Þjóðviljinn - 17.08.1988, Síða 1

Þjóðviljinn - 17.08.1988, Síða 1
Miðvikudagur 17. ágúst 1988 183. tölublað 53. árgangur Geðsjúklingar Þjónustan skorin við nögl EndurhœfingardeildKleppsspítala lokað um óákveðinn tíma. Starfsfólkiðfréttiraflokun með hálfsmánaðarfyrirvara. Bráðamóttakafyrir geðsjúka á Landsspítala lögð niður Einu endurhæfingardeild sinn- ar tegundar í heilbrigðiskerfinu sem er sérstaklega ætluð geðsjúk- um, hefur verið lokað um ó- ákveðinn tíma, sennilega fram að áramótum. Starfsfólk deildarinn- ar frétti af þessu í miðju sumarfríi og telur að komið hafi verið aftan að því en deildin átti að opna þann 28. ágúst. Sparnaður er sagður vera orsök lokunarinnar. Fjármálaráðherra hefur verið í stríði við heilbrigðisstofnanir í landinu vegna þess að þar sé mikið af fólki í hiutastörfum, sem vinni ómælda yfirvinnu og sprengi launarammann. Þjóðvilj- inn hefur heimildir fyrir því að á endurhæfingardeildinni vinni yfirgnæfandi meirihluti starfs- fólks í 100% vinnu. Bráðadeild geðsjúkra á Land- spítalanum hefur einnig verið lokað. Sjá bls. 3 Salbjörg Á Bjarnadóttir deildar- stjóri endurhæfingardeildar segir starfsfólk undrandi á hvað því er skýrt frá lokun með skömmum fyrirvara. Ekki sé Ijóst hvernig mál sjúklinga deildarinnar verði leyst. Mynd: Ari Sara (Erla B. Skúladóttir) býr sig undir að taka á móti elskhuganum. Mynd: Eiríkur. Leikhús Ógnin liggur í loftinu „Það er erfitt að segja ná- kvæmlega hvað það er sem gerir þetta fólk svona ógnvekjandi. Ógnin liggur í loftinu. Það eru augnablik bæði í Elskhuganum, og eins í öðrum leikritum Pinters, þar sem manni finnst að á næsta augnabliki grípi ein persónan hníf og ráðist á þá næstu.“ Ógnin í verkum Pinters var meðal annars til umræðu þegar blaðamaður ræddi við aðstand- endur sýningar Alþýðuleikhúss- ins á Elskhuganum. Leikritið verður frumsýnt annað kvöld í Ásmundarsal við Freyjugötu. Sjá síður 8 og 9 Goðgá Loksins í gjaldþrot Útgáfufyrirtœki Helgarpóstsins til gjaldþrotameðferðar ígœr. Ríkissak- sóknari skoðar kœrurfrá Blaðamannafélaginu og síðasta stjórnarmeiri- hluta Goðgá, útgáfufyrirtæki Helg- arpóstsins var tekið til gjald- þrotameðferðar í gær. Reyndar hafði verið búist við að fyrr hefði komið til þess, þar sem öll starf- semi lagðist niður eftir að fyrir- tækið hætti að greiða starfsmönn- um laun og vinna lagðist niður fyrir rúmum tveimur mánuðum. Goðgá fékk hins vegar greiðslust- öðvun í tvo mánuði sem nú er útrunnin. Reyndar eru nú í athugun hjá ríkissaksóknara tvær kærur á hendur Goðgá hf, önnur frá lög- fræðingi Blaðamannafélagsins þar sem fyrirtækið hafði ekki greitt skatta til Gjaldheimtunnar en þó dregið þá af launum starfs- manna. Hin er frá síðasta stjórn- armeirihluta Goðgár, þar sem krafist var opinberrar rannsókn- ar á bókhaldi fyrirtækisins, sem að fyrrverandi stjórnarmeirihluti hafði borið ábyrgð á. Loks er von á enn frekari málaferlum, þar sem fyrrverandi meirihluti stjórnar er óánægður með kæru síðasta meirihluta stjórnar og tel- —7Z—"T ur hana byggða á rangfærslum. SIOU 3 Sjónvarpið Sumardagskráin ógnarslöpp Endursýningar Sjónvarpsins ísumarað keyra um þver- bak. Fjárskortur hamlarflutningum Sjónvarpsins uppí Efstaleiti. Hvað verður á nœstu fjárlögum? Sumardagskrá Sjónvarpsins hefur að margra mati verið ógn- arslöpp sem aldrei fyrr. Endur- sýningar hafa sett sterkan svip á hana og framhaldsþættir hafa ráðið ríkjum. Þjóðviljinn kannaði sumar- dagskránna og leitaði viðbragða við gagnrýninni. Sjá síðu 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.