Þjóðviljinn - 17.08.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.08.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Efnahagsvandinn Niðurfærslan ótæk Birgir Björn Sigurjónsson, BHM: Þýddi í reynd lítið annað en kjaraskerðingu. Pétur Sigurðsson, ASV: Afneita ekki niðurfœrslunni að óathuguðu máli. Forstjóranefndin þögul sem steinninn - Að svo miklu leyti sem niður- færslan er fær, mundi hún fyrst og fremst þýða stórfellda skerð- ingu á launum opinberra starfs- manna og annarra þeirra sem fá greidd laun eftir töxtum. Aftur á móti dreg ég stórlega í efa að unnt sé að stjórna verðlagi og launum á almennum vinnumarkaði með handafli, sagði Birgir Björn Sig- urjónsson, hagfræðingur Banda- lags háskólamanna, er hann var inntur eftir sk. niðurfærsluleið. Birgir sagði að öllum mætti ljóst vera að það myndi ekki leysa úr kostnaðarvanda atvinnuveg- anna. - Mér finnst liggja berlega í loftinu að umræður um niður- færsluna miðist við það að launa- menn eigi eina ferðina enn að borga brúsann og það getum við engan veginn fellt okkur við. Bráðabirgðalögin voru fyrst og fremst miðuð við það að ganga á kaupmátt launa. Pað er sannar- lega komið að öðrum að leggja sitt af mörkum, sagði Birgir. Birgir sagði að ekki væri betur séð en að atvinnurekendur og stjórnvöld hefðu sett á svið mikið sjónarspil til þess að búa í haginn fyrir efnahagsaðgerðir sem fælu í sér kjaraskerðingu. - Það er óneitanlega dálítið skrýtið að það skuli vera svona auðvelt að töfra fram tölur um hlutdeild launa í þjóðarkökunni fyrir 1987 og 1988, en ekki um ágóða fyrir- tækja á sama tíma, sagði Birgir. Afvopnun ísland aðili að fækkun herafla fsland hefur verið formlega til- kynnt sem þátttökuaðili að fækk- un í herafla í Evrópu í tengslum við afvopnunarviðræður um hefðbundin vopn í Vín. Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra upplýsti í þættinum Dagskrá á Rás 2 í gær- dag að hann hefði strax sl. sumar tilkynnt ísland formlega sem að- ila að fækkun í herafla og her- stöðin á Miðnesheiði væri því inni í umræðunni um hugsanlega fækkun í herafla í Evrópu. Utanríkisráðherra sagði að þetta mál hefði legið óafgreitt í ráðuneytinu þegar hann tók við sl. sumar. Ákvörðunin um þátt- töku hefði ekki verið tekin fyrir í ríkisstjórninni en hins vegar til- kynnt Bandaríkjamönnum sem ekki hefðu gert neina athuga- semd við hana. -•g- KEA Magnús valinn í fréttatíma Ríkissjónvarpsins í gærkvöld var sagt að stjórn KEA á Akureyri hafi ákveðið á fundi sínum í gær að ráða Magnús Gauta Gautason núverandi fjármálastjóra fyrirtækisins sem kaupfélagsstjóra í stað Vals Arn- þórssonar sem tekur við banka- stjórastöðu við Landsbankann 1. janúar nk. þegar Helgi Bergs lætur af störfum. -grh Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að að óathuguðu máli væri hann ekki reiðubúinn til að af- skrifa niðurfærsluleiðina. - Ég vil fyrst fá að sjá svart á hvítu hvers vegna þessi leið er ekki ráðleg í stað þess að for- dæma hana fyrirfram eins og for- seti Alþýðusambandsins hefur leyft sér að gera, sagði Pétur, sem sagðist sjá fyrir sér að hægt yrði með þessu móti að afnema frjálsa álagningu á vöruverði. - Það væri nokkur bót í máli ef það væri hægt. Forstjóranefndin fundaði að venju í tvígang í gær. Að sögn Einars Odds Kristjánssonar, for- manns nefndarinnar, er miðað að því að nefndin hafi fastmótaðar tillögur um eða eftir næstu helgi. - Við höfum margítrekað það að við skoðum allar mögulegar leiðir, ekkert frekar niðurfærsl- una en hverja aðra, sagði Einar Oddur. Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra sagði á Stöð 2 í gærkvöldi að 1984 hefði verið hugað að niðurfærsluleiðinni en hún hefði ekki þótt vænleg til ár- angurs þá. Hann sagði að svipað væri uppi á teningnum nú meðan ekki væri útlit fyrir að drægi úr þeirri þenslu sem verið hefur að undanförnu. -rk Frá ráðstefnunni í Odda í gær. Mynd Ari. Jarðhitaráðstefna Fyrsta sinnar tegundar Hátt í 100þátttakendur víða að úr heiminum. Rœtt um öldrunarvand- amál í jarðhitanýtingu Igær hófst í Odda alþjóðleg jarðhitaráðstefna sem standa mun fram á föstudag. Hátt í 100 manns sitja ráðstefnuna og flutt verða 30 erindi tengd því vanda- máli sem skapast við vegna mynd- unar fastra efna í jarðhitakerf- Að sögn Jóns Steinars Guð- mundssonar, verkfræðings, er þetta fyrsta ráðstefna sinnar teg- undar sem haldin er og vekur það athygli hve margir