Þjóðviljinn - 17.08.1988, Page 5

Þjóðviljinn - 17.08.1988, Page 5
Miðvikudagur 17. ágúst 1988 ÞJÖÐVILJINN - SlÐA 5 Engir fjármunir til og engín vinnsla á innlendu efni. Sjónvarp Sumardagskráin slöpp Vetrardagskráin betri? Endursýningar tíðar. Innlendframleiðslaílágmarki. Fjárskortur. Fer Sjónvarpið halloka fyrir Stöð 2? sem raun ber vitni fréttaþætti Nordvision. Ekki eigi það meira erindi við íslenska sjónvarpsá- horfendur hvað sé að gerast í Palme-málinu, hví verkamenn í námum í Kiruna búi við slaka ör- yggisgæslu og þar fram eftir göt- unum, heldur brenni mun frekar á fólki hvað sé að gerast hér inn- anlands og hversvegna. íslenskir fréttaskýringaþættir og þættir með fréttatengdu efni hafa verið af afar skornum skammti í sumar. Niðurstaða þessarar athugunar Þjóðviljans á dagskrá Ríkisút- veg að það hafi engan veginn staðið sig í stykkinu gagnvart sín- um umbjóðendum. Dagskráin hefur að mestu leyti verið saman sett af framhaldsþáttum og að- keyptu, heldur lítið áhugaverðu, ódýru efni. _tt Sjónvarp Höfum ekki efhi á öðm Ingimar Ingimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri: Vonum að lands- menn sýni þolinmœði og skilning. Verðum að bíta á jaxlinn Við neyðumst til að hafa efnis- valið svona því við höfum ekki efni á neinu öðru. Fjársveltið er gífurlegt, sagði Ingimar Ingim- arsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri Sjónvarpsins, er Þjóðvilj- inn innti hann skýringa á slakri framgöngu Sjónvarpsins í sumar. - Ég er þó ekki alveg sammála því að dagskráin hafi verið ógurlega slæm í sumar. Sumir hafa hrósað dagskránni, þó þeir séu nú færri en þeir sem hallmæla henni, sagði Ingimar. - Við vonum að landsmenn sýni okkur þolinmæði og skilning því sannarlega höfum við engra annarra kosta völ. í nýju útvarps- lögunum var okkur ætlað að fá ákveðna prósentu af öllum inn- fluttum sjónvarpstækjum en við fjárlagagerð hefur það ákvæði gleymst. Þannig höfum við orðið af tekjuliðum svo við þurftum að skera eitthvað niður og sumar- dagskráin varð fyrir valinu. - Við leggjum mikla áherslu á að byggingu og frágangi hússins í Efstaleitinu verði lokið sem fyrst því með því að fá alla starfsemi á sama stað næst fram gífurleg hag- ræðing og mikill sparnaður. Ingimar situr í svokallaðri hús- nefnd fyrir hönd Sjónvarpsins, en hún hefur það starf með höndum að skipuleggja og fjalla um hvernig koma eigi starfsemi Ríkisútvarpsins fyrir í húsinu, þar með er talin starfsemi Sjónvarps- ins. Nú hefur nefndin ekkert á sinni könnu af þeirri afar einföldu og auðskildu ástæðu að allar framkvæmdir liggja niðri. - Það var tekin ákvörðun um að draga verulega saman seglin þegar við fengum þær fréttir að við fengjum ekkert af aðflutn- ingsgjöldunum á fjárlögum, og bíta á jaxlinn. Það var ákveðið að stytta dagskrána um 1 tíma á dag og einnig að leggja meira uppúr haust- og vetrardagskránum en sumardagskránni. Þetta var eina leiðin til að mæta þessu. Reynslan verður að skera úr um hvort þetta hafi verið rétta á- kvörðunin. - Okkar björtustu vonir standa til þess að landsmönnum megi líka vel haust- og vetrardag- skráin okkar því þar er að vænta mun fleiri nýjunga en í sumar og einnig verður töluvert meira af innlendu efni, sagði Ingimar. -tt Lítið hefur verið um að nýtt efni hafi verið sent út í loftið í sumar hjá Sjónvarpinu og hefur æ meir borið á óánægju með hina ríkisreknu sjónvarpsstöð fyrir þær sakir að hún leggi niður róf- una fyrir einkaframtakinu ein- mitt þegar hún ætti að tvíeflast og blómstra. Dagskrá Sjónvarpsins hefur verið milli tannanna á fólki í allt sumar fyrir þær sakir að lítið hafi verið um sýningar á nýju inn- lendu efni og endursýningar á eldra efni tíðar. Þjóðviljinn kannaði dagskrá Sjónvarpsins í sumar og það sem einna mar- kverðast kom útúr því var að endursýningar voru sannarlega tíðar, eða að meðaltali um það bil ein á dag, og skiptist þannig: Mest var um að barnaefni væri endursýnt, síðan unglingaefni og loks samtals- og viðræðuþættir. Þátturinn „Maður vikunnar" var endurtekinn nokkrum sinn- um en aldrei í sömu vikunni. Þannig var, til dæmis, Karólína Eiríksdóttir maður viknanna 22.- 28. maí og 5.-11. júní. Þó var það ekki eina dæmið. Þátturinn um Davíð Oddsson var sýndur nú í þessari viku í annað sinn á árinu. Þættirnir „Úr ljóðabókinni" voru stöku sinnum endursýndir og einnig gamlir Stikluþættir Ómars Ragnarssonar. Barnaefni var mjög oft endursýnt en þar er helst að nefna að „Töfraglugginn“ er hvað oftast endursýndur, enda nokkurs konar regla að endur- sýna hann alltaf á miðviku- dögum. Poppkorn var einnig endursýnt sérlega oft. Mikið hefur einnig verið deilt á Sjónvarpið fyrir að sýna svo oft Stillimyndin stendur þó alltaf fyrir snu, eða hvað?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.