Þjóðviljinn - 13.08.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.08.1988, Blaðsíða 9
VIÐHORF Ný vaxtastefna t 1 i/rri i v U s~i /~r i/t v i _1^1 n n t/i o /rvTr/ii v Ólafur Ragnar Grímsson skrifar Ríkisstjórnir Steingríms Her- mannssonar og Þorsteins Páls- sonar hafa gert kreddu frjáls- hyggjunnar um vaxtafrelsið að hornsteini stefnunnar í pening- amálum. Afleiðingarnar blasa nú við. Gjaldþrot atvinnulífs og heimila, vaxandi verðbólga, aukið misrétti og margvísleg spil- ling setja meginsvip á efnahags- lífið í landinu. Þriðja gengisfel- ling ársins er á næstu grösum. Ráðherrarnir rífast daglega í fjöl- miðlum um hver beri sökina. Sérstakt herráð stórforstjóra hef- ur verið kallað saman til að setja fram tillögur um stærð gengisfell- ingar og aðferðir til að knyja fram enn frekari skerðingu á kjörum launafólks. Á næstunni verður tekist harkalega á um það hverjir eigi að bera kostnaðinn vegna ófar- anna sem ríkisstjórnin hefur skapað í efnahagslífi þjóðarinn- ar. Frjálshyggjuöflin vilja fara leið kjaraskerðingar hjá launa- fólki og gjaldþrota í atvinnulífinu til að skapa „hæfilegt atvinnu- leysi“. Þau vilja að vaxtafrelsið verði áfram í fullum blóma og bannfæra allar breytingar á láns- kjaravísitölu og skattfríðindum fjármagnseigenda. Kjarninn í þessari stefnu er að launafólkið eigi að borga brúsann á meðan fjármagnseigendur halda áfram að stækka sinn hlut. L,aun vegna vinnu verði skorin niður. Tekjur vegna eignar á verðbréfum og stórfelldum bankainnistæðum verði hins vegar stikkfrí. Fjár- magnið sé æðra vinnunni. Pen- ingarnir séu dýrmætari en mann- eskjan. Gegn þessari stefnu verða fé- lagshyggjuöflin í landinu að sam- einast. Allir þeir sem setja hagsmuni launafólks ofar drottn- unarrétti fjármagnsins verða ásamt þeim sem styðja heilbrigt atvinnulíf og traustan fjárhag heimilanna að taka saman hönd- um og afnema forræði frjáls- hyggjupostulanna yfir lands- stjórninni. Kjarninn í því sam- starfi þarf að vera ný stefna í vax- tamálum og stjórn peningakerfis- ins í landinu - stefna sem grundvallast á því að vöxtum og lánastarfsemi sé stjórnað. Það verður að slökkva eyðing- arbál hinna frjálsu vaxta með sterkri stjórn. Það er tími til kom- inn að eyða áhrifum þeirrar vill- ukenningar að stjórnvöld megi ekki stjórna vaxtastiginu. Það er fáránlegt að vextir leiki lausum hala á meðan öllum öðrum þátt- um hagkerfisins er stýrt með margvíslegum aðferðum. Höfuðþœttir nýrrar vaxtastefnu í stað þeirrar kreddukenndu stjórnleysisstefnu í vaxtamálum sem ríkisstjórnir Steingríms Her- mannssonar og Þorsteins Páls- sonar hafa fylgt og leitt hefur til verðbólguvítahrings og gjald- þrotahrinu bæði á vettvangi atvinnulífs og heimla þá verður að láta peningamálin lúta aga samfélagslegrar stýringar. Höfuðþættirnir í slíkri stefnu- breytingu þyrftu að vera: ★ Lögbundið hámark á vexti og vaxtamun ★ Vextir á langtímalánum verði fastbundnir ★ Hólfun vaxta eftir tegundum útlána ★ Afnám núgildandi lánskjara- vísitölu ★ Samræmd lækkun á vöxtum lífeyrissjóðanna ★ Aðhaldsrammi settur á fjár- mögnunarfyrirtækin ★ Fjármagnstekjur verði skatt- lagðar eins og aðrar tekjur ★ Ný stjórn sett á Seðiabankann í stað núverandi bankastjóra Framkvæmd slíkrar stefnu yrði ásamt öðrum aðgerðum sem tryggðu jafnvægi í ríkisfjármálum og minnkun erlendrar skulda- söfnunar mikilvægt framlag til hjöðnunar verðbólgunnar. Hún vera. Hvað er eðlilegra en að miða í þeim efnum við það há- mark sem Seðlabankinn hefur sett eigin lífeyrissjóði og telur fullnægjandi! Enda er 3% há- markið í samræmi við þau sjón- armið sem upphaflega ríktu um eðlilega raunvexti. Síðan þarf einnig að lögbinda hámark á vaxtamun og knýja Á sama tíma verður að afnema með pennastriki hið hrikalega misrétti sem ríkir í útlánakjörum lífeyrisjóðanna. Það er ekki líð- andi að lífeyrissjóðir bankanna taki 3% vexti en venjulegt launa- fólk verði að greiða þrefallt meira fyrir útlánin úr sínum lífeyris- sjóðum. Stjórnvöld eiga því með lagasetningu og nauðsynlegum Síðari grein um vexti og peningamál Það