Þjóðviljinn - 13.08.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.08.1988, Blaðsíða 12
A Útboð Stjórn Verkamannabústaða í Kópavogi óskar eftir tilboðum í jarðvinnu (grunnar) við fjölbýlis- húsin Hlíðarhjalla 63-73. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Guð- mundar Magnússonar, Hamraborg 7, Kópavogi, 3ju hæð gegn skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Stjórnar Verkamannabústaða í Kópa- vogi, Hamraborg 12, Kópavogi, 3ju hæð föstu- daginn 19. ágúst kl. 15.00. VerkfræÖistofa GuÓmundar Magnússonar VúMrmdirádglafarFRV. Hamraborg 7,200Kópavogi. S. (91) 42200 PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN nclrar arS rárSa SÍMSMIÐ/SÍMSMIÐAMEISTARA til afleysinga í eitt ár hjá Pósti og síma Hvamms- tanga, Umdæmi III. Nánari upplýsingar verða veittar í síma 96- 26000. Kennarar Kennara vantar til almennra kennslustarfa að Höfðaskóla, Skagaströnd. Hlunnindi í boði. Upp- lýsingar veita skólastjóri í síma 95-4800 og for- maður skólanefndar í síma 95-4798. Grunnskóli Hellissands Kennara vantar við Grunnskóla Hellissands. Gott húsnæði í boði. Upplýsingar eru veittar í síma 93-66660 eða 93-66768. c§3Húsnæðisstofnun ríkisins TÆKNIDEILD Simi 696900 ÚtboÓ Barðastrandar- hreppur (Krossholt) Stjórn verkamannabústaða Barðastrandar- hrepps, óskar eftir tilboðum í byggingu tveggja einbýlishúsa byggðra úr timbri. Verk nr. A. 06.03. úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss 118. m2. Brúttórúmmál húss 385. m3. Húsin verða byggð á Krossholtum í Barðastrand- arhreppi og skal skila fullfrágengnum, sbr. út- boðsgögn. Afhending útboðsgagna er hjá Torfa Steinssyni, Krossholti, Barðastrandarhreppi og hjá tækni- deild Húsnæðisstofnunar ríkisins, frá fimmtudeginum 18. ágúst 1988 gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en miðvikudaginn 31. ágúst 1988 kl. 11.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. ERLENDAR FRÉTTIR Náttúran Jörðin grátt leikin Náttúruhamfarir hafa aukist um helming á tœpum tveim áratugum Þurrkar á Radsjastan á Indlandi: auðnirnar breiða úr sér.... Eitt staersta endurtrygginga- fyrirtæki heimsins, Schweizer Ruck, safnar upplýsingum um náttúruhamfarir frá öllum heimshlutum - náttúrlega til að geta reiknað það út, á hverju það á von í bótakröfum. Þetta virta svissneska fyrirtæki hefur komist að því að frá byrjun næstliðins áratugar hafi dæmum um stor- ma, flóð, þurrka, uppblástur herfílegan og önnur hörmungar- tíðindi úr náttúrunni fjölgað um helming. Schweizer Ruck telur af og frá að hér sé um að ræða tilviljanir. Heldur séu þær breytingar sem mannfólkið hefur valdið á um- hverfi sínu og koma fram með rányrkju á skógum, vatnsbólum og útstreymi koltvísýrings í and- rúmsloftið, aðalorsakirnar fyrir því að hættan á að náttúran hefni sín hafa tvöfaldast. Það jafnvæg' sem náttúran hafði sjálf komið á er truflað, úrkoma og vindar hagi sér ekki lengur eins og þau áttu vanda til. Og í heimi trygginganna kemur þetta fram í stórauknum bóta- kröfum. Það verður með öðrum orðum æ dýrara að tryggja sig fyrir óvæntum skakkaföllum - vegna þess að umgengni manna við jörð vatn og loft er í því fólgin að eyða meiru en þessir undir- stöðuþættir lífs og búskapar þola. Eyðing skóga, uppblástur og svonefnd „gróðurhúsaáhrif" sameinast um að fjölga bæði þur- rkum og flóðum. Eyðimerkur heimsins stækka jafnt og þétt - á hverju ári éta þær upp um 200 þúsund ferkílómetra ræktaðs lands, svæði sem er á við tvö ís- lönd. Meira en tuttugu miljón ferkílómetra svæði í öllum hlutum heims eru í hættu fyrir gróðureyðingu og framrás sands- ins. Þurrkar gerast æ tíðari og hafa æ skelfilegri afleiðingar - og þegar svo rignir á þurrkasvæðum ngnir of mikið: feiknaflóð skola burt jafnt fátækum þorpum sem því sem eftir er af jarðvegi, og drekkja þeim búpeningi sem ekki er þegar fallinn úr þorsta og hor. -áb Bandaríkin Hvrtar giftast svörtum Blönduð hjónaböndfœrast í vöxt vestra. Félagsleg nálgun hvítra kvenna ogsvartra karla fleiri hvítar konur í Banda- ríkjunum leita fanga út fyrir eigin kynstofn þegar komið er að því að ve|ja sér lífsförunaut. HJónaböndum hvítra og blakkra þar í landi hefur fjölgað umtals- vert á undanförnum árum og þar af er mun algengara að brúðurin sé hvít en blökk á hörund. Um þessar mundir eru slík „blönduð" hjónabönd um 2% af öllum hjónaböndum í þeim fylkj- um sem halda skráningu yfir kyn- þátt brúðhjóna, en gera má ráð fyrir að hlutur blandaðra hjóna- banda sé allnokkuð hærri í New York-fylki og Kalifomíu þar sem upplýsingar um kynþátt hjóna- efna koma ekki fram á hjúskap- arvottorðum. Á ámnum 1970 til 1984 fjölg- aði hjónaböndum hvítra kvenna og svartra karla þrefalt, en á sama tíma var fjölgun hjóna- vígslna þar sem báðir aðilar vom hvítir ekki nema 12%. Að mati félagsfræðinga, sem sérstaklega hafa lagt sig eftir að kanna af hverju hvítar konur feti áður lítt troðna stigu við maka- val, kann ástæðnanna fyrir þessu háttalagi kvennanna einkum að vera að leita í þeirri staðreynd að samgangur hvítra og litaðra hefur aukist mikið á undanförnum ára- tugum, samfara aukinni atvinnu- þátttöku kvenna. Konur sem og hömndsdökkir karlmenn fylla einmitt svipaðan flokk á vinnum- arkaði - láglaunaðra og ófag- lærðra. Einnig hefur verið nefnd sem hugsanleg skýring að hvítar kon- ur, sem vaknað hafa til meðvit- undar um sinn hag og kynsystra Listaverkaþjófnaður hefpr löngum verið mikil plága á It- aliu og landsmenn ráðalausir, en í gær tilkynntu borgaryfirvöld í Ai- done á Sikiley, að þau hefðu ákveðið að mynda „þrýstihóp“ til að krefjast þess að listaverkum, sem talið er að hafi verið stolið og síðan verslað með í útlöndum, verði skilað aftur. Meðal þessara listaverka, sem álitið er að séu uppmnnin úr Morgantina-fomleifasvæðinu í Aidone á suðurhluta Sikileyjar, er grísk stytta af gyðju sem nú er í Paul Getty safninu í Kaliforníu. Bandarísk lögregla hefur sýknað safnyfirvöldin af því að hafa eignast styttuna á glæpsamlegan hátt, en ítalskir embættismenn telja að henni kunni fyrst að hafa verið smyglað úr landi. Álíta þeir að ýmsum listaverkum af Morgantina-svæðinu og fleiri stöðum hafi verið smyglað til Sviss, þar sem ekki em neinar sinna, finni að stöðu sinnar vegna eigi þær meira sameiginlegt með hömndsdökkum karlmönnum en 'hvítum kynbræðmm sínum. hömlur á útflutningi listaverka, og hafi fulltrúar bandarískra safna keypt þau þar. „Við viljum fá aftur allt sem hér hefur verið stolið," sagði Vincenzo Piazza borgarstjóri í Aidone. Reuter/-e.m.j. Antwerpen Retturán Þjófum tókst í gær að góma gám í höfninni í Antwerpen, sem hafði að geyma átta og hálfa milj- ón af sígarettum, að því er tals- menn hafnarstjórnarinnar sögðu. Verðmæti þýfisins er metið á þrjátíu miljónir belgískra franka, en talið er að því verði brennt. Reuter/-e.m.j. -Information/rk Lístaverian heim! Sikileyingar vilja heimta stolna muni á erlendum söfnum 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. ógúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.