Þjóðviljinn - 17.08.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.08.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Fjölmiðlaheimurinn Goðgá hf. í gjaldþrot Bú Goðgár hf. útgáfufélags Helgarpóstsins var í gær tekið til gjaldþrotaskipta hjá Borgar- fógetaembættinu í Reykjavík að kröfu stjórnar félagsins. Skiptar- áðandi hefur verið skipaður Ragnar Hall. Áður hafði stjórn Goðgár hf. farið fram á og fengið tveggja mánaða greiðslustöðvun. Sem kunnugt er fór nýr meirihluti stjórnar Goðgár hf. undir forsæti Róberts Árna Hreiðarsonar lög- fræðings fram á opinbera rann- sókn á bókhaldi og rekstri Goð- gár hf. Þar var m.ö.o. verið að fara fram á rannsókn á bókhaldi sem eldri meirihluti hafði haldið, en þar í hópi voru Hákon Há- konarson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Goðgár og núver- andi framkvæmdarstjóri Alþýðu- blaðsins og Sigurður Ragnarson, fyrrum stjórnarformaður. Kæra þessi var send til Rannsóknarlög- reglu ríkisins sem sendi hana áfram til ríkissaksóknara til fyrir- sagnar, sem þýðir að RLR bíður eftir ákvörðun ríkissaksóknara um hvort rannsaka eigi málið frekar. Hákon Hákonarson, fyrrum framkvæmdarstjóri Goðgár hf og stjórnarmaður sagði að þessi kæra, sem Ólafur Sigurgeirsson lögfræðingur og nýbakaður vara- maður í stjórn Goðgár hafi lagt fram, hefði að mestu leyti verið byggð á „gagnrýnni" skoðun Magnúsar Benediktssonar lögg- ilts endurskoðanda á bókhaldi Goðgár. „Sú skoðun Magnúsar fór fram að beiðni nýju stjórnar- innar. Skýrsla Magnúsar er upp- full af röngum fullyrðingum og athugasemdum og greinilegt að hann hefur ekki kynnt sér fundar- gerðir og gögnin eins ítarlega og þurft hefði. Á þessu byggir kær- an, sem þá væntanlega er ekki upp á marga fiska. Ég og lögmað- ur minn, Jónatan Sveinsson, erum að íhuga að óska eftir opin- berri rannsókn á gerð Magnúsar við þessa skýrslu," sagði Hákon. Bragi Steinarsson, vararíkis- saksóknari sagði að þessi um- rædda kæra væri á hendur gjald- þrota mönnum og hlyti að verða tekin til meðferðar um leið og gjaldþrotamálið. Sagði Bragi að kærunni hefðu ekki fylgt neinar upplýsingar um stöðu fyrirtækis- ins þannig að þeim þyrfti að safna. Inn í þessa athugun þyrfti að taka kæru Blaðamannafélags- ins á hendur Goðgár hf. fyrir fjár- drátt. „Við skoðum bara þennan eina punkt, hvort það er um fjár- drátt að ræða eða ekki," sagði Bragi Steinarsson. Ragnar Hall, skiptaráðandi, sagðist ekki hafa haft tíma til að setja sig inn í málið, þannig að honum væri ókunnugt um hversu stórt gjaldþrot væri hér að ræða. Sagði Ragnar að tími til að lýsa kröfum í búið væri tveir mánuðir og að þeim tíma loknum yrði að halda fyrsta skiptafund innan eins mánaðar. Fyrr geta starfs- menn Helgarpóstsins, sem Goð- gá gaf út, ekki vænst til að fá þau laun sem þeir telja sig eiga inni hjá útgáfufyrirtækinu, greidd. phh Má bjóða þér torkennilegt duft í krukku sem veldur óstjórnlegum kláða eða óstöðvandi hnerra sem upplagt er að dreifa í kringum óvildarmenn þína? Eða viltu gefa eiginmanni þínum fílsrana undir dýrmætustu tól sín eða hentar þriggja skála brjóstahöld mömmu þinni?- Hrekkjusvín ættu nú að geta fengið ýmis forvitnileg hjálpartæki við þá iðju sína að gera samborgurum sínum einhverja skrekki því í síðustu viku var opnuð sérverslum með alls konar skemmtilegar og andstyggilegar hrekkjuvörur. - Það hefur verið fullt út að dyrum síðan verslunin var opnuð. Viðskipatavinir eru á öllum aldri og bæði karlar og konur, sagði Margrét Gísladóttir.afgreiðslumaður sem stungin var í gegnum haus- inn af einu hrekkjusvíninu í gær. Mynd E.ÖI Neskaupstaður Gegnanda S i« Jafnréttisráð komst að þeirri nio'ur stoðu á fundisínum í gær að ráðning Sveins Arnasonar í stöðu sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Norðfjarðar hafi brotið gegn jafnréttislögunum. Jafnréttisnefnd Neskaupstaðar kærði ráðninguna til Jafnréttis- ráðs fyrir hönd Klöru ívarsdóttur sem var annar umsækjandi um stöðuna. Klara hafði unnið í bankanum frá árinu 1973 og þar af verið skrifstofustjóri í 9 ár. Jafnréttisráð kemst að þeirri niðurstöðu, að að umsækjendur hafi svipaða menntun og starfs- reynslu en á ólíku sviði. Klara hefur langa reynslu á sviði banka- mála en Sveinn ekki. Jafnréttisráð bendir á að til- gangur jafnréttislaganna sé að rétta hlut kvenna á vinnumarkað- inum og kveða á um það að at- vinnurekendum beri að vinna markvisst að því að leirétta þenn- an mismun. Auk þess bendir jafnréttisráð á að í kjarasamningi bankamanna sé kveðið á um að starfsmenn bankanna skuli að öðru