Þjóðviljinn - 17.08.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.08.1988, Blaðsíða 4
Isafjarðardjúp Sameining kolfelld Oddviti Nauteyrarhrepps: Getur haft afdrifa- ríkar afleiðingarfyrirþróun byggðar við Djúp. Málið í höndum félagsmálaráðuneytis Urslit kosninganna komu flatt upp á mig og ég held að af- leiðingin geti orðið ansi ai'dr ifar ík fyrir byggðina hér við Djúp. Unga fólkið mun flytja í burtu, samdráttur verður í byggðinni og ég er ansi hræddur um að hér- aðsskólanum í Reykjanesi verði þá að loka. Þar fyrir utan var búið að gefa okkur vilyrði af hálfu samgönguráðuneytisins um ef af sameiningu hreppanna fjög- urra yrði, sagði Ástþór Agústsson oddviti Nauteyrarhrepps í N-fsa- fjarðarsýslu. Um síðustu helgi fóru fram kosningar um hvort sameina ætti hreppana fjóra við innanvert ís- afjarðardjúp í einn hrepp. Niður- stöður kosninganna urðu þær að sameining var felld í þremur en samþykkt aðeins í einum. í Snæfjallahreppi voru 17 á kjör- skrá og greiddu 12 atkvæði. 9 vildu sameiningu en 3 á móti. í Nauteyrarhreppi voru 46 á kjör- skrá en 37 greiddu atkvæði. 14 voru með sameiningu en 23 á móti. f Reykjafjarðarhreppi voru 43 á kjörskrá en 30 kusu. 11 vildu sameiningu en 19 voru á móti. í Ögurhreppi voru 32 á kjörskrá en 25 kusu. 2 vildu sameiningu en 21 á móti og 2 skiluðu auðu. Á kjör- skrá í hreppunum fjórum voru 138 en 104 neyttu atkvæðisréttar síns. 66 voru á móti sameiningu en aðeins 36 með henni og 2 skiluðu auðu. Að sögn Ástþórs er sameining þessara hreppa í pattstöðu um þessar mundir og ekki morg- unljóst hver framvindan verður og er málið nú í höndum félags- málaráðuneytisins. Bændur við Djúp eru á fullu um þessar mundir við heyskap í blíðunni og má búast við að flestír verði búnir að hirða í vikulokin. Fæstir verka í súrhey og verða því að stóla á Guð og lukkuna um nægan þurrk. Hey eru víðast hvar mjög góð og næringarrík. Lagt verður malbik á 19 kíló- metra vegarkafla í Lágadal í sumar sem er fagnaðarefni öllum sem þurfa að aka um norðanvert Djúpið. Heimamenn versla nú í æ ríkari mæli en áður við Hólma- vík í Strandasýslu enda fara bændur þangað með fé sitt til slátrunar á haustin eftir að hætt var að slátra á ísafirði. -grh Síld, tunnur, salt og fólk á gullárunum í sögu Siglufjarðar. Siglufjörður Afmælisveisla í viku 70 ára kaupstaðarréttindi og 170 ára verslun- arafmœli SigJufirði standa nú yfir mikil kirkjukórinn söng við undirleik Blásarakvintetts Siglufjarðar. Skemmtileg stemmning skapað- ist þegar hestamenn komu n'ð- andi fylktu liði til messu og höfðu prestinn með sér. Ekki hefur áður verið messað í skálinni enda hefur staðurinn löngum verið vinsælli til rómantískra ástar- funda en messugjörða. ísak sagði að bæjarbúar hefðu tekið virkan þátt í hátíðarhöldun- um og auk þess væri mikið um gesti í bænum um þessar mundir. - Það sem af er hátíðinni hefur tekist með afbrigðum vel og mik- ill undirbúningur bæjarfélagsins, fyrirtækja og einstaklinga á eftir að skilja eftir varanlegan ávinn- ing þar sem allir hafa lagst á eitt til að snyrta bæinn og fegra undan. farnar vikur, sagði Isak. Fram á næsta laugardag verður daglega eitthvað um að vera en afmælishátíðinni lýkur með því að bæjarbúum öllum verður boð- ið í grillveislu seinni part laugar- dagsins. iÞ M hátíðarhöld í tilefni þess að 70 ár eru frá því að bærinn fékk kaupstaðarréttindi auk þess sem staðurinn á 170 ára verslunaraf- mæli á þessu ári. Afmælisdagskráin sem stendur í eina viku hófst á laugardaginn var með því að tekið var á móti Vigd/si Finnbogadóttur, forseta ísiands. - Það var mikil viðhöfn á flug- vellinum þegar tekið var á móti frú Vigdísi. Karlakórinn Vísir söng fyrir hana og hún skoðaði sýningar hér og drakk kaffi með bæjarbúum, sagði ísak J. Ólafs- son, bæjarstjóri á Siglufirði. Að öðru leyti var fjölbreitt dagskrá um helgina, m.a. voru opnaðar málverka- og ljósmynd- asýningar þar sem myndefnið er sótt til Siglufjarðar fyrr og nú, sýning brúðuleikhúss fyrir yngri börnin og dansleikur fyrir þau eldri. Á sunnudaginn var haldin há- tíðarmessa í Hvanneyrarskál þar sem sr. Þór Árnason prédikaði og Ibúð til sölu Ibúð-Osló Til sölu mjög góð 3ja hb. kaupleiguíbúð í norð-- 