Þjóðviljinn - 13.08.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.08.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRÉTTIR Burma Nýr leiðtogi hættur Hafði ekki setið að völdum alla hundadagana Hinn aðkreppti leiðtogi Burma, Sein Lwin, varð að hrökklast frá völdum á föstudag eftir aðeins átján daga setu á valdastóli, og fór því svo að hann varð sjálfur að láta undan þeirri mótmælaöldu og uppreisn sem hann hafði ein- sett sér að brjóta á bak aftur. Að sögn útvarpsins í Rangún, höfuð- borg Burma, sagði hann af sér sem formaður sósialistaflokks landsins og forseti þess eftir sam- felda fimm daga uppþotaöldu um land allt. Sein Lwin, sem er 64 ára, var óvinsælasti stjómmálamaðurinn í Burma eftir að hafa í rúman aldarfjórðung staðið fyrir misk- unnarlausum lögregluofsóknum gegn andstæðingum Ne Wins fyrirrennara síns og verndara. Að sögn erlendra sendimanna í Rangún sagði hann enn á fimmtudag á kreppufundi stjóm- ar sósíalistaflokksins, að herinn hefði í fullu tré við uppreisnina. Tilkynnt hefur verið opinber- lega að um hundrað manns hafi látið lífið í árekstrum hersins og mótmælendanna, sem em yfir- leitt óvopnaðir. En sendimenn vestrænna ríkja telja að tala fall- inna sé áreiðanlega miklu hærri, ef til vill á bilinu 500 til 1000. Erlendir sendimenn sögðu að það væri ekki ljóst hvort túlka bæri þessa snöggu afsögn Sein Lwins svo, að stjóm landsins væri nú reiðubúin að ganga til samn- inga við stjómarandstæðinga, sem krefjast aukins lýðræðis og frjálsara efnahagslífs. Eftirmaður Sein Lwins hefur ekki verið útnefndur ennþá, og sagði útvarpið í Rangún að mið- stjóm sósíalistaflokksins og þjóð- þingið ættu að koma saman til aukafundar hinn 19. þessa mán- aðar til kosningar. Herforingja- nefndir flokksins og þingsins, sem hafa stjómað landinu með ísarnkmmlu í ejna kynslóð, munu koma saman í höfuðborg- inni daginn áður. Vestrænir sendimenn litu svo á að það væri aðeins spuming um tíma hvenær Sein Lwin myndi hrökklast burt frá völdum, en þeim kom samt á óvart að það skyldi gerast svo fljótt. Enn er allt á huldu um það hvaða kringumstæður leiddu til þess að Ne Win afhenti Sein Lwin völdin 26. júlí, en hinn fyrmefndi hafði þá setið stanslaust við völd síðan hann framdi valdarán 1962. Er talið að Ne Win, sem nú er 77 ára, muni enn hafa með höndum lykilhlutverk þegar að því kemui að reynt verði að leysa þá stjóm- arkreppu sem nú er komin upp og sefa reiði almennings, sem er nr orðinn mjög gramur vegnt mannréttindabrota, hrísgrjóna skorts og morðanna á vopn- lausum stjómarandstæðingum En menn telja þó að það sí stjómarstefnu Ne Wins að kenn; að Burma, sem var einu sinni eit' af auðugustu löndum Asíu, er ní talið í flokki vanþróuðustu rikj; heims. Menn í Rangún sem haft vai samband við gegnum síma sögðt að óeirðimar hefðu haldið áfram í gær og hefðu menn m.a. ráðist i skrifstofur sósíalistaflokksins og rænt þúsundum hrisgrjónasekkj; úr myllum. Reuter/-e.m.j Afganistan Skæmliðar sækja fram Andspyrnuhreyfingin í Afgan- istan náði í fyrsta sinn í gær á sitt vald einni af mikilvægustu borgum landsins. Tók hún höfuð- borg norðurhéraða, Kunduz, um leið og sovéskt herlið var flutt þaðan, að sögn sovéskra heimild- armanna. Heimildarmennirnir sögðu að afganski stjómarherinn, sem er á bandi Sovétmanna, héldi ennþá Evrópubandalagið Bóluefni flugvelli Kunduz, sem er 60 km fyrir sunnan sovésku landamær- in. Hefði her andspymuhreyfing- arinnar verið hrakinn burt úr borginni í um það bil klukkutíma á föstudagsmorgun, en svo hefði hann náð borginni aftur á sitt vald. „Þetta er í fyrsta skipti sem uppreisnarmenn leggja undir sig meiri háttar borg,“ sagði sovésk- ur heimildarmaður við frétta- menn. „Allir bjuggust við árás þeirra í suðri eða austri, og er það e.t.v. þess vegna sem þeir lögðu til atlögu í norðurhémðunum.