jöfnu ganga fyrir um störf innan bank- ans. _jb Spoleto Vatnsrennibrautin Viðey situr fyrir Barnalaugin íLaugardal þykir vera ofköld vegna vatnsins úr renni- brautinni. Óvissa hvenær heitavatnsleiðslan verður lögð vegna sumarfría og framkvæmda úti í Viðey Það er á döfinni að Ieggja auka heitavatnsleiðslu fyrir vatns- rennibrautina en hvenær það verður er erfitt að segja til um. Það eru allir í sumarfríuni og svo frestast allar aðgerðir vegna framkvæmdanna í Viðey sem njóta forgangs í borgarkerfinu um þessar mundir, sagði Mar- teinn Kristinsson aðstoðarfor- stöðumaður Sundlaugarinnar í Laugardal. j Frá því vatnsrennibrautin í ! Laugardal var tekin í noktun fyrir skömmu hafa ungir sundlaugar- gestir kvartað yfir of miklum kulda í barnalauginni sem stafar af vatninu sem rennur úr vatns- rennibrautinni. En það kólnar á leiðinni niður 8 metra háa brautina sem er um 70 metra að lengd. Vegna kuldans í barna- lauginni hefur það viljað brenna við að krakkar hafi hórfað yfir í dýpri laugina sem þykir ekki gott. Sérstaklega þegar þeir eru margir hverjir ekki fullsyndir og kenna ekki botns. Rennslishraðinn niður vatns- rennibrautina, samkvæmt mæl- ingum sem gerðar voru daginn áður en hún var opnuð almenn- ingi, er sá, að í ljós kom að hægt er með léttu að fara 70 metra langa brautina á um 16-20 sek- úndum en einnig allt að 30 sek- úndum. Að sögn Marteins hefur að- sókn að Laugardalssundlauginni aukist um minnst 20% frá því vatnsrennibrautin var opnuð fyrr í sumar. Aðspurður hvort ekki stæði til að opna brautina fyrr á morgnana, en hún opnar kl. 9, fyrir fastagestina, sagði Marteinn að það mætti vel athuga. Hann sagðist skilja það vel að fastagest- irnir vildu fá að prófa brautina á þeim tíma þegar þeir væru í lauginni. -grh Apartheid á fomsagnaþingi íslenskirfrœðimenn mótmœlaþátttöku háskólakennara íPretoríu á sagnaþingi á ítalíu. Hópur Norðmanna og Dana hafa hætt við suðurgöngu Ymsir norskir og danskir fræðimenn hafa tilkynnt að þeir muni ekki taka þátt í forn- sagnaþingi í Spoleto á ítalíu ef þýskur háskólakennari í Suð'ur- Afríku verður meðai þátttak- enda. íslenskir fræðimenn hafa mótmælt þátttöku hans á þing- inu, scm hefst 4. september, en hyggjast engu að sfður fara suður. Um þátttöku íslendinga í þing- inu sagði Sverrir Tómasson, sem á sæti í alþjóðlegri ráðgjafanefnd um þingin, að mönnum hér þætti of mikið í húfi fyrir íslendinga til að hægt væri að sniðganga þingið með öllu. - Hins vegar höfum við sent út mótmæli vegna þessa manns og krafist þess að hann verði tekinn út af mælendaskrá. Ef ekki verð- ur orðið við þeirri kröfu okkar munum við mótmæla veru mannsins á staðnum, meðal ann- ars með því að ganga út af fyrir- lestrum hans, sagði Sverrir. Búist er við að tæplega tuttugu Islend- ingar sæki þingið. Sverrir sagði að umræddur fræðimaður, Peter Buchholz, væri þýskur ríkisboígari en hefði starfað lengi í Suður-Afríku. Ekki væri ljóst hvort hann færi til Spoleto formlega á vegum há- skóla síns í Pretoríu, en honum hefði áður verið neitað um að taka þátt í fornsagnaþingi, þegar það var haldið í Danmörku 1985. Til þessa máls hefði aldrei þurft að koma ef skipuleggjendur þingsins hefðu haft samráð við al- þjóðlegu ráðgjafarnefndina. - f t- alirnir virðast ekki skilja alvöru málsins, sagði Sverrir, - og hafa ekki sinnt ítrekuðum athuga- semdum og mótmælum. En við erum enn að reyna. í samþykkt norrænna utan- ríkisráðherra frá 1978, endur- bættri 1985, er mælst tií þess að Norðurlandamenn forðist öll menningarsamskipti við Suður- Afríku mcðan kynþáttaaðskiln- aðarstefnan, - apartheid-, er þar við lýði. Ekki er ljóst hvort þessi samþykkt snertir væntanlega ís- lenska þátttöku í Spoleto. -iþ/-m Grœnfriðungar Mótmæltu í 74 borgum Grænfriðungar í Bandaríkjun- um mótmæitu hvalveiðum Is- lendinga í 74 borgum í gær og hvöttu Bandarfkjamenn til að kaupa ekki íslenskan fisk á meðan íslendingar héldu uppteknum hætti að veiða hval í trássi við hvalveiðibann Alþjóða hval- veiðiráðsins. Nú þegar hafa um 250 þúsund Bandaríkjamenn skrifað undir áskorun Grænfrið- unga þess efnis. F kvöldfréttatíma Ríkisút- varpsins í gær var haft eftir aðalt- alsmanni Grænfriðunga í Was- hington að Burgers King veiting- ahúsakeðjan hafi þegar ákveðið að draga úr fiskkaupum við Ice- land Seafood um fimmtung sem þýðir að dótturfyrirtæki Sam- bandsins verður af sölu upp á 1,5 milljón dollara og munar um minna. -grh Mlövikudagur 17. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍDA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.