Þjóðviljinn - 16.08.1988, Side 1

Þjóðviljinn - 16.08.1988, Side 1
Priðjudaguf 16. ágúst 1 82. tðlublað 53. árgangur Efnahagsmálin Niðurfærslan fjarstæða Ari Skúlason, ASÍ: Innantómir draumórar. Bitnaði á þeim sem eru á töxtunum og opinberum starfsmönnum. Þórarinn V. Þórarinsson, VSÍ: Menn kunna að standiframmifyrir tveimur valkostum - gengisfellingu eða lœkkun launakostnaðarfyrirtœkja. Forstjóranefndin nálgast niðurstöðuna. GuðjónB. utan í dag - Það er tómt mál að vera að tala um efnahagsaðgerðir sem fólgnar eru í niðurfærslu. Þar ber ansi margt til. Fyrir það fyrsta er engin trygging fyrir því að kaup lækki þó stjórnvöld segi að það eigi að lækka. Að venju verða það þeir sem eru á töxtunum og opinberir starfsmenn sem taka á sig kauplækkanirnar. Um aðra gildir öðru máli, sagði Ari Skúla- son hagfræðingur Alþýðusam- bandsins í samtali við Þjóðviljann í gær, er hann var inntur eftir hug- myndum um niðurfærslu sem forstjóranefndin sk. hefur verið að glíma við að útfæra. Ari sagði að einnig væri engin trygging fyrir því að vöruverð lækkaði í kjölfar kauplækkunar samfara minni eftirspurn, eins og haft hefur verið eftir formanni forstjóranefndarinnar. - Ef þetta dæmi ætti að ganga upp, þá þyrfti að koma til slíkt verðlagseftirlit og hömlur með valdboði og refsingum, sem aldrei fyrr. Bráðabirgðalögin frá því í vor eru augljóst dæmi um það hvernig til hefur tekist með lagasetningar í þessa veru. Að ætla að það gangi í sviphendingu að lækka kaup allra og Iækka verðlag í kjölfarið eru innantómir draumórar, sagði Ari. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins, sagðist ekki vilja úttala sig um hugmyndir við- víkjandi niðurfærslu. Hann sagð- ist þó handviss um það að um margt væri erfiðara að grípa til þessarar aðferðar en 1959 í stjórnartíð Emelíustjórnarinnar. - Vel kann að vera að menn hafi dottið niður á einhverja færa leið, sagði Þórarinn. - Ég ætti ekki beinlínis von á því að það færi vel fyrir brjóstið á okkar viðsemjendum að klipið yrði af launum og launatöxtum. Á hitt er að líta að menn kunna að standa frammi fyrir tveimur kost- um slæmum: að fella gengið til að gefa útflutningsatvinnuvegunum lífsmöguleika eða að draga með einhverju móti úr launakostnaði. Þá er ekkert sjálfgefið hvorn kostinn menn veldu, sagði Þórar- inn. Ari sagði að þó unnt hefði ver- ið að grípa til niðurfærslu í tíð F-16 orrustuþota Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Varaherflug- völlur fyrir NATO er pólitískt spursmál: Emelíustjórnarinnar, væri ekki þar með sagt að það gengi í dag. - Hagkerfið var rígbundið alls- konar höftum 1959. Slík niður- færsla gengi ekki í dag. Það skýtur ekki síður skökku við að á sama tíma og stjórnvöld láta þau boð út ganga að ekki sé hægt að stjórna vöxtum með ein- hliða aðgerðum, láta menn sér það til hugar koma að lækka kaup og verðlag með valdboði, sagði Ari. Ari sagði að líklegast væri að niðurfærslutalið væri einkum til þess að vinna tíma og beina sjón- um manna frá gengisfellingu, meðan unnið væri að öðrum að- gerðum. Nefndin fundaði í gær og vörð- ust nefndarmenn allra frétta af þeirri tillögugerð sem verið væri að vinna að. Fastlega er gert ráð fyrir að nefndin skili tillögum til ríkisstjórnarinnar um eða skömmu eftir næstu helgi. Margt bendir reyndar til þess að nefnd- inni hafi orðið talsvert ágengt, því einn nefndarmanna, Guðjón B. Ólafsson mun vera á förum vestur um haf í dag. Laugavegurinn Miljotl á miljón ofan Leiðréttingu á mistök- um við Laugaveginn lokið. Porúgalska grjótið tekið upp og geymt. Kostar borgar- búa 2,2 milljónir Flugþjónusta Hervöllur óþarfur PéturEinarsson flugmálastjóri: íslenskir flugvellir fullnœgja þörfinni -Það er ýmist búið að fullnægja eða er verið að fullnægja þörfinni fyrir íslenska varaflugvelli. Hvað byggingu 300 metra flugvallar varðar, sem NATO tæki þátt í, þá er það alfarið pólitísk ákvörðun á. vegum stjórnvalda, segir Pétur Einarsson flugmálastjóri.' I skýrslu sem sérfræðingar á vegum Flugmálastofnunar unnu fyrir samgöngumálaráðherra er engin afstaða tekin til NATÓ- flugvallar, heldur er um að ræða hlutlausa staðreyndaupptalningu í skýrslunni að sögn Péturs. Á hádegi í gær lauk flokkur manna við að malbika Laugaveg- inn frá Klappastíg til Frakkastígs en áður hafði sér-tilhöggvið port- úgalskt grjót sem lagt var á ka- flann í fyrra verið tekið upp. Lag- færingin kostar borgarbúa 2,2 milljónir en að sögn gatnamála- stjóra verður enginn dreginn til ábyrgðar. Portúgalska grjótið verður sett í geymslu þangað til önnur not finnast fyrir það. Þá stendur Reykjavíkurborg í gatna- og holræsaframkvæmdum upp á 1,2 miljarða króna í ár. En gatnamálastjóri segir þessar framkvæmdir vera á eftir áætlun. Sjá síðu 3 Sjá síðu 2 Hafrannsókn Dökkar horfur Hafrannsóknastofnun leggur til að á nœsta ári verði aðeins heimilað að veiða300þúsund tonn afþorski. Þýðir niðurskurð um 60 þúsund tonn frá því sem nú er Ef stjórnvöld samþykkja til- verði leyft að veiða jafn mikið lögur Hafrannsóknarstofnunar varðandi aflahámark þorsks á næsta ári verður þorskkvótinn skorinn niður um 60 þúsund tonn frá því sem nú er; úr 360 þúsund tonn í 300 þúsund tonn. í tillögum stofnunarinnar er einnig gert ráð fyrir að á næsta ári ýsu og ufsa og nú er en samdrát ur boðaður í veiðum á karfa og grálúðu. Aftur á móti gerir Ha rannsóknastofnunin tillögur ui að aukning verði heimiluð í sík veiðum og á rækju. Sjá síðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.