er hinsvegar athyglisvert að þótt Seðla- bankinn hafi blessað þessa vitleysu í bak og fyrir þá hafa stjórnendur bankans haldið sér við 3% raunvexti í útlánum lífeyrissjóðs bank- ans sjálfs og segja staffírugir að slík ávöxtun sé bœði nœgileg og eðlileg. myndi einnig hamla gegn því þjóðfélagslega misrétti sem vaxtastéfna Steingríms Her- mannssonar, Þorsteins Pálssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar hefur haft í för með sér. Lögbinding á vaxtahámark og vaxtamun í umræðunni um raunvexti fyrir rúmum áratug var það niðurstaða flestra að 1-3% raun- vextir væri fyllilega nægileg ávöxtunarkrafa. Ef raunvextir færu upp fyrir það mark, yrðu til dæmis tvöfalt hærri, eða um 6%, þá myndi slíkt vaxtakerfi á skömmum tíma setja atvinnulífið og efnahagskerfið úr skorðum. Stjórnleysiskreddan í vaxtamál- um sem ríkisstjórnir Steingríms Hermannssonar og Þorsteins Pálssonar hafa fylgt hefur hins vegar sett raunvextina langt upp fyrir þessi mörk. Nú er algengt að raunvextir séu á bilinu 9-12%. Það er hins vegar athyglisvert að þótt Seðlabankinn hafi bless- að þessa vitleysu í bak og fyrir þá hafa stjórnendur bankans haldið sér við 3% raunvexti í útlánum lífeyrissjóðs bankans sjálfs og segja staffírugir að slík ávöxtun sé bæði nægileg og eðlileg! Það er greinilegt að það gildir ekki það sama um Jón og séra Jón hjá stjórunum í Seðlabankanum. Atvinnulífíð og almenningur á að borga 3—4 sinnum hærri raun- vexti en þeir sjálfír!! Eina leiðin til að taka pening- amálin út úr þessu vitlausa kerfi er að beita „handafli" eins og stundum er sagt eða lögbinda há- mark á vextina. Nota lagahei- mildir til að skylda ríkisstjórn og Seðlabanka til að banna vexti yfir tilteknu marki. Þá er eðlilegt að spurt sé hvert hámarkið eigi að þannig fram hina nauðsynlegu hagræðingu og uppstokkun í bankakerfinu sjálfu. í samræmi við þau hlutföll sem gilda í löndum þar sem bankakerfið starfar með eðlilegum hætti ætti að lögbinda hámark vaxtamunar- ins við 2-3%. Með slíkri skipan væri komið í veg fyrir að banka- kerfið gæti haldið áfram að ræna stórum hluta sparifjárins til nota í eigin rekstri og þjónusta við lán- takendur yrði á hagkvæmum kjörum. Afnám láns- kjaravísitölu og lœkk- un lífeyrissjóðavaxta Eins ög rakið var í fyrri grein minni um vexti og peningamál hefur núgildandi lánskjaravísi- tala orðið eitt af þeim tannhjól- um sem knýr verðbólguskrúfuna áfram. Lánskjaravísitalan hefur einnig orsakað verulegt þjóðfé- lagslegt misrétti, einkum á tímum misgengis milli launaþróunar og lánskjara. Slíkir misgengistímar eru enn á ný gengnir í garð vegna efnahagsaðgerða ríkisstjórnar- innar í maí. Þeir munu skapa fjölda ungs launafólks stórfellda erfiðleika og jafnvel koma í veg fyrir að fjölskyldufólk geti tryggt sér húsnæði. Þess vegna er það bæði efna- hagsleg nauðsyn begna barátt- unnar gegn verðbólgunni og af- dráttarlaust þjóðfélagslegt rétt- lætismál að núverandi lánskjara- vísitala verði afnumin. Þótt kreddumennirnir í ríkisstjórninni og frjálshyggjumusterunum haldi dauðahaldi í lánskjaravísitöluna verður að taka ráðin úr þeirra höndum og stöðva þá vítisvél sem felst í núgildandi lánskjaravísi- tölu. hliðarráðstöfunum að skylda alla lífeyrissjóðina til að halda sér við sama vaxtahámarkið. Jafnframt verði lögbundið að vextir á öllum langtímalánum verði fastbundnir og afnumin sú skipan sem nú tíðkast að lánveitandi geti breytt þeim að eigin geðþótta. í framhaldi af þessum aðgerð- um væri hægt að breyta vaxta- kerfinu og stjórn peningastofn- ana til að koma á markvissri fjárf- estingarstjórn. Markmið hennar væri að stuðla að arðbærri upp- byggingu atvinnulífsins og draga úr þjóðfélagslegri eyðslu og sóun. í þessu skyni væri hólfun vaxta eftir útlánategundum gagn- legt tæki. Lán til eyðslu og al- mennrar neyslu bæru þá sérstaka hávexti en lán til langtíma fjár- festingar og hagræðingar væru á mun lægri vöxtum. Þannig fæli vaxtastefnan í sér samfélagslega stýringu á ráðstöfun fjármagns- Agabinding áfjár- mögnunarfyrirtækin - Skattur áfjár- magnstekjur Það urðu þáttaskil í í íslenska peningakerfinu þegar ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar heimilaði rekstur sjálfstæðra fjár- mögnunarfyrirtækja og veitti þeim nánast ótakmarkaðan að- gang að erlendu lánsfé. Ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar hefur svo gerst sérstakur verndarengill þessara nýju gróðalinda fjár- magnseigenda. Og gyliiboðin fylla auglýsingasíður dagblað- anna viku eftir viku. í raun og veru er búið að stofna nýtt og sérstakt bankakerfi í landinu og gegnum þessar fjár- mögnunarleigur án þess að reglur um skyldur þess og nauðsynlegt aðhald hafi verið settar. Það er því brýn nauðsyn að setja laga- ramma um þessa starfsemi sem feli í sér að hún sé einnig öguð til að hlýða lögmálum um samfé- lagslegar skyldur og lýðræðislega stjórnun. Um leið þarf að afnema þau hrikalega forréttindi sem felast í skattleysi fjármagnstekna. Sam- kvæmt núgildandi kerfi getur stétt fjármagnseigenda rakað til sín sífellt meiri gróða án þess að greiða eina einustu krónu til sam- félagsins. Þeir lifa frítt á okkur hinum en græða samt allra manna mest. Það er sérkennilegur sið- ferðisbrestur hjá ráðherrunum í ríkisstjórnum Steingríms Her- mannssonar og Þorsteins Páls- sonar að láta þessi lögmál fjár- magnsfrelsisins grafa sífellt dýpri misréttisgjár í okkar iitia samfé- lagi. Hvernig Alþýðuflokkurinn fær sig til að taka þátt í þessu lög- vemdaða svínaríi - og leggja í staðinn á matarskatt til að redda ríkissjóði -er sérstakt rannsókna- refni fyrir áhugamenn um úr- kynjun íslenska kratismans í þriðja ættlið. Það er í senn efnahagsleg nau- syn og þjóðfélagsiegt réttlætismál að tekjur fjármagnseigenda verði skattlagðar á sama hátt og tekjur sem aflað er með daglegri vinnu. Fjármagnseigendur eiga ekki að njóta forréttinda umfram launa- fólk. Nýir bankastjórar í Seðlabankann Það kann að hljóma úr takt við trúverðugleikann að setja einnig fram þá kröfu að skipt verði um stjórnendur í Seðlabankanum. Örlög þeirra yfirlýsinga sem for- maður Alþýðuflokksins gaf fyrir síðustu kosningar - „Rekum Jó- hannes Nordal" !! - hafa um sinn lokað hinni nauðsynlegu umræðu um nýja stjórn Seðlabankans. Þrátt fyrir marklaus orð Jóns Baldvins verður að opna þessa umræðu á ný. Ástæða þess að færa verður Jó- hannes Nordal, Geir Hallgríms- son og Tómas Arnason úr banka- stjóraembættunum í Seðlabank- anum og setja nýja menn þar inn er ekki sú að Jóhannes, Geir og Tómas séu slæmir menn eða illviljaðir. Hún felst einfaldlega í því að þeir hafa verið höfuð- postular ríkjandi stefnu í vaxtam- álum og unanfarin ár borið höfu- ðábyrgð á mistökunum í stjórn peningamála. Það þarf óhják- væmlega nýja menn til að fram- kvæma hina nýju stefnu. Jóhann- es, Geir ogTómas geta ekki verið ábyrgir fyrir að framkvæma stefnu sem þeir eru á móti. Þeir þurfa því að fara. Með nýrri stefnu verða að koma nýir menn. Annars verður stefnubreytingin ekki trúverðug og framkvæmd hennar ekki í öruggum höndum. Hina nýju bankastjóra Seðla- bankans á hins vegar að ráða til takmarkaðs tíma til að tryggja nauðsynlega endurnýjun. Jafnvœgi í ríkisfjár- málum og minnkun erlendrar skulda Hin nýja stefna í vaxtamálum og breytingar á peningakerfi þjóðarinnar verða þó aðeins ár- angursríkar að jafnhliða sé gripið til aðgerða sem tryggja jafnvægi í ríkisfjármálum og stöðvun er- lendrar skuldasöfnunar. Það dugir ekki eitt og sér að stokka upp vaxtastefnuna ef óstjórnin í ríkisfjármálunum og gegndarlaus uppsöfnun erlendra skulda fá að halda áfram. Ríkisstjórnir Stein- gríms Hermannssonar og Þor- steins Pálssonar bera báðar stóra sök í þeim efnum. Þess vegna verður hin brýna stefnubreyting að ná til fleiri þátta en stjórnar peningamála. Hún verður einnig að fela í sér straumhvörf í stjórn ríkisfjármála og miskunnaarlausan aga gagnvart erlendri skuldasöfnun. Þá getur lækkun vaxta og lán kjara tengst nýju jafnvægi í ís lensku efnahagslífi. Laugardagur 13. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJIN,. - SlÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.