þegar tekið var að saxast á tíma hans. Þetta var viðureign nr. 130 og staðan er 66:64 heimsmeistaranum í vil. Karpov komst þó í 5:0 með 29 jafnteflum. hvers mánaðar fyWtfi Ituntt 'é!!^mtóiaun ------------------------- íll ■J.nöirritaöur ifl ^ er i lunu staöfestir að samraemi vid '■iQsetnuui Frumtit 0r*Iðslutkjsi SW'agreíníeg^Í^S/a/da _y^'auna9re/ðs/na EINDAGI SKILA A STAÐGREBSLUFE Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi mánaðariega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mánaðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eðaeftirá. Með skilunum skal fylgja greinargerð á sérstökum eyðublöðum „skilagreinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af i mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heilum krónum. Allir launagreiðendur og sjálfstæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið send eyðublöð fyrir skilagrein. Þeirsem einhverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sértil skattstjóra, gjaldheimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. Moskva 1988, sovéska meistara- mótið, 7. umferð: Karpov - Kasparov. Nimzoindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0-0 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b6 7. e3 Bb7 8. b3 d5 9. Rf3 Rbd7 10. RSK RÍKISSí 'TTSTJÓRI 8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.