'austur Osló. Hentar vel fyrir barnafj.sk., stutt í skóla og aðeins 12 mín. með lest til miðbæjar. Laus. Uppl. s. 91-23967. FRETTIR Ibúðaverð hefur hækkað mest á Akureyri á síðustu árum. Ibúðaverð Hækkar mest á Akureyri 38% hœkkun umfram Reykjavík. r AAkureyri hækkuðu einbylis- hús um rúmlega 60% frá árs - lokum 1986 til ársloka '87 sem er um 38% hækkun á meðalverði fermetra umfram almennar verð- hækkanir á sama tíina. Þetta er mesta verðhækkun á landinu af þeim stöðum sem Fast- eignamat ríkisins fylgist reglulega með. Næst á eftir kemur höfuðborg- arsvæðið þar sem meðalverð á almennt verðlagfyrir norðan og20% hœkkun í A Suðurnesjum stendur verðið ístað hverjum fermetra í einbýlis- og raðhúsum hækkaði um tæplega 40% á sama tíma, sem er um 20% hækkun umfram almennar verð- lagshækkanir. Á Suðurnesjunum, í Keflavík og Njarðvík hefur fbúðaverð hins vegar ekki hækkað mikið meira en sem nemur almennum verð- hækkunum eða um tæplega 23%. Þetta kemur fram í nýútkomnu fréttabréfi frá Fasteignamati ríkisins. Þar kemur einnig fram að útborgunarhlutfall hefur líka alls staðar hækkað en mest á Ak- ureyri, eðaum 10-11%, íReykja- vík um 4-5% og á Suðurnesjun- um um 3%. Staðbundnar orsakir eins og atvinnuástand, lóðaframboð og aðflutningur fólks ræður miklu um verðþróun á íbúarhúsnæði og er skýringanna á hinum mikla mun á verðhækkunum að finna í þeim þáttum. Forseti Islands Heimsókn í Húna- vatnssýslur Dagana 25. til 28. ágúst verður Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, á ferð um Húnavatnssýslur í opinberri heimsókn og mun hún koma víða við, heilsa upp á íbúa, planta trjám, skoða markverða staði og sitja boð ýmissa aðila. Tekið verður á móti Vigdísi við sýslumörk Vestur-Húnavatns- sýslu og ekið að Reykjaskóla þar sem hún mun planta trjám og skoða byggðasafnið. Að því búnu verður opið hús og kaffiveitingar fyrir fbúa sveitarinnar. Síðan verður ekið til Hvamms- tanga, þar sem forsetinn gistir, með viðkomu í Miðfirði. Sýslu- nefnd og hreppsnefnd bjóða Vig- dísi til kvöldverðar og síðar um kvóldið er opið hús í félags- heimilinu. Föstudagirin 26. ágúst heldur ferð forsetans áfram til Blöndu- óss, þar sem Vigdís mun dvelja í 2 daga, með viðkomu við Hvítserk, Þorfinnsstaðaskóla, Borgarvirki og í Víðihlíð. Frá Blönduósi ferðast Vigdís m.a. til Skagastrandar, þar sem hún skoðar bæinn, plantar trjám og silur kvöldverð í boði hrepps- nefnda Höfðahrepps, Vindhælis- og Skagahrepps og verður síðan á opnu húsi fyrir íbúa hreppanna á föstudagskvöldið. Á laugardeginum skoðar Vig- dís Blönduvirkjun og stíflumann- virki á Auðkúluheiði og kemur við í Húnaveri og Húnavöllum og fer aftur til Blönduóss síðari hluta dags. Á sunnudeginum, sem er síð- asti dagur heimsóknarinnar, fer Vigdís út á Skaga ef veður leyfir og skoðar ýmsa markverða staði, plantar trjám í Hrútey, skoðar kirkjuna að Þingeyrum og þaðan verður ekið um Vatnsdal og í fylgd með Vigdísi verða staðnæmst við Þórdísarlund. Kornelíus Sigmundsson forseta- Seinni part dags heldur forsetinn ritari °g Xr,ga Hersteinsdóttir áleiðis til Reykjavíkur. eiginkona hans. iþ Fyrirlestur um stærðfræðinám A morgun flytur dr. Solberg Sigurdson fyrirlestur í Kennara- háskóla íslands. Dr. Solberg Sigurdson er af íslenskum ættum. Hann er prófessor við University of Alberta í Edmonton, Kanada, og hefur kennt kennaranemum við þann skóla í 20 ár. Hans sér- svið er stærðfræðikennsla, og hefur starf hans aðallega beinst að því að undirbúa kennaranema fyrir stærðfræðikennsla í efri bek- kjum grunnskóla og mennta- sícóla. Fyrirlesturinn nefnist „Sér- fræðinám í samhengi - þáttur sem fæstar kennslubækur sinna. Hann leggur sérstaka áherslu á skilningsþáttinn í stærðfræði- námi og samhengi - bæði sam- hengi viðtangsefna við umhverfi og samhengi innan stærðfræðinn- ar. í fyrirlestrinum verða gefin mörg dæmi úr kennslu og ábend- ingar til kennara. Er hann ætlað- urkennurum, bæði á grunnskóla- og framhaldsskólastigi, og öðrum þeim sem áhuga hafa á stærð- fræðikennslu. Fyrirlesturinn verður 17. ágúst kl. 15.00 í stofu 201 í Kennara- háskólanum við Stakkahlíð. 4 SÍDA - ÞJÓDVILJINN Miovikudagur 17. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.