“ Umsvif andspymuhreyfingar- innar í Afganistan hafa aukist Afganskur skæruliði á verði. eftir því sem það tímatakmark sem Sovétmenn settu sér varð- andi brottflutning hersins hefur færst nær. Næsta mánudag á helmingur hins 100.000 manna herliðs Sovétmanna að vera kom- inn út úr Afganistan, samkvæmt Genfarsáttmálanum sem gekk í gildi 15. maí, og eiga Sovétmenn að vera á brott með allan herinn fyrir 15. febrúar. „ . , J Reuter/-e.m.j. Súdan Mikið fjón í flóðum Prjátíu og níu menn hafa látið lífið og 83.000 heimili eyði- lagst í flóðum í Khartoum, höfuð- borg Súdans, og nágrenni hennar að undanförnu, að sögn stjórnvalda landsins. Hafa yfir- völdin varað við enn meira tjóni ef yfirborð Nflar heldur áfram að hækka. Miklar rigningar undanfama daga hafa gert eina og hálfa milj- ón Súdana heimilislausa, og var haft eftir erlendum sendi- mönnum á fimmtudag, að yfii völdin hafi lítið getað gert til ai leysa vandamál hinna heimilis lausu. Sögðu þeir að ýmsar hjálp arstofnanir væm ófúsar til a< senda frekari birgðir, en hundrui tonna af matvælum og birgðum sem þegar em komin til Kharto um, bíða eftir að vera send á þ staði sem verst hafa orðið úti Ríkisstjóm landsins lýsti yfir se: mánaða neyðarástandi á mánu dag. Reuter/-e.m.j Kvikmyndir Enn deilt um Krist gegn selafári? Yfirvöld Evrópubandalagsins hafa ákveðið að verja 50.000 Evrópu-skildingum (ECU) til að berjast gegn þeim dularfulla sjúk- dómi sem orðið hefur að bana þúsundum sela í Norðursjó og Eystrasalti. Sögðu talsmenn bandalagsins í Brússel í gær að fé þetta yrði not- að til að fjármagna áætlun sem hollensk yfirvöld og rannsóknar- stöð sela á norðurströnd Hol- lands hafa gert, en tilgangur hennar er að finna sjúkdóm- sveiruna og reyna að búa til bólu- efni. Vísindamenn telja að sjúk- dómurinn, sem kann að vera tengdur mengun í sjó, hafi orðið einum sjö þúsund selum að fjört- jóni síðan fyrst varð vart við hann í apríl. Veldur hann gjarnan lung- nabólgu sela og fósturláti hjá urt- um. Yfirvöld Evrópubandalagsins hafa þegar veitt 600.000 Evrópu- skildingum til fjögurra ára rannsóknaráætlunar á þömngum í Norðursjó, en ekki hafa enn fundist nein tengsl milli þömng- anna og selafársins. Reuter/-e.m.j. ítalskur lögfræðingur hefur leitað til dómstólanna til að reyna að koma í veg fyrir að hin um- deflda mynd „Síðasta freisting Krists“ verði sýnd á kvikmynda- hátlðinni í Feneyjum. í formlegum tilmælum lög- fræðingsins Pietro Bianco til dómstóla, sem birt vom í ítölsk- um blöðum í gær, segir að kvik- mynd þessi brjóti í bága við ítölsk lög sem banni að lítilsvirða kaþ- ólska kirkju. í kvikmyndinni, sem er eftir Bandaríkjamanninn Martin Scorsese, er sýndur draumur, þar sem Kristur er í djörfum ástaleik ásamt Maríu frá Magdölum, og hefur atriðið valdið fiðringi og mótmælum í biblíubeltinu. Reuter/-e.m.j. Laugardagur 13. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Unglingaathvarf Tryggvagötu 12 Starfsmaður óskast í 46% kvöldstarf. Hér er um að ræða fjölbreytt og gefandi starf með unglingum á aldrinum 13-16 ára. Lítill og samheldinn starfshópur, þar sem góður starfsandi ríkir. Æskilegt er að umsækjendur hafi kennara- eða háskólamenntun í uppeldis- félags og/eða sálar- fræði. Umsóknarfrestur er til 26. ágúst. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 20606 eftir hádegi, eða í síma 622760 virka daga. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Félagsráðgjafar Forstöðumaður unglingaathvarfs Laus er staða forstöðumanns í unglingaathvarfi. Áskilin er félagsráðgjafamenntun eða önnur menntun á sviði sálar- eða uppeldisfræði, ásamt starfsreynslu í meðferðarmálum. Upplýsingaar um stöðuna veitir yfirmaður Fjöl- skyldudeildar í síma 25500. Umsóknir berist fyrir 26. ágúst. Umsóknum skal skilað til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, á umsókn- areyðublöðum sem þar fást. REYKJMIÍKURBORG Aeuuan, Stödívi Byggingadeild borgarverkfræðings óskar að ráða skrifstofumann. Starfið felst í tölvuskráningu reikninga, ritvinnslu, móttöku skilaboða, skjalavörslu o.fl. Um heilsdagsstarf er að ræða. Upplýsingar gefur skrifstofustjóri Bygginga- deildar, Skúlatúni 2, sími 18000. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða VERKAMENN við jarðsímalagnir í Reykjavík og nágrenni. Nánari upplýsingar verða veittar í síma 91- 26000. * ...... ............ S Útboð Vesturlandsvegur í Hvalfirði, Fossaá - Galtargilslækur Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 5,2 km, fyllingar 63.000 m3, sker- ingar 43.000 m3, burðarlög 36.000 m3 og klæðning 34.000 m2. Verki skal að fullu lokið 1. ágúst 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 16. þ.m. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 29. ágúst 1988. Vegamálastjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.