hafa sýnt þessu máli áhuga og hve víða að ráðstefnugestir koma. - Það vandamál sem hér er til umræðu er á mjög afmörkuðu sviði en segja má að þetta sé öldr- unarsjúkdómur jarðhitavinnsl- unnar líkt og æðakölkun í manns- líkamanum sem kemur ekki í ljós fyrr en nokkur tími er liðinn frá því að vinnsla hefst sagði Jón Steinar. Jón Steinar sagði að hér væri á ferðinni dæmigerð tækniráð- stefna þar sem menn skiptast á upplýsingum og kynna sér það sem verið er að gera í þessum málum annars staðar og ræða um leiðir til úrbóta. -iþ Heilbrigðiskerfið Aðalverktakar Rennt fyrir Steingrím Steingrímur Her- mannson: Boð um lax- veiði ekki verri risna en hverönnur. Hefvíða þegið laxveiðiboð Eg heid að laxveiði sé í sjálfu sér ekkert verri risna en hver önnur, sagði Steingrímur Her- mannsson utanríkisráðherra í þættinum Dagskrá á rás 2 í gær. En Steingrímur var spurður að því hvort hann teldi siðferðislega rétt að þiggja boð um laxveiði frá fyrirtæki eins og íslenskum aðal- verktökum, sem ætti mikilia hagsmuna að gæta í utanríkisráð- uneytinu. Steingrímur sagði hlustanda sem hringdi að þetta væri ekkert viðkvæmt mál stöðu hans vegna, þar sem íslenskir aðalverktakar hefðu einkaleyfi á öllum fram- kvæmdum á vellinum. Hann væri að skoða úttekt á allri starfsemi aðalverktaka og boð þeirra í lax- veiði breytti í engu skoðunum hans. Ráðherrann lét þó ekkert uppi um hverjar þessar skoðanir væru. Þjóðviljanum er kunnugt um að minnsta kosti einn annan aðila sem boðið hefur utanríkisráð- herra í lax. Stöð 2 bauð Steingrími í laxveiði í Hofsfjarð- ará fyrr í sumar. Hlustandan- um lék einnig forvitni á að vita hvort utanríkisráðherrann hefði þegið fleiri gjafir af þessu tagi. Svaraði Steingrímur því játandi en það væru ekki boð sem þyrftu að vera deiluefni. Skák Skákmeistari íslands Þriðju umferð lokið í keppninni um titilinn Þriðju umferð í keppninni um titil Skákmeistara Islands lauk klukkan rúmlega ellefu í gær- kvöldi. Úrslit voru þau að Hannes Hlífar Stefánsson bar sigurorð af Davíð Ólafssyni, Agúst Sindri Karlsson sigraði í skák sinni á móti Karli Þorsteins , Jó- hannes Ágústsson vann Róbert Harðarson. Margeir Pétursson hafði betur í viðureign sinni við Þráin Vig- fússon og Ásgeir Þór Árnason vann Benedikt Jónasson. Jón L. Árnason og Þröstur Þórhallsson sömdu um jafntefli. LG Endurhæfingardeild Klepps lokað Einasinnartegundarílandinu. Bráðamóttöku geðsjúkra á Landsspítala einnig lokað Deild 11 á Kleppsspítala, sem er endurhæfingardeild, verður ekki opnuð aftur þann 28. ágúst eins og til stóð að loknum sumar- fríum. Deildinni verður lokað í óákveðinn tíma, jafnvel fram að áramótum og er starfsfólk deildarinnar mjög óánægt að frétta þetta með svo skömmum fyrirvara og er uggandi um hag skjólstæðinga sinna. Tómas Helgason yfirlæknir Kleppsspítala segir að deildin verði lokuð þangað til leyst hafi verið úr rekstrarvanda spítalans. Salbjörg Á Bjarnadóttir deildarstjóri deildar 11 sagði að starfsfólkið væri mjög undrandi yfir því með hvað skömmum fyrirvara því væri tilkynnt þessi lokun. En starfsfólkið fékk bréf á föstudag þar sem því var sagt að deildin yrði ekki opnuð aftur þann 28. eins og til stóð, vegna sparnaðar í rekstri. Salbjörg sagði að starfsfólkinu hefði verið heitið vinnu á öðrum deildum. En starfsfólkið hefði áhyggjur af hag skjólstæðinga sinna. Deildin starfaði í mjög nánu sambandi við aðstandendur sjúklinga og nokkrum sjúkling- anna hefði verið lofað plássi aftur í haust. Deildin væri eina deild sinnar tegundar í heilbrigðisþjón- ustunni. Það var á Tómasi að heyra að sumarleyfislokunin hefði verið neyðarúrræði. En Salbjörg sagði sumarleyfislokun hafa tíðkast í nokkur ár og í raun væri litið á hana sem hluta af meðferðinni. Sjúklingarnir sem verið hafa á deild 11 geta ekki leitað til þess starfshóps í haust sem annaðist það áður. En að sögn Salbjargar hefur hver sjúklingur haft einn ráðgjafa á deildinni. Þetta hlyti að mynda rof í meðferð sem hún vissi ekki hvernig spítalastjórnin ætlaði að bregðast við. Sigur- björg sagði starfsfólkið aðallega vera undrandi á þessum skamma fyrirvara. Þá hefur Þjóðviljinn fregnað að bráðamóttöku geðsjúkra hafi verið lokað á Landsspítalanum. Slíkum tilfellum á í framtíðinni að sinna á deild almennrar bráðamóttöku. -hmp 2 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 17. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.