Þjóðviljinn - 16.08.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.08.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Það finnst ekkert ráð við sumarsút Mitt í flóðbylgju 6. áratugarins af lofsöngvum um ástir, sumar og sól, kvaddi Eddie Cochran sér hljóðs með ádrepu um þá sút sem getur fylgt sumrinu. Því er haldið að unglingnum að líf hans sé eilíft fjör, en það tekur enginn mark á honum, hann á ekki fyrir því sem hugurinn girnist og honum gengur brösuglega með hitt kyn- ið. Vorið læknar þunglyndi vetrarins, „but there ain’t no cure for the summertime blues. “ Undanfarnar vikur hafa lands- menn flestir kvartað yfir ólækn- andi sumarsút. Hver lægðin á fæt- ur annarri hefur böðlast yfir landið, og menn hafa ekki bara litið á klukkuna þegar þeir vöknuðu heldur líka á almanak- ið. Hvað, er strax komið haust? Og meðan skúrirnar hafa gengið yfir eða rigningin lamið látlaust, höfum við hímt orkulaus og geð- vond og varla haft okkur að verki. A veturna getur maður huggað sig við að bráðum komi vorið, en enginn kann ráð við sumarsút. Menn voru farnir að tala um að 1988 væri eitt af þessum hlaup- árum, þegar sumarið vantar al- veg, en þá brast hann á með blíð- viðri fyrir fáeinum dögum. Samt léttist brúnin á landanum ekki verulega, því að í millitíðinni var hann skollinn á með annars kon- ar sumarblús. Hús á íslandi eru almennt ekki svo há að menn geti stokkið út um glugga með endanlegum af- leiðingum. Að öðru leyti er á- standið orðið svipað og í krakk- inu mikla í Wall Street 1929. Gestur Guðmundsson skrifar Daglega heyrum við um ný fyrir- tæki sem leggja upp laupana, landsbankastjóri lýsir því yfir að fæstir skuldunautar eigi fyrir skuldum sínum, gömul og gróin fyrirtæki eru hætt að standa í skilum. Meira að segja fjár- magnseigendurnir sem hafa átt gullna daga með hávaxtastefn- unni eru nú famir að reka sig á að háir nafnvextir duga skammt þegar skuldunautamir eiga hvorki fyrir vöxtum né sjálfum aðstæður hafa að vísu versnað en ekki meira en við mátti búast og eftir að þær höfðu verið afar hag- stæðar um nokkurra missera skeið. Efnahagssveiflurnar eru orðnar eins og íslenskt veðurfar: menn fundu fýrstu vorboðana og settu niður kynstrin öll af kart- öflum, en brátt fóru óveðursský- in að hrannast upp á sumarhimn- inum, og svo fóm kartöflugrösin að falla. Kartöflubændur gátu tekið undir með Eddie Cochran Á meðan ríkisstjórnin stendur með buxurnar á hælunum og horfir á eftirlætisbörnin sín dmkkna í brunninum, sér stjórn- arandstaðan sér vitanlega leik á borði. Sögðum við ekki, mælir hún digurbarkalega, krefst kosn- inga og segist reiðubúin að taka við og leiða þjóðarbúið út úr ó- göngunum. Þótt atburðarásin hafi að und- anförnu verið farsakennd, er því miður ekki hægt að búast við því „Eins og venjulega hlupu hagfrœðingarnir og atvinnustjórnmálamennirnir til að byrgja brunninn, þegar barnahópurinn varallur kominn á bólakaf. Þeir tóku sér stöðu á brunnbarminum og byrjuðu að rífast um það, hvernig hœgt væri að loka, þar til verkstjó- rann brast þolinmæðina ogskrapp ísumarfrí. Á meðan setti hann málið í nefnd að þjóð- legum sið. “ lánunum. Þetta ástand hefur reyndar verið lengi í uppsiglingu, en íslendingar eru orðnir því svo vanir að þeir sem standa í at- vinnurekstri hrópa Úlfur Úlfur við hvert tækifæri, að þeir átta sig ekki á neinu fyrr en úlfurinn er kominn inn á stofugólf og búinn að éta ömmu. Kannski hefðu hagfræðingarn- ir átt að sjá þetta fyrir, því þeir hafa aldrei verið fleiri né haldið eins beint um stjórnvölinn. Ytri að enginn kann ráð við sumarsút. Eins og venjulega hlupu hag- fræðingarnir og atvinnu- stjórnmálamennirnir til að byrgja bmnninn, þegar barnahópurinn var allur kominn á bólakaf. Þeir tóku sér stöðu á brunnbarminum og byrjuðu að rífast um það, hvemig hægt væri að loka, þar til verkstjórann brast þolinmæðina og skrapp í sumarfrí. Á meðan setti hann málið í nefnd að þjóð- legum sið. að það leysist úr öllum flækjum með einni leikfléttu í leikslok. Almenningur veit að vísu vel að núverandi stjóm hefur klúðrað rækilega því sem henni var treyst fyrir, en hann hefur takmarkaða trú á því að stjórnarandstaðan geti gert betur. Lítum aðeins á það hvaða stjórnarandstöðu við höfum. Það reiknar enginn með Borgara- flokknum til neins, og þrátt fyrir góða tilburði getur Steingrímur tæplega gert sig að stjómarands- töðuleiðtoga. Valkosturinn verð- ur að koma frá Alþýðubandalagi og Kvennalista, og hvað hafa þessi öfl upp á að bjóða núna? Einlægan vilja til að jafna kjörin og einstaka góðar tillögur í pen- ingamálum og atvinnumálum. En þessi öfl geta ekki sett sér neitt minna markmið en í senn að endurreisa undirstöðuatvinnu- vegina, varðveita jafnvægi í byggð landsins og bæta kjör hinna lægstlaunuðu, bæði á vinnumarkaði og með félags- legum aðgerðum. Og þau hafa einfaldlega ekki getað sannfært þjóðina um að þau kunni þau ráð við efnahagsblúsnum sem fullnægi öllum þessum markmið- um. Stjórnarandstöðuöflin leggja nú mest kapp á að gagnrýna há- vaxtastefnuna. Slík gagnrýni var mikilvæg þegar hávaxtastefnan var innleidd, en í millitíðinni er fjármagnskostnaðurinn búinn að éta stóra hluta atvinnulífsins út á guð og gaddinn, og engum ár- angri verður náð með vaxtalækk- un nema hún verði hluti mjög víðtækra ráðstafana. Hávaxtastefnan hefur í raun magnað upp ýms strúktúrvanda- mál íslenska samfélagsins. Tapið á undirstöðuatvinnuvegunum hefur vaxið og afæturnar sogið meira til sín. Á undanförnum árum hefur ýmsum höftum verið Framhald á síðu 6 Gestur Guðmundsson er félagsfræð- ingur og vinnur við ritstörf. Hann skrif- ar vikulegar greinar í Þjóðviljann. Sælgætisneyslan Stutt athugasemd við drög að heilbrigðismálastefnu Alþýðubandalagsins. í júní sl. sendi Alþýðubanda- lagið frá sér bækling, þar sem gerð var grein fyrir nokkrum stefnumálum flokksins. Meðal annars voru þar drög að heilbirgðismálastefnu Alþýðu- bandalagsins. Það er vissulega tímabært fyrir Alþbdl. að hressa uppá stefnu sína í heilbrigðismál- um. Hún hefur hin síðari ár verið of hvarflandi og vinnubrögð varla nógu markviss, enda hefur sigið á ógqfuhlið í þeim málum. Það er margt gott um þessi drög að segja. Nokkur atriði orka þó tvímælis og önnur þarfnast nánari útfærslu. En hér er líka um drög að ræða. Með þessum línum vildi ég gera aðeins eitt atriði að umræðu- efni, atriði, sem að mínum dómi er býsn mikilvægt, en hefur ekki, að því er ég veit, fengið opinbera umfjöllun. Það er réttilega bent á það í umræddum drögum, að ytri skil- yrði vegi þungt, þegar leita skal leiða til að auka heilbrigði í þjóðfélaginu. Þetta er atriði, sem of oft gleymist, þegar rætt er um heilbrigðismál, og þó enn frekar, þegar teknar eru ákvarðanir um aðra þætti samfélagsmálanna, sem hafa víðtæk og afgerandi áhrif á heilbrigði almennings. Ein af þeim tillögum, sem lagðar eru fram í ofannefndum drögum, er að lagður skulu 200% skattur á allan innfluttan sykur og sælgæti til að minnka neyslu þess- ara vara og draga þar með úr þeim kvillum, sem ofneysla þeirra veldur. Það er óneitanlega nauðsyn á að draga úr sælgætisn- eyslu fólks almennt, ekki síst barna og unglinga, en ungmenni eru markhópur þeirra, sem versla með sælgæti. Ofneysla sælgætis á Guðmundur Helgi Þórðarson skrifar ríkan þátt í ýmsum fjöldasjúk- dómum s.s. tannskemmdum, of- fitu, æðasjúkdómum o.fl. Með 200% skattinum virðist Alþbdlm ætla að draga úr sykur- neyslu með verðstýringu, og má vel vera, að hægt sé að ná ein- hverjum árangri með því móti. En það er til önnur leið til að draga úr neyslu óæskilegra vara, og það er að takmarka aðgang að háttatíma virka daga sem helgar og jafnvel að nóttunni. Ef komið er inn í vörumarkað eða matvörubúð, er tóbak og sælgæti það fyrsta sem blasir við viðskiptavininum, og við greiðslukassann er þessu stillt upp nánast við nefið á honum til að passa upp á að hann gleymi því ekki. Þess er gætt, að raða sæl- gæti þannig upp, að börn allt nið- staklinga og opinbera aðila. Af þeim sökum ber að hamla gegn ofneyslu þess. Nú vill svo til, að hugmyndir um hömlur á sælgætisneyslu hafa Verið til umfjöllunar í íslensku stjórnkerfi um nokkurt skeið, þó að það hafi ekki farið hátt, og lítið orðið úr framkvæmdum. Tannverndarráð er stofnun, sem hefur það hlutverk að leggja á „Þess ergættað raða sælgœti þannig upp að börn allt niður í þriggja tilfjögurra ára aldur komist ísem nánasta snertingu við það... Það er ekki sjaldgæft að sjá í verslunum baráttu milli foreldra og barna... “ þeim. Sú leið hefur löngum reynst árangursríkust í barátt- unni við áfengi og önnur vímulyf, þó að henni hafi verið varpað fyrir borð á síðustu árum m.a. með samþykkt bjórfrumvarpsins og fjölgun útsölustaða. f þessu sambandi er kannski rétt að gera sér grein fyrir því í upphafi, að sælgæti og tóbak hafa forgang fram yfir flestar eða allar vörur í íslenskum verslunum. Þó að verslunum með nauðsynja- vörur s.s. matvörur sé lokað á til- teknum tíma, jafnvel með lög- regluvaldi ef með þarf, er séð til þess, að hægt sé að verða sér úti um tóbak og sælgæti fram að ur í 3-4 ára aldur komast í sem nánasta snertingu við það, helst að þau finni af því lyktina. Það er ekki sjaldgæft að sjá í verslunum baráttu milli foreldra og barna, þar sem brellur verslunareigand- ans hafa egnt upp sælgætislöngun barnsins og þar með sett foreldr- ana í vandræði. í þessu tilfelli eru ytri aðstæður að stuðla að heilsutjóni barnsins. Sælgæti í hófi er skaðlaust og til ánægju, einkum fyrir ungmenni. Ofneysla þess er hins vegar heilsuspillandi, veldur meira að segja víðtækum heilsufarsvanda- málum, sem m.a. hafa í för með sér stórfelldan kostnað fyrir ein- ráðin um bætta tannheilsu þjóð- arinnar, en íslendingar hafa einna mestar tannskemmdir allra vestrænna þjóða og trúlega þótt víðar væri leitað. í dreifibréfi frá Tannvemdarráði frá 9. sept. s.l. kemur fram sú skoðun, að „mikill fjöldi söluturna og óheppileg staðsetning þeirra sé ein af ástæð- unum fyrir því, hve fæðuval og matarvenjur okkar em slæmar." í dreifibréfi Tannverndarráðs kemur einnig fram, að í Noregi sé bannað „að selja sælgæti nálægt greiðslukössum í stórmörkuðum, eins og virðist afturá móti föst regla hériendis.“ Með þessu dreifibréfi var jafn- framt dreift gögnum, sem sýna, að Norðmenn hafa fyrir 14 ámm viðurkennt þennan vanda og gert ráðstafanir til að draga úr að- gengileika að sælgæti með því að hafa áhrif á hvernig það er með- höndlað í verslunum. Með samkomulagi milli heilbrigðisyfirvalda og samtaka verslunarfyrirtækja (handelens organisation) var árið 1974 ákveðið, að sælgæti skyldi ekki staðsett nærri greiðslukössum eða biðröðum við greiðslukassa. Það er tekið fram, að tilgangur- inn sé m.a. sá, að ekki séu höfð óæskileg áhrif á ung börn, sem þar séu í fylgd með foreidrum sín- um. Þá er gert ráð fyrir, að sæl- gæti sé raðað það hátt, að það sé ekki í „griphæð" ungra barna. Þarna hafa norsk heilbrigðisyf- irvöld látið sig varða meðhöndl- un sælgætis í verslunum í því skyni að reyna með því móti að draga úr sjúkdómum. Þessi að- ferð er trúlega mun virkari og jafnframt ódýrari en að fjölga sjúkrastofnunum og auka vél- væðingu til að lækna þá sjúk- dóma, sem ofneysla sælgætis veldur. Þau stjórnmálaöfl á íslandi, sem telja sig félagshyggjuöfl, ættu að taka Norðmenn sér til fyrirmyndar og taka til endur- skoðunar lög og reglugerðir um söluturna og kvöldsölustaði og sömuleiðis beita sér fyrir reglum um staðsetningu þessara vara í verslunum. Ef einhver fer að tala um boð og bönn í þessu sambandi mætti benda honum á, að frelsi eins manns má aldrei ganga svo langt, að það valdi öðrum tjóni. Guðmundur Helgi er heilsugæslu- læknir í Hafnarfirði. Þrlðjudagur